Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.08.1906, Blaðsíða 3

Reykjavík - 11.08.1906, Blaðsíða 3
REYKJAYÍK 139 I Th, Thorsteinsson's vefnaéarvöruverzlun aé dngóJfsRvoli fær altaf nýjar vörur með hverju póstshipi. IÍÝK.OIIIÐ: úrval af hinum góðu og ódýru saumavólum, auk margs annars. þingivið heimsóknþingmanna, drykkj- arhorn mikið úr skíru silfri með goða- myndum norrænum upphleyptum. Hefir Dragsted gullsmiður verið árum saman að smíða það, og höfum vér heyrt að það muni hafa kostað 40 þúsundir króna. — Aðra gjöf gaf ríkisþingið Al- þingi mjög merka.? í veizlu þeirri er Oddfellows héldu þingmönnum vorum, vóru veggirnir öðrum megin í inum mikla veizlusal þaktir 4 mynd- um frá íslandi: „íslands Valur" á Eskifirði; Öxarárfoss; Þingvalla-slétt- an; Vesturhorn. Myndir þessar hefir Carl Lund málað; eru þær feikna- stórar og mikils um verð listaverk. Þær hefir Ríkisþingið gefið Alþingi allar. — Eftir af „Botniau urðu ytra Dr. B. M. Ólsen prófessor, er dvelur í Höfn fram í Október við vísinda- störf (en ekki til að skemta sér betur, eins og systir ísafold segir), og Jón Jakobsson forngripavörður, brá sér í verzlunarerindum til Englands (en ekki til að skemta sér betur, eins og ísafold segir). — Báðherrann fór af „Botnia" á Seyðisfirði, og ríður þaðan til Akur- eyrar og svo suður hingað, til að sjá eftir símalagningunni (en ekki sér til skemtunar, eins og ísaf. segir). Hann er væntanlegur hingað um 18. þ. m.; en fer svo með „íslands val“ 22. þ. m. til Seyðisfjarðar, til þess eftir sérstakri ósk konungs að vera þar viðstaddur urn 25. þ. m„ er ætlast er til að sæsíminninn milli íslands og Danmerkur verði opnaður. Fug-lafriðun. Vér viljum vekja athygli allra rétt- sýnna og góðra manna a5 bréfl Mr. Lamberts, sern birt var i síðasta blaöi. Auðvitað er það brot á landslögum að skjóta fugla um það leyti árs, sem þeir eru friðaðir; en þab er miklu meira en laga-brot að eina. Það er synd, það er miskunn- arlaust grimdarverk, að svifta ósjálf- bjarga ungana foreldrum þeirra, svo að þeir verða að deyja úr hungri. Vér þykjumst þess vissir, að hjá flestum, sem gera sig seka í þessu, komi það til af hugsunarleysi, en hitt sé ekki, að þeir hugsi út í, hvert grimdarverk þeir vinna. En hvað sem því líður, þá ættu þeir sem varir verða við slík lögbrot, að kæra þau tafarlaust fyrir yfirvöld- unum. Þar sem útlendir ferðamenn eiga í hlut, er sá hængur á, að sýslu- maður sá er í hlut á, getur oft ekki náð í lðgbrotsmanninn fyrri en hann er kominn út úr lögsagnarumdæm- inu; en i flestum tilfellum getur sýslu- maður þá sent til Reykjavíkur og yrðu þá hér hafðar hendur í hári hans. Ekki ættu menn að þurfa að setja fyrir sig kostnaðinn, því að auðvitað yrði sá seki látinn borga hann. Væri annars ekki ástæða til að veita hreppstjórum vald með lögum til að taka fasta íerðamenn, sem gera sig seka í slíku, og fara með þá til yfirvalds tafarlaust? Hrepp- stjórum (sheriffs) er trúað fyrir slíku annars Btaðar, og hreppstjórum vor- um má víst alt eins vel trúa fyrir því hér. En ekki er að búast við að neinum lögum sé hlýtt, nema eitthvað sé gert til að framíylgja þeim. Að finna vatn í jörðu. Frá ómuna-tíð hafa menn verið að reyna að finna upp eitt eður annað áhald, til að finna vatn í jörðu, en jafnan hefir það misheppnast, enda vóru ýmis af þessum áhöldum til forna by;ð á tðfra-trú. En ið merka mánaðarrit World Today skýrir nú svo frá í Júní-heftinu þ. á., að svissnezkum verkfræðing, Adolph Schmid, hafi loks, eftir lang- vinnar tilraunir, tekist að finna upp áhald, sem reynslan hefir staðfest, að segi til, hvar sem vatn er í jörðu undir. „Nákvæm lýsing á því verður ekki gefin fyrri en síðar, þá er einkaleyfis- vernd hefir á því fengist í helztu löndum heimsins", segir tímaritið. Mynd aí áhaldinu er sýnd í tima- ritinu, og þess getið, að í því sé m. a. tveir gormsnúnir, einangraðir málmþræðir, en mitt á milli þeirra nál á ási, lítið eitt segulmögnuð. Uppi á háfjöllum, eða annarstaðar, þar sem svo að kalla ekkert vatn er undir í jörðu, hreyfist nálin varla. En þar sem vatnsrensl er undir í jörðu, færist hún fram og aftur, hægra eða hraðara eftir atvikum, frá 2 til 10 stig; í einstöku tilfellum alt að 50 stig. Ekki allsjaldan nær bifun nál- arinnar 20 stigum, og tók þá jafnvel hver bifun ekki nema 1 mínútu. Reynist áhald þetta örugt, sem brátt mun fást full reynd á, er það kemur á markaðinn sem verzlunar- vara, mun það hafa ákaflega mikla þýðing, og víða spara ákaflega kostn- aðarsamar tilraunaboranir að árang- urslausu til vatnsleitar. Athugasemd. Hr. ritstjóril Þar sem „Úlfur" yðar glepsar í mig og sakar mig — líkt og nafni hans lambið, í æfintýrinu — um það sem eg ekki sagði í kvennaminni mínu Þjóðhátíðardaginn, verð ég að leiðrétta hér. Eg sagði að vinnu- stúlkur bæjarins hefðu hættulegan skort á sál svo lengi sem þær — eins og stéttarbræður þeirra — hefðu lít- inn eða engan félagsskap 0: félagssál. Að eg bæði kannast við og kann að meta þau 5—6 kvenfélög bæ- jarins meðal efnuðu stúlknanna, það tólc eg ekki fram — tímans vegna. Að bjóða svo margar ræður í einu fólki, sem er að skemta sér, á ekki að eiga sér stað. Með virðingu Matth. Jochumsson. Kyæði í sunduriausu máli. Úr „Senilía11 eftir Iwan Turgenjeff. Porleifur H. Bjarnason þýddi laualega. II. &ÓBÍn. Það var í Ágústmánaðarlok..... Það var farið að hausta að. Sólin var að ganga undir. Áköf helliskúr var nýgengin yfir sveitina. Garður- inn, laugaður rigningarvatninu, glit- raði í kvöldroðanum. Hún sat við borðið í salnum og starði djúphugsi gegnum gáttina út í garðinn. Ég vissi, hvað hennibjó íhug; ég vissi, að hún lét, eftir skamma en stríða baráttu, einmitt nú eftir ást'ríðu, er hún gat ekki yíirbugað. Þegar minnst varði, stóð hún upp, gekk hratt út í garðinn og hvarf. Svo leið klukkustund . . . . og önn- ur; hún kom ekki aftur. Þá stóð ég upp, fór út og gekk inn í trjágöng- in, sem ég vissi, að hún hafði hlotið að fara um. Það var alskyggt orðið; nóttin grúfði sig yfir. Á stígnum í trjágöngunum grilti samt í einhvern kringlóttan hlut, sem ofurveikan rauðan bjarma lagði af. Ég laut niður. Það var ung rós, vart útsprúngin. Fyrir tveimur stund- um hafði ég séð hana í barmi hennar. Með varúð tók ég blómið upp úr bleytunni, fór aítur inn og lagði það á borðið fyrir framan stól hennar. Þá kom hún loksins aítur. Hún gekk léttstíg inn eftir stofunni og settist á stól sinn. Andlit hennar var fölvara, en þó jafnframt bragðlegra en það átti að sér; augunum hvarflaði hún hálflok- uðum fram og aftur um herbergið og sló á þau einhvers konar bjarma feimni og kæti. Þá kom hún auga á rósina. Hún tók hana í hönd sér, skoðaði vandlega velktu og óhreinu blöðin og festi djúpu augun sín á mér grátþrungin. „Því eruð þér að gráta?“ sagði ég. „Ég er að gráta rósina mína*, mælti hún, „sjáið þér, hvernighún er útlits*. Þá datt mér í hug að segja eitt- hvað spekingslegt. „Tárin yðar munu af þvo óhrein- indin*, sagði ég drýgilega. „Tárin þvo ekki, þau brenna aðeins*, mælti hún, sneri sér að ofninum og varpaði rósinni á glæðurnar. „Eldurinn brennir enn betur en tárin*, kastaði hún fram með eins- konar djarffærni, og fögru tárhrýu augun hennar blikuðu af lífsþrá og fögnuði. Þá sá ég, að hún hafði líka brent sig. Týnsd buddou með peningum á leið frá Edinborg til Ingólfshvols. Skilist i afgr. „Rvíkur“ gegn fundarlaunum, Peningabudda með 5 kr. kefir tapast frá Thomsen3 magasíni upp í bæ. Rit*tj. ávísar. Munið eftir !!! Gjalddagi „Reykjavíkur* er 1. Júlí. Gleymið ekki að borga í tíma þessa 1 kr., sem árgangurinn kostar. S&~ Sögusafnið fá þeir einir, sem skuldlausir eru fram til næsta nýjárs. Utanbæjar 10 au. burðargjald fyrir allan árgang sögusafnsins. Nýkomið: Nýjar tegundir af alls konar býtiagsðnftam xo aura, 15 aura, 25 aura 30 aura. Duft í alls konar Rauðgrauta ÍO aura. Aingclé 30 aura. BöKnnarduft ÍO aura. lanyllcsykur ÍO aura. Nýhafnardeildin f Jkomsens jfiagasini. Allir sem reyiit hafa, segja að bezt sé að kaupa brent og malað kaffi og Cacaópnlvcr i verzlun P. Sigurðssonar, Laugaveg 5. Ljós! Ljós! Úr þessu þarf að fara að kveikja á kvöldin: Það er áreiðanlegt að 1 a n g-ó dýrastir og auk þess mest og bezt birta er af lömpuimm í Liverpool. Ostar eru beztir í verzlun [-tf. Einars Árnasonar. Talsími 49. £il kaups jási með á- gsiu verði 4 gððir ojn- ar og 1 lítil elðavél hjá Halldóri Jónssyni baiikaféliiröi. ljósmyndari, selur góða T Ö Ð U. yirnt ]. ijaarvig Björgvin (Noregi) Umboðs-sala »• ”/« Lifur, Hrogn, Síld, Saltfiskur, Rjúpur, Kjöt, Ull 0. s. frv. Öllíi fFirsprMm sraraö m bæl úicoii. Drengup 14—16 ára, sem vill læra verzlunarstörf, getur fengið atvinnu frá 1. September næstkom. Eiginhandar umsókn í lokuðu umsiagi merktu f 01 sendist á af- greiðilustofu „Rvikur" fyrir 25. þ. m. [-35.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.