Reykjavík - 02.06.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
!)1
völlinn undir nýja löggjöf um stjórn-
skipulega afstöðu milli Danmerkur
og íslands. Spurningunni um in
sögulegu og rikisréttarlegu atriði
hefir því aðallega að eins verið
hreyft í ritgerðum, sem samdar hafa
verið fyrir nefndina og lagðar fyrir
hana, sbr. fylgiskjöl IV—VII*), en
í sjálfum umræðum nefndarinnar
hefir þessum spurningum, sem aðal-
lega hafa fræðilegt gildi, að eins
verið fremur lauslega hreyft. Sama
er um ijárviðskiftin, sem fyrrúm
hafa valdið svo miklum ágreiningi,
að þeim hefir nær eingöngu verið
hreyft i ritgerðum, er útbýtt hefir
verið meðal nefndarmanna, sbr.
fylgiskjöl VIII—XI, en á það mál
alt hefir lítil áherzla verið lögð í
umræðum nefndarinnar. Mönnum
kom frá öllum hliðum saman um
það, að leitast bæri við að ná þessu
takmarki, er einvörðungu væri á-
rangursvænlegt: að snúa sér frá því
sem gangstætt væri í grundvallar-
skoðunum Dana og íslendinga, enda
þótt hvorir um sig áskildu sér þar
sína skoðun, en að koma á fram-
búðarafstöðu íslands og Danmerkur
því skipulagi, er hvorug þjóðin þyrfti
að álíta of nærgöngult virðingu sinni
og þær gætu framvegis lifað við í
góðri sambúð, er happasæl væri
ívrir þær báðar. Til þess að nál-
gast betur þetta takmark var 30.
Marz skipuð fámennari nefnd, 13
manna, og voru í henni: J. C.
Christensen, H. N. Hansen, Krabbe,
P. Knudsen, H. Matzen og N. Neer-
gaard auk allra inna [7] íslenzku
nefndarmanna. Frá livorri hlið
komu nú fram ýmisleg bráðabirgða-
frumvörp og voru þau rædd á
mörgum fundum, sjá fylgiskj. XII—
XVII; nálguðust þá smám saman
hvorir aðra, og loks var 27. Apríl
skipuð enn þrengri undirnefnd, og
voru í henni: L. H. Bjarnason, H.
N. Hansen, J. Jóhannesson og Chr.
Krabbe, og tókst þá 6. Maí, að
fá því nær einróma samþykki á
uppkasti að lögum um ríkisréttar-
samband Danmerkur og íslands,
því að á fundi allrar nefndarinnar
var það samþykt með öllum at-
kvæðum gegn einu (Skúla Thor-
oddsens).
Samkvæmt þessu leyfum vér oss
að leggja fram sem árangur af starfi
nefndarinnar eftirfarandi
Uppkast að lögum
um rikisréttar-samband Danmerkur og íslands.
jlnngangur laganna, er þau hafa
náð samþykki bæði ríkisþings og
alþingis og staðfesting konungs,
orðist svo:
Vér Friðrik inn áttundi o. s. frv.
Gernm kiinnugt: Ríkisþing Dan-
merkur og alþingi íslendinga hafa
fallist á og vér með samþykki voru
staðfest eftirfarandi lög: ]
Hjer fer á eftir sambandslaga-
uppkastið, sem áður er prentað í
»Lögr.«.
*) Sakir pess, hve áliðið var tímans,
varð ekki tækifæri til pess frá íslend-
inga hálfu, að svara ritgerð peirri um
»gamla sáttmála Islendinga«, er ekki
kom fram fyrr en starfi neíndarinnar
var rétt að lokum komið, enda pótti
pá og óparft, að svara henni eítir peim
árangri, sem pá var pegar áunninn í
nefndinni.
Athugasemdir við laga>
nppkastið liór að framan.
Við 1.-3. gr.
Ef bæði ríkisþingið og alþingi
fallast á lagafrumvarp, það sem hér
er að framan skráð, og það verður
að lögum, þá verður á ríkisréttar-
afstöðunni milli Danmerkur og ís-
lands orðin alger breyting fráleit því
sjónarmiði, serh haldið var í lögun-
um 2. Janúar 1871. í stað þess að
afstaðan þá var ákveðin með ein-
hliða danskri löggjöf, verður hún
framvegis grundvölluð á sáttmála
beggja aðila, sem til er orðinn með
sameiginlegum lögum, sem löggjaf-
arvöld beggja landanna samþykkja,
og höfum vér hugsað oss, að það
skyldi berum orðuin fram tekið í
inngangi lagauiia. En þar sem inir
dönsku nefndarmenn hafa algerlega
i einu hljóði geta fallist á þetta og
eins á það nýja ákvæði, sem nánara
er tiltekið í fyrstu grein og greinunum
þar á eftir um framtíðarstöðu ís-
lands sem frjáls og sjálfstæðs lands
er eigi verði af hendi látið, en i
sambandi við Danmörku um sam-
eiginlegan konung og þau sameigin-
legu mál, sem í 3. grein eru nefnd,
en við þetta skipulag er ísland sett
jafnhliða Danmörku, sem sérstakt
ríki, með fullveldi yfir öllum málum,
sem ekki eru berum orðum nefnd
sameiginleg, — þá óska inir dönsku
nefndarmenn, að geta þess, að þetta
er ekki sprottið af því, að þeir á
nokkurn hátt játi réttar vera þær
sögulegu og ríkisréttarlegu skoðanir,
sem fram hefir verið haldið af hálfu
inna íslenzku nefndarmanna, held-
ur er það sprottið af heitri ósk um,
að verða við kröfum innar íslenzku
þjóðar um þjóðlegt og stjórnréttar-
legt sjálfstæði, og til þess með þess-
um votti um virðing innar dönsku
þjóðar fyrir kröfum þjóðernisins að
eyða meðal íslendinga Öllum ótta
fyrir því, að frá Dana hálfu sé
nokkur ósk í brjósti alin um það,
að beita valdi beinlínis eða óbein-
línis við ísland til þess, að halda
nokkru forræði yfir því.
I’au sameiginlegu mál, sem upp
eru talin í 3. grein, er einnig nú
farið með sem sameiginleg fyrir
fyrir Danmörku og ísland, en við
samningu þessarar greinar hafa inir
dönsku nefndarmenn látið eftir kröf-
um inna íslenzku nefndarmanna í
því aðalatriði, að hér eru ekki, eins
og í lögunum frá 1871, talin upp
in sérstöku mál, svo að alt það
sem þar var ekki sérstaklega upp-
talið, varð sameiginlegt, heldur er
hér höfð gagnstæða aðferðin og
sameiginlegu málin nefnd, svo að
alt það sem hér er ekki berum
orðum nefnt sameiginlegt, er sérmál
beggja landanna.
Að því er annars sérstaklega
kemur til einstakra atriða í 3. grein,
þá má þess geta um 5. tölulið, um
fæðingjaréttinn, að íslendingar fóru
upphafléga að eins fram á, að lög-
gjafarvald hvors landsins hefði rétt
til að veita fæðingjarétt innan sins
löggjafarsviðs. En af þessu hefðu
getað sprottið ýmis vandkvæði, svo
að þannig hefðu þeir, sem þannig
fengju fæðingjarétt á íslandi, hvorki
eftir rikisrétti né alþjóðarétti getað
talist hafa fæðingjarétt í Danakon-
ungs veldi, og þvi kusu menn held-
ur, að löggjafarvald íslands fengi
með lögum þessum almenna heim-
ild til, að veita fæðingjarétt, er einnig
gilti fyrir Danmörku, en þó er hér
við því búist, að þá er fæðingja-
réttur verður veittur á íslandi, verði
likra skilyrðra krafist, sem í Dan-
mörku.
Að því er kemur til ákvörðunar-
innar í 7. tölulið 3. greinar um, að
þess skuli gætt, er sæti losnar í
hæstarétti, að skipaður sé þar maður,
er hafi sérþekkingu á íslenzkri lög-
gjöf og kunnugur sé íslenzkum hög-
um, þá er það hér sett eftir ósk
inna dönsku nefndarmanna, þvi
að þeim þótti mjög viðurhlutamikið,
að ganga að ákvæði fyrstu máls-
greinar um stofnsetningu æðsta dóms
innanlands í islenzkum málum, en
vænta þess, að ekki muni fyrst um
sinn verða bugur að þvi undinn
að nota þessa heimild; en ákvæði
þetta um hæstarétt gildir auðvitað
að eins þangað til að þetta verður
gert, sbr. »meðan«.
Við í. gr.
Þar sem svo er að orði komist,
að öðrum málefnum, sem taki bæði
til Danmerkur og íslands, þar á með-
al póstsambandinu og i'itsímasam-
bandinu milli landanna, »ráði« o.
s. frv., þá er það auðvitað ekki til-
gangurinn, að breyta með þessu þvi
skipulagi, sem nú er gert um póst-
sambandið og ritsímasambandið.
Við 5. gr.
Ákvörðunin í fyrstu málsgrein
greinarinnar um, að Danir og ís-
lendingar á íslandi og íslendingar
og Danir í Danmörku skuli í öllum
atriðum njóta fulls jafnrjettis að
öðru jöfnu, hefur verið talin svo
mikils varðandi í nefndinni, að ósk-
að hefur verið að gera hana að föstu
og óbreytilegu skilyrði fyrir sam-
bandi landanna.
Jafnframt ákvæðinu um, að óbreytt
skuli haldast forréttindi íslenzkra
námsmanna til hlunninda við Kaup-
mannahafnarháskóla, var þess óskað
frá Dana hálfu, að upp væri tekið í
lögin, að við háskólann skykli stofna
kennaraembætti í íslenzkum lögum.
Frá islenzkri hlið er ekkert á móti
því haft, að slíkt kennaraembætti
sé stofnað, en af formlegum ástæð-
um hefir það ekki þótt rétt að
taka upp í þessi lög nokkurt ákvæði
um þetta, með því að danska lög-
gjafarvaldið hefir ávalt fult frelsi
til að gera þetta, og því féllu inir
dönsku nefndarmenn frá því, að
þetta ákvæði væri tekið upp í Iögin.
Við 6. gr.
í þessari grein er gengið að því
Visu, að ísland eigi kost á að ráða
ásamt Danmörku þeim málefnum,
sem sameiginleg eru, að svo miklu
leyti sem samkomulag getur komist
á með lögum, sem bæði ríkisþing og
alþingi samþvkkja og konungur stað-
festir, um það, með hverjum hætti
þessu geti orðið fyrir komið. Þang-
að til að þetta verður, fara dönsk
stjórnarvöld ein með þessi mál,
einnig fyrir íslands hönd, en ísland
hefir eitt full ráð allra annara mála
sinna, þar á meðal um það, hversu
mál skuli upp borin fyrir konungi
og hversu hagað skuli skipun ís-
lenzkra ráðherra.
Við 7. gr.
Að því er til þess kemur að binda
endaáfjármálaviðskifti Danmerkurog
íslands, þá hafa inir dönsku nefnd-
armenn álitið, að til þess að gera
fullnaðarlyktir á þessu gamla ágrein-
ingsefni, þá gætu þeir — án þess að
viðurkenna nokkra réttarkröfu lrá
íslands hálfu í þessu efni — gengið
að því að greiða af hendi eitt skifti
fyrir öll upphæð, þá er jafngildir
þeim höfuðstól, sem 60,000 kr. ár-
lega eru 4°/o vextir af, en það ersú
upphæð, sem Danmörk samkvæmt
lögunum frá 2. Janúar 1871, 5. grein,
hafði heitið íslandi að greiða og lief-
ir siðan árlega greitt því. Inir ís-
lenzku nefndarmenn hafa jafnframt
því, að þeir hafa haldið fram rétt-
mætri kröfu af íslands hendi til
þessa gjalds, þótst eftir atvikum geta
gengið að þessu, svo að þetta yrðu
fullnaðarúrslit þessara gömlu við-
skifta.
Við 8. gr.
Þó að þess sé vænst, að ákvæðið
í 3. gr. um sameiginleg mál muni
vera svo ljóst, að trauðla verði við
því búist, að ágreiningur geti risið
um skilning þess, þá hefir þó nauð-
synlegt þótt, að lögin skyldu skýr-
lega ákveða, hvernig úr slíkum á-
greiningi yrði skorið, er til kæmi,
ef svo skyldi fara, að þrátt fyrir alt
skyldi verða ágreiningur um, hvort
eitthvert málefni bæri að telja til
sameiginlegra mála eða sérstakra;
og þá hefur mönnum — upphallega
eftir tillögu frá islenzku nefndar-
mönnunum — komið saman um á-
kvæðið i 8. grein, en samkvæmt því
á dómsstjóri hæstarjettar að vera
oddamaður, er gerðarmenn, þeir sem
greinin ræðir um, geta ekki orðið á
eitt sáttir um að velja oddamann.
En sá hefir verið skilningurinn á
þessu í nefndinni, að til oddamanns-
ins kasta skuli þá að eins koma, er
atkvæði standa jafnt meðal gerðar-
manna.
Við 9. gr.
Þessi grein hefir verið það atriði,
sem örðugast hefir verið að ná sam-
komulagi um í nefndinni. Um það
tvent kom mönnum þó að vísu sam-
an frá báðum hliðum, að samning
þennan í heild sinni skyldi mega
endurskoða, og eins um hitt, að end-
urskoðun þessi skyldi þó ekki eiga
sér stað fyrri en liðinn væri hæfi-
lega langur frestur, því að annars
vegar gæti þessi ríkisréttarsam-
ningur engu fremur en nokkur annar
mannlegur samningur, verið ætlaður
til þess, að gilda um aldur og ævi,
en þar sem liann þó stofnaði ríkis-
réttarsamband milli tveggja landa,
hlyti hann hins vegar að vera ætl-
aður til þess að standa skilyrðislaust
nokkuð langan tíma. Aftur á móti
greindi menn mjög svo á í skoðun-
um um afleiðingarnar af því, ef ekki
næðist samkomulag, þegar að því
kæmi að endurskoða lögin, því að
þá var því í fyrstu fram haldið af
íslendinga hendi, að þá skyldi hvor
aðili geta sagt upp að öllu eða nokkru
leyti félagsskapnum um öll in sam-
eiginlegu mál, að undanteknum sam-
eiginlegum konungdómi; en frá Dana
hlið var því fram haldið, að gætu
báðir málsaðilar eigi samþykt sam-
hljóða ákvæði um endurskoðun, þá
OOOOOO^
Klukkur, úr og úrfestar,
| sömuleiðis gull og silfurskraut-
i gripi borgar sig bezt að kaupa á
Laugavegi nr. 12. J
Jóhaun Á. Jónasson.
DOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOCCX?