Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 10.08.1907, Side 1

Reykjavík - 10.08.1907, Side 1
1R e y kf a vtfc. C# JÞ 15 löggilta biad tii @tj órnarvalda-birtinga á Islandi. VIII., 61 Utbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 10. Ágúst 1907. Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. VIII, 61 ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍWL < >íi ím og eldavélar selur Kristján t’orgrimsson. ^oooooooooooooooooooooooooooooooooooog V erzlunin Edinborg í Keykjavík F atnaðardeildin hefir nú einkum margt að bjóða., sem menn þarfnast nauðsynlega fyrir konungskomuna og Þjóðhátíðina svo sem : lÁaFlmaiuisfatnaöi allsk. frá'kr. 18.00—45.00. Dreng;jaföt allsk. frá kr. 2.65—18.00. Megiikápiir margs konar á fullorðna og drengi. Ilattar harðir af nýjustu gerð kr. 4.50—8.25. do. linir af nýjustu gerð kr. 2.50—5.50. Stráliattaua marg-eftirspurðu. Dreng ja-yfirfrakkaua makalausu. Ilancliettskyrtur hv. & misL og Milliskyrtur hv. & misl. Skiiinliaiizka sv. & misl. og allsk. liálslín og knýti. Dreng'jablússur ljósleitar og Nærföt margar teg. Kegiililifar og gföugustafir mesta úrval og ótal m. fl. Þá viljum vór minna bændur og búhölda á ljáblöðin makalausu í EDINBORG, sem hvergi fást betri né ódýrari. — Bnrifremur CEMENTIÐ makalausa með hamarsmerkinu, að allra dómi kezta teguud. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooc „REYKJAYÍK11 Árg. [60 -70 tbl.] koatar imianlands 2 kr.; erlondis kr, 3,00—3 8u.— 1 áoll. BorgÍBt fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglgsingar innlendar: á 1. bla. kr. 1,60; 3. og 4. bls. 1,25 — TJtl. augl. 33*/a°/o hærra. - Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreið8lumaður og gjaldkeri .Jón OliifsHon. Afgreiðsla Laufasvegi 5, kjallaranura. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðala, 71 prentsmiðjan. Konuugsjörin austur. (Frá frcgnrita „Reykjavikuij. Þjórsárbrú, 6. Ágúst. Ferðin hefir gengið eins vel og frek- ast verður á kosið, mesta veðurblíða, sól og sumar alla leið, skapið gott, gleðin mikil og þeir útlendu gestanna er ekki sneru aftur á Þingvöllum, hafa verið inir ótrauðustu. Fagna þeir því mjög, þó sumir þeirra sé gamlir menn og þoli illa áreynsluna, að hafa farið alla leið og getað iitið alla þessa feg- urð, segjast skuli stríða hinum, þegar suður kemur. Viðtökurnar á Þingvöllum vóru hvað slælegastar og fór flest alt þar í handa- skolum framan af. Veðrið var heldur ekki gott þjóðhátíðardaginn, suddarign- ing. En daginn fyrir var inndælasta veður og konungur varð hrifinn mjög, er hann kom á Öxarárbrúna. Var það heppni að hann skyldi sjá Þing- velli í svo góðu veðri. 3- Ág. er vér lögðum upp frá Þingvöllum, fengum vér og fagurt útsýni yfir Þingvallavatn. En hrifnastur varð konungur á Laugar- dalshálsunum á leið austur að Geysi. Viðtökurnar á Geysi vóru inar æski- legustu og má þakka það frammistöðu- konunni, frú Guðrúnu Hall, og skrif- stofustjóra Jóni Magnússyni, cr reið austur daginn fyrir til þess að viðtök- urnar yrðu ekki inar sömu og á Þing- völlum. 4. Ág. var inndælasta veður. Var borin sápa í Geysi um kl. 8 að movgni, en hann gaus ekki í það skiftið. Kon- ungur gekk upp að konungssteini (Chr. IX. steini) um dagmál og var tekin mynd af honum þar. Siðar var honum um daginn reistur annar steinn nokkuð ofar, er Stefán Eiríksson hjó; stendur á honum fangamark Friðriks f-----------------------------• ÍRSMÍÐA-VINNUSTOFA. Vönduð ír og Klulikii r. Baukastræti 12. Helgi Hannesson. 1-----------------------------• VIII. og ártal. Geysir gaus kl. 10 allmyndarlegu gosi og fanst konungi og Ríkisþingsmönnum mikið til um. Við dagverðinn hélt prófessor Þorv. Thoroddsen einkar skýran og fi'óðlegan fyrirlestur og var gerður mikill rómur að, enda mæiti konungur fyrir skál lians á eftir. Geysir gaus aftur á leið- inni að Gullfossi og sáum vér það. Að Gullfossi komum vór ki. 2*/^ í björtu sólskinsveðri. Regnboginn stóð yfir endilöngum fossinum og gullslit- aður úðinn upp yfir. Fékk sú sjón mjög á alla gesti vora og þótti bæði áhrifamikil og fögur. Við Gullfoss var tekin mynd af konungi með alla þing- mennina að baki. Þar vóru á að gizka 400 manna saman komin. Að miðdegisvevðinum við Geysi kl. 6 varð fyrsti bresturinn pólitiski í ferð- inni, er konungur mælti fyrir „einingu ríkisins undir einu flaggiu og þótti Lanúvarnarmönnum þá nóg um, vildu skella skuldinni á þann (L. H. B.) er mælti fyrir minni konungs, en hann haíði einmitt talað mest um sórstöðu Islands í ríkinu sem lands þess, er heyrði sérstaklega undir kotxung, og að eins í enda ræðu sinnar nefnt kon- ung sem konung ríkisins. Hvellur sá, er sumir vildu af þessu gera, er skyn- sömum mönnum og gætnum óskiljan- legur. Konungur mælti síðar hjartanlega fyrir minni Sveinbjarnar tónskálds Sveinbjörnssonar og var því tekið með fögnuði. Forsætisráðherra hélt því næst góða ræðu og hyggilega um þjóðernið og samheldi manna nú á tímum ólíkt sjálfræði og metnaði einstaklingsins til forna. Bað menn stuðla að ræktun og fvamtíðarheill landsins, þá myndu eftiikomendurnir blessa oss engu síður, en vór forfeður vora. Síðan var mælt fyrir minni drottningar. Einna mest hefir borið á því meðal dönsku gestanna, hve þeim þykir land vort illa setið, lítt notað eða alls ekki þó landkostir sóu inir beztu. Fyrver- andi ráðgjafi Bramsen mintist einkum á það í einni ræðu sinni og tjáði hann Bönum Ijúft ef íslendingar leyfðu það, að rétta þeim hjálparhönd bæði með fjárframlög og vinnukraft. Þótti sum- um íslendingum þar nóg talað, en ó- efað er vilji þessara gesta vorra góð- ur og einlægur. Ú rsm í ðav i n n ustof a Oíii-I F. JBartels j Laugavegi 5. Talsíiui 137. : ----------------- .....rrrrTTr-IÍ 5. Ág. kl. 7^/a lögðum vér eins og til stóð upp frá Geysi í fegursta veðri. Yar tekin mynd af konungi á inni nýju brú yfir Hvítá og sónvdi ráðherra vor sér þar vel að vanda við hlið hans. Spölkorn frá brúnni sáum vór hver gjósa mikið gos um það bil, að vór vórum að missa sjónir á Geysir; var það Strokkur, er heilsaði konungi sín- um eftir 11 ára þögn. Húsin í Skipholti, sem eru in álit- legustu, skoðaði konungur hátt og lágt. Var þar blindur karl í fjósi og gaf konungur honum fé. Við Efra-Lang- holt var konungi fagnað ið alúðlegasta. Kom konan að veginum með barn á handlegg og rétti að konungi blóm- vönd úr ísl. blómum. Þótti konungi og öllum vænt um þá gjöf. Annars kunni fólk sig lítt þar sem konungur fór hjá, konur stóðu eins og dæmdar og karlmennirnir að vanda þegjandi með höndur í vösum. Er það ijótur siður og leiðinlegur. Áð var að Álfaskeiðum undir Borgar- ási, vóru þar lúðrar þeyttir og flaggað á Skinnhúfu, en svo heitir klettur einn á Skeiðunum. Þar var fjöldi fólks. Konungur reið heim að Reykjum á Skeiðum, til þess að skoða gamlan bæ og fornfálegan. Yar þar tekin mynd af konungi og bónda fyrir bæjar- dyrum. Riðu menn síðan greitt og stundum allgeist eftir endilöngum Þjórsárbökk- um. En að Þjórsá komum vér liðlega kl. 7 að kvöldi og gisti konungur þar hjá Ólafi ísleifssyni, en ríkisþingsmenn og allflestir aðrir í tjöldum. Veður er heldur farið að svala og er hvast í dag 6. Ág., en þó þurt og bjart. Mun óg skrifa „Rvík“ ýtarlegar um ferðina í dag og sýninguna og slæ því botninn í, enda er nú þjóðhátíð Ár- nesinga og Rangæinga að byrja. Þm. Hxða ráðherrans á Þingvöllum 2. Ágúst 1907. Háttvirti þingheimur! í öll þau ár, sem vér höfum haldið þjóðhátíðarsamkomu á þessurn degi til minningar um þjóðhátíð vora og stjórn- arbót, höfum vór byrjað samkomuna með því að senda kveðju suður um haf til konungs vors, sem þessi há- tíðisdagur á sórstaklega tilveru sína að þakka, hans, sem fyrir einum manns- aldvi síðan „kom heill að hjarta Fróns", fyrstur konunga, „með frelsisskrá í föðurhendi". I þetta skifti þurfum vór ekki að senda hugann langar leiðir, til þess að hitta konung vorn, því hann stendur hór mitt á meðal vor. í annað sinni er konungur stiginn „heilum fæti á helgan völl“, og lítur yfir landið frá Lögbergi, með sama hug og hjarta og sama konunglega vilja til þess að lyfta landi voru og þjóð, eins og inn hátigni faðir hans og fyrirrennari. Vér þuvfum ekki að senda hugann langar Jeiðir, sagði ég. Það hefir lengi verið ið mesta mein vort, hve leiðirnar hafa verið langar og strangar fyrir oss

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.