Reykjavík - 28.04.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
71
með viðskiftaveltunni og gefur lands-
sjóðnum fastar og sívaxandi tekjur.
Merkilegt er það, hvað stimpilgjaldið
er talinn sjálfsagður skattur; hann
veldur svo að segja hvergi óánægju,
og þær mótbárur, sem komið hafa fram,
virðast mjög svo lítilvægar, svo sem
sú, að stimpilskyldan. valdi miklu
umstangi í viðskiftalífinu.
Hér á íslandi er ekki og hefir aidrei
verið stimpilskattur, en vér hyggjum
að nú sé kominn tími til að íhuga,
hvort ekki sé ráð að leggja hann á.
Vér getum ekki fundið neitt verulegt,
sem mæli á móti því. Og víst er það,
að landssjóður mundi fá við það tölu-
verðar tekjur. Það er auðvitað ekki
gott að segja, hve miklu þær muni
nema, en víst má telja, að 100 þús.
krónur sé ekki of hátt talið. Vér
væntum þess, að skattanefndin íhugi
stimpilgjaldið, því að til þess er
hún aðallega skipuð, að koma fram
með tillögur um nýjar leiðir til þess
að auka tekjur landssjóðs.
Innan bæjar og utan.
Veturinn er liðinn og sumarið
gengið í garð. Hinn liðni vetur hefir
verið einn hinn bezti er menn muna
eftir; og hefir svo verið yfirleitt yfir
land alt. Snjólétt mjög hefir og víðast
verið og lítill klaki í jörðu vegna frost-
ieysanna. Útlit til iandsins er því gott,
ef vel vorar. Fiskafli ágætur hefir
verið sunnanlands, og eins fyrir vestan
framan af vetri. Æði stormasamt hefir
verið og hefir það orðið mörgum
mönnum, sem stunda fiskveiðarnar hér
syðra, að fjörtjóni.
Sumarið nýbyrjaða heilsaði hálf
kaldranalega með froststormi allhvöss-
um. En það er gamalla manna mái,
að það sé góðs viti „að frjósi saman
sumar og vetur“, og vonum vér að
það megi verða sannmæli.
t Pétur Jónsson blikksmiður
andaðist hér í bænum 25. þ. m. Hann
mun hafa verið í kringum fimtugt að
aldri. Pétur heitinn var í fremstu röð
iðnaðarmanna hér í bænum, og vel
látinn í hvívetna.
Halldórsson kaupm. í St.liólmi, 13
Yestur-íslendingar o. m. fl.
„Prospero“ kom hingað 21. þ. m.
í stað „Eljunnar". Með skipinu komu:
Forberg símastjóri, Guðl. sýslumaður
Guðmundsson á Akureyri, ungfrú
Guðrún Blöndal frá Seyðisfirði o. fl. —
„Prospero" fór samdægurs vestur og
norður uni land.
Heiðursgjöf gáfu nokkrar konur
hér í bænum frú Torfhildi Holm skáld-
konu, sem viðurkenningu fyrir ritstörf
hennar. Var það gullúr og gullkeðja.
Alétran var á úrinu eftir Arna Gísla-
son leturgrafara. Gjöfin var afhent á
sumard. fyrsta á „Hótel Reykjavík".
Samsöngur var haldinn í dómkirkj-
unni síöastliðinn sunnudag undir stjórn
herra Sigfúsar Einarssonar. Sigfús er
ekki vanur að bjóða tilheyrendum sín-
um annað en góðann söng og svo fór
einnig í þettasinn. Lögin voru smekk-
lega valin og víðast hvar vel með þau
farið, að vísu mátti heyra misfellur á
stöku stað, en þeirra gætti ekki mik-
ið. Frú Valborg Einarsson söng nokkra
einsöngva sem tókust mikið vel enn
best þóttist takast „Bæn söngmanns-
ins“ (En Sangers Bön) sem Sigfús söng
með karlakórinu.
Sigvaldi Stefánsson lék undir á har-
móníum og frú Ásta Einarsson á Piano
snildarvel eins og henni er lagið.
Dálítið er óviðfeldið að nærri helm-
ingur söngskrárinnar er á dönsku.
— —
Símskeyti til „Reykjavíkur".
Kaupm.höfn 18. apríl kl. 9 árd.
Landstjóri myrtur.
Landstjórinn í Galizíu hefur verið myrt-
ur af rúthenskum stúdent, af pólitiskum
ástæðum.
Orustur
t Marokkó (millum Frakka og Mára).
Skipstrand.
Höfuðskip hins sameinaða, danska gufu-
skipafélags, „United States", hefur orðið
ósjófært í New-York vegna áreksturs.
Ágætan afla eru flestöll fiskiskip
héðan búin að fá, bæði botnvörpuskip
og þau sem fiska á færi, og helzt
aflinn ennþá hinn sami. Fiskurinn er
mestailur mjög vænn.
„Stcrling“ fór héðan til útlanda
22. þ. m. Farþegar voru :
Ungfr. Anna Guðmundsdóttir, Einar
Benediktsson fyrrum sýslum., Friðrik
Jónsson kaupm., frú Kristín Benedikts-
dóttir, Magnús Blöndal framkv.stj.,
Sigf. Blöndal umboðssali, Stefán Sand-
holt, 2 Þjóðverjar, 5danskirsjómenno.fl.
„Vesta“ kom hingað frá útlöndum
norðan og vestan um land 23. þ. m.
Meðal farþega voru:
Helgi Zoega kaupm., frú M. Zoega,
Einar Gunnarsson kaupm., R. Braun
kaupm., Rórður Sveinsson spítalalæknir,
Magnús Sigurðsson lögfræð., Hörring
fuglafræð., Trolle kapteinn, Jón Á Eg-
ilsen kaupm. í Stykkishólmí, Sæmundur
OOOOOO-OOOOOOOOOOCOOO c
O Klukkur, úr og úrfestar,
| eömuleiðis gull og silfurskraut-
1 gripi borgar sig bezt að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
Jóhann Á. Jónasson.
DOOOOO-OOOOOOOOOC
Kaupm.höfn ‘M. apríl kl. 9 árd.
Campbell-tíannerman
(fyrverandi ráðaneytisforseti Breta) er
dáinn.
Ferðalag Jótvarðar konungs.
Játvarður Bretakonungur og Alexandra
drotning komu hingað á þriðjudaginn,
og fara héðan á morgun til Stokkhólms
og Kristjaníu.
Sambandslaganefndin
verður í konungsboði í kveld.
Eimskipalína milli Ameríku og
Islands.
Sendiherra Bandaríkjanna (f Danmörku,
dr. Egan) hefur farið þess á leit við þing
Bandamanna, að það veiti styrk til eim-
skipalínu til Islands. Talið er líklegt, að
hann fáist.
Ekki eru allar ferðir til fjár.
I gær var hér kveðinnupp lands-
yfirréttardómur í máli því, er Guðm.
læknir Hannesson liöfðaði gegn ráð-
herra- íslands fyrir hönd landssjóðs,
út af því að hann taldi sér vangoldið,
þann tíma er hann dvaldi erlendis
1906 og hafði engan sérstakan að-
stoðarlækni, nokkuð af styrk þeim
er þingið hafði veitt honum til að
halda aðstoðarlækni. — Ráðherran
var algjörlega sýknaður af kröfum
kæranda, og G. H. dæmdur til að
borga málskostnað fyrir yfirrétti.
Máli þessu hafði læknirinn áður
tapað fyrir undirrétti.
Simulki.
A. : „Hefiirðu lesið grein „ísafoldar"
í dag um sambandslaganefnd-
ina?“
B. : „Já! og mig furðar stórum, að
hún er farin að hefla seglin,
og virðist ætla að sigla á móti
nefndinni með þrírifaðri breið-
fokku einni“.
.4.: „Hún á nú ekki aunað eftir
kerlingin! Eg held hún hafi
ekki rifað síðan hún hleypti inn
í Dyrhólagatið hér um árið“.
V eðupskeyti.
Samkv. athugunum kl. 7 árd.
Apríl 1908 Loftvog i millim. <r»- rs- < <D O £ $ 0 < O O* S»' e*- p' Co) H!H
(Rv. 763.1jljogii 0 Alskýjað + 4.4
Bl. 765.0iNNA 6 Skýjað 0.5
Þd. 21. < Ak. 765.0 A 1 Snjór - 0.2
Gr. 728.0 NA 2 Snjór - 4.0
Isf. 764.0 NA 3 Snjór - 0.5
(Rv. 770 3 A 2 Heiðskír - 2.0
Bl. 772.2 SA 2 Hálfheið - 4.0
Mi. 22. <Ak. 771.4 NA 1 Alskýjað - 5.0
Gr. 734.5 NNA 2 Alskýjað 2.7
Isí. 769.S NNA 6 Snjór - 4.9
(Rv. 772.4 N 7 Léttskýj - 3.8
Bl. 774.5 NA 3 Hálfheið - 4.8
Fi. 23. < Ak. 773.0 NA 5 Alskýjað - 5.0
Gr. 733.0 N 4 Snjór - 8.4
ISf. 769.2 N 5 Snjór - 6.3
(Rv. 772.3 Logn 0 Heiðskír - 2.1
BI. 774.3 NA 4 Hálflieið - 4.0
Fé.24. < Ak. 772 5 NNA 1 Snjór - 4.0
Gr. 735.5 N 2 Skýjað - 5.0
Isf. 771.9 NA 4 Snjór - 2.0
(Rv. 767.4 A 1 Heiðskír - 0.5
Bl. 769 9 Logn 0 Heiðskír - 3.0
Ld.25. < Ak. 770.3 Logn 0 Hálfheið - 3.0
Gr. 732.2 N 1 Skýjað - 4.9
ISf. 768.2 Logn 0 Snjór - 3.1
(Rv. 762.3 A 2 Léttskýj + 3.9
Jbi. 766.4 A 4 Léttskýj + 0.8
Sd. 26. < Ak. 767.1 ANA 1 Alskýjað - 0.5
Gr. 729.9 NA 2 Skýjað -1.2
Isf. 765.5 NA 6 Snjór - 0.5
|Rv. 766.1 Logn 0 Skýjað + 3.3
Bl. 769.3 A 6 Léttskýj + 0.8
Má.27. < Ak. 769.8 ASA 4 Alskýjað - 2.3
Gr. 733.2 ANA 5 Skýiað + 1.2
Isf. 770.6 A 4 Alskýjað + 5.5
Aths. Veðurhæðin er reiknuð í stig-
um frá 0—12 : 0 = Logn. 1 = Andvari.
2 = Kul. 3 = Gola. 4 = Kaldi. 5 = Stinn-
ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 = Snarp-
»r vindur. 8 = Hvassviðri. 9. Stormur. 10.
= Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri.
Rt. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. —
Ak. = Akureyri. — Gr. = Grímsstaðir. —
Sf. = Seyðisfjörður.
€ggert Claessen,
ylirréttarmálaflutningsmaður.
Pósthússtr. 17. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
DrioðsferÉi
Gunnlaugur Þorsteinsson
Kirkjustreeti 4, Reykjavík.
Mikið af sýnishornum af enskum,
þýzkum og dönskum vörum.
Heima kl. 1—3 og 61/*—8 síðd.
[—l.júlí
£il leigu:
Lindargötu I B.
og smærri herbergi
einhleypa, fæst á
liýr bátur (lítið fjögramannafar) er til
sölu þegar. Uppl. „Gutenberg“.
Það væri laglegur skildingur, ef
komið væii saman í eitt andvirði
als þess sem rotturnar eyðileggja
hér á landi árlega — sumir hafa
jafnvel gizkað á, að minnst sé á
mununum á því og viníangatoll-
inum á einu ári, og allir vita,
hverju hann nemur.
Er nú nokkuð vit í því, að reyna
ekkert til þess að fyrirbyggja að
rotturnar eyðileggi þannig stórfé
árlega?
Hver heilvila maðnr mun segja
nei.
Hvaða ráð á þá að hafa til þess ?
Eina skinsama ráðið er, að út-
rýma rottunum með
Ratin.
Það er nú notað alstaðar nt-
anlands, og hér á landi hefir það
gefist ágætlega þeim, sem reynt
hafa. — Það fæst í
Thomsens jlliagasin.
„Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag
i hv. mán. kl. 8’/2 síðd. í Templara-húsinu.
Með því að aukafundur sá í hluta-
fólaginu „H8gni“, sem boðað var til
með auglýsing í blaðinu „Reykjavík“
21. þ. m. og haldinn var 25. þ. m.,
varð eigi svo fjölmennur að hann væri
lögmætur, er hér með samkvæmt 5.
gr. laga fyrir hlutafólagið „Högni“
boðað til nýs aukafundar í fólaginu,
sem haldinn verður í húsi „Kristilegs
félags ungra manna“ við Amtmanns-
stíg midviku<lag;iiiii 6. maí
næstkomandi kl. T'á síðd., og verður
þá samkvæmt téðri grein félagslaganna
ráðið þar til lykta máli því, er var
til meðferðar á fyrri fundinum, hvort
sem margir eða fáir hluthafar sækja
fundinn.
Reykjavík, 27. apríl 1908.
F. h. félagsstjórnarinnar.
Bjarui Jónsson
p. t. formaður.
Sökum ófyrirsjáanlegra forfalla var
fyrirlestri þeim sem Axel Clausen ætl-
aði að halda sunnudaginn 26. þ. m. í
Báruhúsinu frestað til sunnudagsins 3.
maí kl. 7 á sama stað.
luutökupróf til fyrsta bekkjar
gagnfræðadeildar mentaskólans verður
haldið 27.—29. júní næstk. Um inn-
tökuskilyrði vísast til bráðabyrgðar
reglugjörðar fyrir hinn almenná menta-
skóla í Reykjavik, 18. og 19. gr. Þess
er óskað, að tilkynning fyrir þeirra
hönd, sem undir áðurnefnt próf ætla
að ganga (ásamt skírnar- og bólusetn-
ingarvottorði) verði send svo timanlega,
að hún verði komin í hendur undir-
skrifaðs skólastjóra ekki seinna en
1. júní. [—18
Rvík, 11. apnl 1908.
Stgi1. Thorsteinsson.