Reykjavík - 08.09.1906, Qupperneq 3
R E Y K J A V í K
155
hvalveiðiskipi Ellefssens, sem fór hing-
að suður. Skeytið segir ísl. smjör hafi
haíi síðast selst á 89—100 sh. pr. cwt.
(89—100 kr. dönsk 100 pd.) fob. Ekkert
ísl. smjör þá óselt par. Eftirspurn tals-
verð. Utlit fyrir hærra verð.
Marconí-skeyti á Mánudaginn um gjald-
prot fasteignasölufélaga í Filadelfíu (7
miljónir dollara), mjög óglögt. Sumt i
skeytunum pann dag alveg óskiljanlegt.
— Lafði Campbell Bannermann (kona
forsætisráðherra Breta) dó í Marien-
bad á Þýzkalandi á Sunnudaginn. —
Landskjálflar miklir i Tacua og Arica
í Cliili 29. f. m. Mikill ótti í fólki par.
Sonur pýzka krónprinzins skírður
2. p. m. Wilhelm Friedrich. — Rúsa-
keisari heflr boðið ekkju og börnum
Stolypins að búa hjá sér í höll sinni í
vetur. — Trepoff pjáist af taugaveiklun
hættulega veikur. — 2. p. m. heitasti
dagur í Bretlandi, 93° Fahr. (-= 27° R.
— 34° C.) í skugganum. — S. d. Latid-
skjálfti í NoTegi norðantil.
Marconi-skeyti 6. þ. m. Aftur í gær sami
hiti sem 2. p. m. á Bretlandi. Ýmsir
dóu af hita eða fyrirfóru sér. — Roose-
velt heflr boðið stjórnarvöldum að
taka upp endurbætur málfræðifélagsins
á enskri stafsetning, Er pví vel fagn-
að og talið til frambúðar [amerisk blöð
mörg hafa tíðkað petta lengi]. — Sín-
lands-keisari birtir, að hann ætli að
gefa þegnum sínum pingstjórn og frelsi
árið 1910. Þangað til eiga vitrir menn
frá Sínlandi að feröast um Evrópu og
Ameríku og kynnu sér þingstjórn. —
Uppreistarmenn á Cuba eru mjög að
sækja sig. Er óttast að þeir nái Cien-
fuegos er minst varir. —■ Hitanum í
Bretlandi lauk í dag með rigningu. —
Trepoff leystur frá embætti.
Reykjavík og grend,
E/s Kong Trygve (E. Nielsen) fór
héðan áleiðis til útlanda 5. þ. m. að
kvöldi, fullfermdur vörum og með um
75 farþegja, þar á meðal:
Kapt. Hammershoj og 28 menn
með honum (Generalstaben) (11 yfir-
menn og 18 undirmenn), 18 ritsíma-
menn danskir, Fr. Wendel frá Dýra-
firði og frú hans, J. Frederiksen kaupm.
frá Mandal, Charles Nielsen ijósmynd-
ari, Haraldur Árnason verzl.maður,
Magnús Sigurðsson lögfræð. Stúdent-
arnir : Gunnar Egilsen, Vilhj. Finsen,
Stefán Scheving, Geir Zoega, Þorst.
Þorsteinsson, Guðm. Einarsson(Flekku-
dai), Jón Sigurðsson (Ólafssonar sýslu-
manns). Ungfr.: Halldóra Bjarna-
dóttir (kenslukona), Emilía Sighvats-
dóttir (bankastj.), Guðlaug Hjörleifs-
dóttir, 2 franskar dömur (frá franska
sjúkrahúsinu hór), 2 nunnur frá Landa-
koti. Jónas Andrésson verzl.maður
(áleiðis til Koiding), 6 útl. ferðamenn.
Ennfr. til Vestm.eyja um 15 manns.
Talsímagjöld. Frá Rvík kostar 3
mínúcna viðtal alt upp að Grund (eða
nser) 50 au., norður að Lækjamóti 75 au.,
að Urð 1 Svarfaðardal 1 kr., að Reykja-
hlíð 1 kr. 25 au., til Seyðisfjarðar 1
kr. 25 au.
E/s ,,Barden,*‘ hvalveiðaskip 'jEllef-
sens kom hingað aí Mjóafirði 2. þ. m.
og eigandinn með. Fór aftur 4. þ. m.
um hádegi, og rneð skipinu fóru For-
berg yfirsímastjóri og Gislí J. Ólafsson
ritsímari til Mjóafjarðar; fara þaðan til
Seyðisfjarðar og síðan fram með síma-
línunni allri og á allar stöðvar, landveg
hingað aftur. Væntanlegir 20.—22. þ. m.
— Guðm. Hávarðsson fór móti þeim
landveg héðan með hesta 5. þ. m. og
roætir þeim að lfkindum á Akureyri
éða í Reykjahlíð.
Hjónaband. 1. þ. m. Egill Jacobsen
kaupm. hér og ungfr. Sigríður Zoéga
(Einarsdóttir veitingamanns).
Símskeyti hafa engin komið að norð-
an enn í dag (er blaðið fer í pressuna),
en búist við samtali til Akureyrar, eða
jafnvel Seyðisfjarðar 1 kvöld eða á Mánu-
daginn.
Möðruvalla-kall veitt séra Jóni Þor-
steinssyni á Skeggjastöðum.
Sjálfsmorð. Kristjdn Jónsson fyr
bóndi á Hliðsnesi, síðast kaupm. í Hafn-
arfirði, drekti sér 2. þ. m. Var góður
bóndi áður, og vandaður sæmdarmaður
alla tíð. 62 ára að aldri.
Dáinn. Hallgi. Melsted bókavörður
varð bráðkvaddur í morgun. Hans verður
betur getið síðar.
Veðurathuganir
í Reykjavík, eftir Siöbíbi Björnsdóttur.
1906 Ágúst Loftvog j millim. j ('O) WH *o $ •s 0 *o o > 0 bo o5 & m að . II -p‘1
Fö 24.8 753,9 10,7 Ntí i 10
2 754,2 12,0 NE i 10
9 753,7 11,2 0 8
Ld 25. 8 758,3 10.4 Ntí í 4 3,0
2 751,7 12,5 NE í 5
9 756,4 N í 10
Sd 26.8 757.6 10,5 NE i 9
2 762,5 13,6
9 762,5 10,6 NE 1 8
Má 27. 8 762.4 10,9 NE í 9
2 759,7 16,1 NE í 10
9 757.6 10.4 NE í 10
Þr 28.8 760.9 11,3 SSE í 10
2 761.0 14.4 SE í 8
9 761,3 11,7 S í 6
Mi 29.8 759,6 10,7 SE í 10 4,6
2 758,1 11,6 SE í 10
9 757,2 10,2 E í 10
Fi 30.8 756,4 E í 10
2 756,7 12,1 NE í 10
9 757,1 10,1 0 3
Allir kaupa!
ísl. rjómabús-smjör fínasta.................92 aura
Smjör ágætt.................................98 —
— gott..........-..................... 89 —
Margaríne gott..............................34 —
— fínt...................................45 -
Hrein svínafeiti.......................... 40 —
Hvergi jafn-ódýrt og hvergi jafn-gott eins og í
Smjörhúsinu
Grettisgötu 1, við Laugaveg. Rauða húsið.
Spamadarmiöai* incð öllnm vörum.
SVNS-M4c
Xý* H ThA Thomsen-
Kvæði í sundurlausu máli,
Úr „Senilía“ eftir Iwan Turgenjeff
Porleifur H. Bjarnason þýddi lauslega.
VII.
Veizla alföður.
Alfaðir hélt eitt sinn veizlu mikla
í asúrhöll sinni.
Hann hafði allar dygðirnar í boði
sínu. En eingöngu kvendygðirnar.
.........engir karlmenn............
eintómar konur.
Mjög margar dygðir ,— stórar og
smáar — höfðu sót.t boðið.
Smáu dygðirnar vóru viðmóts-
þýðari og ástúðlegri en stóru dygð-
irnar, en samt sem áður virtust þær
allar vel ánægðar, og það fór vei á
með þeim, eins og náfrændum og
kunningjum samir.
En þá varð alfaðir var við tvær
vænar konur, er virtust vera alls-
endis ókunnugar hvor annari.
Alfaðir tók aðra konuna við hönd
sér og leiddi hana til hinnar kon-
unnar.
„Velgerðasemin", sagði hann, og
benti á fyrri konuna.
„Þakklátsemin", og benti á hina.
Báðar dygðirnar urðu forviða mjög.
Frá sköpun veraldar — og það var
æði langt síðan — hittust þær nú í
fyrsta skiftið.
Smávægis.
Síldreiðl sinni við ísland láta
Norðmenn vel af í ár. 10. Ág. segir
í „Morgenposten,“ að þá sé til Nor-
komnar 3700 t.n., og nokkur skip
með fullfermi af síld sé þá á leið-
inni til Noregs.
Leður og skinn alls konar hefir
stórum hækkað í verði siðari hlut
vetrarins, er leið, og í vor og sumar.
Sumar tegundir alt að 40%.
Cokes.
E/s ..IJranía** er væntanleg
hingað á Þriðjudaginn með kol og
,eokcs‘. Dálítið af „cokes" er
ópantað enn.
Sá fær fyrst, sem fyrst kemur.
„€ðinborg“.
HAFNARSTR-1718 1920 2122 - KOIAS 1-2- LÆKJART-1-2
* REYKJAVIK *
KoL
Um miðjan þennan mánuð fær
TH0MSENS MAGASÍN
stórt gufuskip með 800 tons af á-
gætum kolum, sem verða seld mjög
ódýrt. Kolin eru hrein og þur, ekki
vatnsþrungin. Ekið heim ókeypis.
Magasínið hefir aldrei þurft að
auglýsa það, að það léti úti fulla vigt;
það dettur engum í hug að efa. Kola-
vigtirnar eru næmar og réttar, ekki
stirðar. Pundin eru dönsk, ekki ensk.
Umbúðir þurrar og létt.ar.
Með þ.ví að kaupa kol í Tlionisens
Magasín fá menn hvorki auglýsinga-
skrum né vatn, heldur tóm kol
fyrir alla peningana.
HÚS tíl sölu.
Hálft húsið nr. 43. við Grettisgötu
fæst keypt nú þegar, mjög ódýrt.
húsið er 4 ára gamalt, sérlega hlýtt
og mjög vandað að öllu, járnvarið
Því fylgir stór og góð lóð (kálgarður)
í þessum helmingi hússins eru 4
íbúðarherbergi, 2 eldhús, kjallari og
ennfremur kvistherbergi að hálfu.
Thomscns magasín,
Nýtt hús vandað
til sölu með góðum kjörum. Semjið
fyrir 10. þ. m. við
Jón JÓiissoii
Lindargötu 10 B.
Þeir sem eiga muni, sem ekki hafa.
gengið út í umboðssölu í Ferðmanna-
deildinni, eru beðnir að vitja þeirra
sem fyrst.
Tomsens jVtagasín.
Til leigu fæst frá 1. Október, íhúð
með 3 herbergjum og 1/2 kjallara í
ágætum stað mót sól.
Semjið við
Jóh. Jóhannesson.
Laugaveg 19.
HAFNARSTRÆTI 17 18 19 20 21 KOLASUND t-2 ■
Dömu- og
barnafatadeildin
er á efra lofti í Hafnarstræti 20. Þar
fá dömurnar og börnin alt sem þau
þurfa til fata, innst sem yzt. Þar fæst
kjóla- og kápuefni úr ull, silki og
baðmull, allskonar fóður-— þar á með-
al nýtízkufóðrið linett í öllum litum
— og tilheyrandi, og skraut, svo sem
„agramer," „agrafer,8 „chiffons,“ „ge-
puire“ o. s. frv.
Þar fást snyrtilegir kjólar, kápur,
hattar og vetrarhúfur, beint frá París,
London og Berlín.
Þar fást nærföt, utanyfirföt oghöf-
uðföt á börn á öllum aldri.
Á saumastofunni eru saumaðir
„flott“ og „elegant" dömukjólar,
dömukápur, telpukjólar, telpukápur
og drengjaföt, alt úr vönduðustu efn-
um og eftir allra nýjustu tízku.
Um næstu mánaðamót kem-
ur nýr, útlendur dömuskraddari, sem
í mörg ár hefir unnið á stærstu
saumastofum í París og Berlín, og
mun saumastofan hér þá fullkomlega
jafnast á við þær fínustu og beztu
ytra og enginn hér standa henni nánda-
nærri á sporði.
Sérstök deild er fyrir dömuhatta
og barnahöfuðföt undir forstöðu frk.
Önnu Ásmundsdóttur.
V erzlunarskólinn
byrjar ineð Október-byrjun. Tímar
byrja 5. Okt. Inutökuskilyrði til
neðri bekkjar er kunnátta sú, sem
veitt er í barnaskóla Reykjavíkur,
eða jafngildi.
í efri og neðri belck verða teknir
þeir, sem upp voru fluttir í þá bekki
í vor, er leið, eða nú standast sams
konar próf.
Skólagjald verður 20 kr. fyrir
skólaárið og greiðist fyrir fram.
Á undirbúningskenslu verður kost-
ur.
Umsóknir um upptöku stílaðar til
skólanefndarinnar afhendist bókara
Karl Nikulássyni í Thomsens Magasín.
Þeir sem vilja taka að sér tíma-
kenslu við skólann, sendi umsóknir
til sama.
SkólanefiMliii.
Munið eftir !!!
Gjalddagi „Reykjavíkur" var 1. Júlí.
Gleymið ekki að borga nú þessa
1 kr., sem árgangurinn kostar.