Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.03.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 02.03.1907, Blaðsíða 2
48 REYKJAVIK Röntgens-verkfærið hans Fjeldsteds læk- nis á Dýrafirði og skoðað manninn. Það væri einhvern veginn vissara.3) Undirtylla. og rílisrft-ital. Það er nógu gaman nú á þessum tíma að lesa »ísafold« frá árinu 1903. Þá stóðu þingkosningar fyrir dyrum. Sá pólitíski flokkur, sem meðal margs annars er kunnugur orðinn fyrir það, að hann skiftir um nafn ýmist árlega eða annað hvert ár, sá þá, að hann hafði ekki byr hjá þjóðinni með frumvarp dr. Valtýs, sem hann hafði kramið fram á þingi árið áður með eins (eða var það að eins hálfs?) atkvæðis mun, og sparði þvi ekkert til að reyna að lokka kjósendur til að kjósa menn af sínum flokki með því að telja þeim trú um, að báð- ir flokkarnir væri sammála um að vilja samþykja heimastjórnar-frum- varpið, sem þá var lagt fram af stjórninni, þó að vitanlegt væri,að þeim 'var meinilla við það, ekki fyrir ríkisráðs-ákvæðið, heldur fyrir það, að það ákvað, að ráðherra íslands skyldi vera á íslandi, í stað þess að allir rétt-trúaðir Valtýingar vildu endilega hafa ráðgjafann heimilisfastan i Danmörku. En þessu þorðu þeir ekki að ympra á þá, þar eð þeir vissu vel, að þjóðin öll var því andstæð. En um hitt var allur flokkur þeirra Val- týinga þá á eitt sáttur, að við rík- isráðs-ákvœðið vœri ekkert að at- huga. Til að sjá, að þetta er nákvæm- lega og samvizkusamlega rétt hermt, þarf ekki annað en lesa málgagn Valtýinga þetta ár á undan kosn- ingunum. Þar var enginnvaíi eða tvískinnungur í skoðunum blaðsins þá um þetta efni. Vér skulum nú riQa upp nokkur ummæli »Isafoldar« 1903, og til greina við hver ummæli blaðsíðu- tölu, þar sem þau er að finna. Hér í Reykjavik var hr.Jón Jens- son þingmannsefni Valtýinga þá og mælti »lsaf.« fastlega með hon- um, þó að hann væri henni og hennar flokki andvígur um ríkis- ráðs-ákvæðið. Um þetta efni reit hún þá svo á 41. bls.: »Sá er annmarki á hr. Jóni Jens- syni í þetta sinn frá framsóknar- flokksins sjónarmiði, að hann hefir fest mikla ást og trúnað við hug- myndina um að fá burt rýmt úr stjórnarskrár-frumvarpinu fyrirmæl- unum nm setu íslands-ráðherrans* i ríkisráðinu, og mundi hann því alls ekki tekinn í mál til þingfarar af þess flokks hálfu, ef ekki stæði svo sérstaklega á, að þessi sérstæða hans eða sérkredda hlýtur að verða 3) Langvissast væri þó fyrir br. sýslu- marminn að detta aftur af baki, og þá í viðurvist votta, sem gætu borið um, að hann væri á embœttis-ferð. Ritstj. *) Þá gat »ísaf.« enn nefnt »ráðherra« eins og stjórnarskráin gerir. Nú nefni/ hún aldrei »ráðherra« framar, heldur »ráðgíafa«, en það er ekki lögheiti. •----------------------------f ÚRSMÍÐA-VINNUSTOFA. Vönduð ír og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. é----------------------------• 'TVT'-j ftgföftvrn „ íVi „ „ þeir sem ég hefi til boðs hér, eru loftleiðsluofnar, semflytja nýtt og ferskt útiloftidjafnt ^ 0g gtöðugt inn í herbergin, ufþhitad, og svo þurt eða rakt sem hver óskar, ogsvo mikii eða lítið í hvert herbergi á hverjum tima sem óskað er. Þeir eru einu hitunarfærin í heiminnm, sem eru fullkomlega hellnæm og hættnlaus fyrir heilsuna — en á það atriði er ekki hægt að leggja of mikla áherzlu. Þeir kosta upphaflega mikið minna en vanalegir stofuofnar með tilh., og eÍDnig mikið minna en Sll önnur mið- stöðva-hitunartæki. Og þeir eyða 20—10% minni kolum en vanalegir stofuofnar af heztu tegundum. Þad borgar sig vel að setja þá i fullgerð hús í stað stofuofnanna. En það er stór gróði að setja þá í hósin um leið þau eru hygð. Sinnið þessu, landar góðir, og kynnist því nánara, sem hér er f boði! Það borgar sig. Virðingarfylst. Eeykjavík, (Box 15 A.), 1. Marz 1907. S. I 5 . .1 <> T1 SSO II . alveg bagalaus. Hún hefir það í för með sér í hæsta lagi, að stjórnar- skráin verður endursamþykt í sum- ar með 33 atkv. í stað 34, og er hún vissulega jafn-góð fyrir það«. Á 53. bls.: »Þeim er, kjósendum hér í höfuð- staðnum, flestöllum, líklega 49 af 50, ef ekki 99 af 100, svo ant um sem framast má verða, að stjórnarbótar- frumvarpið verði samþykt óbreytt aftur í sumar, Að þeir hugsa eigi að síður til að kjósa á þing mann, sem alkunnugl er um að hefir sér- stöðu í því máli, — það verður eigi af neinum heílskygnum manni skil- ið öðruvis en svo, að þeir beri það örugt og óbilandi traust til annara kjördæma landsins, til beggja þing- flokka og samþykta þeirra, er þeir hafa gert hvor um sig sín á milli, að stjórnaibótinni sé jafn-skýlaust borgíð eigi að síður«. Enn á sömu bls.: »Þeim ætti að vera útlátalaust, báðum flokkunum, að gera ráð fyrir fullum drengskap á báðar hliðar við það sem sameiginlegter í stefnuskrám þeirra frá í fyrra, en þar er efst á blaði: Stjórnbótarfrumvarpið fráþing- inu 1902 breytingartaust. — Brigzl um svikræði við það fastmælum bundna, sameiginlega heit ber að meta og dæma sem það er: óleyfilega og ó- sæmilega kosninga-veiðibrellu, og annað ekki«. Þá segir »ísaf.« s. á. á 67. bls.: »Heilbrigð skynsemi segir, að varla sé hægt fyrir Framsóknarmenn í höfuðstaðnum að lýsa á annan hátt betur óbilugu trausti sínu á fram- gangi stjórnarbótarinnar með því sniði, er þeir óska og hún hlaut á siðasta þingi, en að þeir eiga undir að kjósa mann með sérstöðu í því máli, heldur en að missa af ágæt- um þingmannskostum hans heilt kjörtímabil, fyrir þann hégóma, að fá stjórnarbótina samþykta í síðara skiftið með öllum atkvæðum, sem til eru i þinginu«. Loks segir »ísaf.« á 69. bls.: »Um ríkisráðsdeiluna er enn kom- inn á prent nýr bæklingur eftir Krist- ján Jónsson yfirdómara. Þar er ráð- ist á móti kenningu »Landvarnar« og þeirra Jóns Jenssonar . . . og því haldið fram, að það sé misskilning- ur, að í stjórnarbótar-frumvarpi Al- þingis frá í fyrra felist nokkur »upp- gjöf landsréttinda«, »þjóðernis-afneit- un« eða »innlimun«. Það er gert mjög stillilega, hógværlega og áreit- nislaust, og almenningi þar með beint inn á þá braut, að íhuga mál þetta stillilega, hleypidómalaust og getsaka- laust, og leitast við að öðlast rök- studda sannfæring um, hvað rétt sé Úrsmíðavinnustofa Carl J?\ Bartels Langavegi 5. Talsími 137. eða ekki rétt. — Ritið er gefið út að tithtutun Framsóknarflokks-stjörnar- innara.* Vörubjóðar eða kaupahéðnar.1’ Skömmu fyrir aldamótin þótti það nýlunda nokkur, ef út hmgað sveimaði vörubjóður ineð úttroðnar sýnishorna ferðaskrínur og skjóður margbreytts verzlunarvarnings. En nú eru kaupa- héðnar þessir orðnir svo tíðir gestir, að oftast nær eru margir með hverju póstskipi, er út hingað kemur, og hver um sig alljafnast fyrir mörg verzlun- arhús. Tvejr vörubjóðar hafa verið með sýnishorn fyrir um 20 stórsölu- hús hvor. — Þessir farfuglar rölta frá einum kaup- manni til annars með pjönkur sínar, halda langar hróka-ræður um ágætt verð og góðan varning, er þeir hafi að færa öllum, þeim sem hjá þeim vilji panta, og þá gleyma þeir ekki því er mörgum landanum þykir mikils um vert, og er það líka í sjálfu sér, en það er gjaldfresturinn. Þessu agni beita vörubjóðarnir óspart og lofa oft gjaldfresti í 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 mán- uði. Þeir heita föðurlegri mildi þótt út af kunni að bera um gjalddagann. En reynslan hefir þegarsýnt, að efndirnar hafa orðið alt öðruvís. Því að oft hafa loforðin um góða vöru, gott verð og gjaldfrestinn langa reynst tál eitt, og málaflutningsmönnum, bönkum eða af- greiðslumönnuna seld sökin og þeir látnir heimta inn andvirði varanna undir eins við móttöku eða eftir mót- töku. — Verðlag þessara vörubjóða er talsvert hátt, svo að það er undantekning, ef nokkur verzlunarfróður kaupmaður getur skift eða vill skifta við þá, svo nokkru nemi. Inir lítilsigldustu og verzlunar-ófróð- ustu úr kaupmannastéttinni verða vöru- bjóðunum að bráð. Þeir gangast fyrir fögrum loforðum og gjaldfrestinum, af því að þeir geta ekki komist að betri viðskiftum, á meðan enginn stórsali er búsettur hér á landi. Og þeir efn- aðri kaupmenn hér, er hafa verið að bera það við, að byrgja smærri kaup- menn með vörum, haía selt þeim svo rándýrt, að engin viðskifti hafa getað haldist á milli þeirra. — Ég hefi heyrt ýmsa halda því fram, að gagn sé að vörubjóðunum fyrir landið, og að þeir auki verzlunarsam- keppnina í landinu, og að þeir létti *) Var einnig gefið út í »Andvara« s. á. T) „Vörubjóða“ nefni ég hér þá menn, er fara um milli kaupmanna og selja þeim varning eftir sýnishornum. Þeir eru nefndir ýmsum nöfnum á öðrum tungum: Handels- reisende (d.); Commís voyageur (fr.); Com- mercial Traveller (e.). tJr og klukkur, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergi ódýrara eftir gæðurn. JÓI IiERMAXXS§OI, Hverfisgötu6. undir með kanpmönnum að komast að góðum kaupum. En þetta er því mið- ur ekki svo, vörubjóðarnir erutiltjóns fyrir samkeppnina og skemma um leið viðskifti landsfólksins. Þeir þurfa að fá eitthvað fyrir snúð sinn og snældu. Ferðir vörubjóðanna kosta ærið fé verzlunarhúsin, er þeir bjóða vörur fyrir, og kaup að auki, sem venjulega er nokkuð af hundraði, eftir því sent um er samið. Þessum kostnaði að minsta kosti verður varan ævinlega dýrari, en ef kaupmenn kaupa hana öðruvís. — Eigi alls fyrir löngu kom til mím vörubjóður og bauð mér vörur, er éff verzlaði með og kaupmenn alment verzla með. Verðið, er hann bauð, var verðlistaverð verksmiðjunnar og 6 af hundraði, og þó með því móti að ég tæki miklu meira í einu en gott var fyrir mig. En svo vildi til að vörubjóðurinn var að bjóða mér vöru frá sömu verksmiðju, sem ég hafði verzlað við um mörg undanfarin ár, og hafði alt af fengið 10-j-2 af hund- raði, og aldrei þurft að kaupa meira í einu en mér sýndist. Sams konar dæmi gæti ég talið mýmörg og þaðan af verri, ef á þyrfti að halda. Vörubjóðamir eru alþektir að því, að þeir láta sér ekki lynda, að hafa klófest smákaupmennina; þeir eru og alkunnir að því að læðast inn á við- skiftasvið kaupmanna, með því að lokka viðs^iftamenn þeirra til að panta hjá sér. Þeir lofa þeim gulli og græn- um skógum í byrjuninni. En oftlega er reyndin sú, þegar óllu er á botninn hvolft, að almenningi, sem er óvanur verzlunarstörfum, verða vörurnar álíka dýrar og stundum dýrari, en þó hann hefði keypt þær hjá kaupmönnum. Með þessu móti gína farandsalarnir yfir inum lit.lu hagsmunum kaupmanna og eru vargar í véum þeirra og gera þeim atvinnntjón. Margir af þessum kaupahéðnum raka hér saman stórfé á örlitlum tíma og má nefna til þess nýtt dæmi sem sýn- ishorn margra. Einn þeirra kom út» hingað í síðastl. Janúarm. og fór aftur fyrir miðjan Febrúar. Á þessu litla tímabili fékk hann innborgaðar 36 þús. kr. hér í bænum, og er öllum full- kunnugt um, hvað hægt er um pen- inga hér um þetta leyti. Þessi yfirgangur útlendra vörubjóða er kaupmönnum að öllu leyti óþolandi. Innlendum kaupmönnum eru bund- nar byrðar þungar með sköttum og tollum og íþyngt á marga lund, án nokkurra bóta eða ívilnunar, eins og þó tiðkast í öðrum löndum, þegar um tolla er að ræða. En útlendu vörubjóðarnir eru ekkert látnir borga fyrir atvinnurekstur og fyrir að herja atvinnuveg kaupmanna og spilla honum á alla lund oy færa stórfé úr landi. í Danmörku er farandsalinn látinn borga 160 kr. um árið, ef hann er fyrir eitt verzlunarhús, en sé hann fyrir fleiri, þá 80 kr. fyrir hvert. Og

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.