Reykjavík - 27.08.1907, Blaðsíða 1
e $ k j a vík.
Ið löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á íslandi.
VIII, 66
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
I^riðjudag 27. Ágúst 1907.
Áskxifendur í b æ n u m
yfip 1000.
VIII, 66
gg- ALT FÆST 1 THOMSENS WAGASlHl. “258
Oíiiíi og eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
ótæmandi, ef dáð og drengskapur yæri, til
að hagnýta sér það. Þetta væru skilyrðin
fyrir að lyfta ísafirði í tölu stórbæjanna, og
í því trausti, að þessar hugsjónir sinar
mundu rætast, óskaði hann að ísafjörður
lifi lengi.
Helgi Sveinsson bankastjóri hélt tölu fyrir
minni sjómanna og var gerður að henni all-
góður rómur.
Um kvöldið var skeiatun fram á nótt með
dansi og fleiru, sem til skemtunar gpat verið,
og lýstu aJlir bæjarbúar ánægju og gleði
yfir þessum hátíðisdegi.
p. t. ísafirði, 12. Ágúst 1907.
E. Grímsson.
„EEYKJAYlK"
Árg. [60-70 tbl.] koatar innanlands 2 kr.; erlendia
kr. 3,00—S 8h.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Augljjsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33'/m°/o hœrra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Beykjavik“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Jón Ólafsson.
Afgreiðsla Laufksvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---n stofunni.
Telefónari
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins,
(„Austri“, „Frækorn11, „Reykjavík11).
. Kaupm.höfn, 25. Ágúst.
Damnörk. Konungur og ríkisþings-
menn komú hingað á Miðkudaginn.
Sameinaða eimskipafólagið sendi fjórtán
eimskip út í Eyrarsund á móti þeim,
full af farþegum, er allir fengu frítt far.
Noregur. Lundúna-fregnhús Reut-
ers heflr fengið að vita, að er þeir
keisararnir, Rúsa og Þjóðverja, hittust
nýverið við Swinemúnde, þá sömdu
þeir um það með sór, hverjar undir-
tektir þeir skyldu veita málaleitun
Noregs um að verða iýst hlutlaust
ríki, og kom þeim ásamt um að taka
því máli á þann hátt, er Bretastjórn
gæti orðið þeim sammála um.
Marokkó. Þar ganga enn alvar-
legar óeirðir.
Kaupm.htífn, 26. Agúst.
Danmörk. Heræfingar þær sem í
haust skyldi halda, verða látnar niður
falla, og er það gert til ívilnunar land-
búnaðinum.
Þessi símskeyti hafa stjórn og þingi
borist:
Bernstorjf, 24■ Agúst, hddegi.
Ráðherra og Alþingi íslands.
Nýkominn heim sendi ég Islatidi kveð/u
mina og endurteknar pakkir. Þ'ókk til allra!
Þökk fyrir alt!
Friðrik R.
Kaupmannahöfn, 23. Ágúst.
Ráðherra og Alþingi íslands.
Fyrir hönd peirra 40 Ríkispingsmanna
sendum vér kveðju og p'ókk fyrir pcer stór-
fenglegu viðtökur, sem oss vóru veittar i
landi yðat og fyrir pd hjartans alúð, sem
oss mœtti úr 'óllum áttum. Oss munu aldrei
g/eymast pessir f 'ógru dagar.
A. Thomsen, forseti Þjóðþingsins.
H. C. Steffensen, varafors. landsþingsins.
Þjóðhátíð ísfirðinga.
ísfirðingar hafa undanfarin ár haldið Þjóð-
hátíð sína 30. Júlí; nú var því frestað til
11. Ágúst og hún sett í samband við kon-
ungskomuna þangað, til að geta gert þann
dag sem hátíðlegastan.
Það vildi svo óheppilega til, að um morg-
uninn 11. Ágúst var veður ekki gott, norðan-
stormur og rigning. En sem betur fór bat-
naði veðrið þegar á daginn leið, svo að
síðdegis varð rigningarlaust, en samt norðan-
kuldastormur.
Fólk var árla á fótum þennan dag, allir
í sínum beztu flíkum, eins og lög gera ráð
fyrir, að búast undir hátiðahaldið, sem byrjaði
kl. 9 árdegis með lúðraþyt og skotnm (því
að ísfirðingar eru svo myndarlegir, að þeir
eiga „skothylki1* til fagnaðar við tækifæri).
Þá sté bæjarfógeti Magnús Torfason í ræðu-
stólinn og lýsti með nokkrum orðum. tiigangi
Þjóðhátiðarinnar. Yið þessa ræðu vóru fáir
tilheyrendur; veðrið var svo slæmt, kven-
fólkið ekki farið að „punta“ sig undir kon-
ungskomuna, allir að hugsa um blessaðan
konginn.
Kl. 10 flutti hr. prófastur Þorvaldur Jóns-
son snjalla og kjarngóða rseðu fyrir minni
íslands. Enn vóru fáir tilheyrendur.
Svo kl. 11 árd. flutti hr. bæjarfulltrúi og
kaupmaður Árni Sveinsson mjög snjalia ræðu
fyrir minni ísafjarðar. Þá var veðrið farið
að batna og fjöldi fólks saman kominn.
Ræðumaðurinn gat þess, að ísafjörður
væri smábær, ibúarnir „fátækir, fáir og
smáir“, landslagið hrjóstugt og hrikalegt;
óblíða náttúrunnar á sumum árstiðum all-
erfið viðfangs. En hann vildi telja það ein-
kenni hvers staðar, að íbúarnir steyptust að
nokkrú leyti í sama móti og náttúran um-
hverfis þá; eftir því sem náttúran væri ó-
blíðari og landslagið hrikalegra; eftir því
væru íbúarnir „þéttari á velli og þéttari í
lund og þrautbetri á raunastund11. Þetta
vildi hann heimfæra upp á ísafjörð; hér
væri dáð og dugur yfirleitt; hér væri margur
drengur vaskur og duglegur. Sjálfstæðis-
hugmyndirnar gengju nærri jafnhátt fjöll-
unum. — En eitt vildi hann minna menn á,
sem væri aðal framfaraskilyrðið fyrir þenn-
an bæ; það væri samheldni og félagsskapur.
Þetta væri það sem helzt vantaði hér; en
lífsáriðandi væri að sameina kraftana; væri
það gert, mundi mega lyfta þessu bæjarfélagi
á miklu hærra menningarstig en það stæði
nú á. Mcira að segja, ísafjörður gæti orð-
ið stórbær ef samheldni og félagsskapur
héldust í hendur.
Hann tók dæmi af því, er hann hefði
heyrt að einn Hollendingur hefði einhvern
tíma sagt, að guð hefði skapað jörðina og
hafið, „en við höfum skapað Holland11. Þetta
mætti líka til sanns vegar færa.
Hefðu Hollendingar ekki lagt hönd á plóg-
inn, að bjarga sínu landi frá eyðingu, væri
víst meiri hluti þess nú i sjó sokkið. En
mannshöndin er máttug. Nú er þetta land
eitt ið frjósamasta. Á líkan hátt vonaði
I lreinln>( i.
— Eins og kunnugt er, eru áheyrenda-
pallar Alþingis bæði þröngir og lágir undir
loft. Er þar því vanal. rnikil svækja og
þungt loft, einkum þegar mannmargt er. —
En eigi er þrifnaðurinn þar ofmikill eigi að
síður og ef nokkurstaðar væri tMefni til að
menn tækju í sig sóttnæmi, þá er það þar.
Mér satt að segja blöskraði á dögunum, er
ég kom þar upp og sá þar rullutuggur og
hráka hingað og þangað á gólfinu, og flýtti
mér út ið bráðasta og hét því að koma eigi
í það svinabæli næsta daginn. —
— Með fram stafar þetta af kæruleysi
manna, en b'ka vafalaust af því, að hráka-
dallar eru þar of fáir (að eins 2 á hverjum
palli). Ætti að minsta kosti að vera einn
í hverju horni, því þegar fult er af fólki á
pöllunum, er oft erfitt að ná í hrákadalla,
og verður mönnum þá á að hrækja á gólfið.
— Lítið gagn gera líka þeir hrákadallar,
sem nú eru þar, því í þeim er hvorki sandur
né karbólvatn, sem þarf og á að vera til
þess að þeir komi að tilætluðum notum. —
Líka væri kanske ástæða til þess að festa
upp auglýsingu þess efnis, að banna mönn-
um að hrækja á gólfið, eins og altítt er, að
gert sé víða erlendis vegna hættu þeirrar,
er stafar af berklasóttnæmi, og fult eins
nauðsynleg væri sú auglýsing eins og að
banna mönnum að reykja, oða standa uppi
á bekkjum, sem oft hefir verið uppfest á
pöllunum; — því hór getur þó verið ef til
vill um mannslif að tefla. Pallvörður ætti
og að liafa eftirlit með því, að menn hræktu
eigi á gólfið og banna, ef slikt er gert; og
er það engu þýðingarminna en að banna
mönnum að standa uppi á bekkjum, sem virð-
ist vera pallverði sérstakt áhugamál. — Læt
ég svo úttalað um þetta mál, en vonast til
að þessu verði kipt í lag eftirleiðis af hlut-
aðeigandi mönnum, eða þá af heilbrigðis-
nefnd bæjarins. — í sambandi við þetta mál
get ég eigi leitt hjá mér að minnast á ann-
an samkomustað þessa bæjar, nefnil. svart-
hol það, er Bicgrafteater nefnist; þangað
streymir fólkið á hverju kvöldi, en litla
heilsubót hygg ég að það sæki þangað, hvað
sem öðru líður. Þar er enginn gluggi eða
skjár á, og aldrei kemur þar inn nokkur
ljósglæta eða sólarbirt.a alla ársihs 365 daga.
Mér lízt líka svo á, að eigi sé þar sú varúð
sem skyldi, hvað hráka snertir. Yæri eigi
vert að athuga það nániara, einlcum þar sem
staðurinn er fjölsóttur mjög? Ég hygg, að
það væri eigi úr vegi, og „eigi veldur sá er
varir“. — Herra ritstjóri „Rvíkur“ er vin-
saml. beðinn að Ijá bnum þessum rúm í
nsta tbl. af blaði sínu, sem út kemur í þess-
ari viku. — Rvík, 20.—8. ’07. X.
Aths. — Hvað Biografteatrið snertir, er
þar ekki loftverra né hrákar meiri en í leik-
húsinu í Iðnó. Birta er auðvitað lakari á
daginn. Ritstj.
hann að mætti hjálpa Isafirði að verða að 4
ÚRSMlÐA-AINNUSTOFA. Vönduð ÍJr og Rlukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. ■ ' frjósöinum og fögrum stað. Auðvitað gæt- um við aldrei búizt við að sjá hér mikíð af sléttum grundum og grænu engi líkt og í Hollandi. En það væri sjórinn (hafið), scm ísflrðingar þyrft.u að bindast samtökum um 1 að nota sem bezt. Sú auðsuppspretta væri ! Úrsmíðavinnustofa Carl F. Bartels : Langavegi 5. Talsími 137. \
Dagbók.
9 síldyeiðiskip vóru fyrir helgina
sektuð á Akureyri fyrir ólöglegar veiðar
í landhelgi. Sektir samtals 7500 kr.,
og afli upptækur ger, 1600 tunnur
síldar. Ekkert danskt varðskip kom
þar nærri.
Gjöf konungs. Áður konungur
færi úr landi hér gaf hann landinu
10,000 kr. til eflingar skógræktar.
Jarðarför Jóns Yídalíns konsúls
var hér á Laugardaginn. Séra Þór-
hallur hélt húskveðju (á eftir sungin
ljóð eftir J. Ó.), en séra Árni Jónsson
talaði í kyrkjunni og við gröfina.
Meðal annars —!
„Plausor“ situr nú við og er að
semja nafnaskrá yfir þá sem ókross-
festir eru hér á landi; segir það sé ó
gerningur að ná réttri og nákvæmri
skrá yflr hina.
Sjálfur mæltist hann til að fá, þó
ekki væri nema „medalíu" —afþess-
um lélegustu — ekki veiðleika-meda-
líuna („for ædel Daad“), heldur bara
kopar-hlussu, ef svo vildi verkast.
Hann kvað svo sjálfur:
Plausor sendi buðlung boð,
bað af þeli hlýju,
að hann sig „fyrir simpel Daadu
sæmdi medalíu.
En kongur átti þá enga eftir.
Ef ritstj. „Rvíkur“ verður einhvern
tíma kongur, þá heitir hann á Plausor
að „dekorera" hann fallega.
„Þctta gleddl liann bróður
minn44. — Eins og lesendum vorum
er kunnugt, er herflota-flagg Grikkja
hvítur kross í blám feldi — eins og
„stúdontafólagsflaggið" hérna. [Krítar-
flaggið er reyndar sarna flagg, nema
með sambandsmerki í horninu]. — Á
leiðinni umhverfis land höfðu 1—2
mótorbátar, sem fóru móti konungi,
bláfeld stúdentafélagsins á stöng. Kon-
ungur brosti, er hann sá þetta, og
mælti við þá er næstir stóðu : „Þetta
gleddi hann bróður minn!“ [nl. Georg
Grikkjakonung].
I > rengur
getur fengið pláz hjá J. Mortensen
rakara, Hafnarstræti 22.
Tjald til sölu. Ritstj. ávísar.
Tapast hefir sitfurbúin svipa frá Rvík
að Baldurshaga. Merkt „Steindór". Finn-
andi er vinsamlega beðinn að skila henui á
Klapparstíg 19.
Útsölumenn,
sem hafa nokkuð afgangs af nr. 3,
4 A, 10 og 16 af síðasta (7.) árg.
»Rvíkur«, verðn að endursenda af-
greiðslunni þau blöð tafarlaust (á
vorn kostnað), ella borga árgangana
fullu verði.
Afgr. ..Itvíkur**.