Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 24.08.1907, Síða 2

Reykjavík - 24.08.1907, Síða 2
202 R E Y K J A V I K Oliver 'I'm ísI er heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún faest nú í vandaðri ísl. þýðingu hjábóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr taekifaerisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, loerðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. Yilji íslandsbanki auka hlutafé sitt nú um nokkrar millíónir eða fá alla takmörkun hlutafjárins afnumda, sem eðlilegast væri, þá mætti hann vera fús til að afhenda seðlaútgáfuróttinn fyrir sanngjarnt verð eftir þeim arði, sem hann o: seðlaútgáfurétturinn gef- ur nú af sér. Væntanlegan arð kaup- um við auðvitað ekki, enda krefjumst við einkis hluta þess arðs, sem :auk- ning hlutafjárins hefir í för með sór. Önnur hlunnindi ísl.b. ætti að láta halda sér sem áður, nema réttinn til að auka seðlaútgáfu Landsbankans. Gangi íslandsbanki ekki að þessum kaupum eða að líkum kjörum og ég nú hefl bent á, vil ég hiklaust skora á þing og stjórn að synja algerlega beiðni hans. Það sem þá liggur næst að gera, er að bæta úr peningaþörfinni með því, að taka lán til handa Landsbankanum; ekki ofurlítinn sultarbita, heldur nægi- lega mikið fé, eins og nú er þörf til, og setja sem tryggingu fasteignir bank- ans, skuldabréf, bankavaxtabréf og ann- að sem verður að veði haft, að ó- gleymdum höfuðstól þeim sem við væntanlega fáum innan skamms frá Dönum, í stað árlega tillagsins. Ég vona að það líði ekki á löngu áður en peningamarkaðurinn batnar svo, að hægt sé að fá lán með bæri- legum kjörum, þó það sé dýrt nú sem stendur, en hvað um það, hlutafó handa íslaudsbanka er heldur ekki ódýrt nú. Að endingu vil ég geta þess, að þessar línur eru ekki skrifaðar af neinni sérstakri óvild til íslandsbanka, því óg er einmitt viss um að hann getur gert oss stórmikið gagn, en ég vil ekki eyðileggjapeningamállandsins nó stofna Landsbankanum í voða með þvi, að gera íslandsbanka að ofjarli hans. Ég vil, einsog ég hefi áður á vikið, leysa af íslandsbanka öll óeðlileg bönd, en ég vil líka að Landsbankinn fái sinn sjáifsagða rétt til seðlaútgáfu og til þess að vaxa og þróast, eftir því sem ■honum er eðlilegast, því hann er nauð- synlegur til að halda á jafnvægi og viðhalda heilbrigðri samkeppni í pen- ingaverzluninni. Ég vona að ég hafi nú sannfært Jón Ólafsson, eða ef það er ekki, þá veikt að minnsta kosti málstað hans og enaa svo línur þessar með þeirri ósk og von að Alþingi skifti svo réttvíslega „sól eg vindi“ meðal bankanna, að jafn- vægið, sem nú er þó nokkurt, viðhaldist, en íslandsbanki fái ekki alla sólina en Landsbankinn tóman vindinn. Merkator. II. Svar til Merkators. Maður getur verið allra bezti reikn- rn^s-maður, þ. e. kunnað aðferðir til að reikna og verið leikinn í þeim, en skort þó alla þekking á lögum stærð- fræðinnar. Við slika menn er örðugt að ræða almenn stærðfræðileg sannindi, ÍRSMlfiA-YINNUSTOFA. Vönduð í'r og Klnkkur, Bankastræti 12. Helgi Hannesson. m-----------------—-----é því að þá skortir skilyrðin fyrir að skilja þau. A sama hátt er örðugt að ræða al- ment viðskiftalögmál við mann, sem kann að hafa gengið á verzlunarskóla og lært þar verzlunarreikning, bókhald, ef til vill verzlunarlandfræði og vöru- þekking, en ekki auðfræði eða viðskifta- fræði (economics), sem kennir in al- mennu lög og gerir þar með skiljan- lega fyrirburði viðskiftalífsins. Mér skilst ekki betur en að svona sé á komið með „Merkator". Stafróf almennrar viðskiftafræði virðist mér hann ekki þekkja. Elia hlyti hann að vita, að það er tvent ólíkt: að lána öðrum fé sitt eða að verzla (kaupa eða seija). Að kaapa verðbréf, hvort sem það er nú ríkisskuldabréf, hlutabréf í fyrirtækjum eða skuldabréf stofnana, er verðmæti hafa á almennum mark- aði („bors"), er verzlun, og alls annars eðlis en að lána öðrum peninga með venjulegum lánsskilyrðum. Að kaupa hlutabréf stofnunar (t. d. banka) er því alt annað en að lána henni peninga. í fyrra tilfellinu (ef maður kaupir hlutabréf) verður hann meðeigandi stofnunarinnar, en í síðara tilfellinu lánardrott.inn hennar. Éetta eitt sýnir, hve .gersamlega alt annað það er fyrir banka, að selja hlutabréf eða að taka lán. Með hverjum kjörum fé fæsttilláns er ákaflega breytilegt. Nú um meira en missiri hafa lánskjör verið alveg ó- venju þung í heiminum, lækkuðu að eins lítið eitt um tíma í vor, en eru nú aftur að stíga. Þetta gildir meira og minna öll lán. En hlutabréf stofnana, sem líka stíga einatt og falla, eru alt öðrum lögum háð. Þau fara eftir því, hve trygg stofnunin er og hvern arð hún gefur. En þó að svo væri, að hlutabréf ein- hverrar öruggrar stofnunar stæðu svo, að arðsvon af þeim væri minni en af þvi að lána út fé, þá eru ávalt til ýmsir menn, er heldur mundu kaupa hlutabréfin. Éað eru nl. ýmsir peningamenn, sem heldur vilja kaupa arðbær verðbréf, sem þeir álíta trygg, þótt þau gefi minni arð, heldur en að þurfa að eiga í því að lána út peninga sína einstök- um mönnum eða stofnunum1). Af þessu kemur það, að beztu rík- isskuldabréf (sem jafnaðarlega gefa minstan arð) seljast ávalt, þó að auð- velt væri að fá hærri vöxtu af pen- ingunum með því að lána þá út. Það þykir umsvifameira og ábyrgðarmeira. Nú vona ég að Merkator skiljist, það, að ísl. banka er öruggara að starfa með eigin fé, en með lánsfé, sem get- ur orðið sagt upp þá er hver vill, og og að honum yrði það ódýrra nú, er lánsfé er svo dýrt, en hlutabréf sjálfs hans standa y§r nafnverði (102). Af lánsfénu verður hann að borga ákveðna vöxtu, hvort sem hann hefir stóran arð eða lítinn eða engan, en hluthöf- unum greiðir hann meiri eða minni arð eftir því, hvern arð hann hefir sjálfur. „Merkator" segir ísl. banki sé dansk- ur banki. Þetta er ekki rétt. Tæpir !) „Landmandsbanken“, sem gaf hlut- höfum 8°/o arð fyrir 1906, hefir í ár aukið hlutafí sitt um 20 milíónir kr. (úr 40 mil. upp í 60 mil.). Orsmíðavinnustofa : Carl F. Bartels | i Laugavegi 5. Talsími 137. j 2/s af hlutafé hans er nú eign danskra manna, en fullur x/g eign Norðmanna og íslendinga; hlutabréfaeign ís,enú- inga í honum er sífelt að aukast — mun nú vera orðin. um 200,000 kr. En það sem mestu varðar hér er það, að lögheimili bankans er hér á landi, og að Islendingar hafa meiri hlnta í stjórn hans, og er þeim trygt það fram- vegis. Þetta gerir bankann íslenzkan. Ég þykist geta fullyrt, að ísl. banki hafi aldrei gert neinn mannamun að því, hvort kaupmenn, sem við hann skifta, verzli aðallega við Danmörk eða öunur lönd. Éað eru ekki þeir sem bundnastir eru við dönsk viðskifti, sem helzt þurfa á bönkum liér að halda, heldur öllu fremur hinir, sem óliáðir eru dönskum viðskiftum. Einmitt með því að gefa bönkum vorum (báðum) kost á að auka starfs- fé sitt, vænti ég þess að hugsjónir minar rætist um það, að vér getum skift við hverjar þær þjóðir, sem oss er hagfeldast. Éað er nú einnig í ráði, að gefa Landsbankanum kost á að auka- hluta- fé sitt með sölu bankavaxtabréfa (um 2 milíónir). Þetta er gott og æskilegt. Það er hvorugum bankanum skaði að hinn ankist. Öllu heldur ið gagnstæða. Því að báðar þessar aukningar bank- anna munu tæpast, og alls ekki, nægja til að bæta úr þörfinni til fulls. Að fara að binda leyfi til hlutafjár- aukningar við afnám seðlaútgáfuréttar, er ekki annað en að segja beint nei við beiðni bankans. Bankarnir hvor um sig geta vel staðist og haft nokkurn arð af rekstri sínum, þótt þeim verði synjað um aukning fjár síns. En geta landsmenn staðist það ? Bankarnir geta þá endurnýjað lán, sem nú eru, en ekki veitt nein ný lán eða keypt nýja víxla, nema fyrir það sem inn kemur, af því sem nú er úti. Það heftir öll ný fyrirtæki og dreg- ur magn úr þeim fyrirtækjum, sem nú eru, og mun að sjálfsögðu verða drepmein allra atvinnuframfara, og að líkindum valda almennu verðfalli og stórhnekki. Það er þjóðin, sem mundi bíða stór- tjón við ina skammsýnu pólitík „Mer- kators". „Merkator" heldur því fram, að fé, sem til láns væri tekið nú, yrði engu dýrara en hlutafjáraukning. Af hverju eru þá bankar erlendis nú að auka hlutafé sitt ? Er það ekki til þess að vera síður háðir sviplegum breyt.ingum lánkjaranna ? iMerkator" segist viss um, að Isl. b. „geti gert oss stórmikið gagn“. Það hafa báðir bankarnir vissuiega gert. En hvort svo verði að sama skapi fram- vegis, að þeir geti haldið áfram að gera oss meira gagn, það er undir því komið, að þeir hafi eitthvað til að gera oss gagn með. Landssjóði er heldur ekki arður í, að minka starfsemi isl. banka eða draga úr henni. Landssjóður fær nl. 10°/o af öllum þeim arði, sem bank- inn fær umfram 10°/0. Og aukning á starfsfé hans þýðir því auknar tek- jur fyrir landssjóð af honum. Hafi mér nú eigi tekist að sannfæra hr. Merkator með þessum fáu línum, þá vona ég þó að málið hafi samt heldur orðið ljósara við þær. J. Ó. Til íslenzkra barnakennara. Eftir roskinn bónda. (Niðurl.) Já, ég endurtek það, 300 kr. eru í boði fyrir 5—6 stunda skólavinnu á dag, alla heimavinnu og forstöðu skól- ans. Undirkennara-embættin(!)eru laun- uð með 150—200 kr.! — Síðan er áskilið að kennarinn kenni söng. — Það geta þeir líka margir. Væri ég söngkennari, mundi ég ekki vilja taka að mér söngkenslu í heilum skóla — þótt ekki væri nema 2-—3 bekki — fyrir 300+200 kr. Við skul- um dvelja ofurlítið lengur við 300 kr. skólastjóraembœttiðl Setjum svo að heimilisfaðir sækti um eitt þetta íslenzka skólaembœtti! Við skulum láta hann hafa létt heim- ili. Hann á 2 börn og hefir eina inni- stúlku. í heimili eru þá 5 manns, því hann hefir konu með sér í embættið! Nú flytur hann með fjölskyldu sína og tekur við skólanum. Það er erfitt að segja, hvað flutningurinn muni kosta, það verður undir vegalengdinni komið. Samt skulum við gera flutningskost- naðinn 100 kr. Stúlkunni verður hann að borga 70 kr. Fyrir hvern mann í heimili sínu þarf hann 1 kr. um dag- inn, 5 kr. á dag alls. Látum hann nú lifa svo spart, að í því felist hús- næði, Ijós, hiti og fatnaður. Til bóka- og blaða-kaupa þarf hann 80 kr., og er lítið ílagt. Það sem kennarinn þarf að borga út um árið er þá þetta: Fæði, húsn., Ijós, hiti og fat- naður 5 kr. á dag . . 1825 kr. Ferðakostnaður* .... 200 — Vinnukonukaup .... 70 — Bækur og blöð** .... 80 _ Samtals 2175 kr. Þegar skóli er úti, langar kennara til þess að fara á vorskóla kennara, sem er að fæðast. Þar dvelur hann í 2 mánuði sér að kostnaðarlausu, nema fæði. Þrátt fyrir launin er hann svo samvizkusamur að halda áfram að fullnuma sig. Þá eru 4 mánuðir eftir af árinu. Einn mánuð tekur hann sér frí með konunni eftir 8 mánaða strit. Þá 3 mánuði, sem eftir eru, fer hann í kaupavinnu, því nú sér hann að skóla- launin ætla ekki að duga! Hann fær 12 vikna vinnu hjá okk- ur sveitakörlunum og við gjöldum hon- um 22 kr. um vikuna. Fæði hefir hann frítt. Það verður þá samtals með fæðinu, 348 kr. Og 348 kr. á- samt skólal. 300 kr. verða samtals 648 krónur. Til heimilisins þurfti hann 2175 kr. Arstekjurnar verða 648 kr. Árshallinn verður því 1527 krónur. Haldi nú kennarinn þessu skólastriti áfram í 10 ár, hvernig er efnahagur hans að þeim liðnum ? Bágborinn. Mjög bágborinn. Falli nú kennarinn frá, þá er skuldasúpan eini ekknasjóður konunnar. Foreldrar! hamlið börnum yðar frá að ganga inn á þessa braut. Beinið þeim á annan lífvænlegri veg. Sjálfstæð- ir menn, gætið ykkar sjálfir. Takið eitthvað annað fyrir. — Ef þið kenpararnir getið ekki reiknað þetta út í upphafi, þá má einhver annar vorkenna ykkur en ég. En ef þið sjáið það í byrjun, þá segið við *) Það verður að gera við ferðakostnaði árlega, því kennarinn verður ekki mosavax- inn i svona embætti, honum býðst kanske að ári liðnu 350 kr. **) Ótaldir eru skylduskattar.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.