Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.03.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 26.03.1907, Blaðsíða 1
4 15 1R e £ k j a vik. blad til stjórnarvalda-birtinga á Islandi. VIII., 23 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 26. Marz 1907. Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. VIII, 23 ALT FÆST I THOMSENS MAGASINl, “2S& f )f l 1 íl Og ©ldavé-lar selur Kristján Porgrímsson. „REYKJAVÍK QOOOOOOOOOOOOOOOOOc Verzlunin Edinborg í Reykjavík selur samkvæmt auglýsingum vorum Útlendan Skófatnað með mjög1 niðnrsettu verði til Páska. Marg-ar tegundir úr að velja, flestar marg’-þektar að gæðum ogr ódýrleik. Árg. [60 —70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 88*/»°/e hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón Ólafsmon. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónari 29 ritstjóri og afgreiðela. 71 prentsmiðjan. Bæklingur Guðmundar Hannessonar. (Framh.) II. En svo er bezt að koma að efni kversins, og er þá fyrst að segja, að það er fjörlega ritað og skemtilega, auðsjáanlega af tilfinning og hreinum hvötum, ög mýmargt skarplega athug- að og mikið rétt og satt í því. Leitt er að eins, að hér og þar eru meinlegar gloppur og stökk í hugsun- inni. Þetta veldur því, að kverið verða menn að lesa með mikilli gætni og umhugsun. En þeim sem hafa næga dómgreind og sögulega þekking og beita Þeim við lesturinn, fteim er óefað holt að lesa kverið. Aðskiinagar.p0stu]ar og ríkiskröfu- menn hafa dýrkað hr. G. H. eins og spámann síðan kverið kom út. Aldrei hefi ég séð hlálegri átrúnað og dýrkun manna, sem ekkert skildu í kenningunni, sem þeir hugsa að þeir trúi á. Skæðara vopn móti öllum aðskiln- aðar kröfum eða kröfum um sjálfstætt riki í persónusambandi, eins og nú stendur á, er torvelt að kjósa sér — ef ritið er lesið með fidlri dómgreind og rétt skilið. Hr. G. H. heldur því auðvitað fram, að þótt vér „höfum nú fengið frjálslega sjálfsstjórn og full umráð yfir fé voru“, Þá sé oss þó eigi unandi við það sem er> af því að vér höfum ekki „sjálf- stæði“ sem óháð ríki; konungs-samband eitt væri skárra en ekkert, en þó reynd- ar óhafandi líka; fullur aðskilnaður sé það eina, sem geti gert oss sjálfstæða. Hann játar þó, að til uppreisnar sé- um vér ekki færir; og bónar-vegurinn og kröfu-vegurinn „engin leið yfir tor- færurnar". Frá 116. bls. og út til enda (132. bls.) heldur hann svo því fram, að eini veg- urinn til að verða sjálfstætt ríki, sé stefnuföst viðleitni sjálfra vor í með- íet'ð sérmála vorra. En auðvitað tækí slíkt langan tíma — hve langan, segir hann ekki, enda mun örðugt að spá í eyðurnar um það fyrirfram, hve marga áratugi það tæki. En með þessu hefir þá hr. G. H. játað, að það sé ekkert vit í að vera nú að koma fram með slíkar „kröfur“. HI. Ég hefi í greininni: „Betri er krókur en kelda“ („Rvík“ VII, 48; 27. Okt. f. á.) sagt: „Oska sjálfsagt allir íslendiugar, að þjóð- inni megi vaxa svo fiskur um hrygg að fjölmenni og velmegun, að ísland geti orðið sjálfstætt ríki, annaðhvort í sambandi við eitt eða fleiri ríki önnur eða eitt út af fyrir sig“. Ég tók fram að „fullkomin sjálfstjórn íslands í sérmálum þess“ sé fyrsta tak- markið, sem allir íslendingar keppa að. Þetta, sagði ég. „er takmark, sem allir stefna nú beint að, og miðar óðum að. Að ná því fyrst og hagnýta svo það sjálfsforræði, það er aft- ur í vorum augum skilyrðið fyrir, að síð- ara takmarkið fsjálfstætt, ríki] geti nokkru sinni orðið meira en fagur draumur eða loftkastali“. Hér hefi ég skýrlega bent á tvö takmörk, sem vér eigum að reyna að ná, annað, sem liggi nær og vér get- um náð nú þegar, og hitt, sem fjar- lœgara sé og vér getum ekki búist við að núlifandi kynslóð nái. Ég sagði m.a.: „Yrkjum landið, notum sjóinn, eflum atvinnuvegina, svo að fólkið geti fjölgað og efni landsins vaxið. Þá búum vér í haginn fyrir komandi kynslóðir niðja vorra, svo að peir geti orðið þess megnugir, sem oss er ofvaxið núa. Ég á ekki gott með að sjá, hvað okkur Guðm. Hannessyni ber hér á milli í aðalefninu, þó að hann kunni að hugsa sér tímann, sem til þessa gengur, eitthvað styttri, en ég hugsa mér hann. Og þekkir hr. G. H. nokkurn íslend- ing, sem ekki dreymi sama drauminn sem okkur báða? Fyrir nokkrum vikum reit hr. G. H. vini okkar beggja ónefndum hér í bæn- um bréi, og í því þennan kafla, sem hann leyfði honum að sýna mér: „Ilt er að vita, hve gamlaður J. Ól. ger- ist nú, ekki i rithætti og stýl, heldur skoð- unum. Berst hann nú sem ákafast móti sjálfum sér á yngri árum. Svo hefir fleir- um farið. Samt sem áður er meira af skynsamlegu viti í mörgu, sem hann skrif- ar, en flestir þar syðra. Ég las grein hans: Krókur og kelda. Þar sést honum yfir það, að full vissa er fyrir1), að krókurinn er ófær, hálfu verri en keldan, og til hvers er þá að velja lengri leiðina ? — Þær ályktanir, sem hann ') Hvar er sönnun fyrir því? J. Ol. dregur um smáríkin, eru algerlega rangar2). Mátt þú segja honum þetta“. Mér var leyft, með heimild bréfrit- ans, að lesa þetta, en ekki var mér leyft að læra setningarnar utanbókar né að prenta þær. Ég tek mér þó það Bessaleyfi í fullu trausti þess, að hr. G. H. misvirði það ekki við mig, af því að þær falla einmitt inn í hugsan- ir þær sem ég er að rispa hór upp. Nú er liðið á 27. ár síðan ég kvað „Til gamals manns" — vísur, sem fá- ir af lesendum mínum kannast nú, ef til vill, við.3) 2) Gaman væri, að sjá sýnt fram á það með rökum, að þær’sé rangar. J. Ol. 3) Þær eru svona: „Já, þú ert orðinn gamall nú og grár, nú gremst þér, hversu taumlaust nngir skeiða, þér þykja skopleg tilfinninga tár, þú trúir litt á vora frelsis-eiða. En manst þú ekkert eftir sjálfum þér á æskudögum? Slíkt er gleymt, því ver! Mót öllu þvi sem úrelt var og rotið i æsku þinni forðum harðist þú og hégiljanna herkví fékstu brotið; þú hafðir pd á „frjálsri rannsókn“ trú. Er hún nú dauð? Eða hví oss lastar þú? Yér heyjum sömu baráttuna nú. En öðru máli er að gegna hér að ætlun þinni, gervalt horfið er, sem þú og kynslóð pín var við að stíma og þreyta stríð; en kynslóð vorra tíma þvi verki öllu’, er upp þið bygðuð þá, nú árás veitir. Þar er munur á. Hér munur enginn ætla ég sé til, því ykkar feðra bygging sundur tæta þið vilduð, og um verkin þeirra bæta — og við nú gerum ykkur sömu skil. ' Vér eigum sjálfsagt sama lfka’ í vonum á sinni tfð af vorum eigin sonum. Frá því ég kvað það kvæði og til þessa- dags veit ég mig ekki hafa verið eins grandvaran um nokkurn hlut, eins og að prófa sjálfan mig sí og æ og at- huga, hvort ég hefði í nokkrum grund- vallaratriðum mist trú á hugsjónum mínum frá tvítugu til þrítugs aldursins. Ekki fyrir það, að ég telji ekki rétt- mætt að breyta skoðunum um einstök mál og aðferðir, þegar röksemdir og reynsla sannfæra mann, heldur af því, Og guði sé lof, að gengur það til svona! Já, guði sé lof, að dfram sannleiksbrautir æ leitar æskan þrátt fyrir allar þrautir! Já, þvi er um heimsins framför gott til vona. Og guði sé lof petm gömlu máttur þverrar! Jd,guði sélof þeirungu eru tímans herrar!“ jjacchus er guð gleðinnar. Það hefir eigi verið á móti mælt, að Brennivínið hans Ben. S. Þör- arinssonar væri g'uöaveig og líf og andi o. s. frv. Og enn hefir verið verðuglega og lofsamlega um það kveð- ið, sem hér segir: Sem himins dögg, er dreifir fjöri, lifi, um dali, strendur, hlíðar, tún og engi, og vekur alt af vetrar þungu kifi og vorsins strengi lætur hljóma lengi. Svo er það eins með akvavítiö góða og ölföng þau, sem Bensi karlinn hefur, þau græða líf og auka unaðsgróða svo ævin verður bjartur geislavefur. Og Brennivínið bezt er þar að keupa, því Beu, S. Pór. á heillaveigar góðar, þær koma höltum körlum til að hlaupa og kveða: „Lifi andans vonir hljóðar!“

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.