Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.05.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 05.05.1908, Blaðsíða 2
74 REYKJAVIK .Sanitas' heilnæmu gerilsneyddu drykkir íást á sunnudögum sem virkum dögum í verksmiðjunni fram á nesi. Forðabúr i Reykjavík, Lækjargötu 10. Eftirlitsmaður verksm. er hr. land- iæknir Guðmundur Björnsson. að Bache fari of mjúkum höndum um þau. I því tímariti er það talið næsta ólíklegt, að þetta íslenzka fé- lag geti nokkurn tíma komist á fót, þvi að íslenzkir löggjafar þurfi ekki að halda, að vátryggingarfélög, sem hafa starfað á Islandi, verði fús á að endarvátryggja fyrir íslenzka félagið, sem einmitt sé stofnað í þeim til- gangi, að hola þeim þaðan burtu; það sé því varla hægt að byggja mik- ið á hjálp útlendra félaga, enda sé það barnaskapur að gjöra sér vonir um slíkt. Þess er og getið, að í Astra- líu hafi verið sett á stofn líkt vá- tryggingarfélag, en það varð brátt að hætta starfi sínu, því að önnur vátryggingarfélög vildu ekki endur- vátryggja fyrir það. Annars leggur blaðið til, að íslendingar láti sér nægja með að draga úr brunahætt- unni, með því að afla sér slökkvi- tóla, og muni þeir með því geta komist að betri kjörum hjá vátrygg- ingarfélögunum. Það er auðséð á öllum þessuin ummælum tímaritsins, að útlendu vátryggingarfélögin líta ekki hýru auga þenna innlenda brunabóta- félagsvísi vorn, og munu þau leggja alt kapp á að drepa hann í fæðing- unni. Vér hyggjum því, að margs sé að gæta áður en ráðist er í að stofna þetta félag, en engum getur dulist, að brýn nauðsyn er til að slíkt félag verði stofnað, því að kjör þau, sem útlendu félögin bjóða eru næsta óbærileg. í síðustu tölublöðum »IsafoIdar« er ritstjórinn að fræða menn á því, að hættulegt sé að embættismenn eigi sæti á þingi, því að við sé búið að þeir séu stjórninni háðir. Hann er þó ekki á því að láta dóm þenna ná til allra embættismanna, en reynir að sýna fram á, að yfirdómararnir séu svo óháðir öllum, að hættulaust sé að láta þá vera á þingi, og svo gjörir bann ofurslælega tilraun til þess að mjaka Dr. Valtý úr embættis- mannahópnum. Að því er dómarana snertir, þá verðum vér að álita, að sé ástæða til að banna nokkrum embættis- mönnum þingsetu, og þar með vastur i stjórnmálum, þá nái það fyrst til dómaranna því að þeir eiga að vera öllum óháðir, ekki einungis stjórn- inni heldur einnig öllum stjórnmála- tlokkum, og þess verða menn að krefjast, að ekki geti neinn stjórn- málaflokkur helgað sér dómarana með húð og hári, heldur séu þeir lausir allra mála í politiska rifrildinu og geti litið jafnréttu auga einn sem annan politiskan flokk. Það mun og hvergi eiga sér stað, nema hér á landi, að dómarar standi framar- lega í politisku þrefi. Margir tala og um það, að brýn nauðsyn sé til að setja lög, sem banna einmitt dóm- urum þingsetur. Aðrir telja það sjálf- sagt, að dómarar af sjálfsdáðum sneiði hjá öllum flokkadráttum, því þeim eigi að vera svo ant um sína veglegu köllun, að þeir gefi ekki minsta tilefni til þess, að þeim verði brugðið um velvildar- eða óvildar hug til einstakra manna, og því síður um harðsnúið flokksfvlgi í stjórn- málum. — Einn mesti stjórnmála- maður heimsins hefir sagt, að fyrsta krafa sín til dómara sé sú, að þeir opinberlega séu litlausir í »politík«. Vér fáum því ekki betur séð, en »ísafold« gjöri yfirdómurum vorum hinn mesta ógreiða með því, að helga sér þá og marka þá »ísu«- Iitnum; sá litur sómir sér ekki vel á dómurum. Til þess að halda dr. Valtý frarn sem alþingismanni, vílar ritstjórinn ekki fyrir sér að líkja honum sam- an við Jón Sigurðsson. Enginn Is- lendingur, sem elskar starf og minn- ingu Jóns, getur látið samlíking þessa óátalda. Og hvað saman- burðinn á embættisstöðu Jóns Sig- urðssonar og dr. Valtýs snertir, má geta þess, að Jón hélt að eins skjala- varðarembætti sínu tvö ár. Þegar hann kom heim af alþingi 1849, var búið að leggja það niður. í notum þess fékk hann þó nokkra liundraða dala styrk árin 1850 og 1851, en eftir Þjóðfundinn misti hann einnig styrk þenna. Dr. Valtýr hefir um mörg ár haft mörg þúsund króna laun og auk þess hefir hann orðið aðnjótandi margra bitlinga. Á síð- asta þingi var altalað, að hann hefði ekki viljað fara í sambandslaganefnd- ina, af því að hann treysti sér ekki sem danskur embættismaður til þess að hafa í fullu tré við Danastjórn. Og þennan mann, sem liefir þar að auki með linúum og hnefum barizt fyrir því, að lögfesta æðstu stjórn vora i Kaupmannahöfn, ber ritstjóri ísafoldar saman við Jón Sigurðsson ! Og svo eiga bændur í Kjósar- og Gullbringusýslu ekki að geta fengið annan eins mann á þing. Vér von- um, að íbúar þessara héraða sýni það 20. júni, að þeir geti fengið eitthvert æskilegra fulltrúaefni. Á- standið þar um slóðir væri frámuna- lega ömurleg't, ef ei væri auðið að fylla skarð dr. Valtýs. Eru steinkol í jörðu á íslandi? Sigurður Jósúa Björnsson lieitir maður ættaður af Vesturlandi. Hann fór til Ameriku fyrir 34 árum. Hefir hann haft þar ýms störf með hönd- um svo sem smíði, búskap og náma- vinnu, Hann á hluta í gullnámu í Kaliforníu. En sú náma er ekki rekin vegna peningavandræða þeirra og bankahruns, sem siðastliðið ár og alt til þessa hafa verið vestur þar, Sigurði hefir öll þessi ár, sem hann hefir dvalið vestra, verið það ríkt i huga, að kol mundu vera í jörðu á íslandi. Hefir hann æ betur og betur sannfærst um að svo mundi vera, eftir því sem hann liefir betur kynzt kolanámum í Ameríku. í fyrra afréð Sigurður að halda heim til íslands, til þess að gjöra sjálfur tilraunir, til þess að vita hvort hugboð sitt mundi rétt vera eða ekki. Úrsmíðavirmustofa Carl F. Bartels Langaregi 5. Talsími 137. Sigurður kom svo hingað til Reykja- víkur í júnímánuði í fyrra. Fór hann litlu síðar vestur og hefir dvalið þar siðan og leitað eftir kolum þar sem liann var kunnugur að fornu fari, og þótti líklegast að kolin mundu finnast. Ekki þurfti Sigurður lengi að leita þangað til hann þóttist genginn úr skugga um, að ætlan sín væri rétt. Á fleirum en einum stað þóttist hann sjá glögg merki þess að kolin væri þar til og náði liann lítilsháttar sýnishornum af þeim, reyndi þau að svo rniklu leyti sem hann gat og hafði tæki til, og var ánægður með árangurinn. Skömmu eftir nýár í vetur kom Sigurður svo hingað til Reykjavíkur aftur, og hafði í hyggju að fá nokkra efnamenn hér í félag með sér til þess að leggja fram fé til að gjöra til- raun með námagröft. Reyndi liann hér við fáeina menn, en þeir tóku dauft í að leggja fram féð. Þótti Sigurður ekki geta sýnt nógu glögt fram á, að tilraunin mundi hepnast, því hann vildi ekkert fullyrða, og varð svo ekkert úr félagsmynduninni. En Sigurður var ekki af baki dottinn þótt svona færi mcð þetta áform hans. Hann ásetti sér að ráðast þá einn í fyrirtækið og eiga einn alt á hættunni. Fór hann þegar vestur aftur, og hefir síðan bæði gjört frekari rannsóknir og gjört leigusamninga við landeigendur, þar sem hann ætlar að byrja, (en það er í Nípurlandi á Skarðsströnd, skamt frá Búðardal), ráðið sér verkamenn o. s. frv. Sigurður kom hingað til bæjarins nýlega og hefir dvalið hér nokkra daga til að útvega sér tjald og ýms nauðsynleg verkfæri, sem við gröft- inn þarf að hafa. Fór hann með það vestur nú með »Vesta« á mið- vikudaginn var, og tekur svo til óspiltra málanna þegar vestur kemur. Segir hann að ekki muni líða mjög langt, þangað til að hann geti sýnt það ótvírætt, hvort hann hafi á réttu að standa eða ekki. Vér vonura því að geta innan skamms með fullri vissu svarað þessari mikilsverðu spurningu: eru steinkol í jörðu á lslandi ? Heiðnrsgjöf. Herra D. Thomsen konsúll var staddur í Hult á Englandi hinn 16. f. m. Var honum þá afhent þar dýr og glæsileg heiðursgjöf frá ensk- um fiskimönnum þar, í viðurkenn- ingarskyni fyrir hjálpsemi hans við enska skipbrotsmenn hér á landi og hyggingu hælisins á Skeiðarársandi. Heiðursgjöfin er silfurskrín allstórt, mesta listaverk að öllum frágangi. Á framhliðinni er mynd af botn- vörpuskipi, og hyllir undir strönd íslands i fjarlægð; beggja vegna við þámynderu lanamyndir krosslagðar. Er þar öðru megin íslenzki og enski fáninn, en hinu megin danski og enski fáninn. Á göflum skrínsins eru mark- aðar eftirlíkingar af hinum dönsku og þýzku heiðursmerkjum konsúls I). Thomsens, en á afturhliðina er letrað á enska tungu að heiðurs- gjöfin sé gefin Thomsen af nefnd enskra útgjörðarmanna og fiskiskipa- eigenda, sem viðurkenning fyrir um- hyggju hans fyrir enskum fiskimönn- um við ísland. Skrautritað ávarp var í skrininu og er í því farið mjög lofsamlegum orðum um framkomu Thomsens gagnvart enskum fiskimönnum hér við land. Eins og áður er sagt, var Thom- sen afhent þessi heiðursgjöf 16. f. m. í Hull á fjölmennri samkomu er þar var haldin í heiðursskyni við hann. Voru honumþar fluttar margar ræður. En um leið og Thomsen þakkaði fyrir gjöfina gat hann þess, hversu brýn þörf væri á að fá reistan vita á Ingólfshöfða, enda kvað hann stjórnina íslenzku hafa það í huga. Tók hann fram að þýzkir útgjörðar- menn mundu ætla að styrkja það nauðsynjafyrirtæki og að hann von- aðist til, að eins mundi verða hvað Englendinga og Frakka snerti. Á meðal ýmsra heldri manna er þátt tóku í þessu móti má geta konsúla Dana, Norðmanna, Þjóð- verja, Frakka og Spánverja. --- M » 1----- Úr Ameríkublaði. I blaðinu „Baldur“, sem út er gefið á Gimli í Manitoba stóð grein 27. febr. síðastl. um framtíðarhorfur landa vorra vestan hafs. í fyrri hluta greinarinnar er talað um uppgang gula mannflokks- ins, einkum Japana og þá hættu sem hvíta mannílokknum stafi úr þeirri átt. Japanar sækja fast innflutning í Can- ada sem annarsstaðar. En Canada- stjórn, eins og öðrum stjórnum, er illa við innflutning peirra, og hefir því t.ekið það ráð að efla sem allra mest innflutningsstraum slafnesku þjóðanna og girða með því fyrir innflutning hinna gulu. Blaðritaranum stendur stug'gur af þessu fyrir íslendinga vestan hafsr og endar grein sína þannig: „Þar ættum við nú þessar vesturíslensku hræður, að geta lesið forlög okkar á milli línanna. Ekkert getum við, sem íslenzkur bændalýður, flúið þó við vildum. Hvar sem ónumin svæði eru nú eftir í Canada, er alt í hershöndum fyrir slafneska þjóðabáikinum. Hans innflutningur er svo óður, að afgang- urinn af öðrum innflytjendum sem ekki fer í borgirnar, hverfur í straumnum. Við þvx gjörir enginn maður, meðan innflutnings- málunum er svona stjórnað, og að stjorna þeim einmitt svona, segja þeir sem bækurn- ar hafa, að sé óhjákvæmilegt mótbragð, gegn innflutningi mongólskra manna að vestan— verðu. Þeir voru víst heppnii* að fá þessa afsökun eftir allar innflutningsmála rann- sóknirnar í hitt hið fyrra, og hún verður að teljast góð, úr því sem komið er. Stjórn- málamönnunum dettur seinast af öllu i hug, að hefjast svo handa, að hagsmunir auðkýfing- anna verði í veði. Hugsum okkur ekki, að íslendingar færu nú að leita héðan úr Gallakássunni vestur á strönd i Japanabálið. Það væri saxxnarlega að stökkva úr pottinum í eldinn. Hugsum okkur fremur, að þeir hefðxx það af forfeðr- um sínum. að hrekjast alveg úr iandi fyrir ofriki Haraidar, heldur en að láta kúgast af þi'ælum, þá ætti hölminn gamli að vera þeim hjartfólgnasti náttstaðurinn. Frelsisvinir á Islandi! JHugsið þið betur út í þetta ástand hénia vestra. Það er ekki ómögulegt, að einhvern- tíma sjáist þess menjai’. Þjódrœknismenn hér vestra! Er nú ekki tími til þess kominn, þegar við glápum upp í gxnandi Ijónskjaft ramm- kaþólsks Austur-Evrópu menningarleysis yfir höfðum okkar, að hætta því að ginxxa fólk að heiman í glötunina með okkur?“ Tóbaksdósirnar. (býtt). „Við skulum ekki þrátta um það“, mælti Felthorpe um leið og hann dró sverð sitt úr slíðrum. Hann beindr

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.