Reykjavík

Issue

Reykjavík - 14.05.1908, Page 1

Reykjavík - 14.05.1908, Page 1
1R e y> fc 1 a v í k. IX, 20 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Fimtudag 14. Maí 1908 Áskrifendur yfip í b se n u m IOOO. IX, 20 ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. 4sr^^^<^^iMmmsmuimmmmMmimrmmtmmBBmmammmmmmmmmmmKmmmmBBmmmmmmmmm^maBmmBBai < <><£ <7*1(1MVlíll' selur Kristján Þorgrimsson. „REYKJAYÍK" Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; orlnndia kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. .Túlí. Klla 3 kr. Auglýaingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; I. «g 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33*/»#/o hwrra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. RitstjAri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnús 13. JEHönd.a.1 Pingholtsstræti 23. Talsími 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á Tirkum dögum kl. 12—1 og 4—5 sídd. Peir kaupendur „Reykja- vikur“ sem skifla um bústað nú um krossmessuna, eru bednir að tilkynna það sem allra fyrst d skrifstofu blaðs- ins i Þingholtsstræti Nr. 23. Skrifstofa og afgreiðsla „Ryíkur“ er fiutt í Þingholtsstræti Jú 23. U ppkast að lögum 11 in I. ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið.*) Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru þvi i ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eptir orðið Dan- merkur — og íslands. II. Skipun sú er gildir í Danmörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð konungs, mynd- ugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er konungdómurinn er laus og eng- inn ríkisarfi til, skal einnig gilda, að því er til íslands kemur. III. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og Islands. 1. Konungsmata, borðfé ættinanna konungs og önnur gjöld til konungsættarinnar. 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðarsamningur er snertir ísland sérstaklega, skal þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána samanb. þó 57. gr. stjórnarskrárinnar 5. jan. 1874. 4. Gæzla fiskiveiðaréttar þegnanna. að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland eftir samkomulagi við Danmörku. 5. Fæðingarréttur. Löggjafarvald hvors lands um sig getur þó veitt fæðingarrétt með lögum og nær hann þá til beggja landa. 6. Peningaslátta. 7. Hæstiréttur. Þegar gjörð verður breyting á dómaskipun lands- ins getur löggjafarvald íslands þá sett á stofn innanlands æðsta dóm í íslenzkum málum, meðan sú breyting er eigi gjörð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar mað- ur, er hafi sérþekkingu á íslenzkri löggjöf og kunnugur sé ís- lenzkum högum. 8. Kaupfáninn út á við. IV. Öðrum málefnum sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og ritsímasambandið milli landanna ráða dönsk og islenzk stjórnarvöld í sameiningu, sé um löggjafarmál að ræða, þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. V. Danir og íslendingar á íslandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis, þó skulu forréttindi islenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupm.h. háskóla óbreytt, svo skulu og heimilis- fastir íslendingar á íslandi hér eftir, sem hingað til, vera undan þegnir herþjónustu á sjó og landi. — Um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörku og ísland skulu Danir og íslendingar jafnréttháir meðan 4. atriði 3. gr. er í gildi. VI. Þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, er ríkisþing og al- þingi setja og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg samkv. 3. gr„ að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum málum. VII. Meðan ísland tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tekur það heldur engan þátt í kostnaði við þau. Þó leggur ís- land fé á konungsborð og til borðfjár konungsættmenna hlutfalls- lega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu á- kveðin fyrirfram um 10 ár í senn með konungsúrskurði, er for- sætisráherra Dana og ráðherra íslands skrifa undir. Ríkissjóður Dan- merkur greiðir landssjóði íslands, eitt skifti fyrir öll, 1,500,000 kr. og eru þá jafnframt öll skuldaskifti sem verið hafa að undanförnu milli Danmerkur og íslands fullkomlega á enda kljáð. VIII. Nú rís ágreiningur um hvort málefni sé sameiginleg eða eigi, og skulu þá stjórnir beggja landanna reyna að jafna hann með sér, takist það eigi skal ieggja málið í gjörð til fullnaðarúrslita. Gjörð- ardóminn skipa Qórir menn, er konungur kveður til, tvo eftir til- lögu ríkisþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu Alþingis. Gjörðamennirnir velja sjálfir oddamann. Verði gjörða- menn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, er dómsfor- seti hæstaréttar sjálfkjörinn oddamaður. IX. Ríkisþing og Alþingi geta hvort um sig krafist endurskoðunar á lögum þessum þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin ganga í gildi. Leiði endurskoðunin ekki lil nýs sáttmála innan þriggja ára frá því, er endurskoðunar var krafist, iná heiinta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður að 5 árum liðnum frá því nefndur 3 ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan tveggja ára frá því endurskoðun- ar var krafist í annað sinn, og ákveður konungur þá með tveggja ára fyrirvara, eftir tillögu um það frá Ríkisþingi eða Alþingi, að sambandinu um sameiginleg mál þau er ræðir uin í 4., 5. 6. og 8. tölulið 3. gr. skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti. Úr ncfndaráliti: Island er stillet ved Siden af Danmark som en særlig Stat. Island udöver udelukkende Raadighed over alle sine övrige Anliggender, deriblandt Sagernes Foretagelse for Kongen samt de islandske Ministers Udnævnelsesmaáde. Á íslenzku: ísland er sérstakt ríki við hlið Danmerkur. ísland hefir fullveldi í öllum öðrum málum sínum ineðal ann- ars um það, hvernig málin eru borin upp fyrir konungi og livernig ís- lenzkir ráðherrar skulu skipaðir. *) Samhljóða ákvæði stendur í grundvallarlögum Norðmanna, sem talin eru einhver beztu og frjálslyndustu stjórnarlög sem til eru. Þelta nefndarálit ATar símað hingað í dag kl. 2.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.