Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.11.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 09.11.1907, Blaðsíða 1
1R k í a v t k. VIII, 82 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfjp 3000. Laugardag 9. Nóvember 1907. Áskiifendur í bænum yfir 1000. VIII, 82 gry ALT FÆST í THOWSENS MAGASÍNI. Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson. Ofnar oí* eldavélar Neíafnokkf/Þvi?80111111' ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo | V erzlunin Edinborg í Reykjavík. Með s/s »Viking« fengum við aftur miklar x birgðir af inu velþekta margarme E. Verö 50 aura pr. pund. í vefnaðarvörudeildina höfum við einnig o O fengið mjög mikið af álnavöru, sem við vonum B að geta sýnt okkar viðskiftamönnum snennna i næstu viku. q 50000000000000000000000000000000000C oo „REYKJ AYÍK“ Árg. [60—70 tbl.J kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 5,00—3 8h.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. .Túlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,60; 5. og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 33*/»°/o b»rra. - A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón <3la.fsson. Afgreiðela Lauf&Bvegi 5, kjallaranum. RitBtjórn: --„ stofunni. Telefónari 29 ritstjóri og afgreiðala. 71 prentsmiðjan. íslenzkir dómarar og íslenzkar ofsóknlr. n. Saga mdlsins. Sigurður Jónsson sýslumaður í Snæ- féllsnessýslu, mágur og bræðrungur Jóns Jensscnar yfirdómara dó gjald- þrota, en Lárus H. Bjarnason varð eftirmaður hans í sýslunni og því skiftaráðandi í búinu framan af. Meðal eigna dánarbúsins var íbúðarhús, er nú var leigt Lárusi sýslumanni með ráði og samþykki þeirra Sigurðar pró- fasts Gunnarssonar og Davíðs Sch. Thorsteinssonar, er vói’U umboðsmenn aðstandenda búsins. Lárus hugsaði svo fyrst að selja húsið á opinberu uppboði, eins og næst lá, en ekkjan og Jón yfirdómari bróð- ir hennar fengu hann til þess að reyna heldur að selja húsið með opinberu framboði án uppboðs, því að ólíklegt var, að viðunandi boð fengist í það á uppboði. Af því að Einar Hjörleifsson laug því upp, að Lárus hefði dregið söluna og spilt þvi, að þeir Sig. Gunn. og Dav. Sch. keyptu húsið, þá er vert að geta þess, að þeir vóru sem umboðs- menn á skiftafundi og samþyktu, að bjoða húsið til sölu (í blaði) og selja það utan uppboðs, ef 7000 kr. feng- just í það boðnar. En hvorugur þeirra gerði nolchru sinni, fyrr eða síðar, nókkurt tilboð í húsið, og þó reisti hvorugur þeirra sér hús fyrri en löngu eftir að sölu- fresturinn fyrri á húsi dánarbúsins var útrunninn. Húsið var svo auglýst til sölu í „ísafold" (XXII, 21), en árangurslaust. Skiftafundur afréð því (23. Nóv. 1895) með allra samþykki, „að enn skyldi freista sölu á húsinu með sama móti og fyrr, þannig, að húsið yrði boðið fram í „ísafold" fyrir minst 7000 kr.; og skyldu boðin koma til skiftaráð- anda fyrir lok n. k. Aprílmán.; en fengist ekki 7000 kr. boð í húsið, skyldi það selt á uppboði innan loka Júlí-mán. það ár“. Aftur leið fresturinn svo, að ekkert boð kom í húsið (fyrir 30. Apr.), nema frá Lárusi sýslumánni, sem 17. Apríl reit væntanlegum skiftafundi og bauð 7000 kr. í húsið. Upp frá þeim degi hafði Lárus sýslumaður engin afskifti af búinu. Hann bað um og fékk, að annar skiftaráðandi væri skipáður, af því að hann hafði sjálfur gert boð í húseignina. Loks í Ágústiok — nær 4 mánuð- um eftir að tilboðsfrestur var útrunn- inn, kemur fram tilboð frá Aug. Thom- sen kaupmanni í Reykjavík um, að kaupa húsið fyrir 8000 kr., ef Lárus sýslumaður vilji ekki kaupa það því verði. Þetta tilboð segist Thomsen sjálfur gera í umboði annars manns. En ef Lárus viiji ekki kaupa húsið, og sitt boð verði þegiö, þá verði húsið að veva laust eklci siðar en 1. Október. 12. Sept. var haldinn næsti skifta- fundur og var nú séra Sig. Gunnars- son settur skiftaráðandi. Þá (og þá fyrst) krafðist Lárus, að sér væri selt lrúsið, þar sem ekkert annað boð hefði fram komið meðan fresturinn stóð. En skiftaráðandi úr- skurðaði, að boð Lárusar skyldi ekki þegið, heldur skyldi Thomsen selt hús- ið — eða var það yfirdómari Jón Jensson, sem úrskurðaði svo fyrir munn séra Sig. Gunnarssonar ? Lárus var ekki skiftaráðandi, er hann gerði kröfu um, að staðið væri við framboðið; hann var að eins prívat- maður. Og að hann hafi haft bæði löglegan og siðferðilegan rétt til, að bera fram kröfu sína, því dirfist ekki nokkur maður að neita. En er skifta- ráðandi úrskurðaði, að hana skyidi ekki taka til greina, þá hélt Lárus henni ekki til laga., og sýnir það, að hann hefir ekki „sótt það mál fast“. Að Thomsen hafi ekki boðið í hús- ið fyrir sjálfan sig, segir hann sjálfur — og Aug. Thoinsen var enginn skrökmaður. En að sá sem fékk hann til að bjóða í húsið 8000 kr. — hvort sem það var nú Jón Jensson eða ann- ar —, hafi ætlað að gera hiiliboð eitt, til að nota sér neyð Lárusar til að gefa meira fyrir húsið, en það var vert, það sést ijóslega á mörgum at- vikum. Honum (umbjóðanda Thom- sens, hver sem hann var) var ekki annara um að fá húsið keypt en svo, að hann segir berum orðum, að hann vilji heldur, að I.árus sitji uppi með húsið, ef hann vilji blæða nógu mik- ið („er þetta boð mitt bundið því skil- yrði, að hr. sýslum. Lárus Bjarnason vilji eigi kaupa liúseignina fyrir sömu upphœð og með sömu kjörum sem ég“ stendur í umboðinu). Að þetta sé ekki af einberri velvild við Lárus hús- næðislausan, sést á því, að ef Lárus vill ekki borga húsið 8000 kr. (miklu meira en það var vert), þá á hann að verða í burt úr húsinu í síðasta lagi 1. Október. Það var varla auðið að fá húsnæði þá í Stykkishólmi, sízt viðunanlegt. Kona Lárusar var sjúk alla tíð og með ungbarn á brjósti. Það vóru því allar líkur tii, að takast mætti að nota sér neyð Lárus- ar, til að þröngva honum til að kaupa húsið afarverði. En það mistókst samt. Hann fékk sér annað húsnæði, þótt þröngt væri þar, og gat flutt fjöl- skyldu sína úr húsinu fyrir 1. Okt. En Thomsen er varla óðar búinn að fá þá harmafregn um haustið, að hann sitji uppi með húsið, en hann gefur manni vestra umboð til að selja það aftur (7. NóvJ. Nú þurfti umbjóðandi hans ekki á húsinu að balda, hvorki 1. Október né síðar. Húsið stóð autt til næsta vors, óleigt og arðlaust öll- um. Þá fer Thomsen (sjálfsagt, fyrir hönd umbjóðanda síns) að bjóða Lárusi húsið fyrir sama verð, sem Lárus hafði boð- ið (7000 kr.), en 1000 kr. minna en Thomsen hafði keypt það fyrir um haustið. En uú vildi Lárus ekki þiggja boðið, eftir að hafa haft kostnað, óþægindi og skapraun af hilliboðinu. Nú var farið að ganga á eftir Lár- usi til að þiggja húsið fvrir enn lægra verð. Og keypti hann það 2. Apríl um vorið fyrir 6750 kr. — 250 kr. lægra, en hann hafði boðið í það, og 1250 kr. lægra, en Thomsen var lát- inn gefa fyrir það. Svo framarlega sem tilboð og eftir- spurn skapar verð, þá sýnir þetta, að Lárus hefir boðið of hátt í húsið í öndverðu, og að líkindum keypt það of hátt. Að minsta kosti vildi enginn annar eiga það fyrir 6750 kr. einu sinni. Hér skal ekki dæmt um framkomu umbjóðanda Thomsens (Thomsen var auðvitað vítalaus, þótt hann gerði í annars umboði geypiboð í hús). En svo mikið er víst, að sé nokkur mað- ur, sem sé áfellisverður fyrir framkomu sína í máli þessu, þá er sá maður ekki Lárus Bjarnason. III. Samvizkidaus álygi og ofsóknir. Hér að frarnan er sagt frá öllum aðalatriðum hússölumálsins, • sem er undirrót málaferianna, og er það svo samvizkusamlega rétt, að enginn mun geta hrakið neitt af því. Það er svo nógu fróðlegt, að sjá, hvernig með þetta er íarið í tveim blöðum: ísafold og Fj.konunni (svo að vér sleppum bergmálum þeirra öðrum). Þáverandi meðritstjóri ísafoldar, Ein- ar Hjörleifsson, hafði boðið sig fram til þingmensku móti Lárusi sýslumanni og farið þar mikla erindisleysu. Lárus sýslumaður Bjarnason hafði rekið Björn ritstjóra Jónsson út af Testrarsal Alþingis, eða fengið honum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.