Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 17.09.1907, Qupperneq 1

Reykjavík - 17.09.1907, Qupperneq 1
15 löggilta blað til VIII, 72 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. stj órnarvalda-birtinga á Islandi. t^riðjudag 17. September 1907. | Áskrif^dur^bænum j VIII., 72 ALT FÆST j THOMSENS MAGASÍWI. < (»<> el(laV éla 1 * selur Kristján Þorgrimsson. ,,REYKJAYÍK“ Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlondis kr. 8,00—3 8*i.— 1 úoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Blla 8 kr. Auglýsingar innlendar : k 1. bls. kr. 1,50; 8. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 3Z'l»°lo hærra. - A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri •Jón Oltiísson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ----n stofunni. Telef ónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla, 71 prentsmiðjan. Fjárhagurinn. Reikningsáætlanir dr. Valtýs og ísafoldar hraktar. Ræða ráðherra í efri deild 9. September. (Niðurl.) 6. En tólfunum kastar, þegar hann að lokum slær fram þeirri dómadags- kenning, að ábyrgð, sem landsjóð- ur stendur í lyrir veðdeild landsbank- ails, að upphæð 200,000 kr., sé að skoða sem útborgun og því sem tekjuhalla við lok fjárhagstímabilsins 1908—1909. Þessi upphæð og meira þó, 215,200 kr., er til í inniritunar- skírteini, tiiheyrandi viðlagasjóði, fyr- ir utan veltufé landsjóðs, er heyrir jarðabókarsjóði. Þetta innrit- unarskírteini hefir, síðan veðdeildin komst á stofn árið 1900, verið geymt utanlands, og verður það auðvitað áfram. Hvernig þessi upp- hæð snögglega ætti að bregða sér til þess að bætast við tekjuhallann á næsta fjárhagstímabili, er víst öllum hulin ráðgáta, nema ef til vill h. þing- manni, sem hefir svo góðan og greið- an aðgang að æðri opinberaðri vizku gegnum einn vin sinn og málgagns- meistara hér í bænum. Sama er að segja um ábyrgð þá, scm land- sjóði er ætlað að hafa fyrir skuld- bindingum brunabótasjóðs íslands, þegar hann verður stofnsettur. Þar býr þingmaðurinn það til, að land- sjóður eigi að »leggja fram 600,000 kr. sem tryggingarfje®, og talar heil- mikið um, að þessa upphæð þurfi hann jafnan að hafa handbæra. En ekkert í þessa átt stendur í lögun- um, né liggur í hlutarins eðli, enda væri sjóðsstofnunin allvarhugaverð. ÚRSMÍÖA-yiNNUSTOFA. Vönduð íTr og Klukk u r. lísinkastræti 12. Helgi Hannesson. ef svo væri. Þvert á móti er gert ráð fyrir, að þegar er landsjóður hef- ir orðið að leggja fram 50,000 kr., skuli jafna niður aukagjöldum á vá- tryggjendur, og þar sem sjóðurinn auðvitað endurtryggir ábyrgðir sínar, eins og lögin fyrirskipa, eru, sem betur fcr, harla lítil líkindi til, að til þess geti nokkurn tíma komið, að landsjóður þurfi að leggja fram mjögstórar upp- hæðir í þessu skyni. En þingmaðurinn lætur sér nú ekki alt fyrir brjósti brenna. Hann gengur út frá því sem sjálfsögðu, að alt brenni til kaldra kola, að eins til þess að hækka töl- ur hans. Hann hikar sér ekki við að brenna upp í anda heila kaup- staði og eyðileggja heil héruð í huga sínum, að eins til þess að geta í svipinn þeytt fjárhagsflautir sínar hátt upp í hæðir, svo fávísum mönnum blöslcri, og eldur grunsemdar og tor- trygni læsi sig um hugi manna eins og sá heljar-eldur, sem geysa þyrfti til þess, að landsjóður þyrfti að ieggja fram 600,000 kr. á næsta fjárhags- tímabili vegna ábyrgðar sinnar fyrir væntanlegan brunabótasjóð. Eg get ekki verið að eltast við fjarstæður þingmannsins lengur; allt, sem hann segir um ástand viðlaga- sjóðsins, er byggt á þeim reikningum hans og tölum, sem ég hefi nú verið að athuga um hríð, og veltur alt um koll með þeim. Viðlagasjóð- urinn stendur eins vel eins og hann nokkurn tíma hefir staðið, nema hvað 100,000 kr. í skuldabréfum fyrir þilskipalánum voru lögum samkvæmt færðar yfir á fiiskiveiðasjóðsins nafn. Handbært fé jarðabókasjóðs var um árslokin síðustu yfir 360 þúsund kr., og útlitið fyrir tekjuhalla hefir oft verið miklu meira en nú, án þess mein hafi af orðið. Þar með er alls ekks sagt, að fjárhagsástandið sé neitt afbragð. Það er nauðsynlegt, að fara varlega og gætilega, en þó eigi svo, að holl og sjálfsögð fram- sókn og framfaraviðleitni stansi af ótta fyrir ímynduðum grýlum. Eg öfunda þingmanninn ekki at þeim fögnuði, sem hann kann að hafa vakið sumum sálum í bráð með tjárhagsvísdómi sínum. Það er spá mín, aðþað verði skammgóður vermir. Hann hefir gert fífldjarfa og ófyrir- leitna tilraun til þess að vekja rangar hugmyndir og ástæðulausan tortryg- niseld, en tilraunin hefir mishepnast. Hann hefir tekið þetta of geist. Meðulin, sem hann notar, eru of Ú rsm í öav i n n ustof a Carl F. JBartels Laugavegi 5. Talsími 137. stæk. Hann heldur sig geta boðið íslendingum alt. En það er hætt við, að þeir þykist bráðum vaxnir upp úr því. Það getur verið, að honum finnist það stundum hafa gefist vel, að rangfæra sannleikanum. En það gefst aldrei vel til lengdar. Hið illa bítur sinn eigin hala. Um landsréttinði Islanðs. ísleiizlva ágreiiiing§niálið. Eftir Mag. Art. Holger Wiehe. [Framh.] Menn geta því ekki blátt áfram vísað frá sér íslenzku óánægjunni með því að segja, að íslendingar verði aldrei á- nægðir, eða kasta allri skuldinni yfir á flokkadeilurnar íslenzku. Fyrst er að líta á lögréttindin, og þar virðist mér sú danska skoðun, að ísland hafi orðið innlimað í danska ríkið á einveldistímunum, standa á mjög veikum fótum. Ef svo hefði verið, hvernig gæti þá skilningurinn á því, hver staða íslands sé, verið svo reikull og óljós? Að ísiand hafi ekki hiklaust verið skoðað hérað, það sannar Ijóslega meðal annars skjal eitt frá 7. Marz 1787, sem blátt áfram nefnir ísland ríki („ísland eða önnur ríki vor í Norðurálfu"). Dönsk lög giltu heldur ekki á Islandi fyrri en þau vóru sér- staklega birt þar. Þannig var stjórnar- skrá Danmerkur-ríkis ekki birt þar og náði þar aldrei gildi, þó að menn reyndu að „þenja" hana til íslands líka. Hefði ísland ekki verið nema hérað úr Dan- mörku, þá hefði ekki þurft að „lögleiða" hana þar; hún hefði þá gilt þar eo ijpso [að sjálfsögðu]. En það er þjóðernis-hlið málsins, sem mestu varðar. Islendingar kenna sig ekki að eins sem menn, er tala aðra tungu en dönsku, en þeir kenna sig sem þjóð, sem hefir sama rétt sem Svíar, Norðmenn og Danir. Auk þess á sór stað nú sem stendur sterk endur- vakning meðal innar íslenzku þjóðar, og þessi vakningarandi vill heimta vlðurkenning á þjóðlogum réttindum sínum einnig í ytri mynd. íslending- ar munu tæplega ganga að því að samþykkja [stöðu]-lögin 1871 með fám einum breytingum; þeir munu krefjast fyrirkomulags, sem einnig í orði kveðnu taki ótvírætt fram, að ísland sé „frjálst sambandsland". Þetta er í raun og veru takmark allra íslendinga, þó að þeir taki það ekki allir fram jafn-berlega eða með jafn-mikillióþolinmæði. Blaðið „Reykja- vík“, sem á íslandi er álitið mjög vin- gjarnlegt í Dana garð, hefir eitt sinn sagt, að fullnaðar-takmarkið hlyt.i að vera fult sjálfstæði íslands, annaðhvort í konungssambandi einu eða alveg út af fyrir sig, en að hitt stæði á minnu, þó að þetta tæki nokkuð langan tíma, ef menn hóldu að eins rétta leið í áttina. Aftur eru aðrir, er krefjast þess, að ísland sé nú þegar viðurkent frjálst sambandsland. „Pijálst sam- bandsla.nd. Það er ekkert samnings- atriði lengur. Það er grundvöllurinn fyrir öllum samningum", segja þeir. Á ýmsum kjósendafundum víðsvegar um land hafa upp á síðkastið verið samþykt ákvæði, er sem næst eru svona orðuð. Yér þurfum nú ekki að missa still- inguna yfir þessu. Samþyktir geta nú litið býsna ægilega út, og þarf ekki að vera svo mikið mark á þeim tak- andi fyrir það. Yerum stiltir og hlýð- um á, hvað íslendingar bera fyrir brjósti. Má vera, að þá er til kastanna kemur, sætti þeir sig við smærri breyt- ingar — í bráð. Því að um hitt er ég sannfærður, að sé ekki kröfunni um frjálst sambandsland fullnægt nú, þá kemur hún fram á ný innan skamms. Ég hygg því, að það sé skammsýn pólitík að skjóta málinu á frest. Kom- um nú Ijósu skipulagi á málið, sem báðir megi að öllu við una, eins vel fyr sem síðar; það mun báðum máls- aðilum bezt gegna. [Niðurl. næst]. r Islendingar erlendis. ísl. rltstjóri skýtur sig. Að Gimli í Nýja-íslandi, Manitoba, kemur út viku- blað allstórt, er „Baldur“ heitir. Rit- stjóri þess var Einar Ólafsson frá Firði í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Hann var um eina tíð ráðsmaður „Heims- kringlu". Einar var gáfaður maður, en nokkuð sérvitur, vandaður og bezti drengur. Hann var sósíalisti og anar- kisti að skoðunum in síðari ár, en Únítari að trú lengst af. Þó hafði hann ýmsar kreddur, er vér köllum hjátrú, svo sem þá, að stokkar og steinar hefðu meðvitund. Síðustu missirin var hann orðinn andatrúarmaður og prentaði upp eins og evangelíum alt andatrúarrugl Einars Hjörleifssonar. í vor, er leið, snerist hann gegn þeim stjórnmálaflokki, sem hann hafði alla tíð til heyrt, og veitti Sigtryggi Jónassyni lið við kos- ningarnar. Sjálfan hafði hann langað til að gera kost á sér, en hafði ekkert fylgi, sem lið gæti í heitið. Laust eftir hádegi Föstud. 16. f. m. fanst hann dauður á skrifstofu sinni, hafði skotið sig með skammbyssu. í bréfi, er hann- ritaði séra Jóhanni Sól- mundarsyni, kveðst hann ekki vilja lifa lengur. lslendingur lætur líflð fyrir vís- Indin. Hr. Vilhjálmur Stefánsson B. Sc., mannfræðingur frá Harward háskóla, sem ferðast hafði tvívegis hér heima, fór í fyrra vor í könnunarferð norður í heimskautshöf á skipi þvl er Duchess of Bedford hét. Sá hót Einar Mikkelsen, danskur maður, er því stýrði. En í förinni vóru með vísindamenn frá ýmsum háskólum. Þeir lögðu upp frá Victoria (B. C.) í fyrra 20. Maí. Skipið lá fast í ís í vetur, og í Febrúar þ. á. lögðu þeir norður á 2 hundasleðum Mikkelsen, Mr. LeiTingwell jarðfræðing- ur (Chicago), Dr. Howe (Cambridge), Hr. Ditlevsen náttúrufræðingur (Kaup- mannahöfn) og Vilhjálmur Stefánsson (Islendingur, Harward). Þeir höfðu vistir til 60 daga og ætluðu að leita ókends lands, er vei a mundi þar norð-

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.