Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 21.12.1907, Blaðsíða 1
1R k j a v t k. VIII, 89 Útbreiddasta blað landsins. Ilpplag ylir 3000. Laugardag 21. Desember 1907 Áskiifendur í b æ n u m yfir 1000. VIII, 89 Ofna ojr eldavélar selur Krsstján Porgrimsson. OflIÍIl* Og eléla-volar Neíar‘nok’kfrliví fc,ia" Síáðar Jréttír fyrir almenning. Nýlega fengura við með s|s »Gambetta« allmikið af vörum. / PAKKHÚSIÐ höfum við fengið ið kraftgóða Maís-mjöl, e í n n í g Hafra, Hveiti og allskonar K 0 R N - M A T. / NÝLEND U VÚR U-DEILDINA n ý k o m i ð: Mc. Vites & Friee’s Kaffibrauð. og margar tegundir af ÁVÖXTUM. • Baldwins-EPLI, 25 a. pr. pd. Hvergi eru menn vissari um að fá Edin- borgar-verð, heldur en einmitt hjá verzl. EDINB0RG, Rvík. „EEYKJAVlK” Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; orlondis kr. 3,00—8 bK— 1 doll. Borgiat fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; S. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33,/.°/o hierra. - A/sláttur aS mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafólagið „ReykjaTÍk11. Ritstjöri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón ÓluÍNHim. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: -„ stofunni. Telefónar: 20 ritstjóri og afgreiðsla, 71 prentsmiðjan. Lindarpennar. (Watennan’i Ideal) eru sam- jafnabarlaust beztu lindarpennar í heimi — ÍO kF. BO au. Jón Ólafsson selur þá. „Dríin á heimsenía“ eftir 1 ''úlvard Bergh. — Jón Ólafsson þýddi. — Með mörgum stórum og góð- um myndum. — Bezta barnabók. Heft 1 kr. — Innb. 1 kr. 25 au. Litli Barnavinurinn. Útg. Jón ólafsson. — 1. og 2. bók, innb., hvor á 50 au. BJ »rn s o n: Kátur piltur. Innb. 1 kr. 25 au. BJ ornson: Fjórar sögur. Innb. 65, au. .Jónas Ilallgrímsson: Úrvalslj óð. Öll beztu ljóðmæli Jónasar út gefin af Jóni Ólafssyni. — Innb. 50 au. páll Ólafsson: L jóö m æli með mynd og ævisögu. — 1. bd. 3 kr. (heft). — 2. bd. 2 kr. 50 au. (heft). Bæði til samans 5 Jón Ólafsson, Laufásvegi 5. jsafold1 yrkir. Hún er óþreytandi, gamla konan, að yrkja um ráðherrann, og ímynd- unarafl hennar er óþrotlegt; hún get- ur, eins og köngurlóin, ofið heilan vef úr vökva sjálfrar sín. Köngurlóin þarf ekkert fyrir utan sjálfa sig til ab vefa, úr, bara einhvern snaga til að hengja vefinn á. Eins er ísafold ; hún þarf ekki ílugu- fót til að yrkja út af — ekkert efni í vefinn sinn, nema ímyndunaraflið; — það er henni nægt efni. Og aldrei vantar hana snaga til að hengja vef- inn sinn á; altjent er þó ráðherrann til. Lengi hefir ísaf. nægt, oftast nær að minsta kosti, að bera ráðherranum á brýn vanhyggni, ístöðuleysi, Dana- daður, skeytingarleysi um hag og vel- ferð landsins. En nú í síðasta blaði dróttar hún að honum hreinni og beinni viðleitni o" viija til að vinna Islandi tjón. Sem kunnugt er bjóst Alþingi síð- ast við, að landssjóður þyrfti að taka lán og veitti því stjórninni heimild og umboð til þess. — Hitt vita og allir, að nú eru peningar dýrir, og því leit- aði ráðherrann um við fjármálaráð- hen-a Dana, hvort ríkissjóður mundi ekki vilja lána landssjóði fé með væg- um kjörum, því að hann vissi, að ríkissjóður hefir haft tekju-afgang in síðustu ár, og á því fé á vöxtum í bönkum. Þótti því ekki óhugsandi, að ríkissjóður vildi eins vel eiga fé á vöxtum hjá landssjóði. Fjármálaráð- herrann tók vel í þetta, og setti í fjárlagafrumvarpið (danska) heimild til að ríkissjóður lánaði landssjóði fé það sem um var beðið, gegn 4% árs- vöxtum. Þess má geta, að af fé því, sem ríkissjóður á i bönkum, fær hann af nokkru 4%, en af mestu árs- vöxtu. Þetta vóru því in vægustu vildarkjör, sem hann gat veitt íslandi sér að skaðlausu. Nú er svo, að mótstöðumenn sbjórn- arinnar í Danmörku (sem víðar) leita oft við að finna að öllum gerðum hennar, og er þá ekki ávalt vandað til röksemdanna. Krabbe gamli bæja.rfógeti er mesti heiðursmaður, en mótstöðumaður er hann stjórnarinnar og hefir gaman af að senda henni hnútur. Út af þessari lánveitingarheimild til ísiands vék hann þeim orðum til fjármálaráðgjafans, að sér þætti óviðurkvæmilegt að láta ís- land borga 4°/0 af láni þessu, þar sem Danir greiddu að eins 3I/2°/o af ríkis- skuldum sínum. Lai'sen ráðherra svar- aði því, að ríkiskuldabréf Dana, sem ríkissjóður greiðir 3’/2°/o ársvöxtu af, væru margra ára gömul, frá þeim tímum er peningar vóru mjög ódýrir; en nú væri ríkissjóði ekki anðið að fá neinstaðar lán með þeim kjörum. Það eina fé, sem ríkissjóður ætti nú hand- bært-til að lána lanassjóðí, væri það, sem hann ætti nú innistandandi í bönkum og fengi 4% til 4V2% í vöxtu af. Ef hann lánaði það út fyrir lægri vöxtu en 4%, þá væri það gjöf að nokkru leyti; en íslenzka stjórnin hefði ab eins beðið um lán með væg- ustu kjörum sem ríkissjóður gæti veitt sér skaðlaust, en ekki beðist ölmusu eða gjafa af ríkissjóði. Af 4°/o, sem hann færi fram á, hefði ríkissjóbur ekki einn eyri í ómakslaun eða hag. Hr. Hannes Hafstein vissi ekkert um þessi orðaviðskifti Krabbe og Lar- sens fyrri en morguninn áður en hann fór frá Höfn, að hann hitti Larsen af hendingu og frétti þá þetta. Út úr þessu býr ísafold það til, að landssjóði hafi verið boðið(H) fé að láni fyrir 3r/2%, en H. H. ekki viljað annað en að Island borgaði 4°/OI svo að Danir gætu grætt á okkur!!! Auðvitað hefir H. H. ekkert lán tekið enn handa landssjóði (heimildin til að veita lánið verður ekki til fyrri en í vor að fjárlögum er lokið á Ríkis- þingi). Og það er meira að segja alls óvíst enn, hvort nokkurs láns þarf tneð, eða hve mikils. Það er alt undir því komíð, hvort fjárhagur landssjóðs reynist ekki talsvert betri, en áætlað var. En þurfi á nokkru láni að halda (sem enn er óséð), þá er enginn vafi á því, að hvergi í heimi yrði lands- sjóði kostur á svo ódýru láni sem þessu frá ríkissjóði. „Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8^/2 síðd. í Templara-húsinu. r Islenzkir dómarar og íslenzkar ofsóknir. [Framhaldj. Um málsefnið í fyrra málinu Lár- usar gegn Birni (fjárdráttaraðdróttun) segir yfirdómurinn: „Með því að eigi er heimild til að leggja frekara(H) í in átöldu orð stefnda, en að hann segi, að það só dæmt sannað, að áfrýjandi hafi gert tilraun til að draga sér fé1) og að hann hafi litið á sína hagsmuni og reynt til að hafa af1) búinu 1000 kr., og þar sem sérstaklega er eigi nein heimild til að álíta, að í orðum stefnda [B. J.] felist aðdróttun gegn áfrýjanda [L. H. B.] um sviksatnlegan1) fjárdrátt eða tilraun til hans — því að í orðinu fjárdrátt- ur út af fyrir sig felst ekkert slíkt —, þá verður eigi álitið, að stefndi hafi gerst brotlegur gegn 21. kap. alm. hegningarlaga" [þ. e. meiðyrðabálkin- um]. Ef þetta væri ekki svart á hvítu út *) Sett með einkendu letri af oss. Ritstj.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.