Reykjavík

Issue

Reykjavík - 24.08.1907, Page 3

Reykjavík - 24.08.1907, Page 3
REYKJAVIK 203 Sunlight Sápan hefir alla hina ágætustu.. eiginlegíeika. Betra að þvo úr henni en nokkurri annari sápu, skemmir ekki fötin þvi hún er búin til úr hinum hreinustu efnum, -og allur tilbúningur hennar hinn vandaðasti. Flýtir og léttir þvottinn. Þessa sápu ættu allir að biðja um. Farið eftir fyrirsogninni sem er á öllum Sunlight sápu umbúflum. sjálfa ykkur: leggjum ekki hönd á þenna plóg, það er synd gagnvart sjálfum oss og öðrum. En vilji kennarar gera sig hlægilega í augum ailra skynbærra manna, þá ta.ki þeir embœttið! En gætið þess, að þið gerið meira en að spotta sjálfa ykkur og stétt ykkar, þið vekið blóð- ug tár barna og kvenna. Því segi ég í fylstu alvöru: leggið niður starfið, breytið nm stöðu. íslendingar vilja ekki launa og kunna ekki að meta rétt kennara íína; það eru þeir nú búnir að sýna, síðan kennarastótt myndaðist í landinu. Þjóðdnni væri miklu skammarminna að hafa enga barnaskóla og enga barnafræðslu, en halda henni í þessu horfi. Henni væri nær að láta heimilin og prestana annast fræðsluna, sem er sama og leggja hana niður, heldur en að halda i þessa átt, sem hún nú gerir. Illa launaðir starfsmenn verðaónýt- úr .starfsmenn.. Þjóðin, þingið, sóknarnefndir ogskóia- stjórnir hafa sýnt, að það alt í heild sinni fyrirlítur kennarastarfið og ber ekki skyn á fræðslumálefnið með þess- um ranglátu kjörum, sem boðin hafa verið barnakennurunum. Kennarastétt- inni hefir verið traðkað meir ennokk- urri annari stétt landsins. Þetta er þjóðarsynd, það er þjóðarskömm. En þið kennarar hafið látið traðka ykkur, það er litilmenska, það er ó- sjálfstæði, það er samtakaleysi. Og fyrst svona gengur enn og svona hefir gengið, segi ég við ykkur: leggið niður starf ykkar, breytið um stöðu. Reykjavíkur barnaskóli gengur á undan öðrum barnaskólum landsins með kenslukrafta-val og kaupborgun. Við hann kváðu margir hafa unnið og vinna enn án allrar kennarament- unar. Skólastarfinu er skift í milli 30—40 manns, með öðrum orðum, alt skólastarfið gert að eintómum hjáverk- um. Klukkur, úr og úrfeslar, ' sömuleiðis gull og silfurskraut- i Qripi borgar sig bezt að kaupa á Laugavegi nr. 12. } Jóluinn Á. Jónasson. ÍOOOOOOOOOOOOOOOOCK Hvílík hagsýni! Hvílík samvizku- semi! Hvílík vizka! Avextirnir af þessu eru: bágborin kensla, stærsta agaleysi, algerð sam- vinnuvöntun og efnaleg bölvun fyrir kennarana. Þó kvað þetta vera ein- hver fjölhæfasti barnaskóli landsins. Hvernig haldið þið að sumir hinna séu ? Vegna þessarar starfsdreifingar við skólann og heimskulegrar sparsemi í fjárframlögum til hans, kvað enginn kennaranna geta lifað á skólalaunum sínum einum, að skólastjóra undan- teknum, en hann kvað vera einhleyp- ur maður og barnlaus. Svona er nú tilhögunin í stærsta og bezta barna- skóla landsins. Berið þetta nú saman við skóiafyrirkomulag og kennaralaun í nágrannalöndunum. Sumir halda því fram, að hér séu kennarar svo illa launaðir af því að litlar kröfur séu gerðar til þeirra. Það er heimska, það er fjarstæða. Þjóðin má ekki gera litlar kröfur til kennar- anna, hún á ekki að gera það. Hins vegar eru kennarar okkar, sem kenn- aramentun hafa, allvel færir menn. Þeir sem hafa sótt um skólastörf í öðrum löndum, hafa dugað vel og feng- ið rífleg laun. Við eigum þó nokkra kennara við skóla erlendis. Leggið niður starfið, og breytið um stöðu, segi ég enn einu sínni. Sækið enga kennaraskóla í þessu tilgangsleysi. Þið sem hafið aflað ykkur kennara- mentunar, getið tekið yður hverja aðra almenna stöðu, sem vera skal. Enga stöðu í mannfélaginu getið þið tekið, sem færir ykkur hlutfallslega minna í aðra hönd, en barnakennarastöðuna. Snúið við blaðinu og farið til dæmis að búa uppi í sveit. Sveitabúskapur- inn borgar sig miklu betur en skóla- stjórastaða með 300 til 350 kr. laun- um. Hann borgar sig betur, en þót.t þið fengjuð 600 kr. til 800 kr. við skólana. Mentun ykkar kemur eins að góðu haldi í búskapnum, bæði almenna mentunin og sérfræðslan. Ef ykkur fellur ekki búskapurinn, þá getið þið alt eins ráðist til annara en skólanefnda og sóknarnefnda. Almennur verkamaður fær 4 kr. um daginn og hefir þó engum tíma sér- staklega eytt til náms. Fjármenn og fjósamenn okkar bænda fá mikluhærri og notalegri laun en þið, og standa hálfu betur að vígi í baráttunni fyrir tilveru sinni — það er efnalega — heldur en þið. Munið nú heilræði mín, þau eru ekki margbrotin : Verið ekki lengur athlægi hvers skynbærs manns. Leggið niður kenslustarf ykkar og breytið um stöðu. Gerið það vegna sjálfra ykkar, gerið það vegna kvenna og barna, gerið það vegna ættingja og vina, gerið það fyrir þjóðfélagið og gerið*það vegna réttvísinnar og skyldunnar. Ég vonast eftir að inn heiðraði ritstjóri „Reykjavíkur" vildi Ijá mér rúm fyrir þessar línur í heiðruðu blaði sínu það alira fyrsta. Fúslega mun ég taka athugasemd- um af ritstjórans hálfu við grein mína, hafi ég vanhugsað eitthvert atriði. En greinina rita ég af heilum hug. t Jón Vídalín konsúll var fæddur í Víðidalstungu 6. Sept. 1857, sonur Páls Vídalíns stúdents og alþingismanns og konu hans Elinborg- ar Friðriksdóttur (Eggerz). Faðir hans andaðist í Okt. 1873 og fluttist Jón næsta vor með móður sinni að Þor- kelshóli. Veturinn eftir fór hann á Borðeyri og var þar við verzlun til næsta hausts (1875), en fór þá til Hafnar á verzlunarskóla. Kom upp að ári liðnu (1876) til Raufarhafnar og varð þar bókari einn vetur, en fór svo að Þorkelshóli til móður sinnar (1877). Eitthvað 2 árum síðar byrjaði hann verzlun í Reykjavík í félagi við Pál Eggerz frænda sinn. Þeir slitu félags- skap og hættu verzlun 1882, en höfðu áður reist hús það í Aðalstræti, er B. H. Bjarnason á nú. 1882—’83 var hann heima með móður sinni og stjúpa (séra Ben. Kristjánssyni í Múla). Þá var kaupfélagsskapur þar nýbyrjað- ur, en mjög í barndómi. J. V. glæddi hann og efldi mjög. Kom félögunum í betra samband við erlenda menn, fyrst við Lauritzen, en er hann þraut, komst hann 1 kynni við Louis Zöllner 1885 og varð umboðsmaður hans. Má að miklu þakka J. V. það, hve mjög kaupfélagsskapur efldist hér og komst á tryggilegan fót. Umboðsmaður Zöllners var hann til 1894, en varð þá sameigandi að verzlun þeirra til ársloka 1900 að þeir slitu félagsskap aftur. 1890 kvæntist hann Helgu dóttur Bryde etazráðs í Kaupmannahöfn og slitu þau aftur hjúskap árið, sem leið. 1895 var hann kosinn af Alþingi gæzlustjóri eimskipaútgerðar landssjóðs. — 1898 varð hann konsúll Breta hér á landi, en ári síðar R. af Dbr. Eftir að þeir Zöllner slitu félagsskap var J. V. lítið sem ekki við verzlun riðinn, enda var honurn þá mjög þrot- ið fé og heilsa. Jón Vídalín var hagsýnn maður í verzlunarmálum, og hvort sem menn eru samdóma eða ekki hugsjónum þeim sem fyrir honum vöktu með verzlunar- fyrirkomulag, verður því eigi neitað að þær vóru víðtækar og stórhuga. Á velmaktarárum sínum safnaði J. V. miklum og stórmerkilegum forn- menjum að sér hér á landi og er það safn svo mikið og merkilegt, að örð- ugt er til fjár að meta, en þó mun óefað mega teija það margra tuga þús- unda króna virði. Að öllu þessu safni arfleiddi hann ísland; verður það að sjálfsögðu sett upp sem sérstök deild í Forngripa- safninu og mun halda nafni hans á lofti um aldur. En það er fleira, sem varðveita mun minning og nafn Jóns Vídalín, og sér- staklega mun það seint fyrnast þeim sem þektu hann bezt, því að dreng- skapur hans og trölla-trygð var alveg fágæt. ____________ Dagbók. Krossar, nafnbætur, heiðnrs- merki. — Fyrst ber að leiðrétta þá missögn, er símuð var norðan af Ak- ureyri, að séra Geir Sæmundsson hefði krossfestur verið. Það var ekki. Hins vegar hefir Þorst. Gíslason rit- stjóri fengið gullmedalfu, en Guðmund- ur steinsmiður Einarsson silfurmedalíu. Ásgeir Ásgeirsson kaupm. í Kaup- mannahöfn (á verzl. á ísafirði) varð etazráð. Veðurathuganir eftir Knud Zimsen. Ágúst 1907 Loftvog millim. Hiti (C.) 8? rd *o a> > Veðrátta Fð. 16. 7 754.5 8.0 A 4 Sk.laust 1 7532 14.0 NNV 5 Smásk. 4 753.0 144 NNV 4 Skýjað 10 753.3 9.0 ASA 1 Skýjað Ld. 17. 7 753.9 7.0 ANA 1 Sklaust 1 754.0 14.0 N 4 Sklaust 4 754.1 13.5 NNV 5 Sk laust 10 755.2 9.6 N 3 Smásk. Sd. 18. 7 756.3 8.0 N 4 Sk laust 1 756.9 10.5 vsv 4 Alsk. 4 756.6 9.7 VSV 2 Alsk. ]0 756.0 8.0 NNV 1 Skýjað Má. 19. 7 755.8 9.6 ASA 1 Skýjað 1 757.2 12.7 VSV 4 Alsk. 4 757.8 11.9 SV 3 Skýjað 10 758.6 8.7 S 2 Skýjað Þd. 20. 7 758.4 10.0 s 1 Alsk. 1 757.2 14.0 sv 4 Skýjað 4 757.1 11 7 vsv 4 Alsk. 10 754.8 9.2 SA 1 Regu Mi. 21. 7 753.7 10.0 vsv 5 Alsk. 1 755.4 12.0 sv 5 Skýjað 4 756.5 9.2 vsv 4 Skýjað 10 758.2 6.9 N 6 Smásk. Fi. 22. 7 763.9 5.9 NA 3 Smásk. 1 765.3 13.2 NNA 5 Smásk. 4 765.9 12.5 NA 4 Smásk. 10 765.3 5.2 ANA 2 Smásk. SVEINN BJÖRNSS0N yflrréttarmálaflutningsm., Kyrkjustræti 10 tekur að sér öll rnálfærslustörf, kaup og sölu [tf] á húsum*og lóðum o. s. frv. Heima kl. IOV2—II* 1/* og 4—5. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu stjórnarráðsins verð- ur hálf jörðin Stóridalur undir Eyja- fjöllum, eign Sigurðar Ólafssonar, með húsum og öðru jarðarhálflendunni til- heyrandi, að undangengnu fjárnámi seld við 3 opinber uppboð. 2 fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar Laugardagana 31. þ. m. og 14. næsta-mánaðar kl. 12 á hád. 3. uppboðið verður haldið á sjálfri jörð- inni Laugardaginn 28. Septbr. næstk. kl. 12 á hád. Uppboðsskilmálar og veðbókarvottorð verða lögð fram á upp- boðsstaðnum á undan uppboðunum. Skrifstofu Rangárvallasýslu. Kyrkjubæ, 15. Ágúst 1907. Sig. Eggerz settur. (—67 Gullhringur fundiun. Vitja má til Guðm. Stefánssonar, næturvarðar.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.