Reykjavík - 29.06.1907, Qupperneq 1
1R kjavík.
15 löggilta blad til
-birtinga á íslandi.
VIII, 49
Utbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 29. Júní 1907.
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
VIII, 49
SS" ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. "338
Oflia Oíi' cl(lMycUll* selur Kristján Þorgrímsson.
Ofliai* elílavélai- NYÍafnokk^þvifcha,r
,REYKJAYÍK“
Árg. [60—70 tbl.] kostar inuanlands 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir l..Túlí. Ella 3 kr.
Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/»°/o hœrra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
«Jón Ólafssoxi.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---w stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
'IKDMll
fflllll^
birtum vér orðrétta fundarskýrsluna
síðast. — Af því að málgögn lyginnar
hafa logið svo miklu um fund þennan,
þykir rétt að segja. dálítið frá honum
nánara en fundarskýrslan með sér ber.
Fyrst má geta þess, að framan af
fundinum vóru heimastjórnarmenn í
meiri hluta, er sýndi sig við fundar-
stjórakosning. En svo fóru þeir Björn
Jónsson og Benedikt Sveinsson ritstjór-
ar fram ög sendu legáta út af örkinni
til að smala. Um sama leyti fóru
dyraverðir, þeir sem borgað var fyrir
að gæta dyra svo að eigi kæmi aðrir
inn en kjósendur, burt frá dyrunum
og hættu allri dyravörzlu. Sendlarnir
smöluðu nokkrum landvarnarmönnum
þar á meðal tveim úr stjórnarráðinu,
og allmiklu af óatkvæðisbærum götu-
]ýð og utanbæjarmönnum.
Undir umræðunum um sambands-
málið kom Guðm. Finnbogason fram
með tvö flögg í hendinni; var annað
Krítarflaggið án sambandsmerkisins
tyrkneska, þetta sem þeir kalla íslands-
„fána“, þótt ísland eigi ekkert i því
og það sé alls ekki rtfáni“, heldur flagg;
hitt átti að vera Krítar-flaggið með
sambandsmerkinu, en var með fölsuð-
um litum; það sem átti að vera ljós-
blátt, var ijós-græn-blátt, og það rauða
í sambandsfeldinum var dekkra en það
er í Krítar-flagginu. Liturinn, sem
hér er hafður í þessum svo kölluðu
„íslenzku“ flöggum, nýjum og óupplit-
uðum, er kallaður ljósblár, er um flögg
er að ræða, gagnstætt t. d. bláa lit-
num í franska flagginu.
Svo fór G. F. að skrafa um flagg-
málið. Fundarstjóri kvað það ekki vera
til umræðu, heldur sambandsmálið;
en G. F. sagði að flaggmálið heyrði
undir sambandsmálið, eða væri liður
úr því. Fundarstjóri kvað svo ekki
vera, og gæti hann ekki leyft umræð-
ur um það mál á þessum lið dagskrár-
innar. En G. F. hlýddi ekki úrskurði
hans og hélt áfram. Aldrei komst
hann þó að því að minnast einu orði
á, að flaggið kæmi sambandsmálinu
við — fimbulfambaði bara upp í ský-
junum.
Björn Jónsson, Einar Hjörleifsson o.
fl. höfðu fastlega haldið því fram, að
flaggmálið beyrði undir sambandsmál-
ið (þ. e. væri sameiginlegt mál). En
er G. F. var spurður aftur og aftur,
hvort þetta flagg ætti að útrýma al-
ríkisflagginu eða vera staðarflagg að
eins, þá vildi hann aldrei svara því.
Hér er því ekki nema um tvent að
gera: annaðhvort vilja landvarnarmenn
leggja það undir Dani (gera að sam-
eiginlegu máli), hvort vér megum lög-
leiða hjá oss staðarflagg (en vér heima-
stjórnarmenn teljum oss það jafnan
heimilt, án þess að leita Dana); eða
þá, að tilgangur þeirra er að útrýma
alríkisflagginu (eins og E. H. sagði í
„Politiken“ í vetur), þó að þeir harð-
neiti því í blöðum sínum.
Þá er umræður höfðu staðið æði-
lengi, fóru ýmsir, eins og títt er, að
hrópa: „atkvæði! atkvæði!“ er hló varð
á, en engin formleg tillaga kom fram
um að umræðum skyldi slíta. Þá bað
Lárus sýslum. Bjarnason um orðið, og
kvaðst tala mundu örstutt. Núerþað
öheyrt um allan heim, nema á þing-
málafundum Dr. Valtýs Guðmundsson-
ar, að þingmanni sé neitað að taka til
máls áþingmálafundi annars þingmanns.
Auk þess flutti L. H. B. hingað til
bæjar í Ágúst í fyrra og hefir haldið
hér dúk og disk síðan — hlýtur því
að standa á auka-kjörskrá hór. En er
fundarstjóri veitti honum orðið, byrjaði
hreinn og beinn djö/fagangur í húsinu :
Þar var argað, gargað öllum óhljóðum,
fótum stappað i gólf og göngustöfum.
Það var engu líkara en að maður
hugsaði sig kominn í hlaðvarpann í
Víti og gamli Djöfsi hefði sent hóp
geltandi og skrækjandi drísildjöfla út á
móti rnanni.
Þessi ólæti stóðu víst látlaust fullar
10—15 minútur. Lárus beið þolin-
móður á pallinum, unz landvarnar-lið-
ið þreyttist á ólátum sjálfs sín. Því
næst talaði hann stutt mál, en efnis-
rikt, og sýndi sér í lagi snildarlega vel
fram á, hvað það væri, sem í raun
réttri hefði gerst með gamla sáttmála.
Væri vel þess vert, að kafli úr ræðu
þeini birtist á prenti.
500000000000000000 OOOOOCXXÍOOOOOOOOOOCOO
V erzlunin
Edinborg
í Reykjavík
Diíkvöru-deildin.
Járn-rúm sterk og gerðar-
leg, fjaðrir úr Kopar-vír, fallega
máluð; látúns-húnar.
Verð kr. 10,50 og þar yfir.
Vaxdúbur 40' breiður.
Kr. 1,25—5,50.
Dyra-mottur
0,45—3,30.
Laka-löreft
af allra beztu tegund. Vér er-
um að selja þau út með sára-
litlum ávinning fyrir þetta verð:
Breidd 3 al. 0,42—0,90 pr. al.
Járnvövu-deildin.
Fallegt úrval af hnífum og göfF-
lum, nýkomið. Margvíslegu úr að
velja, fyrir verð við hvers manns
hæfi.
E i n n i g
Grlervarningur
af öllu tæi. Skálar, bollar og
undirskálar, frá 0,15 og þar yfir.
Fyrir þá sem ætla sór að kaupa,
eru svo mörg kjörkaup í þessari
deild einni saman, að það eitt út
af fyrir sig borgar tímatöfina við
að líta yfir varninginn.
O
8
o
Þeir sem svívirðilegast létu á fund-
inum með fótastappi, gargi og öskrum,
vóru þeir Gísli „krúkk“ (svo kallaður),
Björn Jónsson ritstjóri, Kújón „prent-
villa", Haraldur Níelsson biblíu-þýðandi,
Ágúst Jósefssonf?] prentari, Benedikt
Sveinsson ritstjóri og ýmsir fleiri land-
varnar-garpar, einn aðkomandi utan-
bæjar-embættismaður o. s. fr.
Einkennilegt er, að við atkvæða-
greiðsluna um till. þingmannanna (hún
var þeirra beggja, þótt G. B. bæri fram)
felldu menn miklu frjálslegri tillögu
(um stjórn sambandsmálanna: „að sem
fæst mál verði sameiginleg og að lög-
gjöf í þeim málum sé þannig háttað,
að það eitt verði að lögum hér á
landi, sem Alþingi samþykkir“) — heldur
en þá sem þeir samþyktu síðar.
Þessi ákvæði eru óhæfaí augum land-
varnarmanna!!!
Tillaga speki’dantsins (M. Bl.), sem
síðar var samþykt, hafði enga slíka
sjálfstæðis-trygging inni að halda.
Viðauka-till. G. B. („og ekki settur
landstjóri") fann heldur ekki náð í aug-
um landvarnarmanna.
Þar með hafa þeir sýnt, að það er
landstjórafyrirkomulagið [danski prinz-
inn hans E. B. ?], sem þeir vilja setja
í stað flutnings mála „í ríkisráði".
Þá vita menn það.
Við atkvæðagreiðsluna um till. þing-
mannanna greiddu atkvæði margir
unglingar og nokkrir utanbæjarmenn
(t. d. bóndi af Vesturlandi).
Þrátt fyrir það var till. samþykt, ef
rétt hefði verið talið. Til vóru nefndir
menn sinn úr hvorum flokki að telja.
Auk þess töldu fleiri glöggir og sam-
vizkusamir menn, og bar tölu þeirra
jafnan saman við tölu hr. Forv. Þor-
varðssonar prentsmiðjustjóra,svo aðeins
munaði 1—3 atkvæðum. En teljari
landvarnarmanna hafði jafnan 19—25
atkv. hærri tölu móti till. þingm., og
þeim mun lægri með. En meðaltal
var tekið af tölu beggja.
Eftir atkvæðagreiðsluna í sambands-
málinu um þingm. tillöguna, gengu
flestir heimastjórnarmenn af fundi, og
eftir tillögu spekúlantsins vóru sárláir
heimastjórnarmenn eftir, nema þing-
mennirnir. En einlægt fyltist salurinn
af götulýð.
Fyrir óstjórn og gauragang varð öll
átkvæðagreiðsla fundarins einstór mark-
leysa.
Hermiljóð. •
(Stælt eftir kveðskap E. B.).
í vetur léku ísl. stúdentar í Khöfn
gamanleik, er þeir nefndu: „Stórpóli-
tíkin og strákapólitíkin". í þeim leik
vóru nokkur hermiljóð („paródíur")
af ljóðagerð nokkurra islenzkra skálda
og rímara, t. d. séra Matth. Joehums-
sonar og Einars Ben.
Blað eitt hér í Rvík birti í vetur
hermiljóðin eftir Matthíasi, en hermi-
ljóðunum eftir Einari, sem því vóru
þó líka send, stakk það undir stól. Það
var þó synd, því að þau eru svo af-
burðavel kveðin, að vér getum varla.
hugsað oss skemtilegri eftirhermu eða