Reykjavík

Issue

Reykjavík - 30.06.1908, Page 3

Reykjavík - 30.06.1908, Page 3
REYKJAVIR 107 uiueiT tnætlr yður á miðrl lelð. Oerlr alla vinnu yðar á helmingi stlttrl tíma og er helmingl ódýrari en grænsápa. Sunlight varðveitir föt yðar frá skemdum, höndum yðar frá þvi a6 veröa hrufóttar, og lífi yðar frá þræiavinnu. Hinn fullkomni hreinleiki hennar gjörir það einungis öruggt íyrir fíngerða kniplinga }■■' _ og léreft. rpfli/ ' wúi „Þjóðólfur« hefir lagt til drifs undir leiðsögu hr. Magnúsar Arnbjarnarsonar. Og „Ingólf“ er annar ritstjórinn Ari cand. Jónsson og ungur lögfræðisnemi í Kaupmannahöfn, Gísli Sveinsson að nafni, að bjástra við að ausa á víxl. Annars eru flestir eða allir lagamenn landsins með frumvarpinu. Og það er góðs viti. Þeir ættu að hafa bezt vit á málinu. Og enginn getur vænt þá um samantekin ráð, jafnmikið og sumum þeirra heflr borið á milli í öðrum málum. Það er málsstaðurinn, sem sameinar nú flesta heiðarlega og skynsama menn. Þeim fjölgar að sama skapi og saxast á limina hans Björns. - - ■ I I • - Á fundinum í barnaskólagarðinum 2. þ. m. taiaði ísafoldarritstjórinn fagur- lega um friöinn. Gaf í skyn. að sér væri og hcfði ætið verið allar deilur þvert um geð, og líkti sér í því við Gunnar á Hlíðarenda. Ég gat satt að segja ekki stilt mig um að brosa þegar ég hlustaði á þessa friðarprédikun gamla Björns, og fór að hugsa um, að „ísafold" hans mundi ekki verða eins fyrirferðamikil eftú ■ leiðis sem hingað til, þegar hún ætii ekki annað að flytja en friðarboðskap, því mig minti, að þensla „ísafoldar" og offylli hefði ekki verið friðseminni að kenna. Daginn eftir fundinn kem- ur svo „ísafold" út, og fyrst á blaði er þar friðarprédikun ritst.jórans, en þegar aftur í blaðið sótti fór að kenna fieiri grasa en friðarins eins. Þar er gamla „ísafoldar“lagið á textanum, skætingur og slettur til einstakra manna og málefna, rangfærslur og útúrsnúningar. Þau „ísafoldar“blöð sem síðan hafa birzt fylgja dyggilega í sömu fótsporin, svo að það lítur út fyrir, að ritstjóranum hafi reynst sann- ur gamli málshátturinn, að það er „illt að kenna gömlum ....“, enda virðist hann þegar vera hættur við að OOOOOO oooooooooocooo oooooo 5 Klukkup, úr og úrfestar, X S sömuleiðia gull og silfurskraut- Q 5 Qripi borgar sig bezt að kaupa á Q K Laugavegi nr. 12. g g Jóhnnn 1. Jrtnasson. Q 0000000-0000000000000000000 reyna það — lætur „Foldina" sína hjakka í gamla farinu. En hvað meinti maðurinn þá með þessari friðarprédikun. Ætli að það hafi verið meiningin, að menn léti hann og blað hans eftirleiðis í fullum friði ausa auri menn og mál- efni, léti þau í friði rangfæra og snúa út úr því sem aðrir segja og rita, léti þau í friði uppnefna menn og blöð og léti þau í friði bölsótast móti þýðingar- mesta máli þjóðarinnar, eins og þau hafa nú um langa hríð undanfarið barizt með hnúum og hnefum móti flestu því, er til framfara hefir verið unnið á þessu landi. Éað geta víst flest góð málefni, sem hin síðari ár hafa borið sigur úr být- urn og orðið þjóðinni til heilla og nyt- semda, talið sér það til gildis, að þau eigi ékki kyn sitt að rekja til „Isa- foldar“-ættbálksins og hafi úr þeirri átt einskis styrks notið. Sé þetta meiningin með friðarboð- skap „ísafoldar" er ér hræddur um að tregt gangi að fá þann friðarsamn- ing undirskrifaðan af öðrum en Birni sjálfum og „Foldinni" hans, og að síðar í veraldarsögunni heyrist ekki getið um „friðarsamninginn við Fúlntj'órnu Fundarmaður. im •- m --- UnDirtektirnar. Þau eru talsvert drjúg yfir því land- varnarblöðin og bergmál þeirra „Þjóð- óifur“, að altaf berist áreiðanlegar fréttir af illum undirtektum manna út um landið undir frumvarp sambands- laganefndarinnar. Þessar áreiðanlegu fréttir eru meira og minna ýktar og afbakaðar. Á öil- um þeim fundum sem haldnir hafa verið á Norðurlandi, hafa að eins ör- fáir menn andmælt frumvarpinu, en stór-yfirgnæfandi meiri hluti verið því hlyntur. „ísaf.“, „Ing. * og „Þjóðólfur" gjöra úlfaldaúr mýflugu,þegar þau eru að geypa af andmælunum á fundunum á Sauðárkrók og í Hafnarflrði og hvað snejtir umsögn þeirra um framkomu Ólafs Briems, þá er liún biátt áfram ó s ö n n, því ólafur var alls ekki á Sauðárkróksfundinum og hefir ekki lýst neinu yfir um afstöðu sína í mál- inu, ekki einu sinni ákvarðað hvort hann bjóði sig fram við næstu kosn- ingar. Það sanna um undirtektirnar mun vera það, að eftir því sem menn kynn- ast betur frumvarpinu, og sjá og heyia þær ástæður og skýringar sem nú eru komnar á málinu, þá hefir fyigi frum- varpsins farið dagvaxandi, og að sama skapi sijáfkað sá öldugangur sem æst- ur var upp á móti því á meðan það var öllurn ókunnugt og hægt var að segja um það satt og logið, eftir því sem henta þótti. Nú fer að verða verra að skáka í þessu hróksvaldi van- þekkingar manna á frumvarpinu, enda mun óhætt mega segja, að andstæð- ingar þessi týni daglega tölunni. Og hið bezta vitni um yfirburði frumvarps- ins er það, að þeir sem ganga úr andstæðingatölunni eru einmitt þeirra helztu menn, — máttarstólparnir í þvi liði. Vér þykjumst mega fullvissa lesend- ur vora um það, að eftir því sem oss er bezt kunnugt um fylgi frumvarpsins nú, bæði hér í höfuðstaðnum og út um land, þá sé óefað stór meiti hluti kjósenda því fylgjandi. Og fari fylgi þess vaxandi héðan af til kosninga til- tölulega við vöxt þess síðan það varð hér fyrst kunnugt, þá verður fylgi þess margfaldlega yfirgnæfandi. — Og sein- ast en ekki sízt má reiða sig á það, að haldi „ísafold" áfram að æpa að frumvarpinu og fylgismönnum þess, sem ekki mun þurfa að efast um, þá verður það óefað til þess, að hrinda frumvarpinu drjúgan spöl áfram á braut þess til sigurs við kosningarnar í haust. ------------- ^ ---------- Stokkseyrarfundurinn 28. júní. Þeir Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Sigurður Sigurðsson ráðunautur höfðu boðað kjósendur sína til fundar á Stokkseyri nefndan dag. Á fundinum mættu bæði þingmanns- efnin og auk þess Lárus sýslumaður Bjarnason af hendi millilandanefndar- innar. Margir heldri menn héraðsins, þar á meðal Sig. Ólafsson sýsiumaður, Ásgeir Blöndal læknir, prestarnir Gísli Skúlason, Kjartan Helgason, Ólafur Sæmundsson, Ólafur Árnason forstjóri, Nielsen verzlunarstjóri, höfðu skriflega óskað þess að einn eða fleiri úr nefnd- inni mættu á fundinum. Fundinn sóttu um 50—60 kjósendur auk kvenna og ungiinga. Eftir töluverðar umræður, sérstak- lega milli H. É. og L. H. B. var gengið til atkv. um 2 tillögur, og var önnur frá Helga verzlunarstj. Jónssyni, en hin frá Nielsen verzlunarstjóra. Tillaga Helga fór fram á, að fund- urinn teldi sig mótfallinn frumvarpi nefndarinnar, að hann teldi breytingar sjálfsagðar og að hann vottaði þing- mannaefnunum fult traust. — Fyrri parturinn var samþyktur með 42 atkv. móti 13, en traustsyfirlýsingin með 28 atkv. móti 13. Síðan bar fundarstjóri upp tillögu Nielsens, er fór því fram að þakka millilandanefndinni fyrir unnið gott starf og heita frumvarpinu fylgi fund- arins. Þakklætisyflrlýsingin var samþykt með 45 samhlj. atkv., en við seinni lið tillögunnar bar séra G. Sk. fram þá breytingartillögu, að i stað loforðs urn fylgi við frumvarpið kæmi yfirlýsing um, að fundurinn hallaðist að frumv.; en fundarstjóri, sem annars auðsjáan- lega vildi gjöra öllum rétt til, misskildi þetta og bar undir atkv. bæði seinni lið tillögu Nielsens, er fékk 14 samhlj. atkv. og tillögu G. Sk., er fékk 22 samhlj. atkv. Fundinn hafði enginn maður sótt utan Stokkseyrar- og Eyrarbakkahrepps, að því er kunnugir sögðu. Og ekki hafði mjög hörð smalamennska af hendi H. J., er barst mikið á, og marglýsti því yfir, að hann væri viss um atkv. „sinna manna“, borið betri árangur en þetta, að eins safnað iið- ugum 40 kjósendum af um 300, er sagðir eru eiga heima í báðum hrepp- unum. ___________ Fj ölmennnr í'undnr (um 100 kjósendur) var haldinn á Vopnafirði á sunnudaginn var til að ræða sambandsmálið. Margir töluðu þar með frumvarpi sambandslaga- nefndarinnar, en e n g i n n á móti. Ályktun var engin gjörð. Kúnit verzlun opna ég 2. júlí í húsi Jóns Sveinssonar, Pósthússtræti 14. Kristín Þorvaldsdóttir. ÍM.T. Gyðja 134, í. F.mUsíöl Innan bæjar og utan. t Lárus prestnr Haildórsson lézt hér í bænum 24. þ. m. Verður nánar minnst siðar. Skúlaveizlan var loks haldin á laug- ardagskveldið var. Sagt er að um 100 manns hafi þar verið hóað saman, mest kvenfólk og börn — um 40 kosningabærir menn, að sagt er. Af mörgu því prúðmannlega er þar fór fram, er sérstaklega talað um ræðu þá, er ísafoldarritstjórinn hélt um ísl. nefndarmenn- ina 6. Er sagt, að þetta snyrtimenni hafi endað ræðu sína með því að segja, að hann ætlaði ekki að hiðja samkvæmið að hrópa húrra fyrir nefndarmönnunum, heldur að gera svona — og hafði hann þá farið að urra og stappa niður fótunum, en ekki kvað veizlufólkið hafa fengist til að hlýða þeirri skipun generalsins. — 3. júní síðastliðinn flytur „ísafold11 ræðu, sem ritstjórinn hélt daginn áður, á fundi hér. Þar segir sro: „Fyrir liátt markmið og vasklega framgöngu bað ræðum. þingheim votta nefndarmönn- um viðurkenningu og þakkir“. £nn eitt dæmi um samkvæmni ,,ísafoldar“. Smælki. A. : Hvernig heldurðu nú annars að sarabandsmálinu reiði af á end- anum ? B. : Ég er sannfærður um að því reiðir vel af. „ísafold" er svo eindregið á móti því, að hver meðalgreindur maður hlýtur að sjá, að það mál á sigurinn alveg vísan. A : Hvað voru þeir margir kálfarnir sem ætiaðir voru í Skúlagildið sæla ? B.: Meinarðu kálfana sem átti að éta eða kálfana sem áttu að éta ? Tekjur landssímans um 1. ársfjórðung 1908. Símskeyti: Innanlands...........Kr. 1194,96 Til útlanda . . . Kr. 8402,50 Þar af hluti útl. — 7037,41 Hluti íslands.........— 1365,09 Frá útlöndum hiuti íslands — 837,99 Simasamtöl............— 3946,85 Talsimanotendagjald . .•— 1995,66 Aðrar tekjur..........— 397,46 Samtals Kr. 9738,01 Rvík, 20. júní 1908. í fjarveru landssímastjórans. Smith. Leiðrétting. I seinasta tbl. hefir misprentast á 3. síðu 4. dálki í 17. línu að ofan: 80 kr. í staðinn fyrir 10 kr. vel færir i Þýzku eða Ensku, geta fengið atvinnu 4. og 5. júlí næstk., ef þeir gefa sig fram i Skrif'stofudelldina i Jhomsens jYtagasíni. Sökum annríkis verður ekki tekið á móti varningi á ,Bazar‘ Thorvaldsensfélagsins dagana sem þýzku ferðamannaskipin dvelja hér, og eru menn hérmeð á- mintir um að hafa komið með hann fyrir þann tíma. Bazarnofndiii.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.