Reykjavík

Issue

Reykjavík - 22.09.1906, Page 2

Reykjavík - 22.09.1906, Page 2
166 REYKJAVÍK sem reynslan heflr fært mér heim sanninn um. Engar fortölur geta verið mér reynslunnar ígildi. Ég hefi getið þess hér í blöðum fyrir nokkrum árum, að ég þekti bæ, sem raflýsti stræti sín og öll hús í bænum. Rafmagnið var þar framleitt með kolum (eimvél). Bær þessi hafði þá innan við 2000 íbúa, og kolin vóru þar dýrari en þau eru í Reykja- vík, en steinolían ódýrari. Hann heitir West-Selkirk, og hér eru fleiri menn en ég, sem þekkja dæmi þetta. Mjög væri það ýkt að segja, að það væri eins mikil fjarstæða að kjósa heldur gaslýsing en rafmagnslýsing, eins og að taka loftritun fiam yflr sfmritun. En engin fjarstæða er það þó að manni komi samlíkingin í 'hug. Ég er enginn agent hvorki fyrir raflýsingarfélög né gaslýsingarfélög né áhöld þeirra, og hefl því ekkert gróða- járn að brýna mér til hagsmuna í þessu máli. En sárt tæki mig það, ef það tækist að telja bæjarstjórnina frá því, að koma rafmagnslýsing á i bænum nú. Þess yrði lengi iðrast á síðan. J. Ó. Islenzkur fdni. I síðustu „Lögréttu“ er grein um „fálkann og fánann", þess efnis, að skýra fyrir mönnum, að valurinn [sem helzt héíði átt að nefna svo í konungsúrskurðinum] væri skjald- merki, en ekki fánamerki. Éetta er dagsanna, og eins hitt, að dýramynd- ir hafa nú varla önnur lönd á þjóð- fána sínum, en þau erhálfviltar þjóðir byggja. Hitt er annað, eins og bl. getur líka um, að ríkis-skjaldmerkið er stundum sýnt í fánum þjóðhöfðingja og almannastofnana, en ekki í verzl- unarfánanum (t. d. Þýzkaland), Á því ríður og, að verzlunarfáninn sé sem skýrastur og fábrotnastur, svo gott sé að glöggva hann augum. Þá heldur höfundurinn („Brjánn") því fram, að blátt og hvítt séu þjóð- litir íslands. Ekkert er nú lögfest um það enn, (því að skjaldmerkjalit- irnir þurfa ekki að vera þjóðlitir). En látum svo vera, að þeir yrði gerð- ir það. Vér sjáum ekkert á móti þvi. En svo kemur aðalefni greinar hans: tillaga um, að vér tökum upp þjóðfána, og sé það fáni „blár með hvítum krossi" . . . „Engin önnur þjóð á fána af þeirri gerð“, segir höf. Hvort krossinn eigi að vera réttur kross, eins og í öðrum Norðurlanda- fánum, eða skákross (Andrésar-kross), er gangi frá horni í horn, lætur „Brjánn" eigi uppi. En á sama má standa, hvort hann hefir hugsað sér, því að hvort lagið sem hana heflr hugsað sér, þá er það áður löghelgaður fáni, og er furða, að höf. skyldi fara að rita um þetta og vita það ekki, eða að allir þeir lærdómsmenn, sem standa að blaðinu, skuli vera ófróðir um það. Blár fáni með hvítum skákrossi er fáni Slcotlands; en blár fáni með réttum krossi hvítum (eins og höf. víst hugsar sér) er lconungsfáni Grikklands! Ólíklegt er, að Grikkir vilji gefa upp fána sinn fyrir oss. En af því að mér líkar vel, að ís- land eignist fána, og fellur vel við bláa og hvíta litinn, þá vil ég gera þá breytingartillögu, að ísland taki sér stóra, hvíta fimmblaða-stjörnu í blám feldi. Éað getur táknað norð- urstjörnuna (leiðarstjörnuna) á blá- hvolfinu. Það merki á engin önnur þjóð á undan oss. J. Ól. Bókmentir. Oliver Twist. Eftir Charles Dickens. Þýtt hefir Páll E. Ólason. [Þorv. Þorvarðsson]. 428 bls. í breiðu 8vo. Það er óöld í íslenzkum bókment- um nú að því leyti, að bókamarkað- urinn er fyltur af lélegasta rusli eld- húsrómana, þýddum og misþýddum á hræmulegasta hrognamál. Þetta er gróðabrallstilraun unglinga, iðnaðar- manna og ýmsra annara manna, er aldrei hafa étið af skilningstrénu góðs og ills í aldingarði bókmentanna og enga tilfinning hafa fyrir móðurmál- inu né rækt til þess. Dæmi höfum vér og séð þess, að slíkir menn rek- ast ofan á góða sögu eftir góðan höfund, en skilja þá ekki frummálið (eða þýðinguna, sem þeir þýða úr) og kunna ekki óbjagaða setning að rita á móðurmáli sínu og gera þann- ig rit, sem er gott í sjálfu sér, að afskræmi sakir tötrabúningsins, sem þeir færa það í. Þetta virðist ganga út, og er það eflaust því að kenna, að þeir sem betur hafa vit á, fullnægja ekki lestr- arfýsn alþýðu með útgáfu betri sagna í góðum þýðingum. — Góðar sögur, sem eru sannur skáldskapur, eru bæði góð skemtun og sannmentandi, engu síður þótt þýddar séu, ef vel er þýtt. Þar sem svona stendur nú á, þá er það gott verk og þarft, sem iir. Þorv. Þorvarðsson hefir unnið með því, að gefa út á islenzku góða þýð- ing á einu af meistaraverkum ins heimsfrœga skáldsagna-snillings Char- les Ðickens. Dickens fæddist 1812 og dó 1870. Foreldrar hans vóru fátæk, og hann komst ungur í þjónustu hjá mála- flutningsmanni í Lundúnum. Éar fékk hann færi á að kynnast fjölda íólks af öllum stéttum og mjög ó- líku, einkennilegum mannlífsmynd- um, sem hann sá glöggum athugun- ar-augum. Hann fór snemma að rita smágreinir í blöð, fyrst fregn- skýrslur (af atburðum í bænum), síð- ar smálýsingar úr líflnu {„Sketches"); þær reit hann í „Morning Post“ und- ir gervinafninu Boz. Verulega frægð ávann hann sér þó fyrst með sögu sinni „Pickwick Club“, er fór að koma út í vikuheftum 1837; hún varð þegar viðlesin og stórfræg. Flestar síðari sögur sínar gaf hann út á þennan hátt (í vikuheftum). Svo kom út hver sagan eftir aðra: „Oliver Twist", „Nicholas Nichelby", „Stofu-úr Hurnphreys", „Martin Chuzzelwit", „BarnabyRudge“, „Dom- beyogsonur", „Litla Dorrit“, „Bleak- house", „Harðrétti“, „Miklar vonir", „David Copperfield" og ýmsar aðrar. Þessar eru að eins inar helztu. Jafnan er hversdagslíf manna yrk- isefni Dickens í sögum hans, og ná- lega ávalt líf samtíðarmanna. Hann er fyrsti og mesti „realisti" 19. ald- arinnar. Hann er fyndinn og gam- ansamur, lýsir vel því sem skoplegt er; en hann lýsir og mannkynsböli og mannvonzku, en jafnan með þeim skilningi á manneðlinu, að hann verð- ur aldrei bölsýnismaður. Jafnvel í föntunum, sem hann lýsir, sér mað- ur alt af einhverjum neista, af því sem betra er, bregða fyrir á milli. Oliver Twist er ágæt saga, og hr. Páll E. Ólason hefir vandað sig á þýðingunni, enda er hann vel að sér í málinu og gæddur tungumála- gáfu. Éýðing hans ber því mikið af því sem alment gerist, en smágallar eru á henni hér og þar, einkum framan af. Þannig á 2. bls. um nýfætt barn, að það „lá um hríð á ullarteppi og greip andann á loftiu, i st. f.: saup hveljur. Eða á sömu bls.: „réðu þau Oliver og náttúran þetta mál [fyrir: þessu máli] til lykta þeirra[t.\ sín] í millum". Undarleg stafset- ningar meinloka er það, að i allri bók- inni er sífelt ritað „hykandi“ í st. f. „Iwkaudi". Það heflr vafalaust vak- að fyrir þýð., að „hika“ er yngri mynd í st. f. „hvika“. En af því leiðir alls ekki, að „vi“ breytist í „y“, þar sem ekkert ?t-hljóð fer á eftir. Alt öðru máli er að gegna með „kvika“ og „kykva“, því að þar kemur v inn á eftir. „Hvika“ heflr líka upphafl. haft sterka beyg- ing (þát. „hvak“), en það hefir „kvika“ ekki haft. Skyld mál sýna og, að t>-ið í „hvika“ hverfur alveg burt. — „Volæði" er röng mynd (18. bls.) í st. f. „volað“. — „Einseyringur" (26. bls.) er röng mynd; ætti að vera „eineyringur". —- Að „bytna“ á e-m (46. bls.) á að vera: „bitna á e-m“. — „Samrýmdari" (74. bls.) á að vera „samrýndari" (em aftur: e-ð samrýmist), — „borinn inn og hátt- aður“ er rangmæli; „hátta" er ekki til sem áhrifssögn. — Einhver vangá eða prentvilla er á 110. bls. „blés á hörpu“; á hörpu er „leikið" eða hún er „slegin", en á pípu er blásið. — Menn segja ekki: „áfram með smjör- ið!“ heldur: „áfram í smjörið!“ — Af „bíða“ er hluttaksorðið „beðið“, en ekki „biðið“ (165, 188. bls.). — „Selakepp" (174, 175, 342. bls.) þekkj- um vér hafðan til að rota sel; en „sflakeppur" er sá nefndur, sem er „silalegur". — „Ofninn reykti" (179. bls.) er ótæk dönskusletta; „ofninn rýkur" er sagt áíslenzku. — „Akaði. sér“ á að vera „ók sér“ (376. bls.). En þetta er alt smáræði í svo langri bók. Þýðingin er hrein og vönduð yfir- leitt; sagan afbragð, og bókin in eigu- legasta. Dickens sögur eru í afhaldi hjá öllum þjóðum. Hann verður ó- efað líka vinsæll hjá oss — og á það skilið. Heimsendanna milli. Marconi-skeyti í gærmorgun seg- ir Trepoff, Rúsa-böðul, dauðan í fyrradag af slagi. Það reynir á taugarnar nú um stundir að vera böðull í Rúslandi. Gullfund stóran enn segja blöð ensk í Canada; í þetta sinn nærri Edmonton í Alberta. Stóreilis verzlunarfélag segja dönsk blöð vera að myndast í Khöfn, til að reka verzlun á íslandi. Hlut- takendur helztir í því: Ostasiatisk Kompagni, Thor E. Tulinius og Sameinaða eimskipafélagið. Aðrar útl. fréttir verða að bíða næsta blaðs. Kvæði í sundurlausu máli. TJr „Senilía11 eftir Iwan Turgenjefí. Porleifur H. Bjarnason þýddi lauslega. IX. Handurlnn. Við sitjum tveir einir í herberginu mínu hundurinn minn og ég. En úti þýtur og hvín ofsastormur. Hund- urinn situr rétt fyrir framan mig — hann horflr beint í augu mér. Og ég horfði líka í augu honum. Það er eins og hann vildi segja eitthvað við mig. En hann er mál- vana, honum er máls varnað, hann skilur ekki sjálfan sig, en ég skil hann. Ég sé, að i þessari svipan er hann og ég gagnteknir af sömu tilflnning- unni og að alls enginn munur er á honum og mér. Við erum samkynja verur. Sami smáloginn blikar og titrar í okkur báðum. Dauðinn svífur að oss á breiðu, þvölu, köldu vængjunum sínum .... Og öllu er lokið. Hver mun þá gera upp á milli smáljósanna, er hafa týrt í okkur báðuin ? Nei! Dýr og maður horfast ekki þannig í augu. Það eru tvenn samkynja augu, er horfast á. Og úr augum þessum, augum dýrs- ins og mannsins, skín skýrt og skært óttablandin þrá til að vefjast faðmlögum. Stumpasirz og margar tc^undtr af Handsápu nýRomfö með „Vesta" í verzl. Godthaab.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.