Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.12.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.12.1907, Blaðsíða 2
272 REYKJAVIK Oliyer Twist er hcímsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún faest nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má scgja um Oliver Twist: hversu oft sem hann erlesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. tekinn eftir Dómasafnsins VII. bd. 2. h., 128.—129. og 131.—132. bls. L. H. B. hafði höfðað 2 mál móti ritstjóra Isafoldar (B. J.), annað út af fjárdráttarbrígzlinu og hitt fyrir að- dróttunina um afsetningarverðleikann. [Pramhald]. ■■ + Árni Thorsteinsson landfógeti andaðist liér í bænum 29. f. m. ; hann var sonur Bjarna Thor- steinssonar, amtmanns og konferenz- ráðs, og fæddur að Arnarstapa (Snæ- fellsnessýslu) 5. Apríl 1828. Stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847; cand. jur. frá háskólanum 1854; 31. Marz sama ár sýslumaður í Snæfellsnessýslu; en frá 18. Febrúar 1861 landfógeti yfir íslandi og bæjarfógeti í iteykjavík; en er þ.au embætti vóru aðskilin hélt hann landfógetaembættinu, þar til er það var niður lagt, þá fékk hann iausn 9. September 1904, og hafði þá þjón- að embætti fulla hálfa öld. Kanselli- ráð varð hann 26. Maí 1867, en afsal- aði sér þeirri nafnbót nokkru síðar; riddari af dannebrog varð hann í Á- gúst 1874; dannebrogsmaður 24. Júní 1895; K. D.br. 9. Sept. 1904. Konungkjörinn alþingismaður var hann 1877—1903. Hann kvæntist 1861 Soffíu Kristíönu, dóttir Hannesar Steingrímssonar (bysk- ups) Johnsens. Árni Thorsteinsson var inn sam- vizkusamasti maður í hvívetna og eins sem embættismaður. Á honum bar ekki mikið sem konungkjörnum þing- manni, mest fyrir það að hann var oftast forseti. Það starf lét honum vel og hann var einkar réttvís og ó- hlutdrægur forseti. Eftir hann iiggur ekki mikið af prentuðum ritgerðum, helzt um lax- veiði og súrheysgerð, ritgerðir sem að kunnugra dómi bera meiri vott um lofsverðan áhuga hans, heldur en praktiska þekkingu. Hann var yfir- lætislaus maður, en átti þátt í ýms- um þörfum fyrirtækjum. Hann var aðalfrumkvöðull að stofnun sparisjóðs Reykjavíkur, og átti góðan þátt í stofnun fornleifafélagsins. Hann gekst fyrir samskotum til að reisa skólavörð- una úr rústum og gaf þar vel til sjálfur; en er varðan var reist, var Reykjavík kalklaus og sementslaus, og átti að sementa liana síðar, en 15. Ágúst, er frakknesku herskipin skutu hér mikið á Napóleonsdaginn, hrundi varðan til grunna. Samskotaféð mun hafa verið mikið til uppgengið, og ekki var samskota leitað framar; en varðan reis samt upp vel og rammbyggilega gerð eins og hún nú stendur, og mun Árni Thor- steinsson hafa lagt þann kostnað fram úr sínum vasa. Hann hafði ekki hátt um það fremur en margt annað sem hann gerði. •'----—------------------------• ÚRSMÍBA-YINNUSTOFA. Vönduð Íí r og Klukkur. Bankastræti 12. Helgí Hannesson. •------------------------------• Á. Th. var glaðlyndur maður og fyndinn og manna tryggastur. Ingólfslíkneski Einars Jónssonar. Rétt af hendingu hefir mér gefist færi á að skoða eftirmyndirnar af Ingólfslikneski Einars Jónssonar listamanns, og langaði mig til að lýsa því ofurlítið fyrir almenningi. Mun ég segja kost og löst á því, eftir þvi sem ég hefi frekast vit á. Yfirleitt verður myndin fögur og mikil- fengleg til að sjá. Fegurst verður Ingólfs- myndin á þá hliðina, þar sem komið er að henni berskjaldaðri og ekkert hylur vöxt né yfirbragð Ingólfs, en það er þeim megin, er hann styðst við atgeirinn. Er svo mikill styrkur, fjör og festa í öllum líkamsskapnaði hans og andlitið svo svipmikið, að það hlýt- ur að vekja aðdáun manna, og allmikill er landnámsmaðurinn undir brún að sjá. Ein- kum hljóta menn þó að dást að líkamsskap- naði hans. Brjóstið er hvelft mjög og hringabrynjan fellur svo aðdáanlega vel að líkamanum, að þar mótar fyrir hverjum vöðva. Og svo vel falla leistabrækurnar að fótlegg- jum hans, að þar er eins og telja megi hverja æð og hvern vöðva. Vinstri hand- leggurinn er hafinn á loft og kreppir Ing- ólfur hendina um falinn á atgeirnum ofan- verðum, en hægri hendi styðst hann við skjaldarrönd sina. Andlitið er á vinstri hlið- ina einbeitt mjög og karlmannlegt, en þó sviphreint. Framan á er myndin ekki jafn fögur. Er andlitið þaðan að sjá helzt til hvatvíslegt og ófagurt, muunurinn lítíð eitt skældur, nefrótin óþarflega digur, en neftotan ein- kennilega frammjó og hægri augnabrúnin helzt til hafin. Líkist iandnámsmaðurinn þaðan að sjá einna mest harðsnúnum og ó- fyrirleitum rómverskum hundraðshöfðingja. Á hægri hlið Ingólfs sést lítið annað en öndvegissúlan og gassaleg öndvegisbrík, er stelur allmiklu úr myndinni. Kynlegt mun sögumönnum þykja að sjá Óðinn á öndvegis- súlunni, með því að hann aldrei var iignað- ur að mun annarstaðar en í Uppsölum og líklegast aldrei nema að nafninu til á ís- landi. En því síður munu menn kunna við að sjá Allföður standa þar í háifgerðum kvenhjúp; en rúnirnar fyrir neðan gefa glögglega í skyn, að Oðinn eigi það að vera. Að aftan er likneskið einna fegurst. Fellur skykkjan aðdáanlega vel um axlir Ingólfi og aftur á bakið; svipurinn er göfugmannlegur og ber atgeirinn þaðan svo við, að hann stendur þar eins og eggjandi uppörvunar- merki og bendir til himins. Líkneskið alt stendur á ferstrendum stalli og eru upphleyptar myndir á hverri hlið hans. Á vinstri hlið, sem er að öllu jafnfegurst, flýja goðin til íslands undan kristniboðinu, sem táknað er með krossaðri hendi, er kemur upp úr jörðinni. Flóttinn er falleg- ur, en þar sem hendin er, þykir mér Einar hafa farið miðlungi vel með góða hugmynd, sem haun hefir áður beitt frámunalega vel. Einari var hér um árið falið að búa til uppkast að mynd yfir þjóðhetju Færeyinga, Povl Naalsoy. En með því að engin mynd var til af manninum, táknaði Einar starf hans fyrir þjóðina með því, að láta hönd eina mikla koma upp úr jörðinni og hefja bjarg mikið á loft. Merkingin var auðsæ : mikilmennið, er lyftir múgnum, — þjóðinni! En hér er hsndin með krossmarkinu notuð sem eins konar fjandafæla á goðin, og þykir vist mörgum, er um það hugsar, undarlegt, að in herskáu goð víkinganna skuli hafa flúið slikt. Að framan sést Ingóifshaugur á Ingólfs- fjalli og leikur um hann geislabaugur, svo Úrsmíðavinnustofa Carl U1. Bartels Langavegi 5. Talsími 137. að það er elcki óáþelct sói, er gengur tíl viðar. En uppi yfir haugnum svífur manns- mynd með örn að baki og virðist hún benda erninum til austurs. Á hvorttveggja þetta líklegast að tákna frelsið og framsóknina. Að baki eru nornirnar þrjár: Urð, Yerð- andi og Skuld. Hyggur Urð til ins liðna, Verðandi er búin sem valkyrja með spjót á lofti og all vígaleg, en Skuld ríðnr fremst og bendir fram á framtíð vora. Á hægri hlið Ingólfi er mynd af Ragna- röklcri, og er hún einna tilkomuminst og torskildust, enda þótt heimssiitunum og baráttu goðanna sé svo stórfenglega lýst í Völuspá, að þar væri nóg yrkisefnið. Sést ekkert á mynd þessari nema tvisett röð manna á steinbrú, er virðist vera að síga í sæ, og svo himinhvolfið upp yfir. Er það því líkast, sem mannkynið alt sé að ganga þar fyrir ætternisstapa og virðist myndin því ekki geta átt við neitt annað úr Völu- spá en þessa einu hendingu: „troða halir helveg“, og er það all fátæklegt. Annars er líkneskið, eins og þegar er sagt, tilkomumikið og tignarlegt og má þjóðin, og þá ekki sízt Reykjavílc, kunna Einari alúðar- þakkir fyrir þetta veglega minningarmark yfir „landsföður“ vorn, inn fyrsta landnáms- mann. Væntanlega vanrækja Reyltvíkingar ekki að lita á myndirnar, er þær nú innan skamms verða sýndar í Ingólfshúsinu, þessari rausn- argjöf iðnaðarmanna, sem vér eigum það að þakka, að vér fáum líkneskið. Og ekki ættu menn þá að setja sig úr færi með að leggja stein í vegginn að þessu íyrirtæki og kaupa sér heillamiðs, þar suður frá. Ekki má það minna vera! Ág. Bjarnason. „Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. S1/^ síðd, í Templara-húsinu. Raf lýsingin er að gerast ódýrri, og er gott til þess að hugsa íyrir Reykvíkinga, sem nú eru útsognir af olíu-Júðanum. 10. f. m. var fundur í bæjarstjórn- inni i Niðarósi og eftir því er „Trondhj. Adr.“ skýrir frá, var þar ákveðið að setja niður rafmagnsverðið, bæði til starfsafls og lýsingar, samkvæmt, þeirri reynslu, sem bærinn hafði fengið. Rafmagn til starfsafls, sem seit hafði verið fyrir ákveðið verð um ár- ið, skyldi sett niður um 5%. Verðið á starfsafli til mótorareksturs skyldi sett niður um 20% pr. hestafl. Þessar og aðrar lækkanir, sem hér á eftir verða nefndar, skyldi allar vera reikn- aðar frá 1. degi Okt. þ. á. Rafmagn til lýsingar, talið eftir ijós- öflum, skyldi fyrir hverja tegund selt með þrennu verði: fyrir stutta, mið- lungs og langa lýsingartið. Stutt lýs- ingartíð er talin á skrifstofum; mið- lungs lýsingartíð er talin í venjulegum íbúðarhúsum og búðum; en löng iýs- ingartíð er talin á hótellum, kaffihús- um og öðrurn slíkum húsum, er halda óvenjulega lengi opnu. Verðið var ákveðið þetta: 20 kerta Ijós 3 kr., 4 kr. og 6 kr. um árið (fyrir stutta, miðlungs, eða langa tíð). 30 kerta Ijós: kr. 4,50; 6,00; 7,00 -40 kerta Ijós: —6,00; 8,00; 12,00 50 kerta Ijós: — 7,00; 9,00; 14,00 70 kérta Ijós: - 10,00; 13,00; 20,00 100 kerta Ijós: - 14,00; 18,00; 38,00 20 kerta Ijós samsvarar borðlampa í minna lagi; 30 kerta Ijós er á við borðlampa í stærra lagi, og getur þá hver maður séð, hvað hann þarf að borga fyrir lampa af hverri stærð og athugað hve marga lampa af hverri stærð hann muni þurfa á heimilinu. Undirrituð tilkynnir hér með sínum fyrrí viðskiftamönnum og öðr- um, að ég er nú á ný byrjuð að „s< r aua.“ Reykjavík, Austuj'stræti 17, 14/u 1907. Telefón 126 tsafold Haakonsen. Þetta verð, sem að framan er getið, er miðað við það, að lamparnir logi allan þann venjulega tíma. Nú geta menn í þess stað, með því að hafa einn rafmagnsmæli á heimilinu, látið mælinn sýna, hve mikið rafmagn hafl verið notað; og geta menn þá sparað sér mikla peninga á því, að skrúfa jafnan af ijósið, hvert sinn sem ekki þarf að nota það; stærstu og beztu lamparnir mundu helzt hafðir í her- bergjum, þar sem ekki er kveikt nema fáein kvöld á árinu. Hvað samanburð á dagslengdinni snertir milli Niðaróss og Reykjavíkur, má geta þess, að báð- ir þeir bæir liggja nærri nákvæmlega á sama breiddarstigi, og er því tíminn sem bjart er eða dimt á hverjum sól- arhring árið um í kring alveg jafn í báðum þessum bæjum. Allir þekkja ekki ávalt auglýsingaskrum frá sann- leika, og þegar ýmsir, meira eða minna ókunnugir auglýsa hver um sig, að þessi eða hin vörutegund sé bezt, ódýrust og vönduðust hjá sér, þá er sá margur, sem veit ekki hverju liann á að trúa. En allir |iekkja nú skógerðar- verkstæði og skófatnaðarverzlun Lárnsar G. Lúðvíg;s$onar ; því liún er orðin svo gömul og að svo góðu kunn. Menn vita af reynslunni, að það sem hún auglýsir er skrumlaust og áreiðanlegt. Þegar hún segist hafa faliegar, vandaðar og ódýrar vörnr, þá er þetta bókstaflega eins og hún segir. Skoðið nú vörurnar sem undirskrifaður féklc með »SteiTing«. Fyrir j<>lin þurfa aliir að sér á fæturna, því er ráð, að skoða nú og kaupa í tíma. Nóg er til. Meðal annars: lívcn-boxcalfstigvél á 8 kr. (jafn-góð sem áður á 9 kr.).—kvcn> clievreauxstíg-vól, (5 teg. — Ótal tegundir, margar nýjar af kven- Iiússkóm (flóka- og leður). — K.arlmannastígvól (chevreaux- og Jjoxcalf). — ErlidissKór, sterkir. Afls konar liarnasKófatnaö- ur (vatnsstígvél, hestaleðurs-skór og stígvél, skólastígvél og smáliariia- skófatnaður). Skóhlífar, sem vart eiga sinn líka (kaupbæti með þeim, meðan hrekkur). £árus 6. fúðvigsson, Ingólfsstreeti 3- Símskeyti til „Reykjavíkur“. frá Ritzaus Bureau. Kaupmhöfn 3. 1)es. kt. 535 síðd. Samningur við gnfiiskipafélagið. Hafstein ráðherra hefir frestað brott- för sinni héðan til 6. Des. Samningur- inn milli Hafsteins og hins sameinaða gufuskipafélags (um íslandsferðirnar) hef- ir farið á þann veg, að gamli samning- urinn er endurnýjaður, þó með þeim við- auka, að strandferðunum er komið ( sama

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.