Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 21.09.1907, Qupperneq 2

Reykjavík - 21.09.1907, Qupperneq 2
226 REYKJAVIK Oliver Twist er heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af hcnni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft scm hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þcss er bókin víða mjög skemtilcg. samkomulagið á Norðurlöndum fram- vegis. Og nú heyrum vér frá Svíþjóð og Noregi að þar farast mönnum áþekt orð um ágreininginn milli Dana og Is- lendinga. íslenzka ágreiningsmálið ber miklu fremur að skoða frá sjónarmiði Norð- urlanda heldur en Dana. Það á ekki að vera spurning um danska ríkisein- ing eða fjármunalega hagsmuni vor Dana. Það sem Dani í sannleika varð- ar mestu í þessu máli, það er að varð- veita ísland sem heimkynni norrænnar menningar. Væntanlega vaknar Skan- dinafa-stefnan1) aftur í nýrri og betri mynd, og þá megum vér ekki gleyma íslandi. Og hvernig svo sem samdrætti Norðurlanda kann að verða fyrir komið, þá megum vér þar ekki án íslands vera, svo miklar framtíðar-vonir sem það á til framfara. En eigi ísland framvegis að vera heimkynni norræn- nar menningar, þá verður líka íslenzk tunga og íslenzkir þjóðhættir að fá að þroskasl í fullu frjálsræði. — Danmörk má ekki sleppa íslandi; til þess er ís- land enn þá of veikt — hvort sem því verður nokkru sinni fyrir beztu að standa algerlega eitt síns liðs. Nú mundi það að minsta kosti þegar í stað verða stórveldunum að bráð. En hins vegar megum vér ekki tengja ísland við oss með neinum þeim böndum, sem íslendingum finst þrengja að sér. Vér megum ekki skáka í valdi réttinda vorra til íslands. Það erum þó ekki vér Danir, sem öldum saman hafa bar- ist og strítt í því landi. Hitt er satt, að nóg er landrými á íslandi, og það væri skammsýni af íslendingum að halda landinu lokuðu fyrir innflytjend- um. Og sakir alda-langs sambands við Danmörku og sakir frændsemi þjóðanna, væri það sanngjarnt, að þeir gerðu oss eitthvað hærra undir höfði en öðrum þjóðum — nœst á eftir sjálfum landsins börnum. En þeir Danir, sem óska kynnu að setjast að á íslandi, verða að sjá til þess að gerast íslendingar sjálfir, eða að minsta kosti láta börnin sín verða íslendinga. ísland má ekki verða eins konar Nýja-Danxnörk. Og vér rnegum heldur ekki leyfa dönsku auðmagni að sölsa undir sig valdið á íslandi hvorki leynt né ljóst. Það eru börn sjálfs landsins ein, sem geta borið ísland fram á ný til gengis og vegs. i) Skandinavismus var eiginlega tilfinn- ing þess, að Norðurlanda-þjóðir: Danir, Norðmenn og Svíar [íslendingum gleymdu menn] væri að ætterni. og eins að uppruna tungnanna, eins konar stór þjóðaheild; og af þessu spratt svo sú viðleitni eða stefna (ríkust um miðja 19. öld), að vilja draga þjóðirnar í nánara samlag andlega (í máli og bókmentum), efnalega og stjórnarfarslega, jafnvel koma öllum ríkjunum undír einn konung (sem bandaríkjum). Eftir að þessi síðasta stefna misti fylgi og dó út, hefir vak- nað ný viðleitni um frjálst samband í ýms- um greinum (peningaslátta og víxillög eru sameigin — ýmsir þrá landvarnarsamband, tollmálasamband o. fl.). Þýð. Lögbrot þingmanna. í „Dagbók“ í bl. í dag er „þingslit- anna“ getið. Þar er skýrt frá því, að ailir andstæðingar stjórnarinnar á þingi ásamt einum konungkjörnum þing- manni hefðu vanrækt að sækja þing- fund, og síðar aftur flestir gengið af fundi. Þingsköp Alþingis segja svo í 42. gr.: „Skylt er pingmanni, hvort heldur er í deild eða sameinuðu þingi, að vera við- staddur, er atkvæði eru greidd, nema hann bafi lögmæt forföll eða fararleyfi (50. gr.)“ En 50. gr., sem hér er vitnað til, segir svo: „Nú hefir þingmaður forföil, svo að hann getur ekki mætt á fundi, og skal hann þá skýra forseta, þeim er í hlut á, frá því í tæka tíð. Burtfararleyfi af þingi getur forseti veitt um 2 daga, ef nauðsvn krefur. Ef um lengri tíma er að ræða, þarf til þess sam- þykki hlutaðeigandi þingdeildar“. Enginn af þeim þingmönnum, er fjarverandi vóru eða út gengu, hafði tjáð nein forföll, og enginn þeirra hafði beiðst burtfararleyfis né fengið það. Þingsköp Alþingis eru lög, samþykt af Alþingi og staðfest af konungi. Þetta athæfi þingmannanna er því lögbrot. Og allir þessir þingmenn, er nú brutu lögin, höfðu sjálfir verið með að samþykkja þau (1905). Engir menn í landinu ættu þó síður en sjálfir löggjafarnir að ganga á undan öðrum í því að gernst lögbrotsmenn. En þá menn út um landið, sem fyigt hafa andstæðingaflokknum tilþessa, er ástæða til að spyrja nú: „Hvernig lízt yður á pólitískt siðferði fulltrúa yðar á þingi?" En þetta tilfelli gefur tilefni til breytingar á þingsköpunum þegar á næsta þingi. Þessi ákvæði (í 42. og 50 gr.) vóru sett inn í þingsköpin 1905 í feim tilgangi, að varna því, að minnihluti þingmauna gæti gert ófundarfært með því að ganga af fundi eða mæta ekki á fundi. Þetta hafði nfl. verið brallað áður á þingi (að minnihl. gerði ófund- arfært), enda engin ákvæði í þingsköp- um þá, er berlega bönnuðu það. En þinginu datt ekki í hug 1905, að það þyrfti að leggja neina refsing við, ef þessi ákvæði væru brotin, því að enginn ætlaði þá neinum þingmanni, að hann mundi víssvii.andi og viijandi brjóta lögin. Nú er það fram komið, að þessa er þörf. Oss virðist réttast væri að setja ákvörðun í þessa átt aftan við 2. málsgr. 42. gr.: „Nú brýtur þingmað- ur þessa skyldu sína, og getur þá for- seti iýst hann þingrækan þá þegar“. Eitthvað því um líkt verður að gera. Ýmsum getum hefir leitt verið um hvatir Þórarins. Yér skulum ekkert um það mál segja annað en það, að það nær engri átt að eigna honum nein samtök við stjórnarandstæðinga. Hvernig sem á Þórarni iiggur, þá á hann enga samsuðu við þá. isíímskeyti frá J. V. Faber & Co. Newoastle, ul9. Alt, sem oss hefir sent verið frá Is- landi, er selt. Reiknum beztu tegund 82/86 krónur fob. Síðri merki 75/80 krónur. Útlit fastara. Yæntum tals- vert hærra verðs og betri eftirspurnar næstu vikur. Fáber. Hvenær byrjar barnaskólinn? Herra íitstjóri! — Ég vonast svo góðs tii yðar, að þér takið eftirfarandi línur í heiðrað biað yðar. Éví heflr verið kastað fram, að barnaskóii Reykjavíkur muni ekki byrja fyrri en 1. Nóv. næst.k. Oss foreldrum þykir þetta kynlegt, eigi aðrir skólar að byrja á vanalegum tíma, 1. Okt. Og nú þegar hafa tveir skólar augiýst það, sem sé fríkyrkju- skólinn og iðnskólirm. Ailir ættu að sjá, að annaðhvort er, að leyfa engum skóla að byjja á sín- um venjulega tíma, eða iáta alla skóla byrja 1, Okt. Hitt væri þýðingarlaust kák, að hefta suma, en leyfa öðrum að byija. í alla skóia Rvíkur munu ganga menn á misiinga-aldri. Þó skal það ekki fullyrt um lækna- og prestaskól- ann. Oss foreldrum er orðin þörf á að koma börnum vorum í skólann; ég þori að tala það í nafni fjöldans. Sumar- fríin eru alt of löng, og því engin á- stæða til að lengja þau, nema brýna nauðsyn bæri til. Yér, sem svo hugsum, óskum að skólinn byrji á sínum vanalega tíma, svo framt landlæknir sér það fært. Með framtíðinni ætti að stytta sumar- fríið að mun, en hér skal ekki farið út í þá sálma. Barnamaður. — Eins og nú er komið útbreiðslu mislinganna, má telja víst, að þeir verði ámóta útbreiddir í bænum 1. Nóv. eins og 1. Október. Er það hugsandi að loka skólum hér aiian eða mest- ailan veturinn? Skaðinn yrði ómetan- legur. Yér spurðum í þessu landlækni um þetta. Hann svarar, að eigi verði að sinni tiihlutun lagt fyrir að loka nein- unr skóla; en bæjarstjórnin muni, ef til vill, fresta setningu barnaskólans til 15. Okt.; þangað til veiði búist við að meiri hluti barna geti ekki sótt skólann. Ef aðrir skólar verði lokaðir, þá verði það fyrir nemenda skort. Vér ætlum því, að flestir skólar hér, nema ef til vill barnaskólinn, byrji 1. Október. Ritstj. Dagbók. Sam]>ylít lög af Alþingi. Af iögum þeim er vér höfum áður um getið, eru Nr. 2, 9, 10, 14, 16,19, 20, 21, 22 þingmannafrumvörp, en hin stjórnarfrumvörp. Þingið samþykti enn fremur þessi stjárnarfrumvörp: 23. Prv. til laga um umsjón og fjár- hald kyrkna. 24. Frv. til laga urn breytingar á lög- um 31. Janúar 1896 um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdórna. 25. Frv. tii laga um veitingu presta- kalla. 26. Frv. til laga um skilorðsbundna hegningardóma og hegningu barna og unglinga. 27. Frv. til laga um lánsdeild við Fiski- veiðasjóð íslands. 28. Frv. til laga um lán úr landssjóði til byggingar íbúðarhúsa á prests- setrum landsins m. m. 29. Frv. til laga um útgáfu l'ögbirtinga- biaðs. 30. Frv. til laga um verndun forn- menja. 31. Frv. til laga um gjald af innlendri vindlagerð og tiibúningi á bitter. 32. Frv. tii laga um skipun læknishér- aða o. fl. 33. Frv. til iaga um skipun sóknar- nefnda og héraðsnefnda. 34. Frv. til iaga um skipun presta- kalia. 35. Frv. til laga um laun sóknarpresta. 36. Frv. til iaga um iaun prófasta. 37. Frv. til laga um ellistyrk presta og eftirlaun. 38. Frv. til laga um skyldu presta til að kaupa ekkjum sínum lífeyri. 39. Frv. til iaga um sölu kyrkjujarða. 40. Frv. til laga um vitagjald af skip- um. 41. Frv. til laga um bygging vita. 42. Frv. til laga um tollvörugeymslu og tollgreiðslufrest. 43. Frv. til laga um skógrækt og varn- ir gegn uppblæstri lands. 44. Frv. til laga um takmörkun á eignar- og umráðarétti á fossum á íslandi, um eignarnám á fossum o. fl. 45. Frv. til laga um stjórn landsbóka- safnsins. 46. Frv. tii laga um vegi. 47. Frv. til laga um stofnum bruna- bótafélags íslands. 48. Frv. til laga um fræðslu barna. 49. Frv. til laga um lausamenn og þurrabúðarmenn. 50. Frv. til námulaga. 51. Frv. t.il laga um frestun á fram- kvæmd laga 19. Des. 1903, um túngirðingar o. fl. 52. Frv. til laga um kenn'araskóla í Reykjavík. 53. Frv. til fjárlaga fyrir áriu 1908 og 1909. 54. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1904 og 1905. 55. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1906 og 1907. 56. Frv. til iaga um samþykt á lands- reikningnum fyrir árin 1904 og 1905. Þá samþykti það og, auk áður tal- inna iaga, þessi þingmannafrumvörp: 57. Frv. til iaga um útflutning hesta. 58. Frv. til laga um bæjarstjórn í Hafnarfirði. 59. Frv. til laga um iöggilding verzl- unarstaðar að Króksfjarðarnesi í Geiradalshreppi. 60. Frv. til laga um löggilding verzl- unarstaðar að Eysteinseyri við Tálknafjörð. 61. Frv. til laga um breyting á 1. gr. í lögum 3. Október 1903 um hafn- sögugjald í ísafjarðarkaupstað. 62. Frv. til iaga um að skifta Húna- vatnssýslu í tvö sýsiufélög. 63. Fjv. til laga um farandsala og um- boðssala. 64. Frv. til laga um veitiggar áfengra drykkja á skipum á íslandi. 65. Frv. til laga um breyting á 2. gr. laga um prentsmiðjur 4. Desember 1886. 66. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 66, frá 10. Nóvbr. 1905 um heimild til að stofna hlutafélags- banka á íslandi.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.