Reykjavík - 12.01.1907, Side 2
6
REYKJAVIK
Vextir í landsfcankanum
eru, eins og áður er aug-
lýst, 4°/o af innlögum í
sparisjóðsbók, og 4^2 af
innlögum gegn »viðtöku-
skírteini«.
Trygfgvl Gnnnarsson.
fví var um að gera að vekja nú
á ný úlfúð og tortryggni milli þjóð-
anna, til að reyna að spilla fyrirfram
öllu samkomulagi.
Því varð að finna upp á alls konar
nýjungum, svo sem sprengifleygnum
nafnkunna og flaggmálinu, sem kon-
ungi og samþegnum vorum í Dan-
mörku hlaut að vera allra-viðkvæmast.
Ekki svo að skilja, að allir, sem
glæpst hafa á þeim málum, hafi haft
þennan illa tilgang. Síður en svo:
hugsunarleysi, fordild, fákænska eða
misskilinn þjóðernisspjátrungsskapur,
sem menn hafa tekið fyrir þjóðrækni,
hefir teygt nokkra góða menn og
annars greinda þar afvega.
Þegar heimastjórnarþingmenn, og
blöð þau er styðja þá og stjórn vora,
létu í ljósi, að þau vildu ekki spilla
samkomuiagi við ina dönsku sam-
bandsnefndarmenn með því að binda
liendur nefndarmanna fyrirfram, held-
ur trúa þeim til að vinna starf sitt
með samvizkusemi, þá gella öll mál-
gögn lyga, tortryggni og rógburðar
við, að heimastjórnarmenn vilji ekki
að farið sé fram á meira en þetta
eða þetta í nefndinni; þeir vilji vald-
bjóða þjóðinni ncegjusemi.
Og þó hefir vitanlega enginn þing-
maðúr úr stuðningsflokki stjórnarinn-
ar látið eitt orð í ljósi um það, eða
svo mikið sem int í fá átt, að þetta
eða hitt vildu þeir ekki þjóð sinni
til handa.
Stærri róg var ekki auðið upp að
spinna. Það mun sannast, er í nefnd-
ina kemur, hverjir verða drýgstir að
vinna réttindum íslands í hag.
Það er sjaldan, að vindbelgirnir,
þeir sem mestan blásturinn gera
fyrir fram, reynist hörðustu kappar-
nir, er á hólminn kemur.
Nú fær þetta ærsla-lið nýtt þing-
rofa-flog.
Og skulum vér nú athuga þessu
næst málstað þeirra þingrofsmanna í
þessu síðasta kasti þeirra.
II.
Ástæður þeirra félaga fyrir þing-
rofi nú eru ekki á marga fiska, af
þvi að þær spretta af gersamlegu
skilningsleysi á eðli allrar þingstjórnar.
í ritlingi, sem Bjarni frá Vogi hefir
nýgefið út og heitir „Þjóðin og þing-
rofið“ byggir hann á þeim grund-
velli, að þjóðin (þ. e. kjósendur til
Alþingis) sé „húsbóndinn", en þing-
menn og ráðherra „hjú“ hennar.
Eigandi þjóðbúsins getur þjóðin
kallast, en húsbóndi í venjulegri
merking er hún ekki og getur ekki
verið. íslenzka þjóðin t. d eru 80,000
einstaklingar, og af þeim 80 þúsund-
um eru eitthvað 68 þúsundir, sem
ekkert atkvæði hafa að lögum um
landsins mál. Þá eru ekki eftir nema
um 12 þúsundir, sem eru kjósendur
og hafa þannig atkvæðisrétt um lands-
mál.
Þessir 12 þúsund kjósendur geta
ráðið því, liverjir stjórna, en sjálfir
geta þeir ekki stjórnað — blátt áfram
af því, að þeir eru tólf þúsundir, þ. e.
allt of margir til þess að geta stjórnað.
Það er, til að taka annað dæmi,
eins og ef tvö hundruð menn ættu
hluti í h.utafélagsfyrirtæki, t. d. verzl-
un. Þeir gætu alls ekki stjórnað
lienni sjálfir, því að til þess væru þeir
bæði of margir, og svo hefðu þeir
fæstir kunnáttu eða þekking til þess.
En þeir geta kosið sér 5, 7 eða 9
menn í stjórn, þá menn úr sínum
hóp, sem þeir þekkja og treysta bezt;
þessir menn væru fulltrúar þeirra,
alveg eins og þingmenn eru fulltrúar
kjósenda, en alls ekki lijú þeirra.
Og þessir menn geta ekki sjálfir
ráðið hverdagsgerðum verzlunarinnar;
þeir verða að ráða sér kaupstjóra;
þeir geta lagt honum fyrir almennar
reglur eftir að fara, en ekki gripið
fram fyrir hendur hans við hvert
pund eða vætt sem hann kaupir eða
selur. Annars yrði engin festa eða
skipulag á rekstri atvinnunnar og
enginn gæti átt viðskifti við hana.
Kaupstjóri ber ábyrgð á gerðum sín-
um, er þar að kemur. Og hluthafar
geta skift um einn eða fieiri eða alla
í stjórninni á árlegum aðalfundi.
Þannig eru þingmenn fulltrúar
þjóðar sinnar með óbundnu umboði,
en ahs ekki „hjú“.
í stjórnarskrá vorri stendur : „Al-
þingismenn eru eingöngu bundnir við
sannfœringu sína, en eigi við jjeinar
reglur frá kjósendum sínum". Og
þetta stendur ekki að eins í vorri
stjórnarskiá, heldur nú á dögum í
sérhverrar þjóðar stjórnarskrá.
Þetta eitt út af fyrir sig sýnir, að
þingmenn eru ekln „hjú“ kjósenda
sinna, heldur fulltrúar þeirra.
Því segir og Stuart Mill, að það sé
„bráðnauðsynlegt, að kjósendur kjósi
sér hæfari menn fyrir fulltrúa á þingi“.
(Mill: On representative government,
Chap. XII.).
III.
Um þingrof.
Menn getur greint á um það, til
hve langs tima kosningar eigi að gilda,
hvort kjörtímabilið eigi að vera þrjú
ár, eins og sumstaðar er, eða sex ár
(eins og bjá oss), eða sjö ár (eins og
hjá Bretum). Hvað heppilegast sé í
því efni, er hjá hverri þjóð komið
undir þroska hennar og þeim skil-
yrðum, sem hún á við að búa.
Mill segir í bók sinni „IJm þing-
stjórn" (II. kap.), að þar sem alþýðan
sé hugsunarlítil og hirðúlítil um sín
mál, svo að henni sé þörf á að henni
sé sem sífeldast haldið í hreyfingu;
þar sem þingmenn hennar sé höfð-
ingjar og auðmenn af alt annari stétt
en alþýðan og hafi því lítil mök eða
umgengni við kjósendur sína, nema
rétt um kosninga leytið, og verði því
fyrir litjum áhrifum frá þeim, þar sé
þrjú ár full langt kjörtímabil.
En þar sem aftur þingmennirnir
sé menn á líku reki og kjósendurnir;
þar sem fullkomið prentfrelsi sé og
hver þingmaður viti, að allar gerðir
• 1 URSMÍÐA-VINNUSTOFA. Vönduð r og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. 1 Úrsmíðavinnustofa Carl Bartels : Laugavegi 5. Talsínii 137. i
hans verða þjóðinni kunnar, ræddar
af blöðunum og metnar af kjósendum
hans, þar sé öllu fremur þörf á að
halda aftur af bráðlátu gerræði al-
þýðu, og fimm ár sé þar það styzta,
sem kjörtímabil megi nema; skemri
tími muni tæpast nægur, ef varna
skuli því, að þingmaðurinn lifi í hug-
lausum þrælsótta („timid subservi-
ency“) fyrir kjósendum.
Yíðtækari postula frelsisins, en John
Stuart Mill, verður örðugt að finna,
og varla munu þingrofa postularnir
íslenzku verða frægari menn fyrir
ást sína á sönnu frelsi og baráttu
fyrir því, heldur en sá maður er.
Enginn maður hefir betur brýnt
nauðsyn á og ráð til, að sporna við
einveldi stjórnanda og ofurvaldi ætt-
göfgi og auðvalds.
En eins og rauður þráður gengur
og önnur sterk brýning í gegn um
öll stjórnfræðirit hans, Að vísu segir
hann, sem satt er, að hjá stjórnfrjálsri
þjóð hljóti meiri hlutinn, alþýðan, ó-
hjákvæmilega úrslitum að ráða jafn-
an, er til lengdar lætur, hvort sem
hann hefir rétt fyrir sér eða ekki.
En jafnsterklega brýnir hann það fyrir
mönnum, að alþýða manna sé yfir-
leitt fákænni, en beztu menn þjóðar-
innar, fulltrúar hennar, hún sé oft
gerráð og fljót á sér að vanhugsuðu
máli, og því sé nauðsynlegt að reisa
skorður við gerræði hennar engu
síður en einræði stjórnendanna. Hún
eigi að vísu að ráða að lokum, en
hún eigi ekki að eiga kost, á að koma
sínu fram án rækilegs umhugsunar-
tíma. Hann vararvið að gera drottin-
váld þjóðarinnar að skrílvaldi.
Sé þörf á slíkri aðvörun, þar sem
samgöngurnar eru svo, eins og í Bret-
landi, að menn geta á fám klukku-
stundum ferðast af yzta landshorni
á annað því. fjarlægast, og blöðin geta
samdægurs borist um alt landið á
hverjum degi, svo að auðiðer að svara
samstundis hverjum öfgum eða ósann-
indum, og öll alþýða getur því daglega
heyrt og kynt sér báðar hliðar í
hverju máli, hlýtt stöðugt á báða
málsaðila, — hversu miklu meiri mundi
þá nauðsynin vera hér á landi, til
þess að fara hægt og hlaupa ekki
eftir hverjum goluþyt, —- hér, þar
sem öfgarnar, rógurinn og ósannindin
geta runnið með einni póstferð út um
landið og æst svo hugi fákænna
manna, að þegar andsvörin koma með
góð og gild rök eftir 3—4 vikur, þá
geta sumir verið svo æstir, að þeir
vilji ekki heyra nein mótmæli?
Þetta sýndi sig 1905, er æsingin í
ritsímamálinu gekk sem hæst. En
þeir mörgu, sem þá brendu sig á
fljótræðinu og framhleypninni sér til
lítils sóma, svo að þá hefir sárt iðrað
síðan, þeir ættu að vera varkárari í
annað sinn og láta ekki ginna sig til
undirskrifta að vanhugsuðu máli.
IV.
Tilgangur þingrofa.
Það er ekki líkt því í hverju landi
eða ríki, að lögheimilt er að rjúfa
þing. Víða er þess alls enginn kostur
að rjúfa þing. Lögin leyfa það ekki.
Þar sem það er í lög leitt, að rjúfa
megi þing, þ.ar er það gert í þeim
tilgangi að leysa þann vanda, er af
því verður, ef þing og stjórn verða
verulega andstæð hvort öðru. Þá er
eðlilegt að gera stjórninni kost á að
fá að sjá, hvorum megin þjóðin er,
þingsins megin eða stjórnarinnar. Því
að meðan þing og stjórn eru sam-
mála, þá er engu að áfrýja, ekkert
undir þjóðina að bera.
Þetta heyrir til stafrófi stjórnfræð-
innar. Það eru að eins pólitisk reifa-
börn, sem vita ekki þetta.
Þegar margir eiga að kjósa einn,
til að verft fulltrúa fyrir sína hönd,
þá er auðvitað, að þeir lcjósa annað-
hvort inn bezta, sem völ er á, eða
einn af þeim allra-beztu. Fulltrúann
má því ávalt skoða sem hæfari mann
heldur en hávaða eða meðaltal kjós-
enda sinna.
Því stendur þingmaðurinn kjósend-
unum feti framar, og aðalráðgjafinn,
sem stjórnina hefir á hendi, þing-
mönnunum framar.
Verði nú ágreiningur milli tveggja
aðila, sem eiga að ráða, þá er eðli-
legt að leggja áfrýjunarvaldið í hönd
þeim sem framar stendur — í þessu
tilfelli ráðherranunR en ekki þinginu,
„Aðrar ástæður gera það æskilegt,
að eitthvert vald í ríkinu (og það
getur að eins verið framkvœmdttr-
valdið) skuli heimild til hafa hvenær
sem er og eftir því sem því þykir
bezt henta, að rjúfa þing og boða til
nýrra kosninga", segir John St. Mill
(Repr. Gov., Chap. XIV).
Þingrofa-rétturinn, þar sem hann
annars er til, er til orðinn sem for-
réttur stjórnarinnar í landinu eða
ríkinu, — forréttur, sem stjórnin beitir,
þá er samkomulagið milli hennar og
þingsins fer út um þúfur.
- Þannig er þetta hjá öllum þjóðum,
þar sem þingrofaréttur á sér stað.
Annar þingrofaréttur er ekki til.
V.
Þingrofa-skylda.
Hún er ekki til, hvorki hjá oss
eða neinni þjóð í heimi, nema þá er
um stjórnarskrárbreyting er að ræða
og breytinguna verða að samþykkja
tvö þing, ið síðara sérstaklega kosið
af því tilefni.
Nú má segja, að breyting á sam-
bandslögum sé ígildi stjórnarskrár-
breytingar, og því sé rétt að rjúfa
þing, þótt lögin áskilji það ekki.
En hvað sem annars væri um þetta
að segja, þá er það bygt á algerðu
skilningsleysi á eðli málsins að heimta
þingrof nú.
Því að hvað þýða þingrof út af
stjórnarskrárbreyting ?
Þau þýða það, að svo mikilvægu
efni skuli ekki til lykta ráðið af einu
þingi, sem alls ekki var kosið með
það þýðingarmikla mál fyrir augum,
heldur verði nýtt þing, sem kosið er
með það fyrir augum, að samþykkja
það á ný.
Hitt hefir aldrei heyrst, að eigi
mætti hvort heldur þing eða stjórn
bera fram tillögu til breytingar, án
þess að þingrof þyrfti og nýjar kos-
ningar, til að kjósa þingmenn sérstak-
lega, sem aftur mættu kjósa nefnd,
sem aftur mætti bera upp tillögu, og
aftur yrði að rjúfa þing og kjósa
nýja þingmenn til þess loks að sam-
þykkja tillöguna.
En hér er ekki að ræða um að
samþykkja nein ákvæði um samband
landanna að þjóðinni foraspurðri.
Þvert á móti! Hér er að eins að
ræða um að kjósa menn af þingsins
hálfu í nefnd, sem alls ekki á að
gefa út nein ný sambandslög, heldur
að eins að semja tillögu eða frum-
varp til nýrra sambandslaga.
Og áður en sú tillaga eða það frum-
varp verður einu sinni borið upp á