Reykjavík - 06.10.1906, Blaðsíða 1
1R e2 k j a vík.
VII. 45
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardaginn 6. Október 1906.
Áski ifendur
yfir
í b æ n u m
900.
VII., 45.
Ktit FÆST 1 THOMSENS MAGASlHL “gaH
Oína Og eldavélar Wlv Kristján Þvgrintm.
Ofnar og eldavélar
Ritsíminn.
Stöðvar eru opnar á þessum timum:
Stöðvar af 1. flokki: Reykjavík, Akureyri og Seyðisfjörður frá
8 árd.—9 síðd.
Stöðvar af 2. flokki: Blönduós og Sauðárkrókur frá 9—12 árd.
og 4—5 síðd.
Stöðvar af 3. flokki: Kalastaðakot, Grund, Norðtunga, Sveina-
tunga, Lækjamót, Háls, Breiðumýri, Reykjahlíð, Grímsstaðir, Hof í
Vopnafirði og Egilsstaðir frá 9—10 árd. og 4—5 síðd. og til lirað-
skeyta og hraðsamtala kl. 12 og 7.
Á helgum dögum eru allar stöðvar opnar frá 8—10 árd. og
4—5 síðd.
Stundir taldar eftir meðaltíð á íslandi, og er hún sett 1 kl.st. síðar en í
Greenwich. í Reykjavík er þetta V* stund á undan sóltima par.
Þeir sem vilja hafa símnefni (telegramadresse) verða að láta skrásetja
það á ritsimaskrifstofunni, og kostar það 12 kr. á ári (eða 3 kr. um ársfjórðung).
OOOQOOOOOOCOOQQOOOOOOOOQOOOO oo<
■1
■ oo jariforMi
verzunarmnar
Edinborg
Hafnarstræti 12
heílr mestar og beztar birgðir af alls konar hús-
gögnum úr járni og leir, hverju nafni sem nefnast,
og margt fl., alt mjög ódýrt. Hvar fást t. d. góð
bollapör á 10 aura annarstaðar?
Lampar: hengilampar, borðlampar, vegglampar
og náttlampar af öllum stærðum og tegundum.
Spyrjið eftir verðinu, og þá er enginn eíi á að
yður Htzt bezt á að kaupa þar.
ooooooooooooooooooooocooooooooooo
„REYKJ AYÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 sh.—50 cts. Borgist fyrir 1. Júlí.
Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,25; á 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 8. og 4. bl8. 1,15]. — Útl. augl. 331/*0/0 hærra. —
Afsláttur að mun, of mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „B,eykjavík“.
Kitstjóri, afgroiðslumaður og gjaldkeri:
•Jón Olnfsmon.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Ræða ráðherrans
við opnun símans.
Það kynm að vísu að hafa verið
hyggilegt að sumu leyti, að fresta
ennþá nokkra daga að opna land-
símann til almenningsnota, bæði ti)
þess að gefa svigrúm til slita og við-
gerða, sem við má búast fyrst í stað
vegna ósýnilegra og óhjákvæmilegra
galla í þræðinum hér og hvar á
hans löngu leið héðan austur á Seyð-
isfjörð, og til þess að gefa heimilis-
mönnum á talsímastöðvum út um
landið lengri tíma en orðið er til
þess að læra bæðt hvað gera skal og
ekki síður hvað forðast verður, ef vel
á að vera. En það er hvorttveggja,
að það fer að líða að síðustu forvöð-
um, eftir því sem ráð hefur verið fyr-
ir gert áður, enda mun nú flestum
þykja biðin orðin nógu löng eftir
þessu lengi þráða sambandstæki, og
hart að missa þægindi þess og hags-
muni dag frá degi eftir að samband
þó er á komið alla leið héðan til
útlanda. Það hefur því verið afráð-
ið, að opna ritsíma- og talsímastöðv-
arnar hér í Reykjavík og á Akureyri
og talsímastöðvar þær, sem settar
hafa verið út um landið, þegar í dag,
þennan Laugardag — sem eg vona
að verði til lukku.
Eg hefi því þegar sent hans há-
tign konunginnm skeyti í dag um
það, að símalagningin yfir Island sé
til lykta leidd, og ritsíma- og tal-
símasambandið komið á milli Reykja-
víkur og þeirra innanlandsstöðva, sem
settar hafa verið, og útlanda. Frá
konunginum hefi ég meðtekið svo-
látandi svar, sent frá Bernstorff kl.
3 í dag:
„Með þökk fyrir þá gleðifregn, að
nú sé lokið lagningu ritsíma og tal-
síma um þvert ísland, sendi ég á ný
hjartfólgnustu kveðju rnína og árna
oss öllum heilla með þessi tiýju tengsl,
er hnýta Danmörku og ísland nánara
saman. Með glaðri endurminning
um þýðingarmikla samfundi, endur-
tek ég: Sjáumst heilir aftur á íslandi.
Frederik
R".
Eg er þess fullviss, að þetta end-
urtekna loforð konungs vors um að
koma hingað að heimsækja oss, er
öllum íslendingum gleðiefni, og að þeir
vilji taka undirþá ósk, sem eg hefi látið
í ljósi í svari mínu til konungs, að
eins og fyrsta stjórnarár hans verð-
ur merkisár í sögu íslands, bæði sök-
um þess viðburðar, sem hjer fer fram
í dag, og sökum hinna ógleyman-
legu viðtaka, sem alþingi var veitt
í Danmörku eftir vilja og frumkvöð
konungsins, eins megi hið annað
stjórnarár nans verða merkilegt og
ógleymanlegt í sögu Íslands vegna
komu hans hingað.
Eg ætla mér ekki að rekja hér
sögu ritsímamálsins hér á landi, Ekki
af því, að eg kveinki mér við að
minnast þess, að málið hefir vakið
nokkurn skoðanamun. Slíkt er alís
ekkert tiltökumál. Ekkert stórmál
kemst fram baráttulaust, og það er
gömul saga, að: »jafnan orkar tví-
mælis það er gerter«, því meir, sem
meiru varðar; en ég tel óþarft að
rekja sögu þessa nú, því að hún er
mönnum svo kunn og í fersku minni,
sumpart af ræðum og ritum, sum-
part af eigin raun. Eg vil að eins
minna á það, að um þetta leyti fyrir
þremur árum síðan var ekkert útlit
til þess, að þetta mál, sem svo lengi
hafði staðið á dagskrá, ætti svo
skamt í land. Erfiðleikarnir voru
taldir svo miklir, og kostnaðurinn
svo yfirgnæfandi fram yfir væntan-
legar tekjur, að kröfur þær, sem gerð-
ar voru, bæði af ritsímafélaginu og
af þráðlausum firðritunarfjelögum,
fóru langt fram úr því, sem Islandi
var ætlandi að geta int af hendi.
En um sama leyti, sem stjórn sér-
mála vorra var að færast inn í land-
ið, eftir meira en 50 ára baráttu,
komst einnig skrið á þetta mál. Af
þeim tíma, sem st'ðan er liðinn, tóku
málaleitanir og samningar «te«lands
yfir mikið af fyrsta árinu, atinað ár-
ið gekk til þess að ræða málið inn-
anlands og kítast um það, og þriðja
árið hefur nægt til að framkvæma
verkið.
Ég get ekki leitt hjá mér að geta
þess, að ritsímamálið hefði elcki náð
svo fljótt fram að ganga, ef fyrv.
samgöngumálaráðh., Kristoffer Hage,
hefði eigi veitt oss fulltingi sitt og
lagst á eitt með hinum góðkunna og
öfluga formanni »MikIa norræna rit-
símaljelagsins«, Kommandör E. Suen-
son, að ryðja burt þeim hindrun-
um, er framgangi þess voru til fyr-
irstöðu. Eins er það víst, að málið
hefði ekki gengið fram hér á landi,
ef það hefði ekki átt sjer eindregna
og snjalla forvígismenn hjá þingi og
þjóð, og loks er það mjög sennilegt,
að landsímalagningunni hefði ekki
getað orðið lokið á svo stuttum tíma,
ef vjer hefðum eigi verið eins hepn-
ir með framkvæmdarstjórn og starfs-
menn, eins og vér höfum verið, og
notið reynslu landa, sem líkt hagar
til í. Þegar frá því um haustið 1904
hefur ritsímastjórn Noregs veitt oss
aðstoð með ráði og dáð í ýmsum
útvegunum til símalagningarinnar, og
ekki hvað síst með því, að útvega
oss þann forstjóra, sem vér höfum
haft, Forberg ritsímastjóra, sem nú
tekur við forstjórn landsímanna, eftir
að hafa leyst forstöðustarf sitt fyrir
símalagningunni af hendi með mikíum
dugnaði, svo og duglega og vana verk-
fræðinga, verkstjóra og erfiðismenn,
sem hafa reynst ágætlega í alla staði.
Þrátt fyrir mjög snjóþungt, kalt og
erfitt vor, fóðurleysi og skort á inn-
lendum vinnukrafti, hefir það lánast
að framkvæma þetta mikla mann-
virki á tilsettiun tíma, sem að margra
áliti var alt of naumur. En auk þeirra,
sem intu verkið af hendi í sumar,
eiga þeir menn, sem tókust á
hendur og framkvæmdu .flutning rit-
símastauranna í vetur, einnig lof skil-
ið fyrir dugnað sinn, sumir mjög
mikið. Margir þeirra hafa leyst þrek-
virki af hendi.
Kostnaðurinn hefir ekki orðið neitt
svipadur því, sem mótstöðumenn
spaðu, og ýkjusögur inna, og það
sem fram yfir áætlun kann að verða,
stafar eingöngu af atvikum, sem ekki
mátti fyrir sjá. Eg ræðst ekki í að
gera neina tilraun til að draga upp
mynd af því, hver áhrif ritsímans og
talsímanna muni verða um ókomin
ár þessa lands. Eg hygg, að fáir
geti sem stendur gert sér fyllilega