Reykjavík - 02.06.1908, Blaðsíða 2
REYKJAVIK
ÍO
]>eim sem hún sjálf eða hann s^álf-
nr hefir lagt á sig.
ísland felur Dönum utanríkismál sín
og landvarnir af fúsum vilja, verði
frnmv. a,ð sambandslögum. Og það
er svo langt frá því, að þetta sé eins
dæmi um ísland eða að það sé afar-
kostum beitt, að eldci eitt einasta laud
í ríkjasambandi eða nokkurt sambands-
ríki á við jafngóða kosti að búa innan
álfu eða utan.
Svo er fávizka „ísaf.“ og félaga fá-
heyrð.
I þýzka ríkinu, sem í eru 4 kon-
ungsríki og mörg hertogadæmi og
furstadæmi, eru:
1. fjöldi mála sameiginleg, 16 flokk-
ar mála alls, þar á meðal náttúrlega
utanríkismál og hervarnir.
2. eru öll sameiginlegu málin óupp-
segjanleg og
3. verða öll sambandsríkin að leggja
hlutfallslega jafnt til sameiginlegu mál-
anna af fé og öðrum kvöðum.
Eins er ástatt um lýðveldið Sviss,
sem í eru yfir 20 smáríki, og Banda-
ríkin í Ameríku, sem eru yfir 40—50.
Og eins er um ríkjasamband Austur-
ríkis og Ungverjalands sama máli að
gegna, nema hvað sameiginlegu málin
eru þar færri.
Óuppsegjanlegu málin milli íslands
og Danmerkur eru aptur á móti að
eins 2. Borðfé konungs og ættmanna
er afleiðing af konungssambandinu og
á í rauninni ekki heima í 3. gr.
Þessir 2 flokkar máia eru nátengd-
ir konungssambandinu.
Og beggja þeirra þarfnast landið,
getur í hvorugu tillitinu veitt sér vörn
er nægi, af því hve það er fámennt og
fátækt.
Danmörk er, þótt ekkert stórveldi
sé, óiíkt færara um að komast að
heppilegum samningum við önnur lönd
en vér. Milli þjóðanna ræður, ekki
síður en milli einstaklinganna, að gjöf
sér til gjalda. Yér, sem verzlum ekk-
ert við Spán, hefðum t. d. vafalaust ekki
komist að jafngóðum samningum um
fisksölu þangað upp á vort eindæmi,
eins og Dönum þó lánaðist að ná.
Og þó að Danmörk geti hvorki varið
sjálfa sig né aðra, ef stórþjóð ræðst
á hana, þá er oss mikiil styrkur að
sambandi við hana. Danmörk or eigi
að eins gamalt ríki, heldur er hún
líka svo gott land og liggur svo vel
við verziun og siglingum, að engri
þjóð mundi haldast uppi fyrir hinum,
að taka hana herskildi. Og af því
njótum vér íslendingar góðs.
Það er heimskumál, að tala hér um
afsölun réttinda. Því að Danir hafa
farið ómótmælt með báða málsflokkana
síðan 1380. Og það er ekki góð sam-
ræmi í því, að heimta altaf fleiri og
fleiri herskip af þeim til landhelgis-
varnar og amast þó við hervaldi þeirra.
Jafnmikil heimska er það að halda,
að vér getum lent í hernaðarvendræð-
um með Dönum og enda tapað iandi
voru, ef frumvarpið gengur fram.
Það er aiveg gagnstætt. Nú eigum
vér það á hættu. En undir þá hœttu
er sett, ef frumvarpið gengur fj-am.
Því veldur ákvæði 1. gr. um að eigi
megi landið af hendi láta. Eftir 18.
gr. grundvallarlagannasemur konungur
frið, og getur með samþykki ríkis-
þingsins látið af hendi iönd og þegna.
Danir skilja þetta ákvæði svo, sem
þeir geti fargað íslandi, og þeim væri
vorkunn þó að þeir gripi ekki síðast
til þess, ef land þyrfti að láta. En nu
er það algeng þjóðaregla, að lögmæti
slíkrar ráðstöfunar fari eftir þess lands
lögum, sem í hlut á. Gengi nefndar-
frumvarpið fram, væri afsal konungs
og ríkisþings ekki bindandi fyrir ís-
land, enda mundi þá aldrei til þess
koma, að Danir létu það af hendi, og
því síður, að nokkur þjóð tæki við því.
Loks er alveg rangt að segja, að
þessi mál séu bundin við Danm. um
aldur og æfi. Slík bönd eru ekki til,
sízt milli þjóða, þar sem hnefaréttur-
inn sker oft úr. Þjóðirnar taka sér það
vald, sem þær þykjast eiga, þegar þær
eru því umkomnar, og ekki fyr, hvað
sem pappírsrétti líður. Noregur var í
óuppsegjanlegu sambandi við Svíþjóð, en
sleit sig samt lausan, þegar honum
var vaxinn þróttur til þess.
Hér er auk þess og umfram það,
sem þekkist meðal annara þjóða, hvorri
þjóðinni um sig áskilinn réttur til
endurskoðunar, en sá réttur ásamt
skýlausum rétti til að segja lausu sam-
bandinu um hin málin, einkum fæð-
ingjarétti og flaggi, mundi vafalaust
leiða til fulls skilnaðar, ef íslendingar
æsktu þess. Hvað skyldi Dönum geta
gengið til að halda í þá 2 flokka, er
þeir hafa tóm útgjöld af, þegar alt
annað væri farið.
Að hinum liðum 3. gr. hefur ekki
verið fundið, enda liggur stórmiJál og
lítt metanleg aukning landsréttinda
vorra í þeim öllum eða flestum, sér-
staklega í 5., 7. og 8. lið.
Samkv. 5. lið getum vér ekki að
eins veitt mönnum innfæddi'a rétt, er
gildi fyrir ísland, heldur gildir sá rétt-
ur einnig fyrir Danmörku.
Samkv. 7. lið getum vér afnumið
dómsvald hæstaréttar þegar vér viljum,
og þar með er fullnægt kröfu, sem
staðið hefur á dagskrá þings og þjóðar
síðan 1851.
Með 8. lið er viðurkendur réttur
vor til að flagga með því flaggi, sem
vér viljum, svo langt sem íslenzkt vald
nær, þ. e. bæði á landi og í landhelgi.
Auk þess er það stórmerkilega og
alstaðar óþekta nýmæli teJáð upp,
að vér getum sagt Dönum upp um-
boðinu til að fara með 5 seinustu liði
greinarinnar og tekið þá að oss sjálfir
til fllutnings.
Og þetta á að heita innlimun!
IV. Yflr öllum málum, sem eru eða
seinna kunna að verða sameiginleg,
hefur hvovt landið um sig full og ó-
bundin ráð samkv. 4. gr.
V. Að 5. gr. hefur það verið fundið,
að Danir hefðu, hvar í heiminum sem
þeir byggju, jafnrétti við íslendinga, er
heima eiga á íslandi.
En þetta er allskostar rangt.
1. liður greinarinnar er svo : „Danir
og íslendingar á íslandi og íslending-
ar og Danir í Danmörku njóta fulls
jafnrjettis".
Með öðrum orðum, þeir Danir, sem
búsettir eru á íslandi njóta sama rétt-
ar og þar búsettir íslendingar. Um
rétt Dana, sem eru búsettir utan ís-
lands er aftur á móti ekkert sagt og
af því leiðir, að þéir hafa ekki jafn-
rétti við íslendinga.
1. liður greinarinnar veitir Dönum
þannig engan nýjan rétt, staðfestir
aðeins þann rétt, sem þeir jafnt ann-
ara þjóðamönnum hafa hér, meðan
þeir eru hér búsettir.
Úrsmíðavinnustofa
Carl F. Bartels
Langavegi 5. Talsími 137.
Að þetta sé rétt skýring, sést líka
á 3. lið greinarinnar, Þar sem Dön-
um er áskilinn réttur til fiskiveiða
landhelgi, meðan þeir verja landhelg-
ina, sbr. og orð athugasemdanna við
1. lið 5. gr.: „að öðru jöfnu“. Því
að hefði 1. liður gr. náð til Dana sem
búsettir eru utan Islands, hefði verið
óþarft, að taka upp ákvæðið í 3. lið.
Hér eftir getum vér vafalaust, verði
frv. að lögum, sett búsetu sem skil-
yrði fyrir kaupmensku hér á landi og
yfir höfuð að tala hagað löggjöf vorri
gagnvart annarstaðar búsettum mönn-
um svo sem vér viljum. Vér verðum
þar aðeins að gæta tvenns, fyrst. þess,
að ganga ekki of nærri alþjóðaréttin-
um, og í annan stað þess, að gera
Jiérbúsettum Dönum ekki lægra undir
höfði en íslendingum.
VI. Með 6. gr. er 2 meginatriðum
slegið alveg fóstum. Annað atriðið
horfir út á við, lýtur að meðferð Dana
á málum vorum. Hitt horfir inn á
við að valdi voru innanlands og yfir
öllum málum sem Danir fara ekki
með.
Eftir grein þessari „fara dönsk stjórn-
arvöld einnig fyrir Islands hönd með
mál þau, sem eru sameiginleg sam-
kvæmt 3. gr.“ Þetta ákvæði horfir
út á við að Dönum, og slær því ó-
yggjandi föstu, að þeir fara með mál
þessi sem umboðsmenn vorir, sbr. 1. gr.
Hitt ákvæðið horfir inn á við og er
svo: „Að öðru leyti ræður hvort land-
ið að fullu öllum sínum málum“.
Hér er sagt með viija „hvort land-
ið um sig“, en ekki Island, til þess að
ekki verði hægt að segja, að Danir
hafi skamtað oss fullveldi vort yfir
málum vorum. Og öll setningin þýð-
ir hvorki meira nó minna en það, að
vjer ráðum íhlutunarlaust af Dana
hálfu ölluni málnm vorum, öðrum en
talin eru í 3. gr. Þar á meðal, eins
og tekið er fram í athgs. við grein-
ina, því, hvort mál vor skuli borin
upp í ríkisráðinu eða ekki.
VII. Um 7. gr. er ekki annað að
segja, en að með með henni er ein-
um af ásteytingarsteinum íslenskrar
tilfinningar rutt úr vegi, þar sem ár-
gjöldum ríkissjóðs, er kölluð hafa ver-
ið „framlög" (Tilskud) verður snúið
upp í útborgun á hæfilegum höfuðstóli
eitt skifti fyrir öll.
Um fóð á konungsborð m. m. er
talað áður.
VIII. 8. gr., sem ákveður, að á-
greiningi um það, hvort mál só sam-
eiginlegt eða ekki, skuli skotið til 4
manna nefndar, er alþingi tilnefnir að
helmingi á móts við ríkisþingið, hefur
verið misskilin á marga vegu, en það
þó helzt fundið henni til foráttu, að
forseti hæstaróttar á að ganga til sem
oddamaður, verði nefndarmenn ekki á
eitt sáttir.
Fyrst hefir þvi verið haldið fram, að
nefnd þessi eigi að dæma um allan
ágreining milli landanna. En það er
beinlínis rangt. Eins og berlega stend-
ur í greininni, á nefndin aðeins að
dæma um það, hvort málið sé sam-
eiginlegt eða ekki' Þegar úr því er
skorið er starf nefndaiinnar úti.
Sé um sameiginlegt mál eftir 3. gr.
að ræða, taka dönsk stjórnarvöld við
málinu til meðferðar samkv. lögunum.
Só ekki um sameiginlog mál sam-
kv. 3. gr. að ræða, hverfur málið und-
ir ísl. stjórnarvöld.
Og rifji maður upp fyrir sér sam-
eiginlegu raálin, eftir 3. gr., sem sé
1. borðfóð, 2. utanríkismál, 3. her-
varnir, 4. gæsla á fiskiveiðaréttinum,
5. innfæddra róttur, 6. peningaslátta,
7. hæstiréttur, 8. verzlunarflaggið út
á við, þá er nær því óhugsandi, að
deila geti orðið um annan flokk þess-
ara mála en utanríkismálin, sem sé
það, hvort málið snerti ísland svo, að
samþykki ísl. stjórnarvalda þurfi að
koma til.
En þó að grein þessi muni þannig
eigi hafa mikla þýðingu í framkvæmd-
inni, þá er hún ein af Ijósustu vott-
unum um það, að hér er að ræða um
2 jafnháa málsparta, Dani annarsveg-
ar og íslendinga hinsvegar,
Og á engum röknm er bygð aðfinn-
ingin að því, að forseti hæstaróttar
skuli vera oddamaður. Danskur eða
íslenzkur hlýtur oddamaðurinn að vera,
og með allri virðingu fyrir ísl. háyfir-
dómaranum, sem oft hefur vasast í
pólitík ekki síður en aðrir, mun hver
maður verða að játa með sjálfum sér, að
forseti hæstaréttar só hinum að öllu
leyti ákjósanlegri. Hlutkesti getur ekki
komið til nokkurra mála undir slík-
um kringumstæðum.
IX. Undarlegust af öllum aðfinn-
ingum við frumvarpið eru þó mótbár-
urnar við 9. gr. Sú grein frumvarps-
ins, sem er allra greinanna bezt, enda
mest haft á móti henni af Dönum.
Eftir grein þessari eiga íslendingar
Jieimtingu á, að öll lögin verði endur-
skoðuð eftir 25 ár, og eftir 37 ár geta
þeir einir sér sagt upp öllum sameig-
inlegu málunum nema t.veimur, her-
vörnum og utanríkismálum.
Grein þessi, sem er skírasta sönn-
unin fyrir fullveldi íslands, er alveg
óþekt meðal allra sambandsþjóéa ver-
aldarinnar. Ekkert henni líkt finnst
í sambandslögum Þjóðverja, Banda-
manna í Ameríku og Svissbúa. Þar
eru öll sameiginlegu málin óuppsegj-
anleg um aldur og ævi.
Móti greininni mundiheldurengin rödd
hafa heyrst, ef að Þingvallafundurinn
hefði verið skipaður einhverjum þeim
mönnum, sem hefðu borið rétt skyn
á málið. (Framh.).
jlejnðarálii
sambandslaganefndarinnar.
[Nefndarálitið byrjar á inu konungi.
erindisbréfi nefndarinnai’, sem áður
heiir verið birt bæði á íslenzku og
dönsku, og er pví hér byrjað á sjálfu
álitsskjalinu].
Nefndin var kvödd til fundar í
Kaupmannahöfn 28. Febrúar 1908;
kom hún þá saman og skipaði sér
til starfa og kaus til skrifara Dr.
jur. Knud Berlin og cand. jur. J. H.
Sveinbjörnsson og hélt síðan nokkra
fundi í Marzmánuði og ræddi málið
alment, svo að skýrstgæti afstaðan
frá Dana hálfu og íslendinga.
í erindisbréfi nefndarinnar var
henni það verkefni falið, »að rann-
saka og ræða stjórnskipulega stöðu
íslands í veldi Danakonungs, til
þess að taka til íhugunar hverjar
ráðstafanir löggjafarvöldin mundu
eiga að gera til þess að koma við-
unanlegri skipun á þetta mál«. En
brátt varð það nefndarmönnum öll-
um ljóst, að það, að sökkva sér
niður í sögulegar og rikísréttarlegar
rannsóknir um stjórnarstöðu Islands
fyrrum og nú, mundi naumast í
framkvæmdinni styðja að því, að
ná því sem álíta varð aðalviðfangs-
efni nefndarinnar: að leggja grnnd-