Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 08.09.1906, Side 2

Reykjavík - 08.09.1906, Side 2
154 R E YK J A V í K er þannig verði háif-samfrosta svo að megn snjóþyngsli leggist á. Hér eru þræðirnir að eins tveir, og geta því ekki orðið samfrosta eða neirt svip- líkur þungi lagst á þá. En í vetur má auðvitað búast við nokkrum bilunum. Það er ávalt svo fyrsta missirið, meðan smíðagallar sem í þræðinum leynast (loftbólur o. s. frv.), eru að koma í ijós. Eftir það er ekki ástæða til að óttast tíð slit. ' Og viðgerðir verða mjög fljótar. Nógur tíminn að fara að barma sér, þá er reynslan gefur ástæðu til þess. Smávægis um landshagi. (Eftir Landshagsskýrslum fyrir 1905). I. Fólkinu er að fjölga í landinu, þótt vel mætti fara hraðara. Fleiri fæddust en dóu : 1902 . . . . 958 manns. 1903 . . . . 920 — 1904 . . . . 1051 — 2929 Útflutningar af land- inu er talið ólíklegt næsta, að hafi numið 1447 — Ætti þá þessi 3 ár að hafa fjölgað á land- inu um 1482 — Fólksauki ^/n—31/i« 171 — 1901 var .... 1653 En 1. Nóv. 1901 var hér eftir manntalinu 78.347 — 80,000 — ættu því að hafa verið full hér á landi við ársbyrjun 1905. Hr. Indriða Einarssyni (er samið hefir töflurnar, sem hér er eftir farið) þykir „ástandið óalegt" að því, hve hjónaböndum fækki. Telur það geta komið af „vaxandi fyrirhyggju" (hún er þó varla „óaleg" ?), eða af vantrausti á atvinnuvegunum. í Danmörku komu á hverjar 10,000 íbúa: 1890— 1894 137 ný hjónabönd 1895—1900 148 - En á íslandi (á hverjar 10,000 íbúa): 1891— 1900 70 ný hjónabönd 1901—1902 63 - 1904 60 - — En með því að tala fæddra umfram dána fer hér sívaxandi, og fólkinu fjölgar, þá er líklegt, að vantraust á atvinnuvegunum sé ekki aðalorsökin til fækkandi hjónabanda, heldur, ef til vill, að nokkru leyti forsjálni, en líklega að mestu leyti meira frelsi í sambúð karla og kvenna, en víða annarstaðar. Sambúð „upp á pólsku" er hér mjög tíð, einkum í kaupstöð- um, og getur sprottið af ýmsum á- stæðum (meðal annars efnalegum); auk þess er lausaleikur tíður hér í landi og hefir víst verið frá alda öðli. Þetta er söguiegt ástand frá elztu tímum, sem taka verður tillit til. Þó virðist tölu óskilgetinna barna heldur vera að fækka. Dálítinn þátt i tiltölulegri fæð hjóna- banda kann það og að eiga, hve til- tölulega margir flytjast héðan af landi áður en þeir ganga í hjónaband. Með því að heldur dregur úr mann- dauða, og mannsævin er að lengjast í landinu, þá aukast ekki fæðingar að sama skapi sem íólkið eykst. Mis- munur fæddra og dáinna iiggur meira í fækkun dauðsfalla en í fjölgun fæð- inga. II. Mannfjöldi kaupstaða og verzlunar- staða inna stærri eykst. Reykjavík hafði 1904 8304 íbúa. (í fyrra haust yfir 9000). Næst kemur Akureyri (ásamt Oddeyri) með 1514; þá ísafjörður með 1310, þá Hafnar- fjörður með 1076, þá Akranes með 732, Eyrarbakki með 726 (987 að Stokkseyri meðtaldri), og loks, 7. í röðinni, Seyðisfjörður 654 íbúa — og þetta er iátið vera kjördæmi(!) út af fyrir sig. Hver einn Seyðfirðing- ur hefir því jafnmikið atkvæði um landsmál eins og hverjir 7 Reykvík- ingar. Með Seyðisfirði *em kjördæmi hefir Norður-Múlasýsla með 3012 í- búum 3 fulltrúa á þingi, en Suður- Múlasýsla með 5217 íbúum að eins tvo. Svona fer þegar tillit til einstakra manna, en ekki landsins, ræður að- gerðum þingsins. Lengi hefir verið skopast að Vest- mannaeyjum sem kjördæmi með 767 íbúa. Enn þá skoplegri er þó Seyðis- fjörður með 654! Næst Seyðisfirði kemur Ólafsvík með 542 íbúum. Stykkishólmur (395), Keílavík (393) og Sauðárkrókur (384) náðu ekki 400 fullum. Hagskýrslur landsstjórnarinnar. —o— I. Engum, sem nokkurn skapaðan hlut skynjar, getur dulist, hve þýð- ingarmiklar hagskýrslur landsstjórn- anna eru. Á þeim verða menn að byggja, og ættu að geta bygt, svo ótal margt. í „Skuld" lögðum vér það til 1881, að stofnuð væri sérstök hagskýrslna- skrifstofa í Reykjavík. Mikil var þörfin þá, en ekki er hún minni nú. Það gæti verið einhver allra þarf- asta stofnun landsins. En skilyrðið fyrir því, að hún yrði að fullum notum, er það, að skýrs]- urnar só svo nákvæmar og réttar, sem kostur er — að minsta kosti ekki ýkja-fjarri réttu lagi. Engar af skýrslum þeim sem lands- stjórn vor gefur út ár frá ári, upp- fylla þetta skilyrði. Sumar eru jafn- vel svo afleitar, að vafamál er, hvort það er ekki að kasta fé í sjóinn, að vera að safna þeim og prenta þær. Orsakirnar til þessa geta verið ýms- ar og ýmislegar: samvizkuleysi þeirra, er skýra frá, hirðuleysi embættis- manna, er safna þeim, og fákænska landsstjórnarinnar, sem semur skýrsl- uformin. Sérhvað af þessu er slæmt, en þó er ið síðasta (fákænska landsstjórnar- innar) hvað verst; því að sé skýrslu- formið ótækt, þá er engum unt að að gefa skýrslurnar svo, að fult lið verði í. Tökum til dæmis verzlunarskýrsl- urnar. Þar skal hver kaupmaður segja til, hve mikið hann flytur inn af hverri vöru: „frá Danmörku," „frá Bretlandi," frá Noregi og Svíþjóð" og „frá öðrum löndum." En svo bætir landsstjórnin þeirri vísdóms-skýring við, að dálkarnir (með þessum fyrir- sögnum) eigi að tákna [ekki í hvaða landi kaupmaður hafi keypt vöruna, heldur], frá hvaða landi vörurnar sé [síðast] fiuttar hingað, „og kemur í því tilliti að eins til greina, hvar vörurnar eru látnar í skip, það er flytur þœr hingað, en ekki, hvar þær kunna að vera keypiar. “ Nú er mjög fróðlegt að vita, hve miklar og hverjar vörur eru keyptar hingað í Noregi, í Þýzkalandi, í Sví- þjóð, í Bretlandi o. s. frv. En tiltölu- lega ómerkilegt að vita, með hverjum skipsferðum vörurnar koma. Það hefir þýðing að vita, hve mikið er lieypt frá Þýzkalandi af vörutegund, en sár- lifla að vita, hvort sú vara er látin fara með járnbraut eða eimskipi til Hafnar og látin þar i „Laura“ t. d., eða hún er send með eimskipi frá Þýzkalandi til Skotlands og látin þar í skipið. En i fyrra tilfellinu er hún talin með „aðfl. vörum fráDanmörk", í síbara tilfellinu með „aðíl. vörum frá Bretlandi". Eins er með vörur frá Noregi. Eftir skýrslunum er ekkert talið hingað flutt frá Noregi, nema það litla, sem kemur hingað beinleiðis þaðan. En það mikla vörumagn, sem vér kaup- um í Noregi, en látnar eru í skip, í Khöfn [eða í Skotlandi], það er talið aðflutt „frá Danmörku". Þetta alt gefur ramskakka hugmynd um, hver og hve mikil verzlun vor er við hvert land. Auðvitað ætti að miða við, hvar vörurnar eru keyptar. Ef ég kaupi norskan eða þýzkan varning í Dan- mörku, þá’ er rétt að teija hann að- fluttan frá Danmörku. Kaupi ég hann beint frá Noregi, þá á að telja hann þaðan fluttan, og kaupi ég hann frá Þýzkalandi, bæri að telja hann þaðan fluttan. Því að allur varningur er fluttur þaðan, sem ég kaupi hann, hvar sem hann svo kann síðast að vera látinn í skip það er flytur mér hann. Hlægilegustu vandaspurningar geta vaknað af þessu afleita skýrsluformi landsstjórnarinnar og skýringum henn- ar' Yér skuJum taka dæmi, sem ný- lega kom fyrir. í Skotlandi eru lát- nar í „Ceres“ vörur til Jóns; hann hefir keypt þær í Skotlandi, Englandi og Ameriku, en þær eru allar í ein- um kassa, af því að vörurnar frá Englandi og Ameríku vóru sendar umboðsmanni Jóns í Skotlandi, sem lætur þær í kassa ásamt sínum vör- um. „Ceres" strandar í Færeyjum. „Laura“ er send beint frá Höfn til Færeyja, og kemur ekki í Skotland; hún tekur vörurnar í Fœreyjum (sem heyra Danmörku til) og flytur þær til Reykjavíkur. Hefði „Ceres“ nú ekki strandað, þá hefðu vörurnar óefað komið í dálkinn „aðfluttfrá Bretlandiu. En úr því „Laura“, sem flytur þær hingað, tekur þær í Færeyjum, þá verður líkl. að telja þær „aðfl. frá Danmörku". Eða á að fara eftir sendingarskránni („Connossement") og telja þær flutt- ar frá Bretlandi ? Vér leggjum spurninguna fyrir stjórnarráðið, sem hefir samið þetta vísdómslega skýrsluform. Það er nærri því premiu-gáta. Óþurkasumur og súrhey. Það er hörmulegt að heyra, að töður skuli verða að bera í sjóinn eins og óþverra, eins og getið er í fréttum vorum í dag. Betra væri þó að nota töðuna fyrir áburð. En hörmulegast er, að mönnum skuli aldrei hugsast að gera súrhey í óþurkatíð. Súrhey má ávalt hafa til fóðurs ásamt burkuðu heyi. Frá Skotlandi er vel vinnandi nú að panta sér hey, fyrir þá sem geta lagt út verðið. Hér er reynsla fyrir, að kýr éta skozkt hey og þrífast vel af. Svo má kaupa kornfóður með. Fyrir þá sem því orka, er alt betra en að fella skepnurnar. Landshornanna milli. —:o:— Slys. Laugard. 1. þ. m. hvolfdi fiskiskipi í Steingrímsfirði kl. 5 ár- degis í bezta góðviðri. 5 menn, er á vóru, drukknuðu. Þeir vóru Pétur Þórðarson (frá Gróttu, næturvörður hér áður), Jón Jónsson frá Höll (áður húsvörður í barnaskólanum), Jón Jóns- son (af Laugavegi?), allir úr Reykja- vík; Guðjón Pétursson úr Keflavík og Jóhannes Jónsson úr Steingríms- firði. Ætlun manna er, að stórfisk- ur hafi grandað skipinu. [Fregnin símuð suður með lands-símanum]. Sumai’leysi er að frétta noiðan af Reykjarfirði. Þar hafði taða verið borin í sjóinn um miðjan f. m. Á sumum bæjum þar þá ekki farið að bera ljá á útengi. Síinalagningin. 30. Ágúst. Tal- að héðan úr Rvík við Sveinatungu. — 1. Sept. Talað við Borðeyri. — 3. Sept. Talað við Sauðárkrók. Heimsendanna milli. Smjörsala. J. V. Faber, konsúll Dana í Newcastle, sendi 27. f. ni. konsúl Jes Zimsen hér í bæ símskeyti meö sæ- símanum. En at' því að lands-sím- inn til Rvíkur var þá enn ófullger, var skeytið sent hingað með »Barden« Silkidúka r og silkislipsi nýkomid í verzl. Godthaab. |MGM>C>S>€>e>€3H

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.