Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.01.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.01.1907, Blaðsíða 2
18 REYKJAVÍK ábyrgð og danskt hirðhald og evðslu- bragur og aukinn höfðingjasleikju- skapur í Reykjavík. Og sumur landinn er nú svo gerð- ur, að hann krýpur dýpra í dustið fyrir Danskinum heldur en landa sín- um. Skoðið kenginn á baksvip Einars Ben., er hann á tal við danskan blaða- mann. Ætli hann yrði ekki enn krapp- ari frammi fyrir dönskum prinzi ? ísland í útlendum blöðum. — Tdgliche Rundschau í Berlín getur þess, að íslendingar vilji helzt iosna úr öllu sambandi við Danmörk, og skýrir því næst frá flagg-kröfu þeirra og frá sprengifleygs-ávarpinu. — Pólitiken tekur hóglátlega í mál- in, en skilur varla til fulls, hvar flskur liggur undir steini. Hún flytur þýðing í óbundnu máli á flagg kvæði Einars Ben., og getur þess að prentaða kvæðið íslenzka sé prýtt mynd af flagginu, sem fram sé haldið, „hvítur kross á blám feldi, alveg einsog gríska flaggið", segir blaðið. Auðheyrt er það á „Polit.“ og fleiri blöðum, að ekkert er þeim jafnviðkvæmt sem flaggmálið. í sumum blöðum er ekki dregin dul á það, að þar muni í harðbakka slá, ef íslendingar ætli að fara að setja upp verzlunar-flagg óviður- kent af öllum heimi og óheimilað að öllu. — Einar IJcn. ,foringi‘(!). Poli- iken hefir átt víðtal við sendilinn Einar, sem hafður var að tálbeitu á krókinn, sem ritstjóri Þjóðólfs beit svo fast á, að agnhnúinn gekk út um kokið. Einar tjáir sig vera „foringja landvarnarflokks- ins“, og lýsir skoðunum sínum af miklum létta. Meðal annars segir hann: „Alt skraf um aðskilnað íslands frá Danmörku er tómt hjal marklausra manna1), og er slíku enginn gaumur gefandi. Landvarnarflokkurinn vill[?j halda sambandinu við Danmörk. Þetta sýnir og blaða-ávarpið, . . . sem ég hefl gert úr garði. [Hvað segir Sírak hér um, Skúli sæll?J! ísland getur ekki staðið sjálfstœðum fötum. Og hvaða lands drottinvaldi („Overhoihed")2) ættum vér fremur yfir oss að óska en Dan- merkur? Nei, það er geflð og öllum auðsætt: sambandið við Danmörk skal og hlýtur að verða varðveitt". „Það sem er markmið Landvarnar- hreyfingarinnar, er, að afla íslandi fulls frelsis í sérmálum þess, en hins vegar óskum vér, og erum þar vist í sam- ræmi við Hafstein ráðherra, að öllum sameiginlegum málum verði skipað á þann hátt, að samvinnustjórn Daii- rnerkur og íslands á þeim verði á samningi bygð. Pað er óskiljanleg einfeldni af Alþingi íslendinga að trúa því, að ráðherra íslands hafi óháða stöðu eins og nú stendur. Það leiðir af sjálfu sér, að úr því að hann er meðlimur ríkisráðsins danska3), þá get- ur hann ekki óháður verið". Svo lætur „foringinn" í ljós von sína, að takast megi samningar milli Dan- merkur og íslands um nýjan og frjáls- legri afstöðu-grundvöll að lögum „fyrir *) Þessir „marklausu menn“ eru t. d. Ari landvarnar-ritstjóri, Bjarni frá Vogi og Guðm. Hannesson. Rilstj. Rvk. 2) Skyldi ekki hr. Jón Jensson og mikill hluti Landvarnar-fylgjenda foringjans Einars fá nábit af því að taka sér þessi orð hans í munn? Ritstj. Rvk. ®) En fyrst hann er það nú ekki, hvað þá? Rítstj. Rvk. samvinnunni". Kveðst helzt á þetta líta: Hvers þarf ísland? Hvað gagnar Danmörku bezt? ísl. þurfi á miklum stofnfjám að halda; landið sé eins stórt og írland, en hafi ekki meiri íbúatölu en Norðurbrú [eitt stræti í Höfn]. „Landið hefir mikil framfaraskilyrði", segir hann, „en það verður að hafa fult frelsi til þroskunar. í Danmörku eru til stofnfé þau sem vér þörfnumst, en þau verður að flytja til íslands í alfrjálsri samkeppni við önnur lönd. Yér þurfum á framtaks-frumkvæði að halda í ýmsum efnum, og það sem oss skortir, þiggjum vér fúslega frá Dan- mörku, en það verður að vera með fullri viðurkenning þess, að vér höfum rétt til að hagnýta oss það, ef önnur lönd eru fær um að leiðbeina oss betur í hinu eða þessu“. Um flaggið segir E. B., að það sé eiginlega ekkeit nýtt; vér viljum að eins breyta fálkanum í kross. Að vér höfum sérstakt flagg, finst honum svo blátt áfram eðlilegt, að óþarfi sé að færa rök fyrir því; það sé að eins til að sýna þjóðerni vort, — að vér séum sérstök þjóð. Ekki nefnir hann held- ur, hvort hann á að eins við staðar- flagg [sem enginn hefir haft neitt sér- staklega á móti — vér höfum notað valinn þannig mörg ár], eða hann á við verzlunarflagg og herflagg, eins og Bjarni frá Vogi. Ekki nefnir hann heldur berum orðum [eins og Einar Hjörleifsson gerði], að tilgangurinn sé að útrýma danska flagginu; en þó virð- st helzt mega ráða það af orðurn hans, að svo sé. Hann segir þetta sé engin niðrun fyrir alríkið. Öllu fremur „megi ’segja, að konungdæmið danska verði veglegra við það, að annað land, sem þroskast frjálst og sjálfstætt og miklast við það, heyri undir yfirdrottnun þess". Svo þylur Einar flokksforíngi upp fyrsta versið af flaggsálmi sínum, í danskri þýðing eftir sjálfan sig. Hún er svo: Reis dig, Islands unge Fane, op i tusind Stemmers Lag, Giv os Enhed paa vor Bane, Hjerte og Aand til samlet Tag. Husk din store, stolte Ahne,[!!!J Island. End er der en dag. Eins og þeir sjá, sem kunna dönsku, er þetta framtíðar-danska, — ekki það mál, sem hingað til hefir þekst í Dan- mörku. Því er það að fávísir nútíðar- Danir eins og Georg Brandes gera nap- urt og fyndið háð að sýslumanns-kveð- skapnum. „Meira frelsi verðum vér að hafa“, segir E. B. „Framtíðina má ekki byggja á þeirri einkaréttarþvingun, sem til þessa hefir ráðið Sambandið milli Danmerkur og íslands mundi þá [ef vér höfum meira frelsi ?] verða eins og það sem er milli manns, sem heldur hvalfiski föstum með laxastöng". Milli mannsins, sem heldur o. s frv. og — hvers? Hvalfisksins? Hugsunin er ámóta ljós og oftar hjá þessum háfleyga orðaglamrará. Og eru Danir maðurmn og vér hvalfiskurinn? Eða erum vér maðurinn og Danir hvalfisk- urinn? Eða er nokkur skynsamleg hugs- un í þessari einfættu samlíking? Og hver þá? Að lokum segir Einar foringi: „Vér vlljum hafa landsstjóra á íslandi, um- boðsmann konungs. Bezt væri, að vér fengjum þangað danskan prinz. Vér viljum haía lagastaðfestingarvaldið í landi voru. Stjórnarflokkurinn, sein nú er á íslandi, óttast, að ef vér feng- jum landsstjóra, þá mundi konungur áskilja sjálfum sér staðfesting nokkurra mála. Vér sjáum enga hcettu í því fólgna“. „Yér mundum álíta næga stjórnskipu- lega trygging í ábyrgð íslands-ráðgjaf- ans, og að konungur staðfesti ákveðna tegund mála, ]bað er oss jafnkœrt eins og að landsstjórinn gerði pað“. „Að vér óskum landsstjóra, kemur af því, að fjarlægð landsins frá Dan- mörku gerir slíkt fyrirkomulag eðlilegt. Vér mundum með því verða á sama grundvelli, sem íslendingar fornu bygðu á, þegar þeir gengu undir útlent kon- ungsvald 1262. Sögulega og stjórnar- farslega verður þetta fyrirkomulag það bezta og sanngjarnasta". Crestkvænit má búast við að verði hér í sumar. Dönsk blöð geta þess, að samflota konungsskipinu upp hing- að verði eitt af allra-stærstu eimskip- um þess „sameinaða", Atlantshafsskipjð „C. F. Tietgen", sem annars fer milli Norðurlanda og New York, en á að kippa út úr því ferðalagi meðan á kon- ungsförinni stendur. Það á að verða útbúið fyrir 1000 til 1500 farþega, og er gert ráð fyrir að þeir geti sofið úti á skipi á nóttunni meðan þeir dvelja í Reykjavík. fjóðverjar gefa oss auga og sjá oss í gegn um dönsk og ensk gler- augu. — National Zeitung í Berlín ritar all-langt um „kröfur íslendinga", sem blaðið hyggur að leiða kunni til við- skilnaðar við Danmörk, og hvetur Þjóð- verjastjórn til að gefa „rás viðburð- anna“ auga, því að Þjóðverjar eigi hér hagsmuna að gæta. Er svo að sjá sem blaðið langi til að Þjóðveijar hremmi oss, ef vér slítum tengsl við Dani. » — Hamburger Nachrichten tala líkt; en Weser Zeitung (Bremen) hefir upp ummæli Tmes-fregnritans, sem vér höfum áður um getið. Stráka-pólitikin. Það er æskannar eðli að vera til- finningarnæm, skapbráð, framhleypin, einlæg og undirhyggjulaus, en ekki eru hyggindi venjulega hennar kostur; þau eru ávöxtur þeirrar reynslu, sem æsk- una skortir. Og satt að segja: gamalvísir ung- lingar eru oftast ekkert geðslegir. Það er því eðlilega réttur inna ungu manna að fylkja sér um þann fulltíða og ráðsetta forsprakka, sem fremst og hæst ber merki mannfrelsis og þjóð- frelsis. En það er ekki að ástæðulausu að allar þjóðir hafa lögleitt hjá sér ákveð- ið lögaldurstakmark. Þeir sem eigi hafa náð því, eru eigi sér og sínu ráð- andi; þeim verðar eigi fyrir fó trúað, því að þeir eru ekki skyldir að borga það sem þeim er lánað. Og það er auðsætt, að þeir sem eru ómagar annara, ógildir að ráða eyris- virði af eignum, þeir eru ekki til þess fallnir aðgerastforráðamenn þjóðarinnar. Þeir eiga að vinna undir umsjá og forustu annara, en hitt er ósvífni, að ætla sér þá dul að gerast leiðtogar annara um þau mál, sem lögin synja þeim atkvæðisréttar um fyrir óvits sakir og þroskaleysis. Slíkt á sér heldur engnn stað í nokkru menningarlandi, nema hér á íslandi, að skegglausir strákar, skip- brotsmenn frá háskóla margir hverjir, ómagar foreldra og vandamanna, sum- ir meira og minna kendir við fiesta óreglu, skuli gefa út ályktanir og á- skoranir til þjóðarinnar. Stráka skortir eðlilega ábyrgðartil- finning, af því að þeir geta enga á- byrgð borið á neinu, allra sízt í þjóð- málum. Engu að síður: æskunni fyrirgefst mikið — og á að fyrirgefast mikið — af því að menn búast við að henni fylgi ýmsir þeir kostir, sem henni eru eðlilegir, ef hún er óspilt, einkanlega frelsisþrá, sannleiksást og drenglyndi. En þegar ódrengleg lyga-náttúra, sannleikshatur og lævísi eru einkunnir hennar, þá er hún spilt, og þá fyrir- gerir hún allri vorkunn og öllum með- hug. Fjarri oss se að segja það, að með- al þeirra óþroskuðu unglinga, sem hér á meðal vor eru að flónska sig á póli- tík, sé ekki ýmsir vandaðir piltar, ýmsir efnismenn, sem væntanlega verða með árunum „góðir hestar úr göldum folum“. Og ekki er það held- ur tiltökumál, þótt innan um þá finn- ist fáein siðferðisleg þrotaflök. Hitt varðar mestu, að flestallir af þeimeru hreinir pólitiskir óvitar, og ekki svo allfáir eru á því vitsmuna-reki, að lík- legt er að þeir verði pólitiskir óvitar til æviloka. En þó að vér þannig getum fyrir- gefið einstaklingunum meðal þessara æskumanna ærsl þeirra og óvit, þá er það engu að síður skylda vor að vara fákæna menn við þeim og þeirra at- hæfi, af því, að það er að gera ætt- jörðu vorri stórtjón, með því að óhlut- vönd skrílblöð, sem nota þá til að hleypa af ýmsum púðurkerlingum, sem þau hafa sjálf ekki í fullu tré með að kannast við frumkvæðið að, breiða út óvitahátt þeirra, svo að þjóðin er að fá á sig, alveg óverðskuldað, það orð í útlöndum, að landsmenn yfirleitt sé þeir óvitar, sem þeir eru alls ekki. Jafnvel vitrir menn og oss velviljað- ir, en ekki nógu kunnugir, telja alla flónsku þessara óvita stráka „kröfur lslendinga". Atleiðingin af þessu er aftur sú, að vér töpum meðhug manna, ekki í Danmörku að eins, heldur víðar um lönd. í Danmörku hefir varla nokkur mað- ur verið oss velviljaðri en prófessor Georg Brandes, sem jafnan hefir tekið í þann streng, er oss mátti betur gegna. Jafnvel hann virðist nú ætla. að vér íslendingar allir séum nú að ganga af göflunum, enda mætti hann halda það, ef almenningur á íslandi héldi öðru eins fram og Þvf, að neita dönsk- um mönnum, samþegnum vorum, um þegnrétt á íslandi, ef þeir setjast hér að. Brandes hefir ritað tvær greinir: Aðskilnaður Amager og Amager-flagg- ið, sem eru biturt og meinfyndið háð um sumar „íslenzku kröfurnar". Auð- vitað gerir hann oss rangt til með því, að skoða þær kröfur sem almennar kröfur þjóðar vorrar. Með hinu gerir hann þó sjálfsagt íslendingum alment ------------------------------ 9 ÉRSMÍÐA-YINÍi USTOFA. Vönduð ÍJ r og Rlukkur. Bankastræti 12. Helfli Hannesson. m---------------------------------v

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.