Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 25.01.1907, Síða 3

Reykjavík - 25.01.1907, Síða 3
REYKJAVlK 19 verr í geði, að leggja þjóðlegan rétt vorn og sjálfstæði á borð við Amager. En auðvitað dett.ur honum ekki það í hug í sjálfu sér, til þess er hann of fróður maður og réttsýnn, þó að hann noti þessa samliking til þess að gera oss sem allra-hlægilegasta. En sárgrætilega rangt er honum, svo vönduðum og góðum dreng, gert með því, að segja, eins og „Lögrétta" ger- ir, að Brandes sé „ekki samur maður síðari árin og hann hefir áður verið", en sé orðinn „þröngsýnn danskur þjóð- flautaþyrill" (til að tala á ísfyldsku) og gangi þar „i spor þeirra landa sinna, sem hann hæddi mest á fyrri árum“. Yér fáum ekki séð að Br. hafi breytt neitt grundvallarskoðunum sinum í danskri pólitík. Hann hefir jafnan, frá blautu barnsbeini, unnað ættjörðu sinni ákaflega heitt. Og ekki höfum vér séð nein Chau- vínaku (eða þjóðardrambs) merki í fram- komu Brandes’s. Því að þótt hann vildi ekki rýra Danaveldi með því að farga dönsku Vestureyjunum fyrir skildinga, þá getum vér ekki talið það neinn þjóðdrambs vott, hvort sem hann annars hefir haft rétt fyrir sér 1 því eða ekki. Hafi hann gert á hluta vorn með gamangreinnm sínum, þá bætum vér ekki úr því með því að gera honum rangt aftur. Og vér, eins og allur heimurinn, eigum honum svo mikið að þakka, að vér eigum að fyrirgefa honom þó að hann hafi hér gert dálítið háð að oss, að ýmsu ieyti óréttvísiega, og það því fremur sem þetta háð er svo meinfyndið, að vér getum sjálfir ekki hlátrinum varist nærri við hverja set- ningu, er vér lesum það. Hitt væri oss þarfara að íhuga, hvort ekki sé tími tii kominn að taka alvar- lega og eindregið fyrir kverkarnar á þessari stráka-pólitík, sem er að gera oss að aíhlægi um allan heim, þar sem til vor spyrst. — Hún er jafn- framt vel á vegi að spilla því útliti, sem á var, um gott samkomulag um stjórnarstöðu íslands, og þeirri viður- kenning um sjálfstæði vort,sem nokkurn veginn var oss vís orðin. Vonandi tekst það nú samt ekki. En þó að það takist ekki, þá hefir þó stráka pólitíkin, eins og hún hefir birzt í Stúdentafólaginu í Reykjavík, og í máigögnum eins og Ingólfi, Dagfara og Fj.konunni o. fl., gert alt, sem hún megnaði, til að spilla fyrir veiferð fósturjarðar vorrar. Það sem heilbrigt er í Þjóð vorri, á að kveða slíkan óþverra niður tafar- laust og vægðarlaust. Á þvi ríður framtíð og velferð þjóð arinnar. Fyrir kaupmenn. Danski konsúliinn í Barcelona hefir leitt athygli að því, að flest eimskip, sem þangað koma með fisk frá íslandi, hafa með sér auk farmskrárinnar (mani- fest) uppruna og hleðsiu skírteini (op- rindelses og afladnings-bevis) frá sór- hverjum stað þar sem þau hafa tekið farm, en þessi tvö síðastnefndu skjöl eru alveg óþörf. Skipin þurfa ekki að hafa nema eina farmskrá, sem samin er á þeim stað, þar sem skipið tekur sídast farm. En á hana á að taka upp allan farm þann sem í skipinu er, samkvæmt farmskírteinunum (konnossementer). En farmskráin verður að vera undirskrifuð af sýslumanni (bæjarfógeta) eða öðru yfirvaldi þar á staðnum og verður að bera innsigii hans eða nafnstimpil. Þess á líka að geta í farmskránni, að enginn spænskur konsúll sé á ís- landi. Ef farmskráin er ekki löglega staðfest þannig af yfirvaldinu á hleðslu- staðnum, verður skipið sektað um 500 pesetas. A sömu farmskrá má einnig taka upp farm tíl Ílalíu, ef til kemur, en það verður að vera gert í sérstakri grein. Þessa er getið hér kaupmönnum til athugunar. Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins („Austri“, „Frækorn11, „Reykjavík11). Kaupm.höfn, 23. Jan. — Samningurinn milli Þýzkálands og Danmerkur um börn kjörþegna er nú fuliger og staðfestur. Suður-Jótar eru allvel ánægðir með hann, en þeir sem fylgdu ofsókna pólitík Köllers, eru sár- gramir. Dagbók. 25. Jan. „Jón forseti“ heitir nýtt botn- vörpuskip, er Godthaabs verzlun og fleiri í félagi með henni hafa látið smíða í Englandi og kom það hingað í fyrradag. Fyrirtaks-vandað skip, og er óskandi að framtakssemi og dugn- aður hr. Thor Jensen’s megi þar bera góðan ávöxt.' „Mjölnir“ fór frá Þórshöfn hingað áleiðis á~Mánud.kvöld. Enölleru.þau ókomin enn þessi 3 eimskip, sem von er á (Vesta, Laura, Mjölnir). Bankavextir eru farnir að lækka ytra. Englandsbanki hefir fært for- vöxtu niður úr 6% í 5%. og Þýzka- landsbanki úr 7°/o í 6°/0 (en giro-vöxtu úr 8°/0 niður í 7°/0). Andrés Ög:mundsson, unglingspilt ur, vanur að fást við mótora þó, festist í mótor í Gutenberg á Þriðjudag og tvíbeinbrotnaði á handlegg og kliptist stykki úr vöðva á handleggnum. „Della“. í gærkvöldi ætluðu nokk- rir stúdentar að leika smáleik til ágóða sjúkum prestlingi. Fyrri þátturinn gekk stórslysalaust; en í byrjun 2. þáttar fékk einn leikandinn (Jakob Moller) ölæði (delerium tremens) á leiksviðinu og varð af langt hneyksli, og loks varð að hætta við leikinn. „Yesta“ kom í dag ki. 4. Lanisit Hvammur i Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi. (Hvamms- og Ketusóknir). Metið kr. 937,17. Jarða- bótalán 600 kr., endurborgast með jöfnum afborgunum á 13 árum. Veitist frá fardög- um 1907. Auglýst 22. Janúar. Umsóknar- frestur til 8. Marz 1907. Tveer járnbrautasögur. 1. yijreksverk simritans Eftir Gordon Blanchard. (Framh.) Svona dróst hann áfram og beit á jaxlinn, þar til er hann kom auga á stöðina; en svo vóru verk- ir hans sárir, að hann mátti varla V ottorð. Eg undirskrifaður, votta hér með, að suðuskápurinn, sem ég keypti af hr. Stefáni B. Jónssyni í B.eykjavík, er það bezta búsáhald, sem nokkur maður getur átt í sínum húsum. — Eftir minni eigin reynslu, er maturinn úr honum miklu betri, en soðin á annan hátt; auk annara þæginda, sem hann hefir í för með sér. Hverjum húsföðuv er því áríð- andi að eignast hann, og það sem fyrst. Þess mun engan iðra. Litlalandi, Reykjavík, 23/la —’06. Einar Þórðarson. Mér fellur (í einu orði sagt) sérlega vel við Amerísku saumavélina frá yður. Það er sú léttasta fótmaskina, sem ég hefi snúið, flytur fljótt og hefir ágætt spor. Það hafa fjölda margar stúlkur og konur komið og skoðað hana, og til prófs saumað á hana (lítið eitt) og allar sagt ið sama, að þær hefðu aldrei tekið í skemtilegri vél. Og einni konu í Vestmanneyjum gaf ég adressu yðar, og sagðist hún mundi það fyrsta hún gæti pantað sams konar vél hjá yður handa dóttur sinni. Virðingarfylst. pt, Smiðjustíg í Reykjavík 8%. —06. Sigriður Guðmundsdóttir (frá Flatey á Breiðafirði). megni halda. í stöðvarhúsinu var dimt, og nú miindi hann alt í einu eftir því, að í Bjarnhíðinu var eng- inn símriti á nóttunni. Hann skreiddist með harmkvælum yfir farþegapallinn framan við stöðvar- húsið og dró eftir sér brotna fót- inn. Hann gat dregist að glugg- anum, liallaði sér á rúðuna, hún sprakk og efri kroppurinn á hon- um féll inn um gluggann inn }rfir ritsímaborðið. Hann gaufaði fyrir sér með hend- inni og lófinn lagðist á handfang- ið á rittólinu. Þótt fingurnir væru marðir og blóðugir, greip hann þeim þó um handfangið og sím- aði nú til stöðvarinnar í Jackson: v>Látið nr. 2 biða í Jackson. Nr. 31 stjórnlaus síðan skamt frá Bjarnhíðinu, fer fullri ferð, mann- la . .« En Nr. 31 þaut áfram á meðan með 60 enskra mílna ferð á klukku- stund. Vagnarnir, sem allir vóru bramlaðir, rugguðu ’á hliðar og hvinirnir frá eimvélinni og öskrið í gripunum, sem vóru í nautavögn- unum, var ógurlegt að heyra. Reyk- urinn þeyttist upp úr gatinu á katl- inum, sem eftir varð, er í'eykháf- inn tók ofan af, og merkispipan, sem einlægt stóð opin, livein eins og dýr í dauðans angist. Svona var hún útlítandi lestin, sem þaut fram hjá Arnarfelli fám augnablikum eftir að Kennedy hafði sent símskeytið. Símritinn í Jackson þreif rautt skriðljós og þaut út snöggklæddur og berböfðaður og fram eftir braut- inni í þá átt, þaðan sem von var á nr. 2. Langt álengdar sá hann ljóskerið framan á rennireiðinni og heyrði blásturinn í merkis-pip- unni. Hann þreif hart í teinskifta- sveifma, svo að hliðsporið opnaðist, og stóð nú óþreyjufullur og beið þar til er nr. 2 var runnin hægt inn á hliðhrautina. Farþegjarnir á nr. 2 störðu for- viða á manninn náfölan, sem stóð þarna og titraði, svo að hann rið- aði á fótum. En þeir fengu brátt annað um að hugsa. Alt í einu dundi jörðin sem í landskjálfta, svo heyrðist hvinur í eimblásturs- pípu, eins og loftið ætlaði að rifna, svo heyrðist eins og löng skrugga — og svo sló öllu i dúnalogn. Eitthvað 100 fetum fyrir vestan Jackson tekur járnbrautin á sig krappan bug til hægri handar. Fyrir ofan brautina er nærri þver- linýpt fjallið, en fyrir neðan snar- brattur halli niður að ánni, sem liggur tæpa 100 faðma fyrir neðan. Framh. o y1•H'ThA-Tmomsen HAFNARSTR' 17181920 2ÍZ2-K0US I J'L/eKJART’ l-Z Pakkhúsið hefir nú verið innréttað að nýju, mjög haganlega, og málað alt upp, svo að það mun ekki eiga sinn líka hér á landi. Þar er selt: Kornvara, kaffi, sykur o. s. frv. í stærri kaupum. Byggingarefni: Járn, kalk, múr- steinn, cement, steypigóz, saum- ur, rúðugler, einfalt og tvöfalt, kítti, farfi, fernis, lakk, gólf-fernis, utanhússpappi, milliveggjapappi, maskínupappi, zink, blý í plötum og hnullungum o. s. frv. Til útgerðar: Netjagarn, hamp- ur, manilla tjörguð og ótjörguð, kork, flotholt, blakkir, línur, sökkur, síldarnet, segldúkur (Falki), olíuíöt, tjara o. s. frv. Skóleöur. Flateyjar bringufiður. Margaríne í stærri kaupum. Saltaður þorskur, ýsa, upsi, grá- sleppa. Yagnáburður í pundum o. s. frv. o. s. frv. Alt vandaðar vörur, en þó ódýrar. Kjólasauui tek ég undirrituð *ð mér nú þegar. Vandað verk. Saumalaun lægst í bænum. Ragnh. Clausen Jónsson, Vesturg. 22. fah Við undirskrifaðar tökum að okkur alls konar kjólasaum og barnaföt. Þingholtsstræti 24. K.atrín Giuöbrandsdóttir. Gtuöfinna Einarsdóttir. Annaðhvort fínasta rjóma- bússmjör eða ALF A Margarlne.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.