Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.04.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 28.04.1908, Blaðsíða 2
70 REYKJAVIK G/eðilegt sumar! Nú skín sólin á grund, vakna blómin af blund, kemnr brunandi þröstur úr suðri á ný. Yíir lognkyrrum sjó hvílir friður og fró og nú færir sig Eykonan blómskrúðann í. Hendir fossanna fall sér af stalli á stall, iðar straumbreiðan glituð á dimmbláum hyl. Syngur fossbúinn hátt, gnýr hann hörpuna dátt er hann hleypur og steypist af brún niðr’í gil. Enn er Fjallkonan fríð; hennar fegursta tíð er þó framundan ennþá og koma mun senn. Fyr en nýbyrjuð öld sér hið síðasta kvöld mun það sagt, — en ei spurt um, — að hér séu menn. Hún á nægtanna brunn, hina auðsælu unn, hún á atlið í fossanna hrynjandi straum. Og með skínandi gull munu skrín hennar full nær sem skeytt er því breytt sé í vöku úr draum. Pví skal ljóma svo dátt og skal hljóma svo hátt að það hvervetna sjáist og bcrgmáli snjalt: hún sé fögur og rík, engin fold henni lik eða fremri en hún, — ef hún notar sitt alt. H. S. (B. ofríki sem landsmenn urðu fyrir af hendi Danastjórnar um þessar mund- ir, og að alls engin innlimum hefði átt sér stað, eins og talið er að Noregur hafi sætt 1537. Hinar ólöglegu fjárheimtur Krist- jáns III. hér á landi og vanefndir hans, að setja skóla á klaustrunum verða skiljanlegar, þegar litið er til hins afarhágborna fjárhags ríkisins um hans daga. Mætti rita um það langt mál, ef þörf þætti, en hér er nóg að geta þess, að aukaskattar er hann lagði á þegna sína í Danmörku frá 1536—1559 námu auk margvís- legra annarra skatta um 26 miljónum króna í vorum peningum. í athugasemdum þessum hefði vel átt við, að höf. hefði einnig litið dálítið á mál og málavexti þeirra biskupa Ögmundar og Jóns frá sjónarmiði Dana, eins og Jón sagn- fræðingur Jónsson hefir gert, (ís- lenzkt Þjóðerni 141 og 150 bls.) Eiðatakan 1649 er merkileg að því leyti, eins og höf. leiðir ítarlega rök að, að telja má víst, að fulltrúi konungs hafi fullvissað lögmann um, »að íslendingar fengi framvegis að halda heilum og óskertum réttindum þeim, sem þeim bæði hefði verið veitt af mildi hinna fornu konunga, og svo landsmenn smátt og smátt fengið af eftirkomendum þeirra með réttarbótum og bréfum«. Ummæli þessi sýna bert, að fornu réttindin hafa verið hugstæð lands- mönnum. Bréf konungs er og að sumu leyti merkilegt og skoðað í sambandi við fyrnefnd ummæli lögmanna sýnir það og sannar, að báðir málsaðilar hafa verið nokkurn veginn á eitt sáttir um það, að landið ætti forn einkaréttindi og frelsi. -- !■ ♦ ■! - Stimpilg'j Fjárhagsmálið er annað stærsta inál- ið, sem nú er á dagskrá hjá þjóðinni. í þessu máli eru tvær leiðir, sem hægt er að fara, annaðhvort að auka tekjur landssjóðs eða draga úr gjöldunum. En það liggur í augum uppi, að þjóð, sern fer hratt á framsóknarbrautinni, getur ekki að neinum mun dregið úr gjöldunum, heldur hljóta þau að auk- ast við hvert framfaraspor, enda þótt hagur einstaklinga þjóðarinnar batni við það, óg tekjurnar fari þannig sí- felt óbeinlínis fram úr útgjöldunum. Landssjóður leggur fram fé til fram- faranna og bætir þannig hag lands- manna óbeinlínis, en svo verða líka landsmenn að leggja eitthvað af mörkum fyrir þann hagnað, sem þeir hafa af framförunum. Nú á síðustu árum hefir landið stigið hvert framfarasporið eftir annað, en þau hafa haft mikinn kostnað í för með sér fyrir landssjóð, um leið og þau hafa verið til ómetan- legs hagnaðar fyrir allan þorra lands- manna. Eina ráðið til að bæta fjárhag landssjóðs er að auka tekjur hans. En með hverju móti er unt að gjöra það svo að nokkru nemi og gjaldið komi jafnframt nokkurn veginn rétt- látlega niður á menn ? Oss kemur ekki til hugar að reyna að svara þeirri spurningu út í hörgul; að eins viljum vér drepa stuttlega á eitt atriði eða eina tekjugrein, sem vér hyggjum að sé full ástæða til að íhuga. Þessi tekjugrein er stimpilgjaldið. „Stimpilgjald" er á vísindamáli sér- stök skattheimta; með „stimpilmerkj- um“ eru í ýmsum löndum heimtir inn skattar af alls konar vörum; t. d. er skattur af öli heimtur inn á þann hátt, að stimpilmerki er límt á hverja flösku. Merkin kaupa bruggararnir og ber þeim að líma þau á hverja flösku, sem þeir senda útsölumönnum sínum; gjörum ráð fyrir, að ölskatturinn sé tveir aurar af V2 flöskunni, þá ber að líma 2ja aura stimpilmerki á hverja flösku. Nú kemst upp, að flaska án merkis hefir seld verið, og verður þá bæði kaupandi og seljandi að borga sekt. Af þessu má sjá, hve innheimta og eftirlit er sérlega auðvelt, er notuð eru stimpilmerki. En þegar talað er um stimpilgjald er þó vanalega átt við lögboðið gjald af verðviðskiftum manna, sem er heimt inn á þann hátt, að þar að lútandi skjöl eru stimpluð eða límt á þau stimpilmerki. — Skýrum þetta strax með dæmi: Hús er selt fyrir 5000 kr. Segjum, að stimpilgjald af afsalsbréf- um og kaupsamningum sé 2/3 af hndr. Stimpilgjaldið af þessari hússölu verður þá 37,50 kr. eða 7,50 kr. af hverju þúsundi. Gjald þetta greiðist á þann hátt, að þeir, sem samninginn gjöra, kaupa stimpilmerki hjá útsölumönnum merkjanna, og líma þau svo á kaup- samningsskjalið. Setjum nú svo, að þeir lími ekki merki á kaupsamnings- skjal sitt, og mál rísi af samningnum, eða þeir afhendi skjalið til þinglesn- ingar, þá kemst fljótt upp brot þeirra gegn stimpillögunum, er yfirvöldin íá skjölin í hendur. Skjölin eru þá vana- lega gerð ógild, en bæði kaupandi og seljandi verða að greiða margfalt stimpilgjald í sekt, t. d. 5falt. Þá yrði sektin samkvæmt dæmi okkar 5 X 37,50 =187,50 kr., og verður kaupandi og seljandi hvor fyrir sig að greiða sektina, svo að hún í raun og veru nemur 375 kr. Það er því ekki mjög líklegt, að menn fari mjög í kringum slík lög, þar sem eftirlitið er þar að auki svo auðvelt. Nú skulum vér líta ofurlítið á fyrir- komulag stimpilgjaldsins í nokkrum löndum. Stimpillinn mun fyrst hafa verið notaður á Spáni, en árið 1624 var hann tekinn upp í Hollandi. Verð- launum hafði verið heitið fyrir tillögur um nýjan og hagkvæman skatt, og Hollendingur einn hlaut verðlaunin fyrir uppástungu um stimpilgjöld. Síðan hafa hollensku lögin um stimpil- gjöld verið tekin upp í flestum lönd- um Norðurálfunnar, auðvitað víða með stórvægilegum breytingum. í Danmörku var 1657 lagt á bráða- byrgða stimpilgjald í tilefni af stríðinu við Svía, en 1660 var ákveðið að gjald þetta skyldi haldast framvegis. Stimpil- lögin, sem nú eru í gildi þar í landi eru frá 19. febrúar 1861. Gjaldinu er samkvæmt þeim lögum skift í 2 aðal- flokka. í 1. flokki nemur gjaldið 2/3 af hundraði, t. d. aí aísalsbréfum, kaup- samningumogarfleiðsluskrám; í 2.flokki nemur gjaldið l/6 af hundraði, t. d. af byggingarbréfum og leigusamningum. Þá eru og viss ákveðin gjöld lögð á ýms skjöl, svo sem víxla, hlutaveltu- seðla, málskjöl og einkaleyfisbréf. Stimpilfrelsi, þ. e. undanþága frá að borga stimpilgjald, er veitt bönkum, , J r/..)im..T7». *» r ÚrsmíðaYinriuStofa i Carl F. Bartels : \ Laugayegi 5. Talsími 137. j ----------------------......... sparisjóðum og (sbr. lög 2. febr. 1870) ýmsurn nytsemdar- og líknarfyrirtækj- um, svo sem pöntunarfélögum og sjúkrasjóðum. Brot gegn stimpillög- unum varða sektum, sem nema 5-földu stimpilgjaldinu. Stimpiltekjurnar voru 1906 4'/2 miljón kr. í Noregi var sama fyrirkomulag sem í Danmörku þangað til 9. ágúst 1839; þá var gjaldið lækkað að miklum mun og að nokkru leyti afnumið með öllu, svo sem af skuldabréfum. Nú ætla Norðmenn að hækka gjaldið stórvægi- lega og segja, að það hafi verið glappa- skot að lækka gjaldið. Stimpiltekjur þar hafa síðustu árin verið um 2 miljónir króna. í Svíþjóð er gjaldið álíka hátt og í Danmörku, en fyrirkomulagið að öðru leyti mjög frábrugðið; stimpillögin eru þar mjög flókin og þykja óheppileg. Tekjur þar 8 miljónir króna. í Englandi er afarhátt og víðtækt, stimpilgjald; það hvílir þar jafnvel á dagblöðum, bankaseðlum og öllum kvittunum. Brot á lögunum varða miklum sektum og auk þess eru ó- stimpluð skjöl alveg ógild. Tekjur eru þar 108 miljónir króna. I Englanki eru póstfrímerki mikið notuð sem stimpilmerki. í Þýzkalandi, Frakklandi, Rússlandi og Belgíu eru mjög há stimpilgjöld. Hvers vegna heflr gjald þetta fengið svo mikla og víðtæka útbreiðslu ? Það er fyrst og fremst af þvi, að innheimtan og eftirlitið er svo ákaflega auðvelt. Mönnum er ljóst, að það stoðar ekki að brjóta stimpillög, því að það getur varla hjá því farið, að brotin komist fljótt upp, og sektirnar eru svo tilfinnanlegar, að menn gæta sín vel. Innheimtukostnaðurinn er og svo að segja enginn, því að sú skylda hvilir á öllum embættismönnum að sjá um, að engin óstimpluð skjöl fari í gegnum hendur þeirra. Og fyrir þetta eftirlit er ekki borgað neitt sér- stakt gjala. í öðru lagi kemur stimpilgjaldið rétt niður, því að það hvilir aðallega á þeim, sem eitthvað hafa á milli handa, en kemur létt niður á öll- um þorra almennings. Það þykir og mikill kostur, að gjaldið kemur injög svo þungt niður á öllum fjár- glæframönnum og fasteignabröllurum. Menn borga það og oftast með glöðu geði; því að hvað munar mann, sem hefir selt vel eign sína, að borga nokkrar krónur í stiinpilgjald. Ennfremur vex gjaldið jöfnum fetum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.