Reykjavík - 04.08.1906, Page 3
REYKJAVÍK
135
OLIVER TWIST,
In heimsfrœsía' skáldsaí*a eftir Charles
Uicliens, kemur nú út í vandaðri íslenzkri
þýðingu. Saga þessi hefir verið gefin út á flest-
um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel
tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest-
urs fyrir fullorðna sem börn. Það mun óliætt
að fullyrða, að þeir, er lesið hafa sögu þessa, telja
hana ágæta. Hún er þannig skrifuð, að liún
hlýtur að glæða alt gott og göfugt lijá hverjum
manni — ungum og gömlum — en vekja við-
bjóð á öllum smásálarskap og varmensku i hverri
mynd sem er. Höfundurinn, Gharles Dickens,
er heimsfrægur og mesta uppáhald allra ment-
aðra manna, sem liann þekkja.
Hver sem vill eignast góða og spennandi skáld-
sögu til að lesa, ætti að kaupa OLIVER
TWIST.
taka svo einróma í sama streng,
eins og dönsku blöðin gerðu, þá er
auðvitað, að þingmenn allra flokka
sé á sama máli.
IV.
Vér hurfum þar síðast frá sögu,
er konungur og þingrnenn vóru ljós-
myndaðir í hallargarðinum.
Kongur lagði nú til, að allir skyldu
spázéra í góðviðrinu úr garðinum
niður Normansdal að Esromvatni.
Kveiktu menn nú í vindlum og héldu
þessa leið. Konungur og drottning
skröfuðu á leiðinni ýmist við íslenzku
og ýmist við dönsku gestina. Alla
leiðina fram og aftur tóku menn
eftir, hve vandlega konungur reyndi
að gæta þess, að láta kynna sér heiti
hvers gests, er hann þekti ekki áður,
og spjalla nokkur orð við hvern.
Og er gestirnir héldu af stað aftur,
kvöddu þau konungur og drottning
og fjölskylda þeirra hvern gest fyrir
sig með handabandi.
Sérstök aukavagnlest flutti gestina
aftur til K.hafnar, og komu þeir
þangað að afhallandi miðaftni.
Þá er til Hafnar kom heimsóttu
þingmenn „garð“ (Regensen), þar
sem allir íslenzkir Hafnarstúdentar
búa 4 ár.
Vara-prófastur bauð þá velkomna,
en Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti
svaraði með fjörugri ræðu. Ljós-
myndari tók þar mynd af þeim þing-
mönnum, sem vóru gamlir „garð“-
búar, en það eru þeir Hafstein ráð-
herra, Lárus H. Bjarnason sýslu-
maður, Guðl. Guðmundsson bæjarf.,
Guðm. Björnsson læknir, séra Þór-
hallur Bjarnarson, Skúli Thoroddsen,
Jón Jakobsson, Björn Bjarnarson,
Valtýr, Jóhannes bæjarf., Jón Magn-
ússon, Stefán Stefánsson kennari.
V.
Nýborg é Fjóni, J1/7. — Kem í þessu
neðan frá ferjunni, sem kom með þing-
mennina; hefi liaft tal af þeim flestum.
Þeir eru mjög glaðir og ánægðir. Nota
nú fregnritaskírteini mitt frá „Reykjavík11 * IV. V.,
fer með þingmönnum til Óðinseyjar á
nýninguna þar. — Oðinsey, s. d. Ákafur
hiti og ryk. Sendi með „Ceres“ nokkrar
línur héðan. G. J. O.
Veðrið var fagurt þjóðhátíðar-
niorguninn, þegar ég labbaði suð-
ur á Mela, til þess að horfa á
veðreiðarnar. Hestarnir glentu sig
og mennirnir, sem á sátu spentu
lít alla anga, sumir iðandi og
spriklandi og keyrðu upp á klár-
ana, nema tveir eða þrír menn,
sem sátu hestana vel. Annars er
litið um veðreiðarnar að segja.
Sama er^og um lijólreiðarnar.
Þegar klukkan var hálf eitt, áttu
menn að koma saman á Austur-
Velli og búast til skrúðgöngu upp
á Landakotstún, en ofgott þóttist
víst fólkið til þess að fara inn á
völlinn, enda höfðu margir haldið,
að þar sem stóð á »prógramminu«
»kl. 12V2« væri sama sem kl. hálf
tólf; og menn »spázéruðu« fram
og aftur um göturnar í kring og
sumir stóðu og gláptu hver fram-
an í annan; og loks lögðu svo
þessar fáu hræður, — sem höfðu
þó farið inn á Austurvöll — á stað
og síðan drösluðust hinir með upp
á túnin. Skrúðgöngu (!)-»marzinn«
var dauflegur bumbubarningur;
ekki var hornahljómurinn; og nú
er sú tíð, að allir þykjast of góðir
til að syngja, nema einhverjir út-
valdir »æfðir« »virtúósar« — svo
er það að minsta kosti hér í
Reykjavík, þó menn ætli að skemta
sér alment.
Eftir þessa þögulu sorgargöngu
setti bæjarfógetinn hátíðina. Nokkr-
ir menn aðrir stigu í stólinn hver
á fætur öðrum og ræðurnar, sem
voru alt of langar — nema hjá
síra Matthíasi — dundu yflr mann
bvíldarlaust, þótt yfirleitt væru þær
dágóðar. En er það nokkur stjórn
að láta sex menn halda langar
i'æður í einni stryklotu ? Væri ekki
skynsamlegra að hafa eitthvert hlé
á milli, til þess að fólkið yrði ekki
dauðþreytt á slíkri skemtun ?
Kórsöngurinn upp á túnunum
var ofboðsveikur í sal, þar sem
himinn er þakið. Og því sungu
ekki a 11 i r, sem kunnu ?
Ur ræðunum man ég fátt, nema
það, að síra Matthíasi þótti kvenn-
fólkið hér í Reykjavík sálarlaust
(yflrleitt). Þið junfrúr og húsfrúr,
er þetta »virkilega« sa tt ? — »A1-
máttugur !«
Halldór Jónsson lét líka Reykja-
vík njóta sannmælis—það man ég.
Glímurnar voru langbezta skemt-
unin.
Flugeldar áttu að vera kl. 11
um kvöldið, en svikist var um að
sýna þá á þeim tíma, nertia hvað
einhverjir strákar voru að bera
það við. Hvað orðið hefði af
þeirri skemtun um kl. 12, við lok
hátíðarinnar, er ekki gott að segja.
En þegar klukkan var um hálf
tólf og menn gengu fram og aftur
um túnið í kvöldkyrðinni og mán-
inn leit fram undan eldlegum,
glæstum skýjum yfir sofnandi
grund og liljóðan sjó, þá sást
skyndilega reykjarmökkur í aust-
urátt og bjarma sló á loft upp.
Landakotsvöllurinn sópaðist af
fólki á svipstundu. Allir vildu sjá,
hvað um væri að vera þar austur
frá. — »Iðunn« var að brenna.
Reykjarmekkirnir ultu fram og
hnykluðust hver yfir annan, íog-
arnir brutust út um glugga og dyr
og stigu hátt og skreyttu skugga-
legt, reykjarþrungið loftið fyrir of-
an með blikandi gneistastjörnum,
sem stigu og komu hrapandi víðs-
vegar umhverfis eldhafið. Þetta
voru þá flugeldarnir, sém þjóðhá-
tíðin endaði á, stórir og áhrifa-
miklir, en á mjög óhentugum stað.
Úlfnr.
Reykjavík og grend,
Þjóðminningardaginn lagði nátt-
úran til bezta blíðviðri, sem á sumr-
inu hefir komið. Aðgangur að há-
tíðinni var nú helmingi dýrari en
"V i 1Ji iiaeiui vardveita Iieilsix sína
eiga menn daglega að neyta ins viðurkenda og óviðjafnanlega lyfs
Kína-Lífs-Elixír,
því að við neyzlu þess hafa þúsundir manna komist hjá þungum
sjúkdómum.
Kína-Lífs-Elixír má ekki vanta á nokkurt heimili, þar sem
menn meta heilsuna.
Með því að margir hafa reynt að stæla lyf mitt, eru neytendur
beðnir í sjálfra þeirra hag að heimta skírlega Waldemar Petersens
Kína-Lífs-Elíxír.
Að 1‘íiin ósvikið ineð iiafnl franilciöamla og innsiigl*
inn j jjrænu laKlvi. Fæst hvervetna á 2 kr. glasið.
Varist eftirstælingar.
áður (50 au.), og eins að danspalli
(15 au. í 15 mínútur), en skemtanir
allar fátæklegri og fábreyttari en
nokkru sinni fyr. Aðsóknin var
nokkru minni en í fyrra.
„Kong Helge“, sem væntanlegur
var Föstud. i fyrri viku, kom loks í
morgun. Hafði* orðið lekur í hafi
og orðið að hleypa upp til Eski-
fjarðar og skipa þar upp úr fremra
lestrúmi, meðan gert var við lekann.
Brennivargar. Hún endaði á
því þjóðhátíðin hér í ár, að rétt undir
miðnætti stóð „Iðunn“ í björtu báli.
A 1—l1/^ stundu var hún brunnin
til kaldra kola. Yerksmiðjan var
lokuð þennan dag — enginn eldur í
gufukatli, enda kom eldurinn upp í
vesturenda hússins, þar sem enginn
er, á ganginum niðri undir skrif-
stofunni, að því er virtist. Fólk,
sem býr í austurendanum uppi, vissi
ekki af fyrri en ófært var orðið út,
og var því bjargað út um glugga.
Ekki vita menn til, að umgangur
væri neinn um vesturenda hússins
þennan dag, nema hvað vart hafði
orðið við, að bókari verksmiðjunnar
kom ásamt öðrum manni á skrif-
stofuna einhverntíma. Bækur verk-
smiðjunnar vóru jafnan geymdar í
eldföstum járnskáp um nætur og
helgidaga. En eítir brunann varð
þess vart, að þær vóru e k k i í
skápunum, eins og þær áttu að vera,
og vóru því brunnar.
Eigendurnir missa víst mest hluta-
fé sitt, því að verksnriðjan var ekki
vátrygð fyrir meiru en vel sem
skuldum nam.
Enginn efi er á því, að eldurinn
hefir verið af brennivargs völdum.
En annars vita menn ekkert. —
í nótt, sem leið, eftir miðnætti var
reynt að kveikja í húsinu nr. 1 á
Laugavegi, sem þeir C. & L. Lárus-
son verzla í. Var mikið af vöru-
kössum undan vörum, fylt hálmi,
þar undir norðurhlið hússins, og var
í þeim kveikt. Þar er grunsamur
orðinn drykkjurútur einn, lánleys-
ingsgarmur, er rak hér verzlun
stutta stund og varð brátt gjaldþrota,
Hann heitir Valdemar Ottesen.
Drengur einn kvað hafa séð til hans,
að hann kom fár eldinum, og ekki
sagði hann (V. 0.) til eldsins.
Hann var undir eins settur í gæzlu-
varðhald.
Eins og vér gátum um, reka tveir
bræður, ungir efnismenn af vönduðu
fólki, verzlun í húsinu. Þeir hafa
enn skamma stund verzlað og hafa
fært út kvíarnar talsvert í vor.
Hefði nú húsið brunnið, og engin
vitneskja fengist um upptök eldsins,
þá má ganga að því vísu, að tor-
tryggui almennings, sem aukist hefir
við sífelt brennivarga-athæfi nú um
tíma,hefði feltgrunsemdarinnarskugga
á alsaklausa heiðarlega menn. Það
er einatt ein af glæpa-hliðum brenni-
vargsskaparins, að kasta óverðskuld-
uðum grunsemdarskugga á mannorð
saklausra manna. Því er það allra
manna skylda, að stuðla til þess að
koma upp glæpum slíkra villidýra í
mannslíki.
Vitavðrður við Vestmannaeyja-
vitann nýja er skipaður Ouðm. Ög-
mundsson þurrabúðarm. þar í eyj-
unum.
Reymt fer nú aftur að verða í
bænum; miðlarnir báðir komnir aftur
Indriði........... og Guðmundur
varamiðill, með eða án mistu gáf-
unnar, eftir því sem á stendur.
Kaupið eingöngu í þeiin
verzlunuin, sein mest auglýsa í
„Kcykjavík“; því að það eru
stærstu og beztu verzlanir lands-
ins.
„Kong Trygve“ kom að vestan
26. f. m. með marga farþegja.
Dr. Jónassen sækir um lausn frá
landlæknisembættinu frá 1. Okt. þ. á.
„Kong Trygve“ (E. Nielsen) fór
héðan til útlanda 29. Júlí. Með hon-
um tóku sér far 45 íarþegar, þar á
meðal:
Th. Thorsteinsson, kaupm. og P. J.
Thorsteinsson, kaupm. (Bíldudal). 10
útl. ferðamenn. 25 kennarar, er komu
upp með skipinu þ. 15. Júlí, fröken
Ásth. Grímsdóttir (Jónssonar) frá ísa-
firði áleiðis til Ameriku, frú Guð-
mundsson (kona G. Guðm.s. líkkistu-
smiðs), fröken Tómasína Tómasdóttir
(frá ísaf.)
Veðurathuganir
í Reykjavík, eftir Sioríbi Björnsdóttue.
Júlí 1906 Loftvog 1 millim. j Hiti (C.) -4-3 -4J *o $ r-3 f-t *o <D > g> cd l m * . 11 £ a
Fö 20.8 766,7 8,8 0 3
2 755,2 10,3 N 1 1
9 753,1 8,0 N 1 0
Ld 21. 8 754,4 11,2 N 1 8
2 753,7 14,2 SE 1 9
9 753,4 11,6 E 1 10
Sd 22.8 751,8 11,2 NE 1 10 0,6
2 751,9 11,5 E 1 10
9 751,9 9,9 0 10
Má 23. 8 750,9 9,7 NE 1 10 1,4
2 750,7 11,6 N 1 7
9 760,6 10,1 0 10
Þr 24.8 753,2 10,7 0 7
2 7 12,6
9 764,7 12.2 NE 1 6
Mi 26.8 759,9 11,4 0 3
2 767,6 13,2 0 7
9 756,6 13,6 0 9
Fi 26.8 750,4 12,0 0 10 0,3
2 746,5 13,8 E 1 10
9 745,6 13,7 E 1 10
£ i k k i s t n-m agasfniB
Laugavegi 2 7,
selur líkkistur srartar
(14—100 kr.). og gular
(20—100 kr.). Vand-
aðasta verk. Léð með
fögur ábreiða á kyrkju-skammelin.
G. E. .1. GuðmnndsBon.