Reykjavík - 05.10.1907, Blaðsíða 2
236
R E Y K J A V I K
þessarar pólitíkur. Þetta skjal er því
ekki auðið að nota til að styðja gagn-
stæða viðleitni, aðskilnaðarviðleitnina.
Frelsisuppgjöfin 1262 hafði þá xnik-
ilsvarðandi afleiðingu, að sjálft iíffæri
sjálfstjórnar íslands hvarf úr sögunni,
með því að pólitísk starfsemi þingsins
hætti. Þó að þetta yrði nokkrum ár-
um síðar, þá má sjá, að gengið er að
því vísu í uppgjafarskjalinu, að svo
skuli verða, með því að hvergi er fram
tekið í því, að pólitísk starfsemi þings-
ins skuli halda áfram innan tiltekinna
takmarka, því að án takmörkunar gat
Alþingi auðvitað ekki haldið áfram að
vera æÖ3ta vald landsins, eftir að land-
ið var komið undir útlent vald. tín
nú eru ákvæðin um ið útlenda vald
skýrt orðuð í uppgjnfarskjalinu, m. a.
með því, að Noregs konungi er heim-
ilað að krefjast allrar „þegnskyldu" af
íslendingum, og því er það verulega
markvert, að í uppgjafarskjalinu er að
eins talað um Alþingi að því leyti sem
það hafði dómsvald, og að lögréttan
er alls ekki nefnd á nafn. Að það
hijóti að vera af ásettu ráði að þessu
er slept, má sjá á því, að undir eins
í uppgjafarskjalinu 1262 eru höfð nöfn-
in „lögmaður" og „sýslumaður", sem
þangað til vóru óþekt á íslandi, en
heyrðu til inu nýja skipulagi, sem loks
komst á að fullu 1271—73,1) svo að
gengið er að vísri breytingunni —
einnig á lögréttunni (þ. e. afnámi
hennar í raun og veru) — í þessu
skjali, og í aðaiatriðinu samþykt að
svo skuli vera.
íslenzkir aðskilnaðarmenn hlaupa
heizt yfir þetta og halda því fram, að
lögréttan hafi eftir sem áður haldið
löggjafarvaldi sínu. En öll skipun lög-
réttunnar breyttist við ið nýja fyrir-
komulag, og hún hafði upp frá þessu
aldrei Jöggjöf með höndum, heldur var
dómstóll að eins; lögmaður og sýslu-
menn, sem allir vóru embættismenn
konungs, tilnefndu alia, sem í Jögrétt-
unni sátu, og Jögiéttan hafði, að því
er til löggjafar kom, að eins forms-
starf á hendi, sem konungur fól henni,
og var sá starfi í því fólginn að þýða
á íslenzku og Jaga eftir staðháttum
þau lög, sem konungur sendi til lands-
ins (þennan sama starfa, að sníða til
lög — ekki Jagafrumvörp, heldur Jög,
þau sem gefin höfðu verið f.yrir ríkið,
— höfðu á Færeyjum undirdómararnir
ásamt öðrum embættismönnum þar).
Svona gekk undir eins til með Jóns-
bókina, sem 20 árum eftir uppgjöf
Jandsins lögleiddi norska löggjöf á ís-
landi; og eftir að Alþingi var af tekið
árið 1800, hafði landsyfirdómurinn, sem
þá var nýstofnaður, þetta starf á hendi
að því er ísland snerti. Löggjafar-
samkunda hefði hlotið að vera skipuð
á alt annan hátt, auk þess sem sjálf
hugmyndin um löggjafar-samkundu á
íslandi undir einveldinu er ekki annað
en einbert rugl. Að Alþingisdómamir,
eins og sumir segja, hafi verið jafn-
gildir lögum, það þýðir ekkert annað,
en að lögskýringum hæstaréttar verð-
ur ekki áfrýjað. AJþingi hafði Jengi á
hendi hæstaréttar-störf fyrir ísland;
fyrst var það lögréttan, sem gegndi
því starfi, en síðar yfirdómur, er sett-
ur var á stofn innan Alþingis. Að
vísu hafði Alþingi, líkt og kaupstað-
irnir á miðöldunum, sjálfstjórnarstarf
á hendi í málum, sem ekki vóru álit-
in ríkisstjórnarmál; en þetta verður
aldrei lagt út sem sjálfstæðisfastheldni
íslendinga gagnvart útlendum konungi,
því síður sem hans samþykkis var
leitað í inum heidri málurn.
Með hverjum hætti einveldið var
inn Jeitt, sést á Alþingisbókinni 1662:
„Lögmenn, sýslumenn og lögréttu-
menn, ásamt kosnum bændum, vóru
saman komnir á Öxarárþingi til að
uppfylla konunglegrar hátignar boð og
skipanir um erfðahyllingareið, sam-
kvæmt bréfi hans hátignar" ;x) en sak-
ir þess að lénsmaður kom síðar út,
en ætJað var, til eyjarinnar [íslands],
þá fór byltingin og undirskrift einveldis-
skrárinnar fram á gömlum þingstað,
er heitir í Kópavogi, n?Jægt Bessa-
stöðum, er vóru aðsetursstaður léns-
mannsins, á þann hátt., að allir þeir
menn, sem nefndir eru í Alþingisbók-
inni og vóru farnir heimleiðis, komu
saman á ný á þessum stað.
Það er því eigi auðið að færa nein
iök fyrir sögulegum rétti íslands til
að vera sjálfstætt ríki. ísland hefir
aldrei haft ríkis-sjálfstæði síðan á inu
sorglega þjóðveldistímabili, og þá seldi
það sjálfstæði sitt af hendi af frjáls-
um vilja, af gildum ástæðum og með
óhjákvæmilegum afleiðingum.
Athugas. ritstj. „ Rvlc. “ — Þetta er
nú 1. kaflinn og Jengsti (af 3) af rit-
gerð Hjörleifs danska. Vér viljum nú
gera nokkrar fáar athugasemdir við
þennan kafla, áður en vér flytjum les-
endum framhald ritgerðarinnar sjálfrar.
(2. kafli hennar er um lagalegan rétt
ísi. til sjálfstjórnar, og 3. kaflinn um
siðferðilegan rétt).
Það er eitt, sem allir íslendingar
taka þegar eftir, að höf. talar alt af
um „uppgjafarbréfið", „frelsisuppgjafar-
skjalið" („Underkastelsesbrev", „Und-
erkastelsesdokument") o. s. frv., en
nefnir aldrei þetta skjal sinu rétta
sögulega nafni „sáttmáli", „gamli sátt-
máli“. Þetta sýnir, að höf. er af full-
um ásetningi hlutdrægur; hann er
málflutningsmaður, en ekki sannleiks-
leitandi. Annars hefði hann haft hér
ið söguiega réttnefni „sáttmáli" (á. d.
„Traktat" eða „Pagt“). Ið rétta nafn
hefði undir eins bent dönskum lesend-
um í rétta átt: að hér er að ræða um
samning milli sjálfstæðis ríkis á aðra
hlið og konungs á hina.
Á 13. öld miðri og þar á undan eru
stjórnréttarhugmyndir manna harla
óljósar og á reiki; menn þekkja þá
ekki fræðikerfi vorra tíma, reyna varla
að skilgreina hugmyndirnar ijóslega í
stjórnfræðinni.
Forfeður vorir nefna ísland aldrei
annað en „landið", „land vort“, „ís-
land“ ; orðið „ríki“ kemur aldrei fyrir
um ísland á þjóðveldistímunum. Og
þó var hér skipulegt og lögbundið
ríki alt frá því er Alþingi hófst.
1) í sáttmáfanum 1262 finnast orð þessi
ekki; en þau koma fyrst fyrir í sáttmálan-
um, eins og hann var endurtekinn á Al-
þingi 1263 (og síðar). Ritstj. „Rvk“.
*) Ég hefi ekki Alþ.bókina við hendina,
og hefi því þýtt oi'ðin eins og höf. tilfærir
þau á dönsku, og er líklegt að einhver
orðamunur (marklaus þó að efni) sé hér frá
því sem í Alþ.bókinni stendur.
Ritstj. „Rvk.“
f ÚRSMÍBA-YINNUSTOFA. Orsmíðavinnustofa
Vönduð Lrr og Klukkur. Bankastræti 12. Carl F. Bartels :
Helgi Hannesson. • 1 » Laugavegi 5. Talsími 137. \
Konungar á Norðurlöndum vóru ein-
valdir um þetta leyti, svo langt sem
þeir máttu sín. Ríki eða veldi kon-
ungs var yfirleitt kallað það sem hann
réð yfir.
Þó að því svo hefði verið, að ís-
lendingar hefðu tekið „Noregs-konung"
til konungs yfir sig, þá hefði alls ekki
þurft að liggja í því að þeir gerðu
Island að hluta úr Noregs-ríki, heldur
að eins, að þeir hefðu samþykt að
konungs-erfðir, þær er þá giltu í Noregi,
skyldu einnig gilda á íslandi. En —
þeir gengu ekJci á hönd „Noregs-kon-
ungi“, heldur Hákoni konungi (og Magn-
úsi), og síðan héldu þeir áfram að
endurnýja sáttmálann við hvern nýjan
Jconung, sífelt með inum upphaflega
skildaga um landsréftindi íslands.
(Framh.).
„Fram46. Fundur 2. og 4. Fimtudag
í hv. mán. kl. 8'l2 síðd. í Templara-húsinu.
Vandlifað!
Isafold" og hennar hermiblöð hafa
hamast lengi á ráðherranum fyrir það,
að hann héldi ekki fram rétti íslands
fram yfir það sem stöðulögin leyfa.
Þeim er þó fullkunnugt um, að hvort
sem ráðherrann teldi stöðulögin lög-
lega til orðin eða ekki, þá hefir eng-
um verið annars kostur, en að lifa
eftir þeim i verJcinu, hvað sem skoð-
un þeirra á lögmæti þeirra leið. Þetta
hefir Alþingi og ahir íslendingar Jilotið
að gera.
28. f. m. er blaðið að teJja mönn
um trú um, að ráðh. hafi „ætlað að
ganga af göflunum út af því voðatii-
ræði við ríkisheildina" sem í því væri
falið að semja við utanríkis-félag (Mar-
coni-fél.) um firðritunarsamband við
ísland. Og þó veit blaðið eins vel og
hver maður í Jandinu, að ráðherrann
reyndi samninga við Marconi-félagið,
bæði skriflegar tilraunir, og einnig að
hann fór til Lundúna til að reyna
munnlega að semja. Þetta geta allir
séð í Alþ.tíð. 1905.
Nú í sumar hefir ráðherrann fengið
Alþingi til að lögleiða þá ákvörðun, að
„Báðherra Islands Jiefir Jieimild til
að semja við stjbrnir annara ríJcja
um vitagjald fyrir fisJcisJcip, þau er
þaðan eru gerð út til fisJcveiða Jiér við
land“.
Hvað segir ísafold þá? Jú, nú bregð-
ur hún honum um „tilræði við ríkis-
heildina“.
„Er þá ísland alt í einu orðið ríki
í hans augum?" spyr blaðið.
Yér vitum ekki til að ráðherra ísl.
hafi nokkru sinni talið ísland til Dan-
merkur-ríkis eða konungsríkisins Dan-
mörk. Danir féllu sjálfir frá þeirri
villu, er þeir samþyktu þá tiJVógu Al-
þingis, að í stöðulögunum var breytt
orðunum „Danmerkur-ríkis" í „Dana-
veldis".
Að ísland sé einn hluti af aíríki
(veldi) konungs er alt annað en að
það sé hluti úr Danmerkur ríki. Hví
skyldi Jón Sigurðsson annars hafa lát-
ið sér þykja svo miklu máli skifta, að
fá framgengt þessari breyting orðanna,
ef hann hefði ekki talið hana efnis-
breyting?
Oss virðist sem allir ísiendingar ættu
að vera ráðherranum þakklátir fyrir,
en ekki skamma hann fyrir, að hann
færir út kvíar íslenzks valdssviðs.
En honum er vandlifað, Jivað sem
hann gerir — skammir sJcal hann hafa
hjá ísafold og hennar nótum!
Herbergi til leigu Lindargötu 34.
Símskeyti til „Reykjavíkur“
frá Ritzaus Bureau.
Kaupm.höfn, 24. Sept.
Konungkjörinn hindsjtingsmaður
er orðinn Bjerre prestur (í Pedersborg
hjá Soro) fyrrum þjóðþingsmaður.
Kaupm.Jiöfn, 1. OJct.
Þiiigmensku-afsal. Inn nýskipaði
konungkjörni landsþingsmaður, Bjerre
prestur, hefir sagt af sér þingmensku
sakir árása á hann í biöðunum út af
framkomu hans við konu nokkra við
jarðarför. Jafnframt er honum vikið
frá prestsembætti um stund.
Stórliertoginn af Baden. [Fried-
rich Wilheim Ludwig, tengdafaðir Gúst-
avs Svía-krónprinz] er látinn [81 árs
að aldri)].
Þrotabú Warburgs skuldar yfir
2 millíónir kr., en eignir taldar
700,000 kr.
Námufélag. Leyfl til námurekst-
urs í Græniandi, er veitt dönsku félagi,
er stendur í sambandi við Landmands-
bankann.
Kaupm.Jiöfn, 3. OJct.
Bánskapur. Frá Odessa símað, að
ræningjaflokkur hafi ráðist á og rænt
hraðlest á ieiðinni til Kiew. Frá Omsk
(í Síberíu) símað að ritsímaskrifstofan
þar hafl verið rænd, gjaldkerinn drep-
inn og nokkrir særðir.
Frá Pétursborg símað, að Svea-
borgar uppreistarmennirnir hafi verið
dæmdir til þrælkunar um mismunandi
langan tíma.
Austurríkiskelsari er sjúkur.
Pdr Fríkyrkjumenn, sem
enn þd hafa ekki borgað
sajnadargjöld sín, eru her
með alvarlega ámintir um
að haja grcitt þau jyrir
15. nxsta mánaðar (Októ-
ber) sbr. £ög fríkyrkju-
sajnaðarins 17. gr.
Reykjavík 24. Sept. 1902.
______________________________[-77,79
fcjosbas fyrir 1 kú og heyhlöðu-
rúm fæst hjá ritstj. J. Ólafssyni.
Oliyer Twist
er heimsfrœg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hiín fœst
nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land
alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrlr unga
og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem
þeir litu í hana, lœrðu þeir citthvað af henní. Sama má
segja um Oliver Twist: hversu oft sein hann er lesínn, finst
nóg til íhugtinar og auk þess cr bókin víða mjög skemtileg*