Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.02.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 02.02.1907, Blaðsíða 1
1R e 2 k j a v tk. Ið löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á Islandi. Y||| g | Útbreiddasta blað 30oo.íns' I Laugardag 2. Febrúar 1907. | i,b | VIII, 8 ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNI. tMlia eldayélar aelor Krisíján ÞoroHmssoo. Oh.ar og eldavélar Verzlunin Edinborg. Með els „Laura“ höfum við fengið alls konar ávexti: Appelsínur. Baldwins-epli. Bananas. Vínber. Einnig- lauk, sem selzt fyrir 10 aura pd., og- enn þá ódýrara i stærri kaupum. oooooooooooo „REYKJ AVÍ K“ Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 Bh.— 1 ftoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33‘/s°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Rit8tj6ri, afgreiðslumaður og gjaldkeri: Jón Ola-fsson. Afgreiðala Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: --n stofunni. Telefónar: 29 rit8tjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. Auglýsing’ar í „Reykjavík" verða að koma til ritstj. fyrir luíulcgi á Mánudögum og Föstudögum. Afslátt á auglýsingaverði fá þeir einir, sem semja um það við ritstjóra. — Að heimta afslátt á eftir, ef ekki var um það samið, þýðir ekkert. Bezt að semja sem fyrst. Séra Friðrik Bergmann og' íslands inál. II. Það kemur fram í þessu skrifi séra Friðriks, að hann er sorglega ókunn- ugur stjórnarsögu vorri fyrr og síðar. Hann álítur heimboð, það er konungur gerði Alþingi, hafa sprottið verið af eigingirni. Vér sjáum engin merki þess, að það sé eigingirni, að vilja sýna þjóð, sem hann er konungur yfir, vinahót og velvild og tilraún til að stuðia að því, að lagf®rðar verði oss 1 hag þær misfellur helztu, er oss hafa þótt á stöðu vorri í airíkinu. Þess er vel að gæta, að þær einar breytingar hafa til tals komið, er oss eru í hag, en engin ein, smá né stór, er auki rétt alríkisins gagnvart oss. Só þetta vottur eigingirni, þá hlýt- ur það að vera í einhverri spánýrri merkingu orðsins. Svo talar séra Fr. um, að sjálfsfor- ræði Canada sé „býsna takmarkað" „á pappírnum“, en í framkvæmdinni só Canada sem næst „sjálfstætt og óháð land“. En þetta á að vera alt gagn- stætt í stjórnarmálum íslands Þar sé „Dönsfc stjórn oftast strangari en bók- stafurinn. Leitað að ströngustu þýð- ingu og hún látin ráða“. Höf. hefir auðsjáanlega enga hug- mynd um það, að síðan 1904 höfum vér ekkert átt við danska stjórn að sælda, nema í sameginlegum málum, og að í þeim fáu atriðum, þar sem til tals hefði getað komið meira enn einn skilningur, þar hefir þeim skilningi ver- ið fyigt, sem oss var hagfeldari — ai- veg gagnstætt fullyrðing séra Fr. B. Þar má t. d. nefna ritsímamálið. — Yill séra Fr. B. nefna oss eitt dæmi í gagnstæða átt eftir að Hannes Hafstein varð ráðherra?“ Enn segir hann: „Neitunarvald brezk- rar stjórnar svo sem aldrei notað . . . Neitunarvald danskrar stjórnar notað út í ystu æsar eins frekloga og fram- ast má“. Veit þá ekki liöf., að dönsk stjórn heflr alls ekkert neitunarvald í sórmál- um íslands"? Það hefir konungur einn. Og veit hann ekki, að síðan vér fengum sérstakan ráðherra, er mæt- ir á þingi, hefir konungur vor aldrei beitt neitunarvaldi sínu? Til hvers er hann að grafa upp lagasynjanir, sem áttu sér stað undir ákvæðum fyrrverandi stjórnarskrár, sem nú' eru úr gildi gengin fyrir þrem árum, og teija þær til foráttu núverandi stjórnarskipun vorri, þó að neitunarvaldi hafi aldrei verið beitt síðan hún komst á? Höf. hefir auðsjáanlega ekki hugsað út í þetta, því að óhugsandi er að ætia honum siíka rangfærslu viljandi. En hins hefði átt að mega vænta af höfundinum, að hann i'itaði ekki um svona mikilsvarðandi mál, án þess að kynna sér það betur en liann auð- sjáaniega hefir gert. Og hann heldur, að Danir mundu ekki bera vopn á oss, þótt vér gerð- um uppreisn og vildum ganga undan konungi og verða þjóðveldi, eins og höf. hvetur oss til.1) Það er nú vel til, að Danir mundu ekki gera þetta. Þeir eru mentuð þjóð og veglynd. En væri það æskilegt fyrir oss, þó að oss væri boðið það, að verða sér- stakt riki út af fyrir oss? Erum vér menn til þess, þessar 80 þúsundir, að vernda oss, ef Þjóðverjar eða Rúsar vildu slá eign sinni á landið? Og hvorir urn sig eru mjög likiegir til þess, eigi sízt Rúsar, sem skortir svo tilfinnanlega ísfríá höfn. Eða værum vér betur farnir, ef Bretinn hremmdi 7) Eða ætlast hann til að vér gcrum ísa- fofdar-manninn að kongi? oss, til þess að varna því að Rúsar næði oss? „Eitt herskip ætti íslendingar að geta eignast", segir höfundurinn. Meira álítur hann ekki með þurfa. Fáir vilja sína barnæsku muna. „En manst þú ekkert eftir sjálfum þér á æskudögum? Slíkt er gleymt, því ver!“ Jón Ólafsson. Herra ritstjóri! — Ég er ekki vanur að rita í blöð, en í þetta sinn get ég ekki varist að stinga niður penna, til þess í minu og margra annara nafni að þakka yður fyrir grein yðar um „stráka-pólitíkina“. Það var orð í tíma talað. Það hefði mátt vera sagt fyrir löngu og það þarf að brýna oftar. Hver maður, sem ég hefi talað við, hefir verið á sama máli um þetta. En ég hefi heyrt einn eða tvo bæta við : „Fáir vilja sínn barnæsku muna, og nærri heggur Jón Ólafsson hór sjálfum sór á æskuárum. Þá byrjaði hann blaðamensku 18 ára gamall og barðist á móti stjórninni, en nú láir hann æskumönnum að þeir vilja ger- ast ieiðtogar í landsmálum og berst nú með stjórninni". Ég á bágt með að svara þessu, því að það muni satt, vera, og þó finst mér það ekki alls kostar rétt. En ég hermi yður ummælin, • eins og þau hafa fram komið í mín eyru, og hefði gaman af að heyra, hverju þér svarið þeim sjálfur. S. (alþýðumaður á Laugavegi). Svar, Góði vin! Auðvelt er mór að svara bréfi yðar. Þetta, sem þér segið sagt vera um mig, er álveg satt, nema hvað ég var að eins 17 ára, en ekki 18, er óg byrjaði blaðamensku. En að öðru leyti sé ég enga mótsögn milli þess, að ég varð ungur blaða- maður, og þess sem ég reit í nefndri grein um daginn. En ég skal fyrst taka það fram, að þó að mótsögn hefði verið milli þessa, þá var eftir að skoða, hvort ég hefði haft réttara fyrir mór þá eða nú. Það væri hverjum manni lítil vegsemd í því, ef hann sæi ekkert réttara eða betur, þegar hann er fullþroska maður, en hann gerði 17 ára unglingur. Og hefði ég farið flónslega að þá, væri merki- legt ef ég mætti ekki sjá það síðar og benda á, að öðrum væri ekki bót í því að gera einhverja flónsku, þó að ég hefði í æsku gert sömu flónskuna. En svo vík ég að hinu, að ég hefi ekki gert hana. Hvað reit ég um daginn? Ég sagði um unglingana, að ef þeir vildu vinna að landsmálum, ættu þeir „að vinna undir umsjá og forustu annara“, en að þeir væru „eigi fallnir til að gerastforráðamenn þjóðarinoar". Hvað gerði ég nú sem ungur blaða- maður? Reis ég upp á móti meiri hluta fulltrúa þjóðar minnar með ný- jar kenningar og nýja stefnu, andstæða meiri hlut Alþingis? Nei, ég gekk sem sjálfboðaliði undir merki meirihluta þingsins, og til merkis um það er það, að Jón Sigurðsson leitaði sér rúms í blaði mínu þá, þegar

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.