Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.06.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 01.06.1907, Blaðsíða 1
f 1R e y kj a vtfe. 15 löggilta blað tl 1 stjórnarval Ida-birtinga á Island • VIII, 41 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 1. Júní 1907. Áskrifendur í bænum \/||| A] yfir IOOO. IOOOOOODOOOOOOOOOOOOO( Verzlunin . Edinborg í Reykjavík í nýlenduvörucleildina er nýkomið ið heimsfræga Franckens Cocoa l>eiiit frá Hollandi. Selt í V4 V2 ‘B> og- 1 ® clósxim. Yerð frá 3£» til 75 mi. pr. Vc ® Reynið eina dós. O ooooooooooooooooooooooooooooooooooo o ALT FÆST í THOMSENS MAGASlNI. Ofna Og eldavélai* selur Kristján Þorgrímsson. „REYKJAYÍK" Árg. [60—70 tbl.] kostar innanland8 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 ioll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/»•/• hœrra. — Afsláttur að mnn, ef mikið er auglýat. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón Ólaf«Bon. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ----„ atofunni. % Telefónars 29 ritstjóri og afgreiðala, 71 prentsmiðjan. eiga allir nú að hafa fengið, sem rétt áttu á því. Sé svo ekki, segi menn til. Upplag „Reykjavíkur“ þetta ár er mjög að þrotum komið. Þeir sem vilja fá blaðið frá Kýári, verða að gefa sig fram sem fyrst og borga yfirst. árgang (2 kr.) og fá þá 1. og 2. bindi sögusafnsins (innheft) með. Frá 1. Apríl til ársloka kostar bl. 1 kr. 50 au. Útsölumenn, sem bafa nokkuð afgangs af nr. 3, 4 A, 10 og 16 af síðasta (7.) árg. »Rvíkur«, verða að endursenda af- greiðslunni þau blöð tafarlaust (á vorn kostnað), ella borga árgangana fullu verði. Afgr. „Rvíkur“. Pianoforte, flatt, i góðu standi, til sölu á 125 kr. M. Christensen orgelsmiður (Eyvindar og Setbergs verksm. eða Laugav. 29 uppi. Heima 7—8 síðd.) Sami stillir Piano og gerir við þau. „Á dönsku“. Það var ekki lítill gauragangur, yfir- lýsingar, skammir og öll ósköp, sem dundu yfir mig fyrir það, er ég sneri á dönsku og prentaði á því máli ýms- ar leiðréttingar við og svör upp á danskar biaðagreinar, er lýstu fákunn- áttu eða illvilja í vorn garð. Ég var svo „einfaldur" og svo „ó- þjóðlegur" að álíta, að það stoðaði harla lítið gagnvart Dönum og þjóðaráliti þeirra, að gjamma hér úti á íslandi á móti þeim á máli, sem þeir skildu ekki. Ég hefi gefið út og útbýtt ókeypis á minn kostnað fleiri ritgerðum um landsmál, heldur en neinn annar ís- lendingur. En efni mín leyfa mér ekki alt, og ég notaði fáa dálka „Rvíkur“ til að flytja greinir á dönsku, sem ég var sannfærður um, að gerðu oss gagn. Reynslan hafði sýnt mér, að ég gat ekki fengið að leiðrétta mishermi Dana í nokhru Kaupmannahafnarblaði. Ég hefi reynt það, að ég hefi fengið nei hjá þeim öllum, sem ég taldi til leit- andi. Greinar mínar þóttu of harðar í garð Dana. Af þeim tölubl. „Rvíkur", sem dansk- ar greinir vóru í, sendi ég um 60 blöð- um í Danmörk og annarstaðar á norður- löndum eintök. Árangurinn hefir komið í ljós. í vetur t. d. var óvinveitt árás ger á íslendinga í dönsku blaði. Undir eins á eftir kom út nokkurra dálka langt svar, er rækilega hrakti dönsku rang- hermin og sögulegu vanþekkinguna. TJm 3/4 alls svarsins var orðrétt að heita mátti ritað upp úr dönsku rit- gerðunum mínum i rRvík“. Það er ekki lítið, sem ritað hefir verið um ísland í dönskum blöðum í vetur. Nií sést ekki nokkurt danskt blað minnast á árgjaldið til íslands öðruvís en sem vöxtu af íslenzku fé, er runnið hafi í ríkissjóð. Slíkt sást ekki fyrir l1/^ ári síðan. Þá töluðu Danir um þetta sem fátækrastyrk. Þessi breyting er eingöngu að þakka mínum illræmdu dönsku greinum, sem ísl. stúdentar í Höfri og allir Yaltýingar hér hefðu hejzt viijað láfa hengja mig fyrir. Jón Olafsson. hngmálafundirnir í Húnav.sýslu. Skagaströnd, IQ. Maí. í gær var hér haldinn þingmálafundur af Alþingismönnum sýslunnar. — Fregnriti yðar hefir átt aðgang að fundargerðunum, eins og þær vóru bókaðar, og gefur hér stutt á- grip af því er gerðist. Um sambandsmálið komuframð tillögur og var samþykt að leita atkvæða um þær allar. 1. að ekki verði samið af íslendinga hálfu á öðrum grundvelli en þeim, að ísland sé frjálst sambandsland við Danmörku, eins og það var við Noreg eftir Gamla sáttmála, með fullveidi yfir sínum málum. — Þetta felist skilyrðislaust í fyrirhuguðum Nýja sáttmála^ jafnvel þólt stjórnarvöldum hinnar sam- bandsþjóðarinnar yrði falið með samningi að fara með einhver mál fyrir íslands hönd meðan svo þykir henta eftir ástæðum lands- ins. í öllum öðrum málum sé íslendingar einráðir um löggjöf og stjórn. Samþ. með 13 : 9 atkv. 2. Fnd. skorar á þingið að kjósa þá menn í fyrirhugaða sambandsnefnd, er haldi því fram í fullri alvöru, að ísland verði frjálst sambandsland við Danmörk. Þar afleiðandi verði sérmál íslands ekki borin upp í ríkis- ráði Dana. — Sþ. með 21 shlj. atkv. 3. Með því að ekkert hefir enn borið á milli um samkomulag Dana og íslendinga síðan er stjórnarbreytingin fékst, og Danir hafa á engan hátt reynt að koma í veg fyrir nokkurt frv. frá Alþingi, né heldur reynt að koma nokkru máli fram gegn vilja Alþingis, iýsir fundurinn yfir því, að engu sé rótað um samband Isl. og Danm. að svo komnu; telur vel megi hlíta sambandinu eins og það er; vafasamt að um verði skift tilinsbetra; þá mótmælir fundurinn því, að nokkur milli- landanefnd verði að svo stöddu kosin til að semja um mál Dana og íslendinga. — Till. frá Árna á Höfðahólum. Feld með 12 : 7 atkv. 4>. Fndr. skor. á Alþ., að kjósa enga menn í fyrirh. sambandsnefnd að þessu sinni. — Till. frá séra Jóni Pálssyni á Höskulds- stöðum. Feld með 13 ; 11 atkv. Tillögu- maðurinn greiddi sjálfur atkv. gegn henni. 5. Fundurinn er fráhverfur því að ríkis- sambandinu milli íslands og Danmerkur verði nú slitið, og telur sambandi þjóðanna miður borgið á þann hátt en nú er. — Sþ. með öllum atkv. gegn 2. Dýralceknismál. Að fá dýralækni landsins gert að skyldu að kenna árl. alt að 10—12 mönnum að þekkja helztu alidýrasjúkdóma og lækning á þeim. — Sþ. m. öll. gegn 1. Stfórnarskrdrmál. Fundurinn tjáir sig algerlega móthverfan landstjóra eða jarli, og hyggur slíkt verði kostnaðarauki einn, en sjálfstæði landsins miður borgið. — Samþ. í einu hljóði. Flaggmáltð. Samþ. í einu hljóði að taka mál þetta út af dagskrá sem ótímabært í alla staði. Útflutn. hrossa (eftirlit með) og Horfell- ismál (afnám fóðurbirgðaskoðana, en hærri refsingar fyrir illa meðferð búpenings.) Sþ. 10 ; 8. Lœknahérud (haldist óbreytt). Kennaraskóli verði í Hafnarf. Kosningalögin. Sþ. í einu hlj., að sinna frumvarpi stjórn- arinnar um breyt. á 1. 3. Okt. 1903. Kyrkjumál. Fnd. skorar á Alþingi, að samþvkkja ekk- ert það nú í sumar, er tafið geti fyrir að- skilnaði ríkis og kyrkju. — Sþ. í e. hlj. Ennfr. samþ. mótmæli gegn kyrkjuþingi og að kyrkjan fái nokkurt meira vald en hún hefir nú. Skor. á Alþ. að afnema bysk- upsembættið (sþ. m. öll. atkv. gegn 1). Samgóngumál. Auknar samg. við Húnaflóa. Símámát. Sþ. (10 : 2 atkv.) að skora á Alþ. að leggja fram hálfan kostnað (gegn Yindhælis- hr. og sýslunni) til síma milli Blönduóss og Kálfhamarsvíkur. Á. Blónduósi, 22. Maí. Hr. ritstj. — Af þingmálafundi hér í gær skal ég herma yður þetta (hefi haft fundar- gerðirnar fyrir mér og auk þess verið við- staddur): i. Lœknaskiþunarmál: Samþ. frv. stj. að því er Húnav.sýslu snertir. Fndr. vildi ekki, að upp væru tekin eft.ir- laun handa þeim sem nú hafa ekki .rétt til til þeirra; vill jafna kjör lækna, láta alla hafa jöfn laun — 1600 kr. —, en aftaka eftirlaunarétt þeirra læknaembætta, er nú hafa þau, jafnótt sem þau losna. — Læknar hafi fastákveðna verðskrá að fara eftir. 2. Vegamái. Kröfur gerðar um fjárframlag til Blöndu- óss-bryggju og akbrautar vestur sýsluna, tafarlausa brúun allra áa á þeirri leið — alt á landssjóðs kostnað eingöngu. J. Sambandsmálið. Eftir langar umræður samþykt að hætta umræðum. Tillögur: a) Fundurinn mótmælir því, að næsta Alþingi kjósi menn í ráðgerða millilanda- nefnd um sambandsmál vort við Dani. b) Fundurinn vill að ísland verði viður-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.