Reykjavík - 12.01.1907, Side 3
REYKJAVÍK
7
Alþingi, fara nýjar kosningar frarn
að lögum haustið 1908.
Þar fær því þjóðin fult færi á að
kjósa þingmenn sína alla með sér-
stöku tilliti til þessa eina máls.
Þingrof nú — áður en nokkur nefnd
er kosin, því síður nokkur tillaga eða
frumvarp fram komið — þingrof nú
þar sem nýjar kosningar standa fyrir
dyrum lögboðnar áður en nokkur til-
laga eða frumvarp um sambandið
getur orðið lögð fyrir þing — það
er sá barnaskapur, sem ekki ætti að
þurfa að taka löngu tali.
Sumir landar vorir láta sér ant um
að lepja í útlend blöð alt rifrildi hér
innanlands um sérmál vor.
Ef einhver segði frá því í víðlesnu
heimsblaði, að til væri úti á heims-
horni þjóð, ekki villiþjóð, heldur þing-
frjáls þjóð, þar sem andstæðingar
stjórnarinnar hefðu ein 13 atkvæði
af 40 á þingi, og að máigögn þessa
litla minnihluta væru að reyna að
spana kjósendur til þess að heimta
af stjórninni, að hún ryfi þing til að
leita fyrir sér, hvort hún gæti ekki
minkað fyigi sitt, — ef einhver segði
frá slíku og gæti fengið menn til að
trúa svo ótrúlegum hlut, þá mundi
það vekja svo mikinn hlátur um heim
allan, að bergmála mundi jafnvel út
til íslands!
Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins
(„Austri“, „Frækorn", ,,Reykjavík“).
Kaupmannaliöfn, 10. Jan.
Persia. Shahinn (Persakonungur)
er dáinn.
Hannover. María drottning er
dáin.
Rúslaml. Yfirmaður her-réttarfars-
ins, Paulow hershöfðingi, er myrtur.
Morðinginn varð handsamaður.
Hanmörk. Mikið kvis um manna-
skifti í ráðaneytinu, talað, að Högsbro
muni fara frá völdum, en N. Neer-
gaard, foringi hófsmanna (moderate),
taka við. Við það ykist að mun þing-
fylgi stjórnarinnar.
Rosa-tíð
hefir verið talsverð og umhleypinga-
samt veður það sem af er þessum
vetri.
Veðurfræðingarnir setja þetta í sam-
band við sólblettina, sem hafa verið
venju fremur miklir í ár. *
Taglhnýtingur ísafoldar inn nýi
hefir orðið fyrir áhrifum einhverra
pólitiskra sólbletta líka, og hefir verið
úfinn í skapi um Nýjárið.
Vér getum ekki verið að fást mikið
um það. Hann fer prýðisvel í taumi
enn sem komið er og kippir ekki í
neitt að ráði. Komi einhver skap-
stygð í hann i vorn garð, þá leiðum
vér það hjá oss og fyrirgefum af
gamalli rækt.
Óskum honum að eins, að hann
mætti heidur fyrr en síðar komast
aftur „út úr þokunni".
Um fóðurauka.
Það er seint um of brýnt og end-
urnýjað fyrir bændum að nota alt
það sem hugsast getur til heyspar-
naðar og gleyma því ekki að gera sér
það jafnt að venju á góðu árunum
sem inum lakari.
Ég skal þá leyfa mér að nefna þá
hluti, sem ég sjálfur brúkaði og
reyndust mjög gagnsamir.
Skal ég fyrst nefna þang.
Það skal skera að vorinu og reiða
það upp á möl eða klappir og breiða
þykt og láta það líða „skúr og skin“
þar til búið er að slá og þurka hey
handa lömbum. Þá skal flytja fyrst
heim þangið, sem þá er orðið vel
þurt, og skal þá láta það í hrúgu á
gólfið nálægt dyrum og svo skal láta
heyið inn, og þurt verður það að vera,
svo ekki komi hiti í heyið; við það
spillist þangið. Þegar búið er að
kenna lömbunum átið, tekur maður
knippi í fang sér, slítur í sundur og
dreifir á garðann þanginu. Er það
góð skemtun að horfa á lömbin, hvað
þau eru gráðug í þangið, en þó er
meiri skemtun að sjá, hvað lömbin
stækka og kviðast vel. Auðvitað
þarf að gefa hey með.
Fóðursparnaður er og að því, að
blanda vatnið handa ungum skepnum
með sýru.
Þá er að minnast á söl og kjarna.
Með það er farið eins og þangið, að
því undanteknu, að sölin þurfa ekki
nema 2—3 daga þurk; þá skal bera
þau inn og þekja vel, svo ekki kom-
ist loft að. Sölin skal gefa kúm í
stað ábætis, og mun vart finnast
dæmi til, að kýr fái doðasótt, sem
söl eru gefin kringum burð. Líka
má gefa kúm nýtekið blaðaþang
og hella aður á það, í íláti, heitu
vatni.
Gott er og álitið að láta kýr liggja
á hráu þangi, sem júgurbólgu hafa;
það dreifir bóigunni.
Ennfremur má gefa kúm allar af-
urðir af veiðifangi, svo sem hrogn-
kelsaslóg, þyrsklingshöfuð o. m. fl.
Samt er betra að sjóða það lítið eða
hella á það sjóðandi vatni. Þá má
gefa kúm og hrossum þurkuð og barin
höfuðbein og hryggi úr þorski. Líka
má gefa nautkindum hrís og víði,
en rífa það og kljúfa áður með knífi.
Þess verður að gæta, að viðurinn sé
nýr, en ekki gamall.
Þá er að reyna að sefa hungur
hrossanna. Ég ætlast til að hús sé
til handa þeim, þegar engin björg er
á jörðu, því að hiýindi eru á við
hálfa gjöf. Þá skal stinga skán undan
lömbum eða öðrum sauðkindum, sem
gott hey er gefið; en þess ber að gæta,
að sópa þá ekki af gólfinu því sem
féð slæðir. Þá skal flísa skánina nið-
ur á stallana og strá litlu af smáu
og góðu heyi innan um, og mun hver
komast að raun um, sem reynir þetta,
að hross ekki einungis halda við
holdum, heldur fitna.
Þetta er min eigin reynsla. Eftir
6 vikna innistöðu á 26 hrossum vóru
öil strokin og slétt á lend.
Ef einhver vildi hagnýta sér þessar
fáu leiðbeiningar, væri tilgangi mínum
náð, ef einhver skepna við það fríaðist
frá hungurmorði.
Einar Magnússon.
Dagbók.
7. Jan.
Akureyri, 5. Jan. Samkomuhús
Oood Templara var vígt 23. Des.
öuðl. Guðmundsson bæjarfógeti hélt
aðal-vígsluræðuna. Matth. Jochums-
son las upp kvæði, sem hann sagðist
hafa „hripað upp áður en hann fór
að heiman“.
Bókavörður norðuramtsins er orð-
inn Jóhann Ragúelsson.
„Perwie“ er að fara héðan í dag
með strandmennina af „Kong Inge“.
Leikfélag Akureyrar (formaður
cand. theol. Yilh. Knudsen) ætlar að
fara að leika „Ævintýr á gönguför".
Trnlofuð eru Halldór kaupmaður
Jónasson á Akureyri (frá Siglufirði)
og Kristín Haíliðadóttir frá Siglufirði.
8. Jan.
Engínn maður flaggaði hér í bæn-
um á stjórnarskrárdaginn, 5. Janúar
— ekki einu sinni á flaggstöngum
stjórnarráðsins né Alþingishússins sást
nokkurt flagg.
Yér íslendingar erum víst eina
þingfrjáls þjóð í heimi, sem svo breytir.
Trúlofun. Ungfr. Anna Þorkels-
dóttir (prests | á Reynivöllum) í Reykja-
vík og stud. theoi. Ouðmundur Ein-
arsson (frá Flekkudal) í Kaupmanna-
höfn.
Stokkseyrarverzlun er nú seld
hlutafélagi bænda í Árness- og Rangár-
vallasýslum; er mælt að söluverðið
só 80,000 kr. og eigi bændur 2/s
hlutafjárins, en hr. Ólafur Árnason
Hann kvað ráðinn yfirumsjónarmaður
verzlunarinnar með 3000 kr. launum,
en svo verður og verzlunarstjóri þar á
staðnum.
Hi'. sýslum. Einari Benediktssyni
virðist því hafa tekist að fá bændur
í þennan félagsskap, þótt „aldrei“
hefði hann „umboð“ til að selja.
Krítar-flaggið hefir einn kaup-
rnaður í bænum dregið upp á stöng
sína á Nýjársdag. Æskulýðurinn sagði
það væri auglýsing um, að hjá hon-
um fengju allir „krít“. — Nú, jæja,
það var ekki svo ófyndin auglýsing.
9. Jan.
1 gær vóru liðin 39 ár síðan
ritstjóri þessa blaðs byrjaði blaða-
mensku (1. tbl. „Baldurs", 8. Jan.
1868).
Strand. 6. þ. m. strandaði á
Býjaskerseyri (Miðnesi) botnvörpung-
ur enskur, fullur af fiski. Skipið
var alveg nýsmíðað, hlaupið af stokk-
unum fyrir 4 vikum og var þetta 1.
ferð þess.
Akurcyri, 8. Jan. — í gær var
hér fundur í Unglingafélaginu og
vóru þar ýmsar heitstrengingar unn-
ar. Þ. á. m. strengdi Jóhs. Jósefsson
þess heit, að ef glimur yrði á Þing-
velli eða Hofmannaflöt í sumar við
komu konungs, þá skyldi hann glíma
þar.
Kristínu, næst yngsta barn sitt
(4 ára), mistuþau hjón Jón Þórarins-
son í Flensborg og frú hans á Föstu-
daginn.
Næsta blað á Þriðjudaginii.
* M Aq
Qy? ■ HTh AThömsín •
HAFNARSTR' I7'I8 I920 21-22- KOLAS I 2‘LÆKJAKT' I Z
* REYKJAVIK *
PakkhúsiÖ
hefir nú verið innréttað að nýj u,
mjög haganlega, og málað alt
upp, svo að það mun ekki eiga
sinn líka hér á landi.
Þar er selt:
Kornvara, kaffi, sykur o. sv. fr.
í stærri kaupum.
Byggingarefni: Járn, kalk, múr-
steinn, cement, steypigóz, saum-
ur, rúðugler, einfalt og tvöfalt,
kítti, farfi, fernis, lakk, gólf-fernis,
utanhússpappi, milliveggjapappí,
maskínupappi, zink, blý í plötum
og hnullungum o. s. fr.
. Til útgerðar: Netjagarn, hamp-
ur, manilla tjörguð og ótjörguð,
kork, flotholt, blokkir. línur,
sökkur, síldarnet, segldúkur
(Falki), olíutöt, tjara o. sv. fr.
Skólcður.
Flateyjar bringufiður.
Margaríne í stærri kaupum.
Saltaður þoi’skur, ísa, upsi, grá-
sleppa.
Yagnáburður í pundum o. s. fr.
o. s, fr.
Alt vandadar vörur, en þó
ódýrar.
Röskar stúlkur
óskast til Laugarnesspítala.14. Maí
næst komandi. Iiátt kaup í boði.
Semja ber við húsmóður spitalans,
frk. Harriet Kjær.
Stért uppboð
byrjar Föstudaginn 18. þ. m. kl.
11 árd. í verzlunarhúsum .Tóns
kaupm. Þórðarssonar. Þarverður
eins og að undanförnu, til að
rýma fyrir nýjum birgðum, seldar
ýmsar vörur svo sem margs kon-
ar álnavara, nærfatnaður, fatnað-
ir, höfuðföt og margir aðrir nauð-
synlegir hlutir og ef til vill saltað
fiskmeti.
Inngangur á uppboðið úr Ing-
ólfsstræti.
€ggert Claessen,
yfirréttarinálaflutiiingsmaður.
Lækjarg. 12 B. Talsími 10.
Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5.
Brauðsalan
úr lieruliöf'tsbakaríi er flutt
um tima úr uorska húsinu
viö Yesturgötu í liús
Olaís Eiríkssonar,
söðlasmiðs, við sömu götu.
Galosche týnd á Laufásvegi, Skilist í
afgreiðslu „Reykjavíkur“.
Utsalan
okkar heldur áfram enn þá
01
ílotið tœkijærið!
C. L. Ldrusson Sjf Co.
Laugaveg 1.