Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.06.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 01.06.1907, Blaðsíða 2
132 REYKJAVÍK Oliver Twist er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst n tí í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr taekifaerisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, loerðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist : hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. „Monarch“-01íuvélax*nar eru nú til sölu í Lundi í Rvík. Þær eru þar í daglegri notkun. Þær taka svo langt fram öllum öðrum olíuvélum, að samjöfnuður er ómögulegur. Ef flutningur þeirrar vélar hér til lands yrði til þess að útrýma algerlega inum liœttulegu olíuvélum, sem hér tíðkast svo alt of alment, þá er tilgangi mínum náð. — En það þarf að verða sem fyrst. Komið því og skoðið „Monarcli44 í notkun, þá munuð þér sannfærast. S. B. Jónsson. kent sem sjálfstætt sambandsríki við Dan- mörku á líkan hátt og ákveðið er í Gamla sáttmála. Hann telur í samræmi við þetta sérstakan isl. fána sjálfsagðan; að þegnréttur landanna sé aðgreindur og rikisráðsseta ráðherrans af- numin. Fyrri tillagan var borin undir atkvæði úti á víðum velli, og skipaði fundarstjóri (Bjöm á Kornsá) tvo flokksbræður sína til að telja atkvæðin. Þeir sögðu tillöguna samþykta með 21 atkv. gegn 18. — Þessi talning var þegar véfengd, og bað fundarstjóri menn þá að ganga í tvo hópa, sinn á hvorn stað á vellinum, og var svo gert og talið á ný, og reyndist þá tillagan fallin með 24 atkv. gegn 19. En þá sagði fundarstjóri, að fyrri tal- ningin „yrði að gilda“. Að þessu vóru vott- ar teknir samstundis. Tíllagan b var alls ekki borin upp fyrri en eftir að búið var að slíta umræðum, og því aldrei rædd. Samþ. með 28 ; 10 atkv. Meinlítil tillaga um sjálfstæði íslands feld með 26 : 13. Enn ein till. svo látandi: Fundurinn mótmælir þeim samningagrund- velli við Dani, að ísl. sé óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, og hann krefst þess, að ekki verði samið af ísl. hálfu á öðrum grund- velli en þeim, að ísl. sé sjálfstætt sambands- land við Danmörku, eins og það var við Noreg eftir Gamla sáttmála o. s. frv. (eins og á Skagastr.fundinum). Þessi till. var feld með 23 : 21 atkv. Kyrkjumdl. d) Fnd. skor. á Alþ. að gera ekkert það sem tafið geti framgang fríkyrkjumálsins, og samþykkja ekki frumvörp meiri hluta kyrkju- málancfndarinnar. Þó álítur hann þá breyting fara í rétta átt, að söfnuðir fái að velja um alla um- sækjendur. Sþ. 9 : 1 atkv. b.) Tillaga um afnám byskupsembættisins feld með 5 : 1 atkv. H. Hvammstanga, 25. Maí. í gær héldu þingmenn vorir þingmálafund hér. Fundarstjórn fór heldur í handaskol- um og fundargerðir urðu ekki sem skipu- legastar. Þessi atriði skal helzt greina. Lœknamálid. Fundurinn vill samþykkja læknahéraðs- skipun stjórnarfrumvarpsins, en óskar, að læknar hafi fastan taxta eftir að fara, er sé eins fyrir alla. Bindmdismdl. Oskað skarpara eftirlit með vínsölu skipa á höfnum. * Kosningalagafrv'. Fundurinn vildi halda við in gömlu nú- verandi kjördæmi óbreytt. Kyrkjumdl. Aðaltill. samþ., að Alþingi samþykki ekk- ert í sumar, er tafið geti fyrir aðskilnaði rikis og kyrkju. Blönduóssbryggjan. Skorað á þingmennina, að mæla því að eins með fjárveiting til bryggjunnar, að 7 aust- ustu hreppar sýslunnar taki að sér að greiða það fé, sem gert verður að skilyrði móti land8sjóðsframlaginu. Vegamdl. Skorað á Alþ. að veita fé til vegar „fyrir Múlann". Og að vegurinn yfir Miðfjarðar- háls verði endurbættur tafarlaust. Strandferðam dl. a) að Alþ. veiti ekkert fé iil millilandaferða, en bæti strandferðir eftir megni. b) að Lambhúsvik verði tekin upp á áætl. strandf. í sem flestum ferðum. Sýsluskifting. Að sýsl. verði skiftí 2 lögsagnarumdæmi við Gljúfurá, „þegar málið kemur nægil. undir- búið inn á þing“. Sambandsmdlið. Tillaga: Fundurinn krefst þess, að ekki verði samið af íslendinga hálfu á öðrum grundvelli en þeim, að ísland sé frjálst sambandsland við Danmörku, eins og það •------------------------------------• ÉRSMÍÐA-YINNUSTOFA. Vönduð ílr og Klukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. •------------------------------------■ var við Noreg eftir Gamla sáttmála [o. s. fr. eins og á Skagastr.fnd]. Sþ. m. 26 : 3 atkv. Tillaga: Fndr. telur mest í varið, að í ný- jum sambandslögum verði skýr og hagfeld ákvæði, er tryggi rétt íslands, ef ágreining- ur rís um, hvað séu sérmál þess. Sþ. m. 18. atkv. Flaggmdlið. a. Fundurinn tjáir sig meðmæltan sér- stöku flaggi fyrir ísland. b. Þó telur fundurinn sambandsmálið meira vert og vill ekki að flaggmálið hindri framgang þess. Símamdlið. Fndr. telur nauðsynl., að talsímar verði lagðir um landið svo fljótt og svo víða sem efni leyfa. Þ. 17111 launung' á stjórnarfrumvörpunum kvarta þau „ísaf.K og „Þjóðviljinn“,endaþótt frum- vörpin hafi send verið öllum þingmönn- um. Getur verið, að póstgöngur hafi ekki fallið svo út á Álftanes, að send- ingin til hr. Sk. Th. sé til hans kom- in, en hann getur varla ætlast til að stjórnarráðið sendi sérstakan sendiherra heim í hlað til hvers þingmanns með frumvörpin. Þeir ritstjórar, sem þess hafa beiðst, hafa fengið frumvörpin á skrifstofunni. Þeir sem ekki hafa látið svo lítið, mega sjálfum sér um kenna. Það að frumvarp, sem ráðh. fer með, geti „tekið' breytingum" í ríkis- ráðinu, eru bara draumórar. Ráðh. á þar ekki orðastað við neinn um frum- vörp sín, nema honung einan, og kon- ungur hefir lesið frumvörpin yfir áður en í ríkisráð kemur, og svarar þar annaðhvort Já eða Nei. Nei heflr hann aldrei sagt enn við neinu frumvarpi íslandsráðherra. Dagbók. Sílfarbrúðkaupsdagttr þeirra hjóna Guðlaugs bæjarfógeta og frú Maríu Guðmundsson á Akureyri var í fyrra- dag. Ráðlierra H. Hafstein leggur héðan af stað með „Isl. Falk“ norður á Eyja- fjörð 5. þ. m. til að halda þingmála- fund þ. 8. þ. m. með kjósendum sínum. Kl. Jónsson landritari bregður sér norður með sama skipi. Landveg munu þeir ætla að koma suður aftur. Flokksfundur Landvarnar-Fram- fara-Þj óðr æðis-Framsóknar-Sj álfstj órnar- flokksins hér í Rvík á Þriðjudagskvöldið, til þess að kjósa til Landvarnar-Fram- fara-Þjóðræðis-Framsóknar-Sjálfstjómar- flokksfundarins á Þingvöllum hafði orðið mjög svo bragðdaufur vandræða-leikur „fyrir fólkið". Fyrst var beðið hálfa stund eftir að nokkur kæmi, svo fóru þeir að smá- tínast, og loks urðu þeir 120 landráða- menn, er þar samansöfnuðust; einir 20 heimastjórnarmenn komu til að heyra og sjá, hvað gerðist, og eitthvað ámóta margir unglingar óatkvæðisbærir. Eitt tóbaksjárn í kvenpilsi kom þar saxandi inn gólf og hlassaðist inn á Úrsmíðavinnustofa Carl F. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. bekk. Önnur landvarnar-valkyrja var þar og, feitlagin, aldurhnigin og pipruð mjög, svo að þeir vóru einlægt sí- hnerrandi, er á næstu bekkjum sátu. Inn nýbakaði landvarnarmaður, rit- stjóri „Þjóðólfs", setti fund og ætlaði víst að segja eitthvað, að minsta kosti bærðust varirnar, en mál hans nam enginn. Svo sagði „sú pipraða" frá á eftir: „Þegar hann Hannes blessunin stóð upp og ætlaði að tala, þá varð svo mikið lófaklapp í húsinu, að hann kom engu orði upp í langan tíma. En hvað hann var bráð-fallegur, blessaður, þar sem hann stóð“. Svo tilnefndi Ben. Sveinsson-ritstj. nokkra menn, sem Landvarnarhöfð- ingjarnir höfðu komið sér saman um. Og svo vóru þeir kosnir, 15 tals: 8 landvarnar-þjóðræðis-o. s. frv.-menn, og 7 heimastjórnarmenn. Þetta átti að vera til að kasta ryki í augu almenn- ings út um land, svo að menn héldu þetta vera hosning af heimastjórnar- manna hendi. En það mun nægja að fullyrða, að ehhi nohhur einasti heimastjórnarmað- ur greiddi athvœði á fundinum, og þá geta allir nærri farið um það, hvort nokkur heimastjórnarmaður fari að taka móti umboði þessara Landvarnar- þjóðræðis-manna. Auðvitað geta heimastjórnarmenn ekki að því gert, þó að landvarnarmenn hjósi þá, ekki fremur en þeir geta að því gert, þó að einhver kasti í þá hrossataðsköggli á götunni. Varamenn kusu þeir allmarga, alla úr Landvarnarliðinu — treystu auð- vitað ekki á það, að heimastjórnar- mennirnir gerðust skósveinar þeirra. „Fram“, félag heimastjórnarmanna í Reykjavík, hélt aukafund í fyrrakvöld, og véh ritstjóra Hannesi Þorsteinssyni burt úr félaginu. Öllum mun hafa þótt skaði að verða að sjá á bak svo gömlum flokksmanni, er svo lengi hafði verið trúr og góður félagsbróðir; en skoðanir hans og starfsemi í síðustu tíð til að skaða flokkinn og stjórn vora, gerðu það nauðsynlegt að losa sig við hann. Það* er kalalaust af allra hendi við manninn persónulega, en var alveg óhjákvæmilegt eins og komið var, þar sem öll hans sfarfsemi er nú í þjón- ustu andstæðingaflokksins ogífélagsskap við hann. D. Thomsen konsúll er orðinn Aldin- borgar-riddari (Oldenborg húss og verð- leika orðu, 1. flokki). C. Zimseu konsúll er orðinn „Of- ficer d’ Académie“. Ökumenn! Smiðir! Ökumenn, sem kynnu að vilja taka að sór 15—20 ílutningaferðir á vögn- um til Þingvalla seinni hluta Júlímán- aðar, gefl sig fram við undirritaða fyrir 6. þ. m. Nokkrir siniðir geta einnig fengið góða atvinnu á Þingvöllum, við að reisa stóra tjaldbúð, síðustu daga Júlí- mánaðar (sérlega heppilegt fyrir smiði, sem ætla sér að fara austur á Pjóðhátið 2. Ág., að fara nokkrum dögum áður og taka smíðið að sér; eða fyrir þá, er þar kunna að vera við skálabyggingarnar). — Lystha.fendur gefi sig fram innan 6. þ. m. Reykjavík, 1. Júní 1907. Jón Baldvinsson, Jóh. Ögm. Oddsson, Aðalstr. 9 (eða Gutenb.) Laugaveg G3. O cpi^MAc V H ThA-Thomson- HAFNARSIR’ l7*l8:l9-20-21-22-KDLAS' 1-2- LÆKJART-1-2 • REYKJAVIK • Saltkjöt í tunnum og lausri vigt. llangfilijöt. lautakjiit, nýtt. íjvanneyrarsmjör. MatarííilJii. ííkkistn-magasíniÖ Laugavegi 2 7, selur líkkistur svartar (14—100 kr.). og gular (20—100 kr.). Vand- aðasta verk. Léð með fögur ábreiða á kyrkju-skammelin. G. 14. J. Guðmiimlssou. Yfirlit yfir hag íslandsbanka 30. Apríl 1907. Acti va: Kr. a. Málmforði.............265,420 4% fasteignarveðskuldabréf . 42,900 Lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjar- félaga.............138,000 Fasteignaveðslán .... 629,837,64 Handveðslán.................. Lán gegn veði og sjálfskuld- arábyrgð..................1,486,240,39 Víxlar.......................1,205,055,89 Verðbréf.............. 2,499 Erlend mynt..................... i,797>21 Kostnaður við seðlagerð . . 30,000 Áhöld...........................10,293,59 Húseignir bankans í Reykjavík 115,829,92 Kostnaður.......................12,273,41 Útbú bankans.................1,743,151,54 I sjóði.........................19,232,38 Kr. 6,015,606,48 Passi va: Kr. a, Hlutafé..............3,000,000 Seðlar í umferð.......676,560 Innstæðufé á dálk og með innlánskjörum .... 923,716,79 Vextir, forvextir o. fl. . . . 64,226,59 Erlendir bankar og ýmsir aðrir skuldheimtumenn. 1,168,347,50 Varasjóður bankans . . . 22,222,33 Óborgaður arður til hluthafa fyrir 1905 110 Arður frá fyrra ári . ■ . • 160,423,27 Kr. 6,015,606,48 Bezt og ódýrast KAFFI selur verzl. ,Godthaab‘. 1—2 herbergi til leigu á Laugavegi 19 nú þegar. [39,41 Ur og kluL.L.ur9 að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergi ódýrara eftir gæðum. JÓH HERMAII§iOA, Hverfisgötu 6

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.