Reykjavík - 02.02.1907, Blaðsíða 2
24
R'E Y K J A VI K
hann átti ekki kost á að birta það sem
hann ritaði í öðru af hinum blöðun-
um, sem hér kom þá út, en þótti hitt
of mikið sorpblað (að sjálfs hans sögn)
til að viija rita í það.
Ég gerðist þannig ekki leiðtogi, held-
ur óbreyttur liðsmaður. Og þó að ég
að æskunnar hætti talaði meira til-
finninganna máli en röksemdanna, þá
breytir það ekki samanburðinum. Ég
gerði þannig einmitt það sem ég i
næstsíðasta blaði taldi réttmætt verk-
svið æskunnar, ef hún gæti ekki stilt
sig um að þreyta kraftana; en ég gerði
ekki það sem ég lái óráðnum ungling-
um nú.
Þá er nú á hitt að minnast, að ég
hafi í æsku verið móti stjórninni, en
sé nú með stjórninni.
Er nokkur mótsögn í því?
Hver var stjórn vor í æsku minni?
Utlend stjórn, þver-andstæð þingi og
þjóð og í sífeldri baráttu við þau.
Þá börðust íslendingar fyrir að fá
í'nwienda stjórn, er í samræmi væri við
þing og þjóð.
Hver er stjórn vor nú?
Hún er einmitt sú stjórn, sem vér
þá börðumst fyrir að fá: innlend stjórn
í samrœmi við þing og þjóð.m
Það er bamalegur hugsunarháttur
að ætla að frjálslyndi sé í því fólgið
að berjast ávalt á móti hverri stjórn
sem er. En úr því að maður eins og
Guðmundur Friðjónsson hefir getað
látið sér slíka flónsku um munn fara,
þá er ekki að furða þó að þeir glæp-
ist á þessu, sem minna er ætlandi en
honum.
Stjórn þeirri sem nú er, hefi ég ekki
fylgt í öllum málum, en yfirleitt í
langflestum og öllum inum helztu, ekki
af því að hún var stjórn, heldur af því,
að ég hefi verið henni samdóma, álitið
hana hafa rétt fyrir sér, og af því að
ég álít, að hún sé sú bezta, sem vér
höfum átt völ á. Ég hefi ekki fylgt,
henni í blindni, heldur af rökstuddri
sannfæring. Ég er henni engum bönd-
um bundinn, á henni sjálfur alls ekk-
ert að þakka, hefi haft og hefi fjár-
munalegt tjón og annan óhagnað af
því að styðja hana, en hefi gert það
og mun gera það engu að síður, meðan
ég held að ég vinni landinu og þjóð-
inni gagn með því og meðan ég þyk-
ist hafa ráð á.
Nú þykist ég hafa gert hreint fyrir
minum dyrum.
Jón Ólafsson.
Foringinn talar!
Áreiðanlegur maður ritar frá Khöfn:
„Einar Benediktsson sagði á fjöl-
mennum stúdenta-fundi, að „Landvörn"
hefði verið stofnuð „tilþess að sprengja
Heimastjórnarflokkinn", og nú hefði
Blaðamanna-ávarpið gert það, — hafi
„Landvörn" ekki gert það, bætti hann
við glottandi".
Þetta er vottfast.
Nú kemur það í ljós, hvort niðurlag
„ávarpsins" var ekki rétt nefndur
„sprengi-fleygur"; og nú þarf enginn
framar að efa, í hverjum tilgangi á-
varpið var samið, — hvort það var til
að „efla frið og samheldi", eins og
ávarpsmenn létu í ljósi.
Hér að ofan er tilganginum lýst af
•-----------------------------a
ÍRSMÍÐA-VINNUSTOFA.
Vönduð í r og Klnkknr,
Bankastræti 12.
Helgi Hannesson.
þeim manni, sem sjálfur gerði úr garði
eða bjó út ávarpið.
Skilur ritstj. „Þjóðólfs" nú, hvað
hann skrifaði undir?
Stjómvitringslegt svar.
Áður en blaðsneplinum „Ingólfi"
barst í hendur ið (ó?)velkomna svar
foringja Landvarnarflokksins, Einars
Ben., upp á spurninguna: „Hvað á að
koma í staðinn?“, hafði blaðið lagt út
á ísinn með svar frá sínu brjósti, ó-
trúlega stutt, ótrúlega einfalt, og ó-
trúlega stjórnvitringslegt.
Spurt haíði verið: hvað vilja Land-
varnarmenn láta koma í staðinn fyrir
uppburð ísiandsmála í ríkisráðinu? —
Og „Ing.“ svarar, að þeir ætlist til,
„að málin séu borin upp fyrir konungi
atan ríkisráðs".
Það er ekki lítið sagt með þessu!!!
Auðvitað væri svarið fróðlegra, ef
það væri ofurlítið ákveðnara.
Og „Fj.konan “ í millipils-ástandinu
er svo hrifin af þessu, að hún étur
það eftir.
Þegar spurt er: „hvað á að koma í
stað ríkisráðsins?" og svarað er: „ekki
ríkisráðið!" þá getum vér ekki að því
gert, að oss finst. þetta eitthvað í ætt
við það sem kallað er að svara íd i
h'ött.
ísafold er hér, aldrei þessu vön,
hreinskilnari. Hún segir vefilengjulaust:
„Sannleikurinn er sá, að það mál er
•lítið sem ekkert rœtt, og því síður
neitt afráðið um það meðal ávarps-
manna“.
Alveg eins og oss grunaði: engin
tilraun gerð til að gera sér neina hug-
# mynd um, hvað eigi að koma í stað-
inn fyrir það sem reynt er að rífa niður.
Landsbókasafnið 1906.
Á Lestrarsal:
Mánuður: Bindi: Lesendur
Janúar 331 135
Febrúar 1277 127
Marz 490 185
Apríl 330 126
Maí 786 176
Júní 327 136
Júlí 473 167
Ágúst 487 130
September 592 161
Október 404 143
Nóvember 513 203
Desember 670 323
Samtals bindi: ; 6680 Lesend. 2012
Lánuð hafa verið út úr safninu á árinu
2017 bindi, lántakendur vóru 256*). Safn-
inu hafa á árinu bæzt 2237 prentuð númer,
þar af að gjöf 268 nr. — Þessir hafa gefið
safninu: Próf. H. Matzen 103 nr.; hr.
Heinrich Erkes í Köln 20; Smithsonian
Institution 18: Statens statistiske Bureau 12;
I)et Kgl. danske Vidensk. Seiskab 7; Can-
adastjóm 7 landbréf; hr. A. Appelt í Kmh.
6; Dr. Helgi Pétursson 6; Kirkju og kenslu-
máiaráðaneytíð danska, Stjórnarráð íslands,
Meteorologiska Observatoriet, Upsala 4; Próf.
Þorv. Thoroddsen, Kommissionen for Hav-
undersögelser, Sigurður ráðunautur Sigurðs-
son, hr. S. Guðbrandur Jónsson, American
Museum of Natural History, Videnskabs-
selskabet í Christiania, fyrv. héraðslæknir
Þorsteinn Jónsson 1 Vestmanneyjum, rektor
*■) Hér er hver lántakandi að eins tal-
inn einu sinni, hve oft, sem hann hefir tekið
bækur að láni á árinu, en lesendur á lestrar-
salnum eru taldir svo oft, sem þeir hafa á
hann komið.
Ú rsm í ða y i n n ustof a
Carl F. Bartels
Langavegi 5. Talsími 137.
Stgr. Thorsteinsson 3; Kommissionen for
Ledelsen af geolog. Undersögelser i Grön-
land, d. Kgl. Sökort-Arkiv, ítígsarkivet,
adj. Pálmi Pálsson, Dr. Jón skjalavörður
Þorkelsson, landsh. Magnús Stephensen, U.
S. National Museum, áccademia dei Lincei,
Guðm. bókbindari Gamalíelsson, Sigfúsbók-
sali Eymundsson, Generalstabens topogr.
Afdeling, Kommissionen for Danmarks
geolog. Undersög., Jón forngripavörður
Jakoksson, Próf. Finnur Jónsson, hr. C. H.
Ostenfeld, Library of Congress, Bigsdagens
Bureau 2; Köbenhavns Brandforsikring,
Dr. C. Kiichler, Jón sagnfræðingur Jónsson,
realstúdent Pétur Zophóniasson, hr. Guð-
mundur G. Bárðarson i Bæ, det Kgl. nord.
Oldskr. Selsk., fyrv. yfirkennai'i 0. Johnsen
í Odense, National Academy of Science,
hr. J. Sharvvolvskajo, amtmaður J. Havsteen,
Zooiogisk Museum, Bureau of Education,
Wash., The American Oriental Society, Free
public Library Commission, det norske
Rigsarkiv, Halldór bankagjaldkeri Jónsson,
Próf. B. M. Olsen, hr. Bruno Cassirer, Dr.
jur. Knud Berlin, Det Forenede Dampskibs-
skab 1. — Þorsteinn læknir Jónsson frá
Vestmanneyjum hefir gefið safninu veður-
bækur sínar (28 hefti ski-ifuð).
Handrit hafa keypt verið 345 að tölu.
Þann 8. d. Septembermánaðar s.l. iézt
Hallgrímur bókavörður Melsted. Hann
hafðí veitt safninu forstöðu um því nær 19
ár, frá 1. Okt. 1887, þar til hann lézt, og á
safnið þar á bak að sjá þeim manni, er unni
þvi af alhuga, en samverkamenn hans góð-
um dreng og hreinhjörtuðum, er eigi vildi
vamm sitt vita.
• Landsbókas. i Jan. 1907.
Jón Jakobsson
settur.
Tímarit.
„Öðinn“ er út kominn fyrir Janúar
með myndir af Klemenz Jónssyni land-
ritara, séra Ólafi í Hjarðarholti, sérá
Guttormi Vigfússyni í Stöð, og tveim
látnum bændum í Fljótsdalshóraði,
Eiríki á Vífilsstöðum (Eiríkssyni) og
Eiríki í Bót (Einarssyni; einnig er mynd
af Hjarðarholtskyrkju, Stöðvar bæ og
kyrkju og brúnni á Jökulsá á Fjöllum.
Á myndum og prentun er snildar-frá-
gangur.
„Skólalblaðið“ heitir hálfsmánaðar-
blað nýtt, er kennendur Flensborgar-
skóla gefa út, en Helgi Valtýsson stýrir.
Eftir þessu eina tölublaði, sem út er
komið, er varla auðið að dæma um
blaðið.
Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins
(„Austri11, „Frækorn11, „Reykjavík“).
Kaupm.höfn, 29. Jan. —-
Pýzkaland. Sósíalistar mistu 19
sæti við þingkosningarnar á Þýzka-
landi.
Ógurlegt slys í Rínfylkjunum við
það að kviknaði í nárnu og varð af
voðamikil sprenging. Mörg hundruð
verkamenn fórust.
Einlta-símskcyti.
Sauðárkrók, 30. Jan. 1907.
í gær sýndist votta fyrir hafís í
Skagafxrði; í morgun fóru tveir menn
að athuga þetta, og vár þá íshi-oði
kominn inn á milli Málmeyjar og
Di-angeyjar, og meiri ís að sjá úti
fyrix’. — Mesta ótíð, frost 10—16 stig
á Réaumur. ískyggilcgt útlit.
Kaupman n iihöfn, 1. Febr.
Danmörk. Stjórnin hefir opinber-
jega lýst yfir því, að inngangsorð kjör-
Úr og klukkur,
að eins frá vönduðum verksmiðjum.
Hvergi ódýrara eftir gæðum.
JÓI HER31MI§SOI,
Hverfisgötu 6.
þegna samningsins, sem talsvert hefir
verið deilt um, staðfesti það, að § 5
í Prag-friðnum væri úr gildi gengin,
og að Danmörk hafi þegar 1879 við-
urkent, að hún ætti engan rétt á að
heimta aftur séi' afhentan norðurhluta
Suður Jótlands samkvæmt 5. gr. Prag-
friðarsamningsins.
fEins og kunnugt er, tóku Þjóðverjar Suð-
ur-Jótland af Dönum, en er Prússar og Aust-
urríkismenn sömdu frið í Prag 1866, fékk
Napóleon III. setta inn í 3. gr. samningsins
þá ákvörðun, að Prússar skildu skila Dónum
aftur Noi'ður-Slésvík, ef íbúarnir þar óskuðu
þess við almenna atkvæðagreiðslu. Svona
stóð til 187o, að Prússar drógu atkvæða-
greiðsluna á langinn; svo kom ófriðurþjóð-
■terja við Frakka; Frakkar biðu ósigur og
Napóleon III. var rekinn frá vöidum. 1878
sömdu Þjóðverjar svo við Austurríki, sem
var málsaðili um Prag-fríðinn, að 5. gr. skyldi
niður falla. Árið eftir hefir þá Dg,nastjórn
viðurkent, að hún hefði engan rétt sem að-
ili eftir 5, gr. En eigi hefir það verið upp-
skátt gert fyrri en nú eftir 29 ár.]
Dagbók.
1. Febr.
Ofsastormur skall skyndilega á hér
síðdegis á Mánudaginn. Uppskipunar-
bátar vóru þá úti við póstskip fermd-
ir vörum. Þeir náðu iandi, en eitt-
hvað af vörum skemdist af sjógangi.
— Menn höfðu farið að leggja tómum
uppskipunarbát við stjóra á höfninni
og fóru svo í land á litlum bát; þeir
lentu í sjóinn við bryggju hér, og einn
hraktist iengi áður en hann náðist.
Honum var ekið heim.
Læknaprófs fyrri hluta hafa þeir
gengið undir: Guðm. Éoi'steinsson
(Guðmundssonar fiskimatsmanns), 01-
afur Þox'steinsson (Tómássonar járn-
smiðs), Sigvaidi Stefánsson (Egilssonar
múrara), Hendrik Erlendsson (Magnús-
sonar guilsmiðs, allir Reykvíkingar.
(xnllborunaráhöldín eru nú fuil-
ger í Þýzkalandi og komin til K.hafnar ;
koma hingað með „Ceres“, svo að
það verða væntanlega ekki liðin nema
tvö ár frá því er gullið fanst, þá er
byrjað verður að grafa eftir því.
RaöhúsiA nýja er nú fullgert að
öllu, og verður væntanlega opnað al-
menningi ið bráðasta.
Konsúll J. Vídalín kom hingað
með „Isl. Falk.“
„Lanra“ fór vestur í gærkvöldi.
„Mjöinir" fór vestur í fyrrakvöld.
Lcikllúsið. Á Sunnudaginn verður
„Kamelíu frúin“ leikin * síðasta sinn.
Þeir sem ekki hafa séð hana enn, ættu
að nota færið nú; annars fara þeir á
mis við mestu list-nautn ársins.
Árni Jónsson á Tóftum, f. 7. Des.
1844, andaðist hér 26. f. m; hann var
vel metinn maður og naut almennrar
virðingar manna. Hann lætur eftir sig
4 börn; eitt þeirra er Jón prentari,
forstöðumaður ungtemplarareglu Good-
templara hér á iandi.
„Imperialist“ hét enskt botnvörpu-
skip, er fyrir skömmu fórst vestur á
Breiðafirði, og var haft eftir botnvörp-
ung öðrum, er hér kom inn, að menn
hefðu allir farist; en í gær kom sendi-
maður til stjórnarráðsins frá sýsiu-
manninum í Snæfellsnessýslu með bréf
um það, að menn hefðu allir af kom-
ist skipinu og bjargast.
i Teinplarxir hér í bæ hafa neitað
landsstjórninni um að leigja henni
„Hotel Island“ nokki'a daga í sumar
til að hýsa ríkisþingsmennina, nema
með því skilyrði, að eigi mætti þeir
fá öl né vín með mat þar. Því gat