Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 07.09.1907, Side 2

Reykjavík - 07.09.1907, Side 2
214 REYKJAVIK Oliver Twist cr heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fsest nií í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga •g fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, loerðu þeir eitthvað af henni. Sama má •egja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. Benzín-mótorinn „Stabil“ 2 heiðurspeninga úr silfri. Benzín-mótorinn „Eureka“ 1 heiðurspening úr silfri 1 —„— úr bronzi. Edílon Grímsson. Aths.: Þess er rétt að geta, að sá benzín-m ótorinn, sem talinn er benzin-mótora beztur, „Wolverine11, var ekki með að keppa um verðlaun, þótt hann væri þar sýndur. Svo segja skýrslur blaðanna. Jiitstj. Undir landvarnargrimunni. Eftir „Lögréttu11. Það hafa kunnugir ætíð vitað og séð, að ættjarðarástar-roðinn á vöng- um margra landvarnarmannanna okk- ar var ekki írá hjartablóði þeirra kominn, en að þeir hafa litað sig eins og loddarar á leiksviði, og að mikið af glamri þeirra er ekkert ann- að en alvörulaus uppgerð. Þeir leigja sig sjáifir útlendingum einmitt til þeirra verka, sem flokksblöð þeirra dæma allra harðast. Hérna eru nokk- ur dæmi um það. Landvarnarmaðurinn cand. jur. Magnús Sigurðsson vildi fyrir hönd Englendings nokkurs kaupa Gullfoss og bauð Tómasi bónda í Brattholti í Tungum 50,000 kr. fyrir hann, en Tómas bóndi neitaði því. Hann vill eigi að Englendingar eignist dýrustu og fegurstu blettina á íslandi, og er vert að geta þess. Hafði dóttir hans átt mikinn og góðan þátt í, að eigi var fossinn seldur. Sami hr. Magnús Sigurðsson hefir nú í hálft ár verið að braska í því að selja beztu jarðir hér í grend við höfuðstaðinn, Elliðavatn og Vatns- enda; hafa auglýsingar um það frá honum lengi staðið í útlendum blöð- um. Þá hefir landvarnarpostulinn Einar ritstjóri Arnórsson boðið eigendum vélanna við Reykjafoss að selja bæði tóvinnuvélarnar og Reykjafoss út- lendíngum. Kvaðst hann mundi sigla bráðum og þá geta gert þetta. Þjóðkunnugt má heita sölubrask Einars Benediktssonar á sumum beztu jörðum landsins og fossum til útlend- inga. Hafði hann fengið allmikið fé til þess í vetur í Kristíaníu, að ná fossunum í Soginu og jafnvel Gull- fossi líka undir Norðmenn. Einn foss hefir Englendingur nokk- ur keypt kringum 20. Ágúst. Það er fossinn í Andakílsá í Borgarfirði og fór hann fyrir 2400 kr. Heimastjórnarmaður. — „Fjk.“ frá í gær erókominenn í vorar hendur, en heyrt höfum vér, að hr. E. A. neiti því þar, sem hér er um hann sagt. Eitstj. „Bvk.“ Úr Yesturbænum. Það er hvorttveggja að vesturhluti bæjarins er útjaðar hans, og íbúarnir í þeim hluta hvorki embættismenn né „gróssérar", enda eru þess ljós merki, að in háttvirta bæjarstjórn veit vel af • ' ------------- ■ ■ • ÚRSMÍÖA-YINNUSTOFA. Vönduð Úr og Klnkkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. þessu. Þar hefir nú í 2 ár enginn skapaður hlutur verið gerður til gagns eða þrifa, nema ef telja skal vegarspotta út úr Vesturgötu ofan að sjónum; en sú gata er gerð að mestu fyrir einn eða tvo menn. Þetta er nú alt gott og blessað. Það er vatnsleysið, sem ætlar að verða þyngsta plágan í þessum hluta bæjarins; lítið útlit fyrir annað en að Vesturbæingar megi og eigi að fá að deyja úr þorsta og óþrifum. Nú fæst enginn dropi af vatni úr öllum þeim vatnspóstum, sem þar eru, nema rétt fyrst á morgnana nokkrar fötur. Sá sem ritar línur þessar, hefir einu sinni reynt að fara niður að prentsmiðju- pósti, að fá þar vatn í einar fötur. Þegar þar kom, gekk með illu að fá vatn í þessar einu fötur; sagt, að við Vestbæingar ættum ekkert tilkall til að sækja vatn í þennan póst, enda var hann í þetta skifti nærri tómur, svo að ekki er þangað að flýja. Mundi það nú ekki vera skylda bæjarstjórnarinnar, að reyna að bæta úr þessu, eða megum við deyja úr þorsta og óþrifum ? Ég býst við, að þótt byrjað verði á vatnsleiðslu inn í bæ, þá verði, sem eðlilegt er, langt að bíða þangað til hún er komin í Vesturbæinn, því að sjálfsagt kemur hún þar síðast. Er nú of langt farið, þótt maður fari þess á leit, að bæjarstjórnin léti grafa einn góðan brunn í Vesturbæn- um ? Það er ekkert efamál, að þar er svo mikið vatnsmagn í jörðu, að hægt er að fá brunn, sem trauðla þryti vatn í, væri vel frá gengið og nógu djúpt grafið? — Þeir brunnar, sem nú eru hér, eru allir svo grunnir, að það er eðlilegt að í þeim þrjóti vatn þegar langvinnir þurkar eða frost ganga. En er blessuð bæjarstjórnin lítur yfir alt, sem hún hefir gert, getur hún þá með góðri samvizku sagt: „Sjá, það er harðla gott!“? Vestbceingar. Ijeiðarkgt najn. Það er Þorsteinn gamli Guðmunds- son fiskimatsmaður, sem vér vildum minnast einu orði á. Hafl nokkur maður með réttu áunnið sér heiðar- legt nafn, gott orð, í sinni stöðu, þá er það hann. En slíkt nafn ávinst að eins með góðri þekkingu á starfl sínu og stakri samvizkusemi í að rækja það. Kaupmenn vita nú, hvað nafn Þor- steins Guðmundssonar hefir að þýða, hvers virði það er þeim. En almenn- ingur veit það ekki, og alþingismenn alment vita það auðsjáanlega ekki. Nafn Þorsteins þýðir nú það, að fyrir þann íslenzkan saltflsk, sem Jiann vottar, að sé 1. flokks vara, er nú borgað 10 kr. hærra verð fyrir skip- pundið, heldur en fyrir annan fisk. Fyrir 2 árum nam það yfir 20,000 skpd. sem flutt var út af málsfíski hér frá Faxaflóa að eins. Nú nemur það væntanlega meiru, af því að kaup- menn úr fjarlægum sýslum eru farnir að senda hingað flsk sinn, til að láta Þorstein Guðmundsson flokka hann. Af hverju? Af því að það tryggir þeim hærra verð fyrir það sem Jiann telur 1. flokks flsk. Hann er strangari matsmaður en aðrir, en það er einmitt það sem gefur flokkun hans og nafni gildi. Kaupmaður utan Faxaflóa sendir hingað 600 skp., sem á hans stað er álitinn 1. flokks fiskur, en Þorsteinn skipar að eins 250 skp. af því í 1. flokk, en 350 skp. í 2. flokk. — Hver er afleiðingin? Kaupmaðurinn fær fyrir 350 skp. það verð ytra, sem hann hefði fengið annars fyrir öll 600 skip- pundin, en fyrir hin 250 fær hann 10 kr. meira fyrir hvert. Og þetta er ekkert eins dæmi. Þeir eru að verða fleiri utanflóa kaupmenn, sem senda hingað fisk sinn til að láta Þorstein flokka. Yér skulum setja að gegn um hend- ur Þorsteins gangi nú 25,000 skp. á ári af málsfiski. Setjum enn fremur, að maður í hans stöðu metti meira eins árs stórgróða, heldur en samvizku sína og gott mannorð. Er þá ekki hverjum manni auðsætt, að hann gæti á einu ári grætt 100,000 kr. með því að vera óráðvandur? Hann er hæsti réttur í ma.tinu. Ef hann neitar að flokka flsk í 1. flokk, sem ætti þar heima, mundi hann ekki geta látið hvern kaupmann borga sér svo sem 4 kr. á skippundið, til að fá flskinn í 1. flokk? Auðvitað margborgaði það sig fyrii kaupmenn samt. Og ef hann væri fáanlegur til að skipa í 1. flokk fiski, sem ekki á það skilið, þá mundi vera ekki síður vert að borga fyrir það. Auðvitað gengi það ekki nema eitt ár. Þá væri hans gamla, heiðarlega nafn blettað og einskisvert. En 100,000 kr. gefa líka upp frá því 4500 kr. í árstekjur. Það er nú engin hætta á þessu með Þorstein Guðmundsson. En hann verð- ur ekki eilífur. Og hver ábyrgist að aðrir menn, sem eftir hann koma, séu jafn-ráðvandir og hann? Að setja menn, sem jafn mikil áhrif hafa á velferð stærsta atvinnuvegs vors, á sveltilaun, er það ekki að setja út verðlaun fyrir óráðvendni? Það er óhætt að segja, að ráðvendni Éorsteins ávinnur landi voru það stór- fé á ári, að missir þess væri þjóðartjón. En hvernig gerum vér við þennan mann? Ritstj. þessa blaðs barðist með hnú- um og hnjám fyrir því á Alþingi í hittiðfyrra, að fá laun hans (1000 kr.) hækkuð um nokkur hundruð króna. Þeim fékst að eins þokað upp um skitnar 200 kr. Það er ekki að eins blóðug vanvirða að því gagnvart Þorsteini, heldur stœrsta skammsýni gagnvart landinu að föst laun hans skuli ekki vera að minsta kosti 2000 kr. Vérlaunum útlendingum miklu hærra en landsins börnum, og það er rétt, þegar ekki er kostur á öðrum jafn- færum fyrir minna, og maðurinn er nýtur og starflð nauðsynlegt. Ef Þorsteinn hefði verið danskur eða norskur, þá hefði honum ekki verið boðnar 1200 kr í laun. Svo mikið er víst. Mikið mein getur það verið nýtum manni á þessu landi að vera Islendingur! Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins. („Austri“, „Frækoru“, „lteykjavík“). Kaupm.Jiófn, 5. Sept. Edrard Girieg, ið heimsfræga tón- skáld, dó í gær. [Edv. Hagerup Grieg, f. 1843 í Björg- vin í Noregi, var einna frægast tón- skáld, er uppi var í heiminum núj. Fjárhagurinn. Reikningsáætlanir dr. Valtýs og ísafoldar hraktar. Ræða ráðherra í efri deild 9. September. Eins og háttv. þingdeild væntanlega rekur minni til, hélt h. síðari þing- maður Gullbr. og Kjósarsýslu all- langa tölu hér í deildinni við 2. um- ræðu þessa máls um fjárhaginn yfir- leitt, sérstaklega um horfurnar við lok næsta ijárhagstímabils, sem þessi fjárlög, er vér nú höfum til með- ferðar, eiga að gilda fyrir. Hann hélt því fram, að ég hefði gefið þinginu rangar skýrslur um fjárhag- inn, gert alt til þess að telja þing- inu trú um, að fjárhagurinn væri góður, og vilt því sýn, meðal ann- ars með því, að tilfæra með tekjum upphæðir, sem ekki séu tekjur, og sleppa að tilfæra óhjákvæmileg eða lögboðin gjöld. Með þessu móti hefði mér lánast að dylja þingið þess, að tekjuhallinn, sem í frumvarpi neðri deildar að eins var talinn rúmar 32 þúsundir, sé í raun og veru rétt að segja hundrað sinnum meiri, sem sé nokkuð á fjórðu milljón, að land- sjóður sé uppétinn, viðlagasjóður farinn, landið komið á kúpuna, lands- búið orðið þrotabú, og langt fram yfir það. Hann sagði, að ég hefði tekið við fjárhagnum í bezta ástandi, en eftir 3—4 ára stjórn sé mér bú- ið að takast að gera oss „algerlega ófæra í sjálfstæðisbaráttu vorri, svo fjárhagslega ósjálfstæða, að ekki væri til neins að hugsa um stjórnlegt sjálf- stæði" ; gat hann þess, að sumir væru farnir að líta svo á, að þetta hlyti alt að vera gert af ásettu ráði, og einn maður hefði meira að segja skotið því að sjer, að það mundi gert að ráðum Dana, til þess að vér yrðum knúðir til að leita á náðir þeirra, og gera oss þeim algerlega tjárhagslega háða. Sjálfur kvaðst hann að vísu verða að álíta, að ég gerði þetta af fávizku og „frámuna- legu hugsunarleysi" og álfaskap í öllu því, er að fjárhagnum lýtur, en lét þess þó jafnframt getið, að hann gæti vorkent mönnum, þó að þeim dytti hitt í hug, og bætti því við frá eigin brjósti, að með ráðlagi stjórn- arinnar í tjárhagsmálum væri snú- in snara að hálsi oss tjárhagslega, og forsætisráðherra Dana fenginn annar endinn, svo að hann gæti kipt í og hert að, ef vér værum ekki góð og þæg innlimunarbörn, heldur fær- um að hreifa einhverju sjálfstæðis- kvabbi. Svo mörg eru þessi orð. Jatnvel þótt ég viti vel, að þess- ar tilgátur og ályktanir um ástæðurn- ar fyrir þeim tjárhagslega voða, sem tölur þingmannsins áttu að sanna, voru aðalatriðið og mergurinn máls- ins í þessari „rödd hrópandans", er hann kvað heyrast skyldu út yfif end- langt þetta land, svo alþjóð gæti skynjað, við hvílíka stjórn hún ætti að búa, þá vil ég að svo stöddu láta mér nægja að skírskota til þeirra fáu orða, sem ég sagði um þær við 2 umræðu, og láta aðra um dóm- inn um það, er niína persónu snert- ir. En hinar aðrar staðhæfingar hans og röksemdaleiðslu langar mig til að athuga dálítið nánar en ég gat gert í

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.