Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.06.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 15.06.1907, Blaðsíða 2
144 REYKJAVlK um við Akureyrarspítala, ef hann með nokkru móti yrði fáanlegur til þess“. 10. Traustsyfirlýsing til stjórnar- innar. Orðrétt eins og áður er hermt í síðasta blaði. Ritstj. ,Þjóðólfs‘ telur sig eina heimastjórnarmanninn á þingi nú! Víst er um það, að annaðhvort er svo, eða þá að hann er alls ekki heimastjórnarmaður lengur. Heíir hann athugað það, að allir heimastjórnarmenn á Alþingi gáfu út yfirlýsing í vetur, þar sem þeir lýstu hann »einan á bandi« allra heimastj ómarmanna ? Hvort er heimastjómarflokkurinn: þeir 26 alþingismenn, sem eru sam- dóma sín á meðal, eða hann einn, sem hefir tjáð sig ósamdóma þeim öllum? Hvað félagið »Fram« snertir, er það í fullu samræmi við Heima- stjórnarffokkinn, miðstjóm hans (sem hefir útilokað H. Þ. að sinni) og landsstjórnina. Hr. H. Þ. sagðist í vetur verða að játa, að hann hefði jafnan Land- varnarmaður verið. Hví stendur hann þá ekki við það? Hví vill hann vera að gylla sig nafni Heima- stj.flokksins, sem hann berst á móti nú með hnúum og hnjám? Hann hefir nú nokkrar vikur haft smala úti, til að reyna að fá menn til að segja sig úr »Fram«, en hvar er árangurinn? Bókmentir. Ný kyrkjusöngshók. Það er kyrkjusöngsbók Jónasar sál. Helgasonar, endurskoðuð af Sigfúsi Einarssyni, sem nú er nýlega komin fyrir almennings sjónir, og má ekki minna vera en hennar só getið að ein- hverju. Ýmsar villur vóru í bók Jónasa'r inni fyrri, og var það ekkert tiltökumál; sumar af þessum villum eru leiðréttar í þessari nýju útgáfu, en miklu fleiri villum hefir endurskoðarinn bætt við, svo að öllu samtöldu er þessi útgáfa töluvert lakari en in fyrri. — Það er leiðinlegt, að Sigfús, sem dæmir svo óbilgjarnt og hvatvíslega um raddset- ningu annara, skuli ekki vanda radd- setninguna betur sjálfur en þetta, hvort sem það er af því, að hann getur ekki gert það betur eða af því, að hann hirðir ekki um að gera það betur, og mun það síðara líkiegra , því ver. — Og þó að Sigfús lesi þessa grein ef til vill aldrei, og þó að hann hafi heitið því að virða það einkis, sem ég kynni að skrifa um raddasetningu hans fram- vegis —, líklega, af því, að hann er svo hátt hafinn upp yfir það —, þá vona ég samt að sem flestir söngfróðir menn á landinu beri grein þessa saman við bókina og sjái við þann samanburð, að ummæli mín um bókina eru á fullum rökum byggð. Skal ég svo nefna nokk- ur dæmi máli mínu til sönnunar. Fyrsta lagið, sem ég fletti upp, þegar bók þessi barst mér í hendur, var lag- ið: Sá Ijósi dagur liðinn er; það lag hafði ég tekið úr Grallaranum, raddsett það (í lýdiskri tóntegund) og látið það í kyrkjusöngsbók mína. Var mér nú forvitni á að sjá, hvort Sigfús hefði tekið þetta lag í sína bók og hvort hann hefði ÚRSMlöA-YINNUSTOFA. Vönduð Ér og Hlukkur, Bankastræti 12. Helgi Hannesson. •-----------------------• Monarch 01íu-el<ia.vélar. — fVotlcaaai-tiltsögfa sérprentuö fylgir hverri vél (út- dráttur). -— Þi'ssi uotkanartilsö^n gildir fyrir iaar ýmsa KYEIK- LAUSIJ OLÍUYÉLAR, sem gerðar era eftir framvélinni „MONARCH". — 1. Fyll efra olíuhylkieð með steinolíu, set það svo á sinn stað niður á neðra olíu- hylkið, en við það prýstir á fjaðrapinnann og olían rennur inn með jafnri, stöðugri pressu. — 2. Opna olíuleiðsluna til brenn- arans, með því að snúa snerlinum til vinstri handar nokkra snúninga. — 3. Lolca þá olíuleiðslunni aftur, eftir l/i—1 mínútu eða svo, þegar eldhringurinn er gegnblautur orðinn af olíunni alt í kring, með því að skrúfa snerilinn til’hægri alla leið. Lyft þá brennaranum upp (eða tak hann alveg upp úr) og kveik með logandi I eldspítu á eldhringnum, á 3—6 Jstöðum. Lát þá brennarann aftur niður og gæt jþess að hann jfalli vel niðurjí stellingu sina. — 4, Þcgar hér er komið, þá’opna strax olíuleiðsluna aftur, með því að snúa snerlinum til vinstri ‘/*—1 snúning. Þegar svo að loginn hcfir hafið sig upp alt í kring, þá er að snúa snerlinum ögn [áfram eða til baka, til að auka eða minka logann eftir vild. — 5. Þegar á að slökkva á vél- inni, þá skrúfa fyrir olíuleiðsluna, vel þétl, en |þó ekki of fast, og deyr þá loginn sjálfkrafa eftir litla stund: — 6. Olíuvélin skal ávalt standa lárétt —|það er: *jbrennarastandurinn — þá er á henni logar, — 7. Haf brennarannjogjspor hans ævinlega vel hreinsað, laust við rusl, og eldhringinn sömuleiðis, og hann þarf að hreinsa við og við þegar á hann kemur brunaskorpa eða gjall, og skal þá takajhann upp úr nót sinni, liðlega, og skafa af honum harzlið með hníf, á ská innan og utan frá, (en ekki ofan af brúninni), og ér þá gott að snúa honum við um leið, því upp sem niður var. — 8. Ef vélin rýkur, þegar kveikt er, þá er það annaðhvort af því, að of mikil olía hefir runnið í og umhverfis eldhringinn áður en kveikt var, eða af þvi, að ekki hefir verið nógu vel lokaðjfyrir olíuleiðsluna, þegar síðast var slökt, og olía þess vegna runnið til eldhringsins í milli- tíðinni og brotist út um brennarastandinn og brennarann. — Þess vegna skal varast að opna olíuleiðsluna, nema þegar kveikt er á vélinni.----Vélar þessar taka, samjafnaðarlaust, öllum oliuvélum langt fram, að öllu leyti, þær ósa ekki né lykta, og eru auk þess hættuminni og auðveldari i meðferð en allar aðrar olíuvélar, Sé þessari tilsögn vel fylgt, reynist vélin öllum vel og fullkomlega svo vel sem eg hefi af henni látið. Hún ætti að vera til á hverju einasta heimili, því hún sparar verðið sitt á skömmum tíma í olíusparnaði, á móti hverju sem hún er metin til samanburðar. — Eldhringir og brenn- arar eiga að geta endst lengi með réttri meðferð. En aðrir partar þessara véla, nema eldhr. og brennarinn, ættu að endast fleiri áratugi, eftir því sem séð verður. — Einka-útsali fyrir ísland á þessum olíurélnm og Ideal Suðnskápum er S. B. Jónsson í Reykjarík. — Útsölumenn óskast út um landið. Reynt verður að hafa stöðugar birgðir af þessum vélum í Rvik. — Verðið i Rvík er sem fylgir: |Monarch nr. 1 með 1 brennara Kr. 20,00, nr. 2 með 2 brennurum Kr. 32,00 og nr. 3 með 3 brennurum Kr. 45.00. — Flutningsgjald frá Rvík með skipum og umbúðum að auki 2 kr. fyrir nr. 1; 3kr. fyrir nr. 2og4kr. fyrir nr. 3. Fulljborgun, með flutningsgj. verður að fylgja hverri pöntun eða að borgast við eða fyrir afhending hér. Allar pantanir sendist eftir þessari áritun: Stefán B. Jónsson • # IÍ«-y lí j íiv-ílt. (Pósthólí 15 A.). Ég undirritaður votta hér með, að suðuskápurinn, sem ég keypti af hr. Stofáni B. Jónssyni í Reykjavik, er það bezta búsáhald, sem nokkur maður getur átt í sínum húsum. — Eftir minni eigin reynslu, er maturinn úr honum miklu betri, en soðin á annan hátt; auk annara þæginda, sem hann hefir i för með sér. Hverjum húsföður er því áriðandi að eignast hann, og það sem fyrst. Þess mun engan iðra. Litlalandi, Reykjavík, 28/is—’06. Einar Þórðarson. Undirrituð hefir keypt eina af inum nýju olíuvéum (Monarch) frá hr. kaupm. S. B. Jónssyni í Rvík og hefir hún reynst svo vel að ég þekki enga [olíuvél, sem jafnast á við hana að hitaflýti, olíusparnaði og hvað hreinlæti snertir. Ég ræð því húsmæðrum til að kaupa þessa olíuvél. Það mun borga sig. Reykjavík, 8. Júní 1907. Vitrdís Ei~leii<lfs<löttii-. notað raddasetningu mína að nokkru eða engu leyti. Lagið hafði hann tekið og raddasetninguna að nokkru leyti; hann var of lærður til þess að halda henni alveg; en ekki fór breytingin bet- ur úr hendi en það, að hann setti inn tvær stóreflis raddsetningarvillur í sömu hendinguna, á orðunum liœgan gef oss, og er hvorug þeirra í minni bók; hér gengur 1. og 3. rödd í kvintum, ekki einu sinni, heldur hvað ofan í annað, og svo er nótan f í bassanum mjög óheppileg. * Þá fletti ég upp því eina lagi, sem öigfús heflr sjálfur búið til að öllu leyti í þessari bók, nr. 151, Við freistingum gæt þín. Um lagið sjálft ætla ég ekki að dæma, það er bezt að reynslan skeri úr því, hversu vel fólki fellur það í geð. En ekki þarf lengi að líta á radd- setninguna til þess að sjá þar tvær stórvillur, auk ýmislegs smávægis, sem óþægilegt virðist. Þesar villur eru opnir kvintar milli 3. og 4. raddar á atkvæð- inu freist- í byrjun annarar hendingar, og sömuleiðis á milli 1. og 4. raddar á orðinu Jesúm í síðustu hendingu. Hvorugt þessara laga var í Jónasar bók innr eldri. Nú datt mér í hug, að bera saman þessa nýju endurskoðuðu útgáfu við ina eldri, og tók lagið á blaðsíðunni á móti, nr. 150, Vér trú- um állir á einn guð, og þá fyrst varð ég alveg hissa. Lagið sjálft er alveg eins og í Jónasarbók og Berggreens, en hvorki helir Sigfús getað notað raddasetningu Jónasar né Berggreens, sem þó eru báðar réttar og góðar, þótt sin sé með hvoru móti, heldur hefir hann komið með ina þriðju, sem er frábrugðin hinum báðum meðal ann- ars í því, að í henni eru að minsta kosti þrjár stórar villur fyrir utan aðrar smærri, og eru þær eflaust Sigfúsar eigið „fabrikat". Óleyfilegu kvintarnir, sem einkenna raddsetningu hans, ganga hér ljósum logum eins og diabolus in musica á miðöldunum, og er ósköp að sjá annað eins og þetta, þar sem beint lá við að nota raddsetniugu Berggreens. ÚrsmíðaYinnustofa Carl 1U. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. Kann ske þetta eigi að heita Program- Musik? Fólkið man það kann ske að Sigfús vildi afsaka fjölda margar kór- villur i „Hörpuhljómum" með því, að kalla þær Program-Musik! Léttvægari afsökun hefi ég aldrei heyrt eða séð. En villurnar í laginu, sem hér er um að tala, eru á milli 2. og 3. raddar í 1. takti á orðinu allir, milli 2. og 4. raddar á orðinu föður í 6. takti og milli 2. og 4. raddar á orðunum sál hann í 11. takti. í 1. hendingu endar 2. og 4. rödd á d og byrja báðar á f í næstu hendingu; þær ganga þannig í áttundum milli hendinganna; og þótt ég vildi nú sleppa þessu, og kalla það meinlaust en óheppilegt, þá dugar það ekki, því aðsjálfurSigfús hefir dæmt þetta og annað eins villu hér um árið (sbr. kvintana við hendingaskiftin síðast í miðlínunni á bls. 43 í minni bók). Þá er enn í þessu lagi auðsjáanleg prent- villa í 2. rödd í 3. takti frá endanum, c í staðinn fyrir a, en slíkt er fyrir- gefanlegt. Nú íletti ég fram fyrir og byrjaði á nr. 1, og hljóp lauslega yfir bókina einu sinni, og sá þar margt, sem ekki hefði átt að sjást í bók eftir Sigfús' Einarsson, og sízt þar sem annar eins söngfræðingur og Björn Kristjánsson hefir lesið prófarkirnar (að fyrri helm- ingnum). Ég sá þá fyrst, að útgáfan var endursftod?<ð en ekki endmbœtt. í nr. 2 ganga 2. og 4. rödd í átt- undum milli bls. 2 og 3; þannig er þetta í Jónasarbók, en ekki í minni bók. í nr. 4b eru opnir kvintar milli 1. og 2. raddar á orðinu líða í 7. hendingu, og er sú villa hvorki í. Jónasarbók né Berggreens. Sigfús hefir í þessu lagi ekki vikið eina nótu frá því, sem er í Jónasarbók og Berggreens, nema á þessu eina orði; en það fór þá lika höndug- lega, eða hitt þó heldur. I nr. 9 ganga 1. og 4. rödd í opnum kvintum á milli 5. og 6. hendingar, sá og, og er það villa samkvæmt áður nefndum dómi Sigfúsar. Losna hefði mátt við þetta með því að fylgja raddsetningu Berg- ÍTr og klukkur, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergi ódýrara cftir gæðnm. JÓI II ERílA IISSOI, Hverfisgðtu 6 greens, sem einnig er í Jónasarbók. í nr. 12 er prentvilla; þar vantar kross fyrir framan 19. nótuna í 2. rödd. í nr. 36 ganga 2. og 4. rödd í kvintum milli 3. og 4. hendingar, og_ er þar hvorki þögn né „fermat". í nr. 55 hefir Sigfús vikið ofurlítið frá radd- setningunni í Jónasarbók og það til mik- illa skemmda, því að hann hefir sett villur á tveim stöðum, sem engar eru í fyrri útgáfunni, og eru það óleyfilegir kvintar á milli 2. og 3. raddar á orðunum nú náð og sömuleiðis milli 2. og 4. raddar í sömu línu á orðinu náðar. Slík endur- skoðun er verri en engin. í nr. 59 eru opnir kvintar milli 3. og 4. raddar á milli 1. og 2. hendingar og ekki er Jónasi um það að kenna, fiví að ekki er sú villa í fyrri útgáfunni; sú villa hefir fæðst við endurskoðunina eins og fleiri. Prentvilla er í nr. 63, dis fyrir d í 2. rödd 1 7. hendingu á atkvæðinu er. Þá er í nr. 77 raddsetningarvilla milli 3. og 4. raddar á orðunum dauðann yjir; þessa villu hefir Sigfús trúlega tekið upp úr Jónasarbók, en verið of lærð- ur til að gá að því, að hún er leiðrétt í minni bók. Bæði í Jónasarbók og í minni bók er þetta lag í dóriskum moll, og svo á það að vera, en hér er það ekki svo. í nr. 79 b er slæm ó- þarfavilla milli 2. og 4. raddar á milli 4. og 5. takts; lagið er eftir Hartmann, en ekki er honum um villuna að kenna, og lagið er tekið úr Bielefeldts kóral- bók, en ekki er villan heldur þar; hún er víst Sigfúsar eigið verk; auðvitað á c að vera í 2. rödd á atkvæðinu allt. í nr. 91 ganga 1. og 3. rödd í átt- undum milli 4. og 5. hendingar; verri er þó kvintgangurinn milli, 1. og 4. raddar á orðunum burt er í sömu línu. Nær hefði manninum verið að fylgja hér hárréttri raddsetningu í Jónasar- bók, sem er in sama og hjá Berggreen, eða þá raddsetningunni í minni bók, úr því hann gat ekki breytt til nema setja villur í stað ins rétta. í nr. 100 a eru opnir kvintar milli 2. og 4. radd- ar á orðunum bón sem í síðustu línu, og hefir hann tekið þá villu upp úr Jónasarbók. í þessu lagi virðist miklu eðlilegra að hafa f í 3. rödd á orðinu tjón, en fis í 4. rödd á orðinu í (sbr. lagið: Jesú þínjninning, milli 3. og 4. hendingar). Auðsæ prentvilla er í nr. 105, í 1. rödd 6. takti; þar er b í stað-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.