Reykjavík - 11.05.1907, Síða 1
1R e £ kj a vtk.
tö löggilta blad til stj órnarvalda-birtinga á Islandi,
VIII, 35
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag ylir 3000.
Laugardag 11. Maí 1907.
Áskrifendur í b se n u m
yfir IOOO.
VIII, 35
^ ALT FÆST I THOMSENS MAGASÍNI.
Oflia <>{>• eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
Ofnar <>1> eldavélar NeiS,„oktí"vi?s”’,“"'
„RETKJAVÍK"
Árg. [60 -70 tbl.] ko8tar innanlands 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—3 ah.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí.
Anglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 337s°/o hœrra. —
A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst.
XJtgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Rit8tjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
•Jón Ólafsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranura.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónar:
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Sögusafn ,Reykjavíkur‘
eiga allir nú að hafa fengið, sem
rétt áttu á því. Sé svo ekki, segi
menn til.
XJpplag- „Rvíkur“
þetta ár er mjög að þrotum komið.
Þeir sem vilja fá blaðið frá Hýári,
verða að gefa sig fram sem fyrst
og borga yfirst. árgang (2 kr.) og
fá þá 1. og 2. bd. sögusafnsins
(innheft) með.
Frá 1. Apríl til ársloka kostar
bl. 1 kr. 50 au.
TJ tsölumenn,
sem hafa nokkuð afgangs af nr. 3,
4 A, 10 og 16 af síðasta (7.) árg.
»Rvíkur«, verða að endursenda
afgreiðslunni þau blöð tafarlaust (á
vorn kostnað), ella borga árgangana
fullu verði.
Algr. „Rvíhur“.
Bækilngur Guðmundar Hannessonar.
(Framh.)
Læknirinn kallar Canada „nýlendu"
Engiendinga; en það hvorki er Canada
né hefir nokkru sinni verið. Canada
var nýienda Frakka (sem enn eru fjöl-
mennasta', þjóðin í landinu), en varð
síðar eign Breta (ekki Englendinga).
Og Bretar gerðu hana að lýölendu
(colony). Læknirinn má ekki láta hvorki
latnesku né dönsku merkinguna colonia,
koloni, villa sig. „Colony" hefir alt
aðra sérstaka þýðing í lagamáli Breta;
sví merking er ákveðin með lögum. í
almennu máli geta þeir notað orðið
í tnerkingunni nýlenda, ef um annara
þjóða eignir er að ræða. En colony,
sem er brezk eign, þýðir: landeign
Breta fyrir utan Norðurálfu, sdm liefir
sjálfsstjórn. Því er rétt að nefna það
„lýðlendu“ (=hlýðlenda), land, sem
hlýðir eða lýtur Breta-krúnu.
Ég rita þetta á hlaupum, og raknar
nú upp fyrir mér, að orðið muni hafa
„mixtúra" úr orðum í heila læknisins,
þegar hann er að villast á, hvað „sjálf-
stæður" og „sjálfstæði“ þýði. Það eru
útlend orð og útlend hugmynd — su-
verœn, Suverœnitet —, sem hér hafa
ruglað hann. Þessi orð hafa til þessa
verið þýdd á vort mál með „fullvaldur“
og „fullveldi“, sem að vísu er annað
en „sjálfstæður" og „sjálfstæði“.
En lítt verður lækninum borgnara
með því. Veit hann víst, að fullvöld
(suveræin) eru þýzku ríkin öll, og er
þó fullveldi það takmarkað af fullveldi
keisaradæmisins (þýzka sambandsvalds-
ins).
Sama er um hvert ríki í Bandarík-
junum. Þau eru nefnd fullvöld og eru
þó í sumum atriðum ófullvaldari en
ísland.
Sagt getur hr. G. H., að hér hafi
ríki þessi með samningi afsalað sér
nokkru af fullveldi sínu eða falið það
öðru valdi til framkvæmdar.
En þetta er tvent ólíkt, að fela á
hendur eða afsala sér. Ef þau hafa
að eins falið það öðrum á hendur,
gætu þau afturkallað umboðið. En það
geta þau ekki. í Bandaríkjunum var
úr því skorið 1863, að það getur hvert
ríki ekki. Og gaman væri að vita,
hvað þýzka alríkið segði, ef t. d. kon-
ungsríkið Bæjaraland eða eitthvert ann-
að ríki færi fram á að ganga úr sam-
bandinu!! Það mun hr. G. H. verða
að játa að þau geti ekki.
Þá hafa þau afsalað sér einhverju
af fullveldinu. En G. H. segir að það
sé eitt og ódeililegt: annaðhvort heilt
og óskert fullveldi („sjálfstæði") eða
fullkomið „ósjálfstæði" (ófullveldi).
Hvernig sem höf. snýr sór við, slær
hann sjálfan sig á munninn.
VII.
Skilningsleysi og tilíinningamál.
Á 30. bls. segir G. H.: „Menn tala
um breytingu á stöðulögunum, en mj'ög
óljóstu.
Hverjir tala þar óljóst? Læknirinn
og hans flokksbræður, sem sumir skilja
ekki og sumir vilja ekki skilja, hvert
samband ísJands og Danmerkur er.
Ekki verður því neitað, að frá form-
legu lagalegu sjónarmiði hafa þeir
menn nokkuð til síns máls, er segja,
að gamli sáttmáli sé in einu lög um
samband íslands við umheiminn, sem
oooooooocoocooooooooooooooooooooooooooo
Verzlunin „EDINBORG“ í Reykjavík.
Leir— og járnvörudeildin
hefir nú svo fjölskrúðugt úrval af nýjum vörum, að hver sem þarf að kaupa
þess háttar vörur, sparar sér ómak með þvi að koma þangað strax. Skulum
vér hér nefna lítið eitt:
Leirtau:
Diskar á 10, 12, 14, o. s. fr. uppí 24 au.
Skálar -10, 12, 14,------1,10
Bollapör á 18—55 au.
Könnur á 10—1,20
Matarstell á 12,50—58,00
Kaffi og te-stell á 4,26—25,00
Þvottastell 4,00—20,00
Tarínur, Kartöfluföt, Steikaraföt.
Glertau:
Vatnsglös og vingl. m. teg. á 10— 50
Blómglös (svíflaglös) — — - 25—1,35
Glerskálar með fæti - 35—2,45
Ashettur margar teg. - 10—1,00
Glerdiskar margsk. - 10—-1,00
Smérkúpur - 35—1,50
Sykurker og rjómakönnur frá 45—2,65
Vatnskönnur — 25—1,70
Smérkúpur, Ostakúpur, Brauðdiskar. Vatnsflöskur á 50 og 60 au. o. ótal m. fl.
Emaileraðlr hlutir:
Kaffikönnur á kC of I o I> Kaffibrúsar á 55—1,20
Kaffikatlar - 70—4,50 Diskar - 20— 35
Kasseroller - 25—2,55 Skálar - 50—1,00
Mj ólkurkönnur - 25— 55 Pönnur - 55—1,00
Yatnsköunur - 70—3,00 Uppþvottabalar 1,55—3,00
Hlemmar - 10—2,00 Þvottaföt - 55—1,15
Blóðsigtir - 65—1,35 Sápuskálar - 55—1,65
Mjólkurfötur - 55—1,45 Bollapör - 60
Skolpfötur - 2,50—5,00 Þvottastell - 4,35—6,50
Blikktau:
Kaffikönnur á 1,00—4,75 Sáldir á 55—1,20
Kökuformar - 55—1,10 Sítrónpressur - 1,10-1,50
Búðingsmót - 70—1,75 Hlemmar - 10—1,00
Fötur - 65—1,00 Gufupottar - 70—1,50
Pönnur - 75 Diskar - 8— 12
Ferðakoffort, margar stærðir. — Peninga- og skjalakassar ótal teg.
Krydd- og kaffi-ílát marg. teg. — Fuglabúr fágæt og falleg. — Speglar ails
konar stórír og smáir. — Alls konar köku- skurðar- og hnifabretti úr tré. —
Tréhnallar. — Brauðkefli. — Smérspaðar. — Sleifar, margar teg. — Þvörur. —
Körfur brugðnar ótal teg. — Alls konar ritföng mikið úrval. — Vasabækur
og veski. — Frímerkja- og korta-albúm. — Skraut-jurtapottar. — Járnpönn-
ur fl. teg. — Gummisvampar ýrnsar stærðir. — Taurullur og vindingavélar og C
ótal m. fl. C
JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOÍ
formlegt gildi hafi fyrir oss — ef vér
höfum aldrei samþykt breytingar á
honum.
En ef vér höfum það gert — aftur
og aftur?
Kópavogssamninginn má það um
segja, að ekki var hann samþyktur á
löglegu þingi. En sé hann eftir á
margviðurkendur af Alþingi sífelt upp
frá því alt þar til er það var afnumið
í lok 18. aldar?
En allir vita, að samningur, sem
ekki er skuldbindandi í upphafi fyrir
brest á löglegu samþykki, verður gildur
og skuldbindandi, ef gildi hans er viður-
kent á eftir af samningsaðila. Og það
gerðu víst forfeður vorir — illu heilli —
sífelt og stöðugt; gengu að vísu gildi
hans og fóru eftir því.
Síðan er Aldinborgar-ættin deyr út
með Friðriki VII, þá hefðum vér átt
að kjósa oss konung út af fyrir qss,
hvort sem vér kusum þann sama sem
Danir eða ekki.
Þetta hefðum vér átt að gera, ef
vér vildum halda því fram, að vér
værum sérstakt ríki.
Þetta gerðum vér ekki. Hvorki Jóni
Sigurðssyni eða neinum öðrum íslend-
ing datt í hug að fara fram á það þá.
Annars er læknirinn ótrídega fáfróður
í sögu stjórnarbaráttu vorrar. Ég segi
„ótrúlega fáfróður" — ekki fyrir þá
sök, að þótt hr. G. H. sé ágætur læknir
og fjölhæfur gáfumaður, þá leiði endi-
lega af því, að hann hljóti að vera
fróður eða hygginn stjórnmálamaður,
enda er synd að segja að hann sé það.
En ég segi „ótrúlega fáfróður“, af því,
að það er „ótrúleg“ dirfska eða fram-
hleypni af jafn-vel geínum manni að
fara að rita um stjórnmál, og það með
talsverðum gorgeir og leiðtogabrag, án
þess að vita svo mikið sem það, hvernig
stöðulögin t. d. eru til orðin. Hvað
ætli hann segði um mig eða aðra leik-
menn, sem færu að skrifa um hand-
lækningar og sögu þeirra og þektum
ekki rotvarnaraðferðina (antiseptik)? En
það væri ekkert fráleitara.
Ég skal finna orðum mínum stað.
5. kafla kvers síns, „Stöðulögin",
byrjar G. H. svo:
„Nokkru áður en stjómarskráin
var gefin (1871) samdi þing Dana,
án þess að leita samþykkis íslend-
inga, in svo nefndu stöðulög um
stjórnarlega stöðu íslands í ríkinu“.
Orð þau sem einkend eru í þessum
tilfærðu orðum höfundarins, hefir hann
sjálfur einkent með sömu leturbreyt-
ingum, sem hér erú sýndar, og leggur
þannig sérstaka áherzlu á þau.
Meinlegt er það þvi fyrir þennan
stjórnmálaleiðtoga, að hvert orð er ó-
satt af þessum orðum, sem hann hefir
einkent til að leggja áherzlu á. Auð-
vitað er þetta ekki víss vitandi skrökvað
af honum, heldur af fáfræði. En samt
er það stór blettur á honum, og hlýtur
að eyða hjá öllum, sem betur vita,
öllu trausti á orðum hans um stjórn-
mál og önnur þau mál, sem hann
ritar um af gersamlegu þekkingarleysi.
Þetta ætti, meira að segja, að losa
alla við að ræða alvarlega slík mál
við hann, meðan hann sýnir slíka van-
þekkingarinnar framhleypni.