Reykjavík - 19.09.1906, Qupperneq 1
1R e £ fe í a v ífc.
VII. 41
’Útbrciddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Miðkudaginn 19. September 1906.
Ásksifendur í bænum
yfir 900.
VII, 41.
m FÆST í TffOMSENS M&GASÍRI.
Ofna eldayélar aoiur Krietján Þorgrímsssn.
Ofiiar o<>- eldavélar
er bezt hjá Jnl. Schan.
Ntdiar nokkur {>ví ?
(1REYKJ1YÍK“
Arg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 sli.—50 cts. Borgist fyrir í. Júlí.
Auglgsingar innlondar: á 1. bls. kr. 1,25; á. 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33a/a0/° hœrra.—
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Roykjavík“.
Ritstjóri, afgroiðslumaður og gjaldkeri:
•Jón Óla.fsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Rit8tjórn: ----„ stofunni.
Telefónar:
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
* H/\PNARSTR/YT 11718 19 20 21 KÖLASUND’l’F •
Nýlenduvörudeildin
er í. Hafnarstræti 20 (Nýhöfn).
Það er langfjölbreyttasta nýlendu-
vöruverzlun á öllu Islandi.
Þar fást allar matvörur í smásölu,
Þar fást allar mögulegar krydd-
vörur.
Þar fæst kaffi og sylcur.
Þar fást allar tegundir af niður-
soðnum matvælum.
Þar fást allir ávextir niðursoðnir.
Þar fást ótal tegundir af kexi og
kökuin.
Þar fæst brjóstsykur, konfekt, choco-
lade o. s. frv.
Þar fæst all tóbak og vindlar.
Þar fást sápur, skósvertur, ofn-
svertur o. s. frv.
I sambandi við þessa deild er sér-
stök kaffibrensla, og það kaffii, sem
þar er brent, er stórurn mun dýrara
í innkaupi og betra, en annað kaffi,
sem flytst til Islands.
Hagskýrslur landsstjórnarinnar.
(Leiðrétting).
Það er hvortveggja, að vér áttum
óvenjulega annríkt og mörgu í að
snúast vikuna, sem leið, enda hefir
oss í fljótiæði sést yfir það, er vór
rituðum greinina með þessaiá fyrir-
sögn í síðasta bl,, að skip, sem frá
öðrum höfnum á Islandi komu til
jRvíkicr árið 1904 eru ekki talin með
í þeirri tölu eimskipa og seglskipa,
er vér nefndum: 67 eimskip (samt.
23,276 tons) og 16 seglskip (samt.
1046 tons). Skekkjan á skipatölunni
verður því ekki eins afskapleg eins
og vór töldum, en sjálfsagt fjarri öllu
lagi samt. Og það sem sagt er um
meðaltal tonnatölunnar stendur að
ölluóhaggað. Vérsáumþetta undireins,
er vér lásum aftur greinina í blaðinu,
og oss er ókunnugt um að nokkur
annar hafi eftir því tekið, en leiðrótt-
um það hór með sjálfkrafa.
Bókmentir.
Jón Trausti: HaUa.
Söguþáttur úr Sveita-
lífinu. 224 bls. cr. 8vo.
— Ryík 1906. [Arinbj.
Sveinbj.son og Þorst.
Gíslason].
„Jón Trausti" er gervinafn, og er
þetta frumsmíð höf.s í sö#«askáld-
skap, en ekki er hann ókendur við
prentsvertuna áður.
Hór hefir hann, að því er oss virð-
ist, hitt á bezta viðfangsefni fyrir
gáfu sína. Eftir þessari sögu að dæma
lætur honum sagnaskáldskapur vel —
mætavel, getum vór vel sagt.
Persónur sögunnar eru helztar:
ungur prestur nývígður og nýkvænt-
ur, er fær „brauð“ langt uppi í sveit,
og skilur konuna, Reykjavíkurkaup-
manns dóttur, eftir í foreldrahúsum
fyrsta veturiun. Þá er Halla, vinnu-
kona á prestsetrinu, þar sem hann
dvelur um veturinn á vist með ekkju
fyrirrennara síns.
Þriðja persóna er prestsekkjan
gamla; íjórða er Ólafur sauðamaður.
Presturinn er sýnishorn a.f algengri
vöru — hænsni, sem hefir kosið sór
prestskap fyrir atvinnu; ekki ógreind-
ur maður, ekki eiginlega það sem
kallað er slæmur maður eða vondur,
en gjálífur, léttúðugur, trúlítill, þrek-
laus og hugsandi mest um bærilega
afkomu, þ. e. að hafa í sig og á
stritvinnulaust með því að prédika
sér utangarna það sem hann trúir
ekki á. Ekki óskandi í sjálfu sér að
gera öðrum ilt, en teljandi sjálfsagt
að virða alla velferð annara manna
vettugi heldur en að baka sjálfum
sér óþægindi. Þetta er algengt ein-
tak af mönnum, eins og þeir hittast
daglega tylftum saman í lífinu, bæði
í prestastótt og öllum öðrum stóttum.
Halla er enginn hversdagskven-
maður. Plún er gædd bæði fegurð
viti og þreld, og hefir fengið ailgott
uppeldi, þótt alin hafi verið upp „á
sveit". Hún er augnayndi og eftir-
þrá allra ungra sveina, hefir gaman
af því, án þess að verða ástfangin
sjálf, og leikur nokkuð miskunnarlaust
með hjörtu karlmannanna. Hún
stenzt alla, er hrein og ósnortin, en
QOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-í
„EDINBORG".
f\\wt er kolaskip komið.
Þegar vér auglýsum, að hver skiftavinur fái
fu 11 320 dönsk pund i skippundinu, þá erþaðekki
af því að neinum hafi dottið í hug að véfengja vigt
vora, heldur af því, að sumir hafa spurt oss,hvort vér
vægjum líka pokana með. Þaðgerum vér ekki, og
Ö þurfum því ekki að geta þess, hvort þeir sé þungir
eða léttir.
Dálitið af
Cokes
er enn ópantað.
Verzl. Edinborg'.
0000000000000000000000000000- ooooooooooc
verður svo þeim að bráð, sem sízt
skyldi.
Báðum þessum persónum lýsir höf.
mæta-vel, og eins prestskonunni og
ÓlafL sauðamanni. Höf. hefir sóð þessar
persónur glöggu skáldsauga og náð
föstum tökum á þeim, og leiðir þær
fram lifandi fyrir sjónir iesandans.
Og söguna segir hann vel.
Smágaila mætti benda á hér og
hvar, en smávægilega. Þaunig er t. d.
dálítið broslegt að sjá á 219. bls.,
að höf. hyggur ekki hafa verið nein
lög til, er heimiluðu að gefa brúð-
hjón saman í heimahiísum án lýsinga
um miðbik 19. aldar; en þau lög eru
miklu eldri.
Málinu er nokkuð ábótavant hér
og þar, og sumstaðar, ekki sem bezt
til orða tekið, t.. d. „nefið beint og
formfagurt“. Svo komast menn ekki
að orði, þótt „formfagur" sé ólastan-
legt orð; „vel skapað“ eða „fagur-
skapað“ mundu menn segja. Það
er altíð synd yngri manna sem eidri,
er eigi kunna málið, að láta yfirstig
atviksorða enda á -ar, í st. f. -ara;
en það er rangt. Atviksorð, sem
enda á -lega, hafa -legar, en nálega
öll önnur orð -ara; þannig: nánara
(ekki: nánár), bráðara (ekki: bráðar)
0. s. frv. „Með mestu lœgni“ á að
vera: „l«gni“ (af „laginn“, ekki „læg
inn“); þvi á að rita „handlagni" (af
„handlaginn"), en aftur „einlœgni“
(af „einlœgur"). —- „ Vissum takmörk-
um“ er ekki isl. — Að ,,hlær/ja þýðir:
að koma e-m. til að „hlæja“. — „Fersk-
ur“ er ekki íslenzka, hvorki um mat
nó minni. — Tvær dönskuslettur verða
stöðugt fyrir manni nærri á hverri
siðu í allri bókinni, einatt oftar en
einu sinni á sömu síðu: önnur er sú,
að setja sífelt neitunina á undan sögn-
inni, t. d. „ekki hafði“, „ekki vildi*,
„ekki hirti um“, í st. f. „hafði ekki“,
„vildi ekki“, „hirti ekki um“ 0. s. frv.;
hin er sú, að tengja tvær tilvísunar-
setningar saman með viðtengingar-
orði, t. d. „sem hún átti og sem
henni þótti vænt um“. Þetta er Ijót
dönskusletta; „sem“ er hér alveg of-
aukið á síðari staðnum. — „Atgerfi“
er röng stafsetning, hvort heldur eftir
uppruna eðahljóði; á að vera „atgervi“.
Það er Jjótt að lesa slíkar setning-
ar sem þessa: [bændasynir], „sem að
visu ekki hefðu hlotið þakklæti for-
eldra sinna fyrir ab taka þannig niður
fyrir sig, en sem þó hefðu ef til vill
elcki horft í það“. [12. hls. efst].
A íslenzUu yrði setningin svo: „sem
hefðu að vísu ekki hlotið þakkl. for. s.
fyrir að t. þ. n. f. sig, en hefðu þó
ekki, ef til vill, horft í það“.
„Að skríða til skara“ (13. bJs.) er
líkh prentvilla (f. „skarar").— „Brýgj-
indalega“ (á bls. 14) er víst stafsetn-
ingarvilla.
„ Þær freyddu af gremju með sjálf-
um sér“ er hrapallega að orði kom-
ist. Fyrst er nú að „freyða“ að eins
haft um dauða hluti (aldan freyðir á
súðum, bjórinn freyðir í glasinu), on
um menn og skepnur er sagt, að
„froðufella“. Og í annan stað er
eitthvað óeðlilegt að tala um að
froðufella „með sjálfum sér“.
í 2. 1. 16. bls. er prentvilla „væri“
fyrir „var“. —
Þó að vér höfum ritað upp allar
málvillur í bókinni, er hér ekki rúm