Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.04.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.04.1908, Blaðsíða 2
66 REYKJAVIK Vér viljum nú spyrja: fyrirverður Guðmundur Hannesson sig ekki fyrir, að standa þannig hvað eftir annað frammi fyrir þjóðinni sem opinber ósannindamaður? Eða er hann þann- ig gerður maður, að hann kunni ekki að fyrirverða sig? Annaðhvort hlýtur að vera. Sambandslaganefndin og „ísafold“, Meira en í meðallagi bumbult hef- ir Isafoldarritstjóranum orðið við fregnina er getið var um í síðasta tölubl. »Reykjavíkur«. í ritstjórnar- greiní 17.tbl. málgagns síns fer hann aftur á stúfana og kemur nú til dyranna í sjálfs sín flíkum. Greinin ber engu að síður vitni um, að hann er í standandi vand- ræðum. Hann er að fara í kring- um það sem hann heflr frétt eins og köttur kringum heitan graut, en hefir annaðhvort ekki geð til að birta tíðindin eða vill ekki gera það, til þess að geta eftirá þvegið hend- ur sínar og heimildarmanria sinna, en gefið í skyn að ráðherrann eða einhver hinna Heimastjórnarmann- anna í nefndinni »hafi rofið heilaga þagnarskyldu«. Ritstjóranum verð- ur engin skotaskuld úr þvi, hann hefir fyr farið hann jafnbrattan. En bölvanlega er honum við fregn- ina, því er ekki að leyna. Raunar lætur hann svo sem hann og sjálf- stæðismenn mundu »telja það mik- ið fagnaðarefni með nánari skildaga þó,1) ef hinir íslenzku nefndarmenn yrðu allir á einu bandi«. En þessa staðhæfing er ekkert að marka. Hver meðalgreindur maður getur lesið milli línanna, að gott samkomulag meðal nefndarmanna er ritstjóranum hið mesta mein. Sést það bezt á því, að honum liggur við að saka flokks- menn sína um tryggðarof og þjóð- gá, ef þeir kynnu að snúast í lið með ráðherranum og stefnu hans í viðskiftunum við Dani. En svo rank- ar hann við sér og huggar sjálfan sig og alla Þjóðræðis-Landvarnar- menn með þessari staðhæfing. »En það mun þá að vísu aldrei henda. Því þarf enginn að kviða«. Ætli honum verði nú að trú sinni karl- fuglinum. Allur siðari hluti greinarinnar er óslitinn rógur um ráðherrann og hina Heimastjórnarmennina í nefndinni. Ritstjórinn telur naumast hugsan- legt, að nefndarmenn sjeu samdóma nema því að eins »að ráðgjafinn og hans menn hafi snúist í lið með stjórnarandstæðingum«. Það er full- um fetum gefið í skyn, að í sjálf- stæðisbaráttunni sé einskis góðs að vænta af nefndarmönnum Heima- stjórnai'flokksins, þeir hafa nú ekki, að dómi ritstjórans, sjálfstæðinu eða föðurlandsástinni fyrir að fara, pei- arnir þeir. Þá leggur ritstjórinn sig jafnvel niður við að berja innlimunarbumb- una, þessa grýlu sem hann og hans nótar eru að veifa að alþýðu manna, en dettur auðvitað ekki í hug að leggja nokkurn trúnað á hana. Að þessu sinni viljum vér ekki fara fleirum orðum um hinar lubba- leguog ódrengilegu aðdróttanir í grein- inni, en treystum því fastlega, að ritstjórinn muni innan skamms, þeg- ar aðgerðir nefndarinnar eru orðn- í landsýn. Af hafi sé eg hvíta jökulskalla sig hefja yfir bláan öldugeim. eg þekki svip og segulmagnið fjalla, er seiddi mig og fleiri aftur heim. Það alt sem best eg á í sálu minni, mín ættjörð kæra, fagnar návisl þinni. Hvar sástu slíkan svífa árdagsljóma um sævarflöt og háan jökultind? Hvar svalar tærri bládögg vörum blóma? Hvar blikar skærri’ og fegri himinlind? Ei til það er, þó leitir langt um geima. Þitt líf og yndi’ er hvergi nema heima. Þér reynist vistin hvergi’ á bygðu bóli, þó burtu hverfir þú í önnur lönd, eins unaðsrík sem fyr í fjallaskjóli við fjörð og vík á móðurjarðar-strönd. Þér fjarri syrgir margur glapinn mögur, vor móðir kær, er tældu lognar sögur. Mitt kæra land! í faðmi þinna tjalla þíi felur margan yndislegan reit, þar silungsár í bláum bugðum falla um blómalendur, eftir miðri sveit, en tindar hampa’ í himinblámans öldum hátt yfir bygðum jökulskalla köldum. Eg veit það glögt að margt þig skórtir, móðir, sem meginkosti nefna önnur lönd. Ég veit það glögt að finnast frægri þjóðir og fremri’, en sú er byggir þína strönd. En alt um það, hjá arinsteini þínum eg eyða vil þó lang helst dögum mínum. Þér vinna alt, sem vinnum, hjá þér dvelja, að velferð þinni starfa’ í hverri grein; að hefja þig sitt rétta takmark telja og' tína’ úr götu þinni sérhvern stein, svo skyldu hugsa börnin þin og breyta, en burt úr faðmi þínum aldrei leita. H. S. B. ') Kvæði þetta er ort er höf. kom heim frá Ameríku í vor sem leiðv ar heyrum kunnar, verða minni mað- ur fyrir allt skrif sitt um nefndina og bera kinnroða fyrir það gagnvart allri alþýðu manna. Kaflar úr bréfum úr sveitinni. Hviklyndi landsmanna. Það er i raun réttri nógu fróðlegt, að líta yfir liðinn tíma og skoða, hye þjóðin er stöð- ug í rásinni. Við skulum ekki fara lengra aftur, en til þess tíma, er stjórn sú sem nú er, tók við. Hún skrifaði þá öllum sýslunefndum á landinu og bað þær að láta sig vita, hvað það væri, sem helzt gæti orðið til framfara hverri sýslu fyrir sig, og hvers menn helzt óskuðu. Þá keptust allar sýslunefndir við að upp- hugsa sem flest og stærst fyrirtæki, hver fyrir sina sýslu. Héðan úr sýslu var beðið um fjölda mörg fyrirtæki og stofnanir og svo mun það hafa verið úr flestum sýslum landsins. Það er nú með öllu ókleyft nokkurri stjórn að sinna öllu, sem um var beðið, á einu ári. Nú eru tvö þing liðin siðan, og á þeim hefir mörgum umbótum og stórfyrirtækjum verið komið áfram. Og nú er stjórnin skömmuð fyrir óspilsemi og fjársóun! Það er eins og menn haldi, að engan kostnað hafi leitt af öllu því, sem um var beðið landinu til framfara. Samkvæmnín hjá Landvarnarmönnum. Sumarið 1905 riðu menn af öllu Suður- landi í hópum á hinn svonefnda bændafund. Erindið vissu menn ógjörla fyrri en þangað var komið. Það var þá að eins til að reyna að koma í veg ftjvir að ritsími yrði lagður til landsins. Aður höfðu menn úr ýmsum landsfjórð- ungum beðið um ritsíma, en nú horfðu all- ir i kostnaðinn við þetta tækifæri. Og þó stóð hann nú til boðs með langtum betri kjörum, en menn höfðu nokkru sinni áður gjört sér vonir um. Þegar nú þingið og stjórnin samþyktu að leggja símann, þá var ausið bölbænum yfir hvortveggja, þing og stjórn. En nú — síðan ritsiminn kom hér á land, æpir hver landshlutinn af öðrum um, að fá talsíma til sín, jafnvel út á yztu annes. Er ekki þetta dásamleg samkvæmni hjá sömu mönnunum, sem flyktust á bænda- fundinn forðum! Kröfurnar til landstjórnarinnar. Mér er það með öllu óskiljanlegt, hvernig sú landstjórn ætti að vera, sem allir væru ánægðir með. Hún þyrfti víst að hafa póli- tisk fataskifti einu sinnj á mánuði hverjum, því að ég get ekki betur séð en að fjöldi landsmanna viti ekki hvað þeir viJja. Þeir heimta annan daginn skóla, nýja vegi, brýr yfir ár, styrk til rjómabúa, talsíma um hérað sitt, og styrk og lán til allra hugsanlegra fyrirtækja. — Og þegar svo stjórn og þing verða við þessum óskum og kröfum þeirra, eftir því sem efni og ástæður leyfa, þá er hún skömmuð fyrir bruðlun og fjáreyðslu. Enginn getur þó ætlast til að þetta fáist án fjárframlaga. Atkvæðasmölun Landvarnarmanna. Það var á fundi hér í sveitinni fyrir skömmu, að tveir af fundarmönnum drógu upp úr vösum sínurn skjöl nolckur, er þeir lásu upp, og skoruðu þeir á fundarmenn, að skrifa nöín sín undir þau, og um leið að geta þess aftan við nöfnin hverjum þing- málaflokki þeir fylgdu, hvort heldur Land- varnar- Heimastjórnar- eða Þjóðræðisflokkn- um. Áttu menn að gefa það til lcynna með því, að setja L. H. eða Þ. aftan við nöfn sín. Eg furðaði mig á, að ekki voru á skjalinu nema þessir 3 flokkar nefndir; mig minti að auk þeirra hefði ég heyrt getið um valtýska flokkinn og sjálfstæðisflokkinn, sem stofnað- ur var í sumar á Þingvallafundinum, en enginn gat frætt mig um, hvar þeir væru niðurkomnir nú. Svo byrjuðu menn að skrifa sig. Þegar röðin kom að mér setti ég „H“ fyrir aftan nafn mitt. Sessunautar mínir spurðu mig að, hvað ég meinti með þessu, Ég svaraði þeim, að þó peir hefðu í fyrra verið beinharðir þjóðræðismenn, en gengju nú inn í Land- varnarflokkinn — findi ég hvorki löngun til né skyldu'mína, að elta þá þangað. ígahnöttur sekknr í Atlantshaf. Fyrir skömmu kom hollenzkt gufuskip til Filadelfiu. Skipstjórinn skýrði þar á þessa leið frá viðburði sem gerðist nóttina milli 3. og 4. marz á 40. st. n. br. Afarstór vígahnöttur, sem eflaust var mörg tonn að þyngd féll í sjó- inn nálægt skipinu og olli hafróti miklu. Því næst dundi yfir hryðja af ljómandi smá-loftsteinum helzt til nærri skipinu. Þetta stóð yfir margar mínvitur. Allur sjórinn þar umhverfis, svo langt sem augað eygði, glóði eins og af maurildi. Skipstjóri sagði að margir af skip- verjum hefðu veikst af áhrifum gas þess sem myndaðist við fall víga- hnattarins, og mundi það hafa orðið þeim að bana, ef þeir hefðu ekki farið undir þilfar. Um fjórðung stundar mátti finna gasið í loftinu, og þegar skipstjóri og hásetar komu aftur upp á þiljur, voru þær þaktar einkennilegu brúnu dufti, sem rigndi ofan úr loftinu. ÚrsmíðaYirmustofa Carl F. Bartels = Langavegi 5. Talsími 137. \ lólksflufniiigur frá Ítalíii. Fyrstu tvo mánuðina á þessu ári fluttu 19,000 manns úr landi á Ítalíu. Hér um bil helmingur útflytjendanna fór til Bandaríkjanna, Brazilíu og Argentínu. Þó þessi útflutningur virðist mikill, er hann samt miklu minni en í fyrra. Þá fluttu hér um bil 47,000 ítalir af landi burt. Vegna óáraninnar fluttu samtímis 33,100 ítalir heim frá Bandaríkjun- um, 4,503 frá Argentína og 1,127 frá Brazilíu. í fyrra hurfu alls 14,352 ítalir heim frá Ameríku á fyrstu mánuðum ársins. Hensla » skaðseini áfengis. Skólanefndin í Flróarskeldu hefir ákveðið, eftir áskorun frá hinum sameinuðu bindindisfélögum, að taka upp kenslu í skaðsemi áfengis í lýð- skólum bæjarins. Þessi kensla verður sameinuð náttúrufræðiskenslunni. Morinóniikir trúboðar liöndlaöir í Sviss. í bænum Coire í Sviss voru ný- lega höndlaðir 4 mormónskir trú- boðar frá Utah. Þeir voru kærðir fyrir að hafa prédikað fjölkvæni meðal fólks þar í landi. Trúboð- arnir voru dæmdir til að sæta þriggja daga fangelsi, og vera landrækir að þeim tíma liðnum. Auðkennt af oss. ir, i n n ínrmré;

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.