Reykjavík - 12.01.1907, Side 1
r
1R e £ kí a vík.
15 löggilta blad til stj órnarvalda-birtinga á
VIII, 2
TJtbreiddasta blað landsins.
Uppiag yfir 3000.
Laugardag 12. Janúar 1907.
Áskiifendur í b æ n u m
yfir 1000.
ALT FÆST 1 THOMSEHS MAGASlHl.
Ofna Og eldayélar aelur Kristján Þorgrirasson.
Ofnar og elcla v.Mi.r- SJg* J*^;**-)
V erzlunin
Edinborg.
Karlmannsfatnaðardeildin.
Enn þá fengum við fleiri tilbúna karlmanna-
fatnaði sams konar og við seldum svo mikið af um
daginn.
Verðið er þó heldur meir kaupandanum í
vil en áður.
Drengjaföt af öllum stærðum, sem við selj-
um mjög ódýrt til Nýjárs.
I vefnaðarvörudeildina
nýkomið mikið af inum eftirsótta striga.
35 pr. alin í pökkum.
ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
„REYKJAYÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis
kr. 8,00—8 flh.— 1 doll. Borgigt fyrir 1. Júlí.
Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; á 2.
3. og 4. blB. 1,25 — Útl, augl. 33’/s°/o hærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
Jón Óla.ÍHHon.
Afgreiðala Laufásvegi 5, kjallaranum.
IRitstjórn: —— „ stofunni.
Telefónar:
29 ritatjóri og afgreiðsla,
71 prent8miðjan.
„Reykjavík"
kemur út á hverjum Laugardegi
(heil örk), og jafnaðarlega á Þriðju-
dögum (hálf örk) og ílytur allar
nýjungar erlendar og innlendar.
Hún er stærsta og efnisríkasta blað
landsins.
Þrátt fyrir það er hún lang-
ódýrasta fréttablað landsins, án
tillits til stærðar; kostar að eins
* Kr. árgangurinn, ef andvirðið
er greitt í réttan gjalddaga, fyrir
1. JúJí þ. á., (ella 3 kr.).
Hún mun þetta ár flytja skemti-
legar sögur á góðu íslenzku máli.
Sögusafn „Reykjavíkur“,
sem skilvisum kaupendum var
heitið síðastl. ár, er nú nærri full-
prentað (2 arkir eftir), og verður
sent út í einu lag'i svo iljótt, sem
auðið er.
Nýir kaupendur að þessum ár-
gangi fá og þetta sögusafn (1. 0g
2. bindi) ókeypis jafnframt og þeir
greiða andvirði blaðsins.
SSS" Peir sem borgað liafa síð-
asta árg. og ekki fengið kvittun,
fá hana með sögusafninu.
„Dagblaðið"
hefir nú staðið i fullan ársfjórð-
ung.
Útbreiðsla þess, sem fyrst fram-
an af var um 7—800 á dag, hef-
ir þorrið mjög nú að síðustu í
skammdeginu og illviðrunum. Þó
að það hafi hangið í því að tek-
jur þess borgi prentun og pappír,
þá veitir það alls ekkert í aðra
hönd fyrir vinnuna að því, enda
heíir ritstjórinn unnið alt að því
alyeg ókeypis frá öndverðu, og
hefði verið fús á að leggja það
sama í sölurnar fyrir það áfram,
ef þess liefði þólt vert.
En með þeim skilyrðum, sem
vér höfum átt kost á að vinna
við enn sem komið er, virðist of
snemt enn að ætla Reykjavíkur-
bæ dagblað.
Blaðið hættir því útkomu sinni
— nú um sinn að minsta kostí.
Hvort auðið verður að taka það
uj>p aítur undír betri tilveruskil-
yrðum siðar á þessu ári, er óvíst
enn.
Vér höfum gert tilraunina, og
enginn gctur borið oss á brýn, að
vér höfum unnið í eigingjörnum
tilgangi, þar sem það var fyrir-
fram boð vort, að vinna verkið
ókeypis.
Eitt að eins höfum vér unnið
við tilrauii þessa. Hún hefir með
reynslunni kent oss, hver tilveru-
skilyrði hér eru fyrir daghlaði,
og hver skortir helzt, og þá þar
með, bversu við má gera því sem
enn skortir á þau, ef það þykir
ómaks vert.
Þvi að kleift er það. Það höf-
um vér séð.
»Reykjavík« mun eftir sem áð-
ur koma út á hverjum Laugar-
degi, og' væntanlega hálft tölublað
að auk jafnaðarlega á Þriðjudög-
um, nema aðalfundur taki aðra
ákvörðun. Henni hefir vaxið það
útlireiðsla að hún hefir nú yfir
1000 kaupendur í bænum.
Þingrofa-sótt
má vel nefna hita og köldu sótt, þá
sem ásækir stjórnfjendaliðið nokkurn
veginn reglulega tvisvar á ári.
Þegar núverandi ráðherra komst til
valda, vildu þeir hafa þingrof, af því
að meirihluti hans á þingi væri óviss,
allír þingmenn hefðu verið kosnir
með stjórnarskrárbreytinguna fyrir
augum og allir hefðu verið sammála
um hana, og svo hefði kjósendum
fjölgað svo mjög, að alls óvíst væri
að hann hefði nú meirihluta siðan
meðal kjósenda.
Svo fóru fram aukakosningar í
kaupstöðum landsins, öllum fjórum
og einu kjördæmi til. Af þeirn flmm
kjördæmum náðu andstæðingar að
eins einu.
Þá heimta þeir þingrof af því að
ráðherrann hafði hlýðnast fyrirmæl-
um fyrri Alþinga og samið um síma-
lagninguna.
Til þess að gera kröfuna enn á-
hrifameiri sendu þeir í laumi út á-
skoranaeyðublöð um alt land, til að
ginna menn til að skrifa undir áður
en þeir fengju færi á að rannsaka
málavöxtu.
Ekki tókst þó að ná fleiri nöfnum
undir þær áskoranir, en sem svaraði
þriðjungi af tölu kjósenda, og var þó
fylt í eyðurnar með betrunarhúslim-
um, sem vantaði æruna og kjörgeng-
ið, og ýmsum öðrum, sem ekki vórij
kjósendur; ekki tókst að fylla hærri
tölu en þetta, þrátt fyrir glæpsamleg-
ar nafnafalsanir, sem menn hafa verið
of meinlausir til að láta lögin hegna
fyrir.
Þá kom þingrofa „feber“-inn enn
yfir þá á ný í vor, er leið, þá er
Reykjavíkur-málgögnum þeirra tókst
ekki að hefta flokksmenn sina á þingi
frá að þiggja heimboð konungs.
Þá heimtu þeir þingrof af því
að núverandi þingmenn væru ekki
sannir fulltrúar þjóðarinnar. Svo fóru
þingmenn samt og þeim samdi svo
vel, að allir urðu sammála um, hverju
fram skyldi halda gagnvart Dönum —
bókstaflega allir, sem í förinni vóru.
Og svo fengu þeir svo liðlegar undir-
tekt.ir undir kröfur sínar, að allar
horfur vóru á, að þær næðu vel fram
að ganga, er saman kæmu nefndar-
menn kosnir bæði af Alþingi og
Rikisþingi — sjálfsagt kosnir eftir
hlutfallskosningum.
Ferðin varð farsælleg, af því að
„sá vondi" var ekki með í förinni.
En er menn komu heim aftur allir
sáttir og sammála, þá sá ísafold —
þjóðræðisliðsins iili andi —, að hér
horfði til vandræða: alt útlit til æski-
legasta árangurs af förinni, sem frá
öndverðu hafði verið henni þyrnir í
augum, og þá engin útsjón til að
aúðið væri að gera sér neinn flokks-
mat úr því máli við kosningar.
Að vísu var att útlit til, að máia-
lokin yrðu fósturjörðinni til inna mestu
heilla. En að hagur hennar efldist
og yxi undir stjórnarforstöðu Hann-
esar Hafsteins og með stórmikinn
meiri hlut heimastjórnarmanna á
þingi, það var óþolandi.
Nei, heldur yrði íslands hagur að
víkja, heldur en að hann efldist meðan
heimastjórnarflokkurinn væri við völd.
Ástiiðar kveðju og þaKkir
sendir BEN. S. ÞÓRARINSSON
ölluiu sínum vidskiftavinnm.
Þakkar þeim innilega fyrir gamla árið,
og árnar þeim alls góðs á inu
nýbyrjaða ári og biður þá að minn-
ast þess, að:
„Vín, drnkkið tiiiflega,
hressir manns sál-
í helgri svo ritningu stendur".