Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 21.07.1906, Qupperneq 2

Reykjavík - 21.07.1906, Qupperneq 2
122 R E YK J A'V í K leikum riistjórans njóti sín betur íramvegis í blaðinu. Ritstjórinn á til góða ritstjórnarhæfileika, og því vænt- um vór mikils góðs af tímariti þessu. Landvarnarmenn lýsa þjóðræðis- mönnum. í Dagfara 29. f. m. stendur grein, vel skrifuð (eftir hr. Síg. Guðmunds- son?) um hálfbræður þeirra land- vamarmanna, þjóðræðismennina. Þar stendur svo: „Einkum er ég orðinn steinhlessa 4 stað- festu- og stefnuleysi Þjóðræðisliðsins og foringja þess. Hver er svo fróður, að hann geti leyst úr þvi, hvað mennirnir vilja? Hvað er það, sem þeir sí og æ tala um og gala um? Því að ekki þarf að barma sér yfir því, að ekki mali þeir nógu mikið. Hver getur sagt, hvað margar tillögur og skoðanir og stefnur hafa verið á teningnum í þeirri sveit í vetur? Það er ekki ofmikið í lagt, að þeir hafi að minsta kosti reitt mönnnm nýja skoðun eða uppástungu með hverjum nýjum pósti. Hringl Þjóðræðismanna kemur, ef til vill, bezt í Ijós, ef litið er á fyrstu undirtektir þeirra undir Danmerkurför þingmanna. ísafold og Fjallkonan hömuðust gegn henni af öllum mætti. Kölluðu hana „matarför“ og öðrum fögrum og prýðilegum nöfnum. En hvað verður? Stjórn flokksins sam- þykkir að fara þessa frægilegu för. Og blöð þeirra eru nú á því, að flokksmenn sinir eigi að fara. Verri snoppung gátu þau ekki gefið sjálfum sér. Eru mennir- nir svo blindir og sljóvir að sjá ekki, að svona hringl sviftir þá allri tiltrú þjóðar- innar? Dagfari getur frætt þá á því, að fjölmárgir merkir flokksmenn þeirra á Austurlandi eru þeim gramir fyrir hringlið og festuleysið. Svo er því barið við, að Þjóðræðismenn þurfi að bregða sér utan að tala við „frjálslynda Dani“. Hví gátu mennirnir ekki séð það undir eins? Hví töluðu þeir og ritllðu, áður en þeir krufðu málið — utanförina — til mergjar, áður en þeir hugsuðu ? Hví þetta æðisfum og óðafár i stjómmálaframkomu þeirra? En um hvað ætla þeir að tala við „frjálslynda Dani?“ Og hverir eru þessir frjálslyndu Danir, er þeir eiga svo mikið vantalað við, að þeir þyrftu að takast á hendur þessa „matarför“, er þeir höíðu næstum því viðbjóð á? Vér athugum seinni spurninguna fyrst. Það eru sjálfsagt jafnaðarmenn og róttækir vinstri menn, sem þeir eiga við, er þeir (Einar Benediktsson hér í blaðinu t. d.) tala um „frjálslynda Dani“. En lítið er að græða á þeim. Þeir hugsa ekki mínstu vitund um íslands mál, fremur en flestir Danir .... Annars dettur mér oft í hug orðtakið gamla, þegar ég heyri alt þetta hjal sumra íslendinga um frjálslynda vinstrimenn, að sá tali „mest um Ólaf kong, sem aldrei hefir heyrt hann né séð“. Að völdum sitja nú í Danmörk næstum því sömu menn sem 1901—1903, þá er síð- asta stjórnarskrárbreyting var á ferðinni. Ekki 8é ég, hver ástæða er til að ætla, að þeir hafi að nokkru breytt skoðun síðan þá. Hví skyldu þeir vera fúsari á að veita oss landstjórafrumvarp nú en þá? Nema svo sé, að fréttirnar af skilnaðartalinu hér heima hafi skotið þeim slíkum skelk í bringu, að þeir bjóði oss nú landstjórafrumvarp, enda er Dönum það alveg útlátalaust, sem síðar skal á vikið. Ég geri ráð fyrir, að stjórnarandstæð- ingar segi, að þeir ætli að fræða Dani um óskir vorar, kröfur og vilja í sjálfstjórnar- máli voru. Ég ætla líka fyrst að gera ráð fyrir því, að sjálfir hefðu þeir eitthvert hugboð um, hvað þeir vildu, þótt alt bendi á, að þeir hafi heldur litla hugmynd um það, sem síðar skal drepið á. En hvað ætli Danir fræðist á fyrirlestr- um þeirra? Ég hefi verið á fundum í dönskum stúdentafélögum, þar sem rætt hefir verið um íslandsmál. Þeir hafa kom- ið þar doktorarnir, Finnur og Valtýr, og háð þar burtreið frammi fyrir Dönum, sem þeim er títt. Hinn neitaði því, er anuar staðhæfði — og Danir voru jafnnær. Vissu ekki, hvorum þeir áttu fremur að trúa. Myndi ekki fara á líka leið í sumar? Ætli Lárus Bjarnason og Hannes Hafstein hefðu ekki eitthvað að athuga við frásagnir Valtýs og Skúla af þjóðarviljanum íslenzka og alla þeirra röksemdaleiðslu? Og hver- jum ætli Danir trúi betur, hundókunnugir mennirnir? Ef þeir tryðu öðrum flokknum betur en hinum, yrði það sennilega meiri- hlutinn, einkum af því, að hann er svo stór. Myndu hugsa sem svo, eins og eðli- legt er, að svo mikill meiri hluti væri meir í samræmi við þjóðarviljann en svo lítill minni hluti. Og hvað hafa þá þeir Þjóð- ræðismenn haft upp úr matarförínni? Ekkert — alls ekkert. En hvað er nú það, sem þeir ætla að tala við Dani um? Segja þeim frá þjóð- viljanum íslenzka í sjálfstjórnarmálinu? Hver er hann? Hvaðan hafa þeir fregnir af honum? Mér vitanlega hafa engir fund- ir verið haldnir nýlega um sjálfstjórnar- málið, nema — Fáskrúðsfjarðarfundurinn. Eða ætla þeir að segja Dönum frá kröfum og sjálfstjórnarhugsjónum sjálfra sín? Aftur spyr ég: Hverjar eru þær og hvar er þær að finna? í haust var það þjóðræðið, er þeir báru fyrir brjósti. Þá var það „referendum“, afnám konungkjörinna þingmanna, rýmkun kosningarréttarins og þess konar, er var efzt á baugi með Þjóðræðismönnum. Svo tóku þeir landstjórafrumvarpið á arma sér. „Tala má það“, sagði ísafold því næst um skilnaðinn. Og svo var ekki annað að ajá, en hún væri öruggur skilnaðarsinni. Og síðan hefir hún leikið á sífeldu flökti og einlægu brölti milli skilnaðar og landstjóra — gefið skilnaðinum hýrt auga annað veifið, en barizt lyrir landstjóra og lýð- lendustjórn hitt kastið. Þó er sá megin- munur 4 þeim stefnum, að það er naum- ast til ofmikils mælst, að menn gerðu sér grein fyrir, hvort þeir kysu heldur og hverju sé heppilegra að halda fram. Að visu sagði einn þingmaður Þjóðræðisliðsins í vetur, að skilnaðurinn væri ekki alvöru- mál Þjóðræðisblaðanna. Það væri grýla, er hræða ætti Dani til að láta eitthvað af hendi rakna við oss. En ég hafði þá á- stæðu til að ætla, að hann hermdi ekki rétt frá þessu og að ísafold væri hér gerðar rangar getsakir. En ég er nú farinn að trúa þingmanninum. En ódrengileg pólitík er þetta, og enginn ábati verður að þess konar kænskubrögðum, er til lengdar lætur. .... Og hvernig er svo þetta landstjóra- frumvarp, er hugur þeirra Þjóðræðislíða girnist? Það hefir verið allmjög á huldu, hvernig það ætti að vera, eins og flest, er við kemur stefnu Þjóðræðismanna . . . . En er ekki æskilegt, að vér vitum og skiljum sjálfir, hvað vér viljum, áður en vér drepum á dyr hjá Dönum með kröfur vorar? Eða er það ætlun þeirra Þjóðræðismanna að grennslast eftir, hvað Danir séu tilleiðan- legir til að láta oss í té? Þá rekur að því, er sagt var áður, að þeir koma að tómum kofunum hjá Dönum, er flestír hafa vart varið einni mínútu af ævinni til að hugsa íslandsmál. .... Það er víst heldur engin hætta á, að Þjóðræðismenn afreki mikið í þessari för, enda hafa þeir litlar heimildir til að krefjast einhvers af Dönum og því síður biðja þá einhvers fyrir hönd þ.jóðar sinnar. Förin er og naumast farin í því skyni. Astæðurnar „persónulegri11 en svo. Ef Þjóðræðismenn halda áfram þessu riðli og reiki aftur og fram og fram og aftur og skipa sér ekki um skýra og ákveðna stefnu- skrá, þá sé ég ekki, hver dýpsti og innsti vilji þeirra er, aunar en sá einn, að velta Hannesi Hafstein úr völdum til að setjast sjálfir að þeim krásum og kjötkötlum, er þeim verður svo tíðrætt um, að andstæð- ingar þeirra vermi sig við.1) Hljótum vér stjórnarandstæðingar að telja slíkt hörmu- lega farið. Skírnarföt. í blaðsnepli einum, sem kemur út, hér í bænum sem landvarnarmálgagn, hefir ritstjóri þess, Benedikt Sveinsson að nafni, ráðist á mig út af því, að ég hafi eignast nokkur skírnarföt úr kyrkjum, og reynir að gefa það í skyn, að þetta hafi orðið með ólög- legu mót'i Mér dettur ekki í hug að eiga í otðakasti við Benedikt þenn- an Sveinsson, og mér er vitanlega sama, hvað hann segir um mig. Ég vil hér að eins benda almenn- ingi á, að skírnarföt þessi eru hvorki fornmenjar né „kyrkjugripir", þótt Benedikt Sveinsson haldi að svo sé. Þessi föt, sem nefnilega eru úr mess- ing, hafa á fyrri tímum fluzt hingað til landsins sem verzlunarvara, og hafi þau verið keypt handa kyrkjum, þá hafa þau verið talin með áhöld- um hennar, en alls ekki með kyrkju- gripum, svo sem oblátudósirnar, sem séra Jens prófastur Pálsson í Görð- um íargaði úr Bessastaðakyrkju. Föt þessi hafa aldrei verið notuð sem skírnarföt, því hér á landi eru börn eigi færð til kyrkju til skírnar, rtema stöku sinnum í Reykjavík; föt þessi hafa legið árunum saman ófág- uð og óhrein í mesta máta á kyrkju- lofti eða i einhverju skúmaskoti; merkur prestur, sem nú er dáinn, hefir sagt mér, að hann hafi á ein- um stað séð slíkt fat haft til þess að bera út ösku í. Föt af þessu tagi hafa til skamms tíma verið til því nær á hverju bændaheimili á Yestur- Jótlandi, sbr. ritgerð eftir H. F. Feil- berg (Fra Vester-Jylland, et Kultur- billede) ítímaritinu „Fra alle Lande', 1882, 1. bindi, bls. 245. ‘) Hér grípur höf. á ltýlinu hjá umskiftinga- (=þjóðr«ðis;flokknum. Ritstj. »Rvk.« Þeir menn, sem annaðhvort hafa seit mér eða gefið þau skírnarföt, sem ég á, hafa haft fulla heimild til þess, og eru þeir allir merkari og betri menn en ritstjóri „Ingólfs". Reykjavík, 6. Júlí 1906. J. Havsteen. Landshornanna milli. —:o:— Dánarfregn. — Þann 5. Júní 1906 andaðist merkiskonan Ingibjörg Jónsdóttir kona Einars hreppstjóra Jónssonar á Yzta- skála undir Eyjafjöllum. Hún er fædd á Miðskála í sömu sveit 9. Maf 1837; hún var dóttir Jóns Jónssonar í Steinum og konu hans Sigurveigar Einarsdóttur, Þor- steinasonar, albróður Bjarna amtmanns Thorsteinssonar. Sigurveig dó í fyrra 3. Júlí 1905 hjá dóttur sinni Ingibjörgu, 93 ára. Sigurveig fæddist árið 1812 í Kerlingardal í Mýrdal. Á æskuárum misti hún móður sína þannig að hús féll ofan á hana, svo hún beið bana af, en barn, sem var þar hjá henni, Guðfinna dóttir séra Jóns Austmanns í Vestmanna- eyjum, hafði líf. Þegar Sigurveig hafði mist móður sina, tók hún við bústjórn með föður sínum og bjó með honum þang- að til hún giftist Jóni fyrri manni sínum og bjó hún með honum 31 ár. Bjó hún svo fá ár ekkja, en þá giltist hún Einari ísleifssyni á' Seljalandi, orðlögðum merkis- manni og bjó með honum 19 ár, svo var hún ekkja til dánardægurs 22 ár. Ingibjörg giftist árið 1865 inn 8. Júlí eftirlifandi manni sínum Einari hreppstjóra Jónssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Yztaskála. Þau eignuuðust 6 syni; 3 þeirra dóu í æsku; Sigurður barnakennari sonur þeirra, mikið og gott mannsefni, er dáinn fyrir 5 árum, en 2 synirþeiri'a: Jón og Bjarni, eru búsettir í Vestmannaeyjum °g þykja þeir mjög nýtir borgarar mann- félagsins. Báðar vóru þær mæðgur Sigurveig og Ingibjörg vel gáfaðar og búkonur inar beztu, gestrisnar og glaðlyndar, orðhepp- nar og lmyttnnr í svörum. Þær reyndust öllum vel, sem á þær treystu, og vóru því elskaðar og virtar af öllum, sem þektu þær. .a cð s «o cð 0 í> 0 ft Raddir almennings. —:o:— Meiri þrifnaö! Undirritaður tekur að sér (án borgunar) að vísa Heilbrigðisnefnd bæjarins á hland- forarstöðuvötn, þau er hún sjálf ekki sér, en þó liggja við aðalgötu bæjarins. Reykjavík, 20/7 — ’06. Helgi Pórðarson prentari, Laugavegi 61. Heima eftir kl. 7 síðd. Reykjavík og grend. E/s „Kong Trygye“ (E. Nielsen) kom hingað frá útlöndum að kvöldi þess 14. þ. m. fullfermdur vörum, og með honum 68 farþegar, þar á meðal: bæjarfógeti Halldór Daníelsson og frú hans, úrsmiður Guðjón Sigurðs- son, lögfræðingarnir Magnús Sigurðs- son og Einar Arnórsson, gullsmiður Páll Þorkelsson og frú hans, ungfr. Sigríður Björnsdóttir (ritstj.) og Helga Thorsteinsson. Ennfremur 26 kenn- arar, flestir norskir, 17 vinnumenn til ritsímans, 12 útlendir ferðamenn, 9 þýzkir og 3 enskir. Cfufuskipafélagið „Thoro“ hefir nýlega keypt gufuskipið „Sterling" (frá Kristíaníu) til íslandsferða. Skipið er 210 feta langt; brutto 1047 Regis- ter Totis; netto 632 Register Tons og hefir 12 mílna hraða, byggt 1890 í Leith; alt raflýst Á skipinu kvað vera mjög gott farþegjarúm, og getur það flutt um 130 farþegja. Hr. Emil Nielsen verður skipstjóri á þessu skipi. Bitsíminn. Með „Laura“ nú kom sæsíminn, er leggja skal yfir Hval- Munið eftir nýju verzluninni í Kyrkjustræfi 8.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.