Reykjavík - 25.09.1906, Qupperneq 3
REYKJAVÍK
171
„REYKJAVlK"
Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlanda 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 ah.—50 ct8. Borgist fyrir 1. Júli.
Auglýsingar innlendar: & 1. bl». kr. 1,26; & 2.
ble. 1,15; & 3. og 4. bls. 1,00 [á. faBt&kveðnum stað
á 3. og 4. blg. 1,15]. — Útl. augl. 331/**/0 hærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“.
RitBtjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
•Jón Ólaísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónari
29 ritatjóri og afgreilgla.
71 prentsmiðjan.
var 1882, hentugt og nægilegt hús,
og önnur söfn landsins eiga mjög
erfitt uppdráttar vegna húsnæðisleys-
is. Menn hafa því fundið, að bráð-
nauðsynlegt var, að koma upp safna-
byggingu, en útgjöldin hafa vaxið
mönnum í augum, því nóg er til að
vinna fyrir það fje, sem gjaldendur
geta látið af hendi rakna til opin-
berra þarfa. En á síðasta alþingi var
það til bragðs tekið, að reyna að
koma byggingunni upp án aukinna
álaga, eða án þess að taka fje af
árlegum skatttekjum landsjóðs í þessu
skyni, með því að eins, að breyta
einni eign í aðra, selja til bygginga
þetta tún, Arnarhólstúnið, sem vjer nú
stöndum á, og sem vegna framfara
landsins og þessa bæjar sjerstaklega
hefur aukist stórum að verðmæti, og
stöfna sjóð af andvirðinu, til bygg-
ingar opinberra bygginga.
Hin fyrsta bygging þessa sjóðs er
þetta hús, sem hjer á að reisa. Er
ætlast til, að húsið sje nú þegar
bygt svo stórt, að nægi landsbóka-
safninu og landsskjalasafninu í 50—
60 ár og einnig hinum söfnunum um
hríð. Samkvæmt gamalli venju verð-
ur lögð niður í grundvöll hússins
stutt skýrsla um bygging þess. Hún
er rituð á bókfell, sem ásamt gild-
andi bankaseðlum og póstmerkjum
verður sett í loftþjett blýhylki, og
hljóðar skýrslan þannig :
Hús þetta er bygt handa lands-
bólcasafni og landsskjálasafni Islands
samkvœmt lögum um stofnun bygg-
ingarsjóðs og bygging opinberra bygg-
inga, staðfestum 20. dag olctóberm.
1905 og er hyfningarsteinninn lagð-
ur á dátiarafmæli Snorra Sturluson■
ar 23. septemberm. 1906, á fyrsta rík-
isstjórnarári
Frederiks konungs hins VIII.
Iiáðherra: Hannes Hafstein.
Landritari: Klemens Jónsson.
Forsetar alþingis:
Eirílmr Briem,
Julius Havsteen,
Magnús Stephensen,
Byggingarnefnd, kosin af alþingi:
Ouðmundur Björnsson,
Jón Jakobsson,
Tryggvi Ounnarsson.
Teikmngin gerð af:
þ Magdahl Nielsen byggingameistara.
Verkið framlcvœmt af:
Ijelaginu „ Völundur".
Umsjónarmaður við bygginguna:
1. Kiörboe byggingameistari.
Bókavörður landsbókasaf nsins settur:
Jón Jakobsson.
Skjalavörður landsskjalasafnsins :
Dr. Jón Porkelsson.
Ætlast er til, að aukið sje við bygg-
inguna eftir þörfum síðar.
Ment cr máttur.
Síðustu einkunnarorðin: Ment er
máttur, verða höggvin inn í grunn-
steininn,, sem verður þannig fyrir
komið, að hann sjest að innan úr
kjallaranum. Á steininn verður og
höggvið, að hann sje lagður á ár-
tíðardag Snorra Sturlusonar, snillings-
ins snjalla, sem, eins og kunnugt er,
ljest aðfaranótt þessa dags fyrir 665
árum.
Nefndinni, sem aðstoðar stjórnina
við bygginguna, þótti vel til fallið,
að þessi athöfn færi fram einmitt
þennan dag, því að vissulega er lífs-
starf Snorra grundvöllur og hyrning-
arsteinn undir mentafrægð og orðs-
ti íslands, sem er þess fegursta
fjöður enn fram á þennan dag, og
vonin um, að sú stofnun, sem sjer-
staklega er helguð fortíðar-, nútíðar-,
og framtíðar-mentum þessa lands,’megi
koma að tilætluðu gagni með til-
ætluðu magni, er óaðgreinanlega sam-
einuð minning hans. Þvf fátt sann-
ar öllu áþreifanlegar, hvílíkur máttur
fylgir mentinni en það, hverja þýð-
ingu þær mentir, sem Snorri Sturlu-
son er fulltrúi fyrir og frömuður að,
hafa haft fyrir hina íslensku þjóð, líf
hennar og viðhald, álit og alla þró-
un. Tími og veður bannar, að rök-
styðja þetta ýtarlegar hjer, en þeir, sem
þekkja sögu íslands vita, að þetta
er satt.
Bókasöfnin hafa tvenskonar ætlun-
arverk. í fyrsta lagi geyma þau
bókmentir og sögu þjóðarinnar og
eru þannig varð-kastali og forðabúr
þjóðernistilfinningarinnar, sem aftur er
skilyrði fyrir samheldni, vilja og krafti
til þess að efla og hetja þjóðina
sem þjóð. Jeg vona, að þessi bygg-
ing, sem hjer á að rísa, verði trúr
og tryggur geymslustaður fyrir alt
gott í íslenskum bókmentum að fornu
og nýju, örugt vígi fyrir minningu
þeirra manna, sem auka og efla ment-
ir og þar með mátt þessa lands.
Vona jeg, aðíþessu húsi verði sýni-
legur staður, þar sem nöfn slfkra
manna verða höggvin í stein að þeim
látnum, þeirn til lofs og öðrum til
eftirbreytni. —
En bókasöfnin hafa einnig annað
ætlunarverk, og það er að vopna
hinn lifandi lýð í framsóknarbarátt-
unni á hverjum tíma, með því að fá
inn í landið jafnóðum hinar bestu
bækur og rit í öllum vísindagreinum,
syo að þeir, er mentir stunda, geti
fylgst með í þeitn framförum þekk-
ingarinnar, sem fleygja menning-
unni áfram. Hvervetna og í öllu
er það nútímans reynsla, að þekk-
ingin er það, sem sigrinum ræður.
Það er þekkingin og vísindin, sem
finna upp vopnin og áhöldin til varn-
ar og sóknar í lífsbaráttunni, barátt-
unni fram á við og upp á við til
meira ljóss, meira frelsis, meira
manngildis, sem er tímans krafa. Það
er gamalt spakmæli, að blindur sje
bóklaus maður. En blindur maður
getur ekki beitt vopnunum, hann er
vopnlaus, máttlaus, ófær í barátt-
unni, og er því ment máttur, sem
ekki má án vera.
Einnig þetta síðarnefnda ætlunar-
verk vonajeg að verði leyst af hendi
eftir föngum og af góðum vilja í
hinu nýja húsi, sem hjer á að reisa,
húsinu, sem ætlast er til að stækki
eins og skelin með skelfiskinum,
eftir því sem árin lfða. —
Jeg veit eigi aðra betri ósk, erjeg
geti bundið við þessa athöfn en þá,
að æskulýður íslands festi sjer í huga
þann sannleik, að ment er máttur,
og að mentáleysi er máttleysi. Hver
sem eykur mentun sína, eykur mátt
sinn, og þar með mátt þess lands,
sem á hann.
Um leið og jeg bið alsvaldanda
guð að blessa þessa mentabygging,
sem hjer á að standa, legg jeg í
nafni þings og stjórnar þessa lands
hyrning&rsteininn ásamt menjum þeim,
er jeg áður hef frá skýrt.
Blessist og varðveitist bókmentir,
tunga og þjóðerni íslands.
MannQöldinn tók undir þetta
með níföldu húrra-ópi.
Síðan söng söngflokkurinn
gamla ísafold«.
»Eld-
Reykjavík og grend.
t Þórður Runólfsson, fyrrum
hreppstjóri og bóndi í Móum á Kjalar-
nesi, andaðist snögglega af hjartaslagi
aðfaranótt 22. þ. m., að heimili sínu
hjá Runólfi syni sínum hór í bænum,
rúmlega 67 ára að aldri.
Þórður var fæddur 27. Júlí 1839
í Saurbæ á Kjalarnesi og vóru for-
eldrar hans hreppstjóri og óðalsbóndi
Runólfui' Þórðarson í Saurbæ og Hall-
dóra Ólafsdóttir ljósmóðir, og var hann
elztur af 7 systkinum, er komust til
fullorðins-ára. Systkin hans vóru þau
Eyjólfur bóndi í Saurbæ, Guðrún kona
séra Matthíasar Jochumssonar, Sigrið-
ur kona Þórðar hreppstj. á Fiskilæk,
Karítas fyrri kona Ólafs Guðmunds-
sonar í Mýrarhúsum, Ragnheiður ó
gift og Helga gift Steingr. Jónssyni
(pr. frá Hruna), og eru nú að eins
2 systkinin, Eyjólfur og Guðrún á
lífi. Þórður ólst upp hjá foreldrum
sínum og var í Saurbæ þangað til
hann var 32 ára gamall, er hann
giftist Ástríði Jochumsdóttur frá Skóg
um á Barðaströnd, systur séra Matt
híasar og þeirra systkina, þann 13.
Júní 1871 og fluttist að Móum
Kjalarnesi. Þar bjó hann 28 ár eða
til 1899 að hann fluttist að Bjargi
á Kjalarnesi, og bjó þar 6 ár eða til
vorsins 1905, að hann flutti til
Reykjavíkur til sonar síns.
Hann var hreppstjóri allan sinn
búskap, eða í 34 ár, og atkvæða-
maður um öll sveitamál.
Konu sína misti hann 3. Maí 1887
eftir langvinnan sjukdóm, og átti hann
að því leyti við mikið mótlæti að
stríða mikið af búskaparárum sínum,
og var sjálfur mjög heilsulinur, og
ágerðist það þó einkum með aldrin-
um, og lá hann fulla 3 mánuði síðast-
liðið ár þungt haldinn af fótameini,
sem ekki læknaðist til fulls.
Að hann hafði virðingu héraðsbúa
lýsti sér m. a. í því, að við burtför
hans af Kjalarnesi vorið 1905 til
Reykjavíkur, héldu bændur honum
samsæti, fluttu honum kvæði og gáfu
honum silfurbúinn staf að skilnaði
og þökkuðu honum fyrir þjónustu
hans í þarfir sveitarfélagsins.
Þórður sál. eignaðist 8 börn og
eru 4 bræður á lífi, en hin dóu, 3
ung, en elzta barn sitt Karítas misti
hann 24 ára gamla veturinn 1895.
Synir hans eru þessir: Matthías
skipstjóri (útgef. „Ægis“, Runólfur
tómthúsmaður í Reykjavik, Jochum
skipstjóri og yngstur Björn stud. jur
í Kaupmannahöfn.
Jarðarför hans fer fram aö Saurbæ
á Kjalarnesi.
Hornstein undir bókasafnshúsið
lagði ráðherrann H. Hafstein á Sunnu
daginn kl. 4 síðd. Veður var þung
búið, en rigndi þó ekki, og vindur á
suðaustan. Sungið var kvæði eftir
Þorst. Erlingsson, og síðan hélt ráð
henann ræðu, og sagðist honum
mæta-vel að vanda.
Flutningsskipið „Hjálmar** er
enn ókomið fram, og er nú alment
talið af.
Hjúskapur. í dag gaf bæjarfóget
inn þau ungfreyju Sigríði Ólafsson
(Jónsdóttur ritstjóra) og Ágúst kenn
ára Bjarnason M. A. (son Hákonar
sál Bjarnasonar kaupm. á Bíldudal)
saman í hjónaband.
Síminn til Seyðisfjarðar alla leið
hefir verið í sambandi við Rvík síð-
an á Laugardagskvöld.
Landsíminn verður væntanlega
hátíðlega opnaður á Laugardaginn.
Hr. Forberger væntanlegur hing-
að á Fimtudaginn.
Veðurathuganir
i Reykjavík, eftir Sigkíbi Bjöbnsdóttitr.
1906 Ágúst Sept. Loftvog millim. Hiti (C.) -4-3 •O 82 1 1 <D ►> e> 1 s* co Urkoma millim.
FOl.8 759,0 9,7 1 ~7~ 3,6
2 757,2 12,2 NW 1 4
9 768,8 8,8 0 5
Ld 1.8 762,3 7,6 0 3
2 762,4 11.3 0 10
9 762,1 9,1 0 10
Sd 2.8 755,3 8,9 ENE 2 10
2 753,5 13.1 ENE 1 9
9 761,9 10,6 E 1 7
Má 3.8 751,7 15,6 NE 1 9 10,3
2 751,3 13,6 NW 1 5
9 753,3 10,4 0 4
Þr 4.8 755,1 10,0 NE 1 8
2 752,3 13,4 E 1 10
9 749,6 11,4 E 1 10
Mi 5.8 746,2 10,2 0 10 2,5
2 746,8 11,0 0 10
9 748,1 8,0 0 3
Fi 6.8 752,5 9,1 NE 1 5
2 752,6 11,5 ESE 1 10
9 745,1 9,1 NE 1 10
Fö 7.8 742,9 8,5 E 1 10 2,5
2 743,2 11,9 E 1 10
9 745,5 10,1 0 5
Ld 8.8 750,3 9,6 NE 1 9
2 763,9 10,7 NW 1 10
9 757,8 9,7 NW 1 9
Sd 9.8 762,1 9,8 W 1 8
2 762,7 11,7 E 1 10
9 760,2 10,6 SSE 1 10
Má 10. 8 751;2 11,0 E 3 10 2,2
2 744,7 12,8 2 10
9 Í43,7 10,6 SE 5 10
Þr 11.8 746,1 9,9 SSE 2-3 10 6,4
2 746,9 9,6 SSE 2 10
y 747,1 8,4 SE 1 8
Mi 12.8 746,5 9,4 SE 1 10 3,7
2 735,7 9.5 SE 2 10
9 714,5 9,0 ESE 3 8
Fi 13.8 718,4 7,6 SE 3 10 47,2
‘2 722,8 6,9 SE 2 10
9 736,6 5,6 S 2 10
Fö 14.8 742,6 7,5 0 9
2 743,9 8.9 NW 1 8
9 744,9 5,7 0 6
Ld 15.8 746,3 6,7 0 4
2 749,8 11,6 0 2
9 751,5 6,7 0 0
Sd 16.8 749,6 8,1 E 1-2 10 2,6
2 743,0 9,0 E 2-3 10
9 743,9 8,7 SE 1 10
Má 17. 8 748,0 7,6 sw 2 10 9,5
2 751,8 9,6 sw 1 7
9 757,1 7,5 sw 1 10
Þr 18.8 755,3 7,3 0 10
2 757,5 7,6 0 10
9 759.8 6,7 sw 1 7
Mi 19.8 764,0 7,9 s 1 5
2 764,3 9,8 s 1 7
9 765,9 6,1 0 2
Fi 20.8 770,0 6,3 0 10
2 771,7 10,4 SE 1 7
9 772,6 8,7 SSE 1 7
Bréfaskrína.
— Eru póstar ekki skyldir að endur-
gjalda fararbeina, þann er þeir með
þurfa?
Eru póstafgreiðslumenn eða bréf-
hirðingamenn skyldir til að láta þeim
í té fararbeina ókeypis, fremur en
aðrir menn? Spurutt,
Svar: Póstar eiga ekki, fx-emur en
aðrir ferðamenn, heimting á neinum
greiða eða fararbeina ókeypis. Póstar
eiga ekki að vera flökkukindur eða
farandmenn. Hitt er annað mál, að
ekki má nýta sér nauðsyn þeirra til
ósanngjarnra krafa, um fram það er
í því bygðarlagi tíðkast.
Máherlasým
er opnuð í dag í Goodtemplarahúsinu.
Sýningin verður að eins opin fáa
daga frá kl. 11—3.
Aðgangur 25 aura.
Þór. B. Þorlákison.