Reykjavík - 14.04.1908, Blaðsíða 2
62
REYKJAVIK
ekki að fara í neinar grafgötur um,
hvað ritstjórinn hefir frétt, heldur
getum sagt það með fullkominni
vissu. Hann hefir spurt, að íslenzku
nefndarmennirnir eru sammála, en
ekki fullvíst nm undirtektir Dana,
að Lárus nokkur H. Bjarnason hefir
samið ritkorn um réttarstöðu ís-
lands, sem lagt hefir verið fram í
nefndinni af hálfu íslendinga, og
loks að íslendingum í nefndinni
telst til, að Danmörk sknldi ís-
landi meira en »Statistiskt Bureauw
telur Danmörku hafa lagt út fyrir
ísland, og að þeir hafa samið og
látið prenta ritgjörð um það.
Það þarf engum blöðum um það
að fletta, að það er fregn þessi sem
hefir ýtt ritstjóranum á stað. Hann
hefir séð, að ekki mundi síðar vænna
að telja alþýðu manna trú um, að
nefndarmenn stjórnarflokksins með
ráðherrann í broddi fylkingar hefði
neyðst til að hanga aftan í Þjóð-
ræðismönnunum, en meintu í raun
og veru ekkert með því. Þeir og
ráðherrann hugsi nú ekki um ann-
að en kosningarnar og að búa svo
um sig, að þeir geti enn lafað uokk-
ur ár við völdin.
Vér skulum ekki að þessusinni fara
fleiri orðum um þessa aðferð .ísafold-
ar‘,hún kemurheim við aðstöðu blaða
stjórnarandstæðinga sumarið 1906,
er þau fullyrtu, að í þingmannaför-
inni hefði auðvitað engum kröfum
verið hreyft, ef Þjóðræðismenn hefðu
ekki knúð hina fram. Og þó var
það á allra vitorði, að það var hreinn
heimastjórnarflokksmaður, sem varð
fyrstur til að hera fram og orða
kröfu þingmanna, eins og líka hefir
verið tekið fram í dönskum blöð-
um fyrir skemstu.
»Reykjavík« ætlar ekki fremur
nú en fyr að fara að gera upp á
milli sambandslaganefndarmann-
anna, en hún væntir þess, að eng-
um hugsandi lesendum dyljist, að
þessi aðferð »Isafoldar« og annara
blaða, er taka í sama strenginn, er
litt samboðin heiðvirðum blöðum
eða heiðvirðri blaðamensku. Væntir
oss að allir góðir Islendingar geti
tekið undir ummæli þau, sem mik-
ils háttar og þjóðrækinn íslendingur
skrifar einum kunningja sínum hér
í bæ: »Mikið eru islenzku blaða-
mennirnir óvitrir og lítt þroskaðir,
að geta jafnvel ekki selið á sátts
höfði við nefndina í ritstjórnargrein-
um sínum. Asnaspörkin gera nefnd-
armönnum hvorki frá né til, en mál-
stað þjóðarinnar spilla aðfarir þeirra
hjá þeim, sem þekkja ekki þessa
óvita«.
Fátt af mörgn.
Herra ritstjóri! — Þér buðuð hr.
hankastjóra Schou rúm í blaði yðar
til að svara grein minni, en það iítur
svo út, sem hann ætli ekki að nota
sér það tilboð, hann hugsar að „fæst
orð hafi minsta ábyrgð“. Hinn banka-
stjórinn hefir eigi haft sömu skoðun,
hann svarar. Hefði þó ef til vill verið
réttara að láta það ógjört, af því að
svarið bætir svo iítið fyrir bankanum
hans. Hvað fyrsta atriðið snertir, þá
er það nokkuð djarflega til orða tekið
af herra bankastjóranum, að það sé
tilhæfulaus kviksaga, að trésmið ein-
um hafi verið neitað um framlenging
á 800 kr. af 3000 kr. víxiiláni í ís-
landsbanka. Menn voru viðstaddir,
sem heyrðu samtalið. En það er satt,
að sú neitun kom ekki frá hr. S. B.
sjálfum. — Það er annars þýðingar-
laust fyrir bankastj. að vera að verja
þetta, enda er það ekkert verra eða
hættuiegra fyrir viðskiftalíf bæjarbúa
og landsmanna, heldur en margt ann-
að sem skeð hefir í hlutabankanum
síðan grein mín kom út og svar banka-
stjórans. Það eru nóg vitni að því,
að efnuðustu borgurum þessa bæjar
og fjarlægra kaupstaða hefir gjörsam-
lega verið neitað um lán, þó trygging
væri meir en fullnægjandi.
Herra bankastj. ber ekki á móti, að
annað og þriðja atriðið í grein minni
sé satt, þar var þess getið, að bank-
inn hefði neitað „ Gufuskipsfélaginu
við Faxaflóa“ um lán til skipkaupa,
og að hann hefði fargað talsverðu af
gullforða sínum á þessu ári. Hið
síðarnefnda er svo ískyggiiegt, að það
hefði verið miklu meiri þörf fyrir
bankastj. að bera það til baka, ef 6-
satt var, eða þá skýra frá hvernig á
því stendur; því margir eru hræddir
um að skerðing gullforðans sé fyrir-
boði þess, að sá bankastj. sem því
ræður, ætli að gjöra sjálfum sér ó-
mögulegt að lána, hversu mikil sem
þörf landsmanna verður.
Menn halda, að aðalbankastjóranum
sé það ekki fullijóst, að það er Alþingi,
sem hefir gefið bankanum hans rétt-
inn til að reka peningaverzlun hér á
landi, og til að gefa út og nota sér
til gróða íslenzka bankaseðla, svo þess
vegna hafi hann skyldur gagnvart
iandsmönnum og megi ekki „hundsa"
þá alveg eftir eigin geðþótta.
Bankastj. hr. S. B. segir í áminstri
grein sinni, að seðlaútgáfurétturinn sé,
eins og nú stendur á, ekki „mjög
mikils virði“ — ja — ja — þegar seðl-
arnir kosta bankann ekki 3%, en hann
fær 8°/o fyrir að lána þá, eins og í
vetur, þá er mismunurinn dágóð bú-
drýgindi, þegar 1 miij. kr. af seðlum
er á ferðalagi utan við bankann.
Ég furða mig á niðurlagsatriðinu í
grein hr. bankastjórans, þar sem hann
ótilkvaddur og alveg að óþörfu fer að
taka upp á sig ábyrgð á öilum banka-
gjörðum meðstjórnanda síns, sem ekki
eru allar vinsælar. Ég held þetta sé
sprottið af því, að hann hafi misskilið
mig, og haldi að ég sé að ala á þeim
orðróm, sem sumir eru að hvísla milli
sín, að hann muni hafa lítið að segja
í bankanum þegar samverkamaður
hans er viðstaddur, en mér datt það
ekki 1 bjartans hug.
Borgari.
--- ■— 9 —■ -
Olympsku leikarnir
og
íslenzku glímurnar.
Stjórnarráðið hefir spurst fyrir hjá
forstöðunefnd Olympsku leikanna,
sem halda á í Lundúnum á kom-
andi sumri, hvort íslendingar gætu
fengið að taka þátt i leikum þessum
og sýnt þar íslenzkar glímur. For-
stöðunefndin hefir svarað á þá leið,
að íslendingar yrðu að minsta kosti
að koma þar fram í sameiningu við
Dani, og að efasamt sé að leyfi fáist
til að sýna þar íslenzkar glímur.
Það verður þannig líklega ekki
neitt úr hluttöku íslendinga í þess-
um leikum. Sumum þykir það nú
ef til vill leitt, en vér hyggjum samt,
að ekki sé miklu slept, þótt vér ís-
lendingar tökum ekki þátt í leikum
þessum. Þess verður að gæta, að
sérlega mikils er krafist aí íþrótta-
mönnum, sem sýna list sína á slík-
um mótum, og þótt glimumenn vorir
séu hinir ágætustu frá okkar sjónar-
miði, þá er á hinn bóginn ekki víst,
að þeir mundu geta sér mikinn orðs-
tír í þessum heimskappleikum,
meðfram af því, að allur þorri á-
horfendanna kynni ekki að meta þær.
Yfir höfuð getur það verið varhuga-
vert að sýna íslenzkar glímur, sem
eru alveg óþektar út um heim, við
slík tækifæri. Það væri eflaust mikið
ráðlegra, að nokkrir íslenzkir glhnu-
menn ferðuðust um og sýndu list
sína í íimleikasýningahúsum í borg-
um víðsvegar um lönd; það mundi
að öllum líkindum borga sig vel
fyrir þá, og verða þjóðinni í heild
sinni til sóma. Svo gætu þeir —
þegar glímurnar væru orðnar nokk-
urn veginn þekt íþrótt — tekið þátt
í alþjóðaleikum með fullum rétti.
Annars skal þess getið, að bæði
Svíar og Norðmenn eru mjög svo
óánægðir með fyrirkomulag þessara
leika og er vanséð, hvort þeir taka
nokkurn þátt í þeim. Svíar munu
að minsta kosti ekki sýna hina
heimsfrægu leikfimi sína þar, því að
Englendingar hafa séð um, að láta
sem minst bera á annari leikfimi en
sinni. En, eins og kunnugt er, er
sænsk og ensk leikíimi gagnólíkar,
því að sú enska byggist aðallega á
aflraunum, en sú sænska á lipurð.
— Líka lásum vér í norsku blaði
fyrir skömmu, að Norðmenn væru
mjög gramir yfir tilhögun þessara
leilca, og væru helzt að hugsa um
að sitja heima.
„Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag
í hv. mán. kl. 8'/2 síðd. í Templara-húsinu.
Rekstur landsímanna 1907.
T e kj u r:
Simskeyti innanlands ... kr. 5770 00
» til úllanda .... — 10047 30*
» frá útlöndum .. — 5256 49
Simasamtöl............... — 22482 00
Aðrar tekjur............. — 3614 41**
Kr. 47170 20
Gj ö 1 d:
Laun starfsmanna (þar með
talinn landssímasjórinn),
póknun til landsstöðva etc. kr. 22087 25
Viðhald á símanum...... — 10352 20
Önnur gjöld............ 9737 32
Kr. 42176 77
Reykjavík 11. apríl 1908.
f. h. landssimastjórans.
Smilh.
Eins og framanskráður reikningur
sýnir, hafa tekjur landsímanna síðast-
liðið ár orðið hér um bil fullum 5
þúsund krónum hærri en gjöldin.
Ekki sýnist þessi reikningur benda
í þá átt, að spár Guðmundar læknis
Hannessonar um símafyrirtækin ætli
að rætast. Þetta reikningshöfuð Land-
varnarliðsins hafði þó í bréfinu mikla
til Eyfirðinganna í haust haldið því
fram, að „símafyrirtæki stjórnarinnar
mundu ekki reynast arðsöm, svo að
ekki sé á því að byggja að peningarnir
komi aftur, sízt í bráð“.
•) Par af er kr. 1200 00 fyrir veðursímskeyti
til útlanda.
") Viðtengingargjöld, símnefni etc.
Það ætlar að bera að sama brunni
með þetta fyrir iækninum eins og með
viðlagasjóðshvarfið hans í sama bréfi.
Sá sjóður er nú fyrir löngu kominn í
leitirnar troðfuilur af fé. — Blessuð
manneskjan! að verða svona fyrir þess-
um stórslysum á reikningsdæmunum
sínum hvað ofan í annað — reikn-
ingsdæmunum sem áttu að fleyta hon-
um yfir brim og boða allrar undan-
genginnar fásinnu, beint inn í þing-
salinn.
Aftur á móti koma oss hinum, sem
ekki höfum lagt í vana vorn að væna
þing og stjórn um heimsku og ráð-
leysi, þessi úrslit á reikningsskilum
landsímastjórans ekkert á óvart. Vér
teijum enda alveg víst, að eftir því
sem lengra líður og mönnum lærist
betur að nota símana, og sérstaklega
þegar símarnir eru orðnir fleiri, muni
tekjuafgangurinn í símareikningnum
verða meiri ár frá ári, hvað sem öll-
um landvarnar-hrakspám líður.
Innan bæjar og utan.
»Hólar« og »Perwie« komu hing-
að 8. þ. m. Meðal farþegja voru
Hannes S. Hanson og Tómas Snorra-
son, kaupmenn.
»Skálliolt« kom hingað 10. þ. m.
»Esbjærg«, (aukaskip frá hinu
samein. gufuskipafélagi) kom hingað
10. þ. m.
Lloyfls-umboðsmaður er Asgeir
kaupm. Sigurðsson orðinn.
Slátrunarhús er ráðgjört að byggja
í Borgarnesi. Verður þar tekið fé
úr Borgaríirði og Mýra- og Hnappa-
dalssýslu. Er félag myndað um
þessa húsbyggingu og hefir Björn
dbrm. Bjarnarson í Grafarholti aðal-
lega gengist fyrir því. Húsið á að
verða 52 al. langt og 28 al. breitt,
og er þegar fengin lóð undir það.
Slátrunarhús þetta verður vitbú frá
slátrunarhúsinu hér.
Jón forseti heitir nýstofnað félag
á ísafirði, að því er »Vestri« segir.
Tilgangur félagsins er, að gangast
fyrir að safna fé til að reisa Jóni
heitnum Sigurðssyni forseta minnis-
varða á Ísaíirði árið 1911.
Útgerðarmenn í Vestmanneyjum
höfðu 1‘engið steinolíu í haust frá
umb.sala steinolíufélagsins I). ]). P. A.,.
er þeir svo hafa notað á vélabátum
sínum. Nú þykir þeim olían hafa
reynst illa og telja víst, að það sé
alt önnur og lakari oliutegund sem
þeir hafa fengið en sú olía átti að
vera, er þeir báðu um, og þeim var
sagt, að þeir fengi. Slys þau sem
orðið hafa á vélabátum þar í Eyj-
unuin, álíta þeir olíunni að kenna.
Kvað nú vera hafin rannsókn í þessu
máli og stórt skaðabótamál á hend-
ur umboðssala félagsins í undir-
búningi.
Ný bréfspjöld með myndum af
sambandslaganefndarmönnunum ís-
lenzku hefir .1. Þ. Sivertsen verzl.m.
hér í bænum gefið út. Flestar mynd-
irnar eru góðar og vel fyrir komið,
og spjaldið hið laglegasta.
Botnvörpuskip hefir félag í Ön-