Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.07.1908, Blaðsíða 4

Reykjavík - 29.07.1908, Blaðsíða 4
128 RE YKJAVIK Hún og ég. Ástarsaga eftir Árrid Járnefeldt. (Lauslega þýtt). Eg var einkasonur foreldra minna. Þegar ég útskrifaðist úr búnaðarskól- anum, tók ég við búinu og foreldrar mínir „fóru í hornið" til mín. Ennþá var alt með gamla búskaparlaginu hjá okkur, því faðir minn hélt fornri venju um skylduvinnu hjáleigubænda. í þjónustu okkar voru meir en tíu hjá- leigubændur, sem höfðu skylduakstur fyrir okkur að samtöldu eitt þúsund eitt hundrað fimmtíu og átta daga á ári og aðra skylduvinnu í níu hundruð og tólf daga. Að meðtöldum íbúun- um í hjáleigukofunum, bjuggu um hundrað og fimmtíu „sálir“ innan landa- merkja okkar. Nú tók ég við stjórninni. Ég ætlaði mér ekki að auka afgjðld leiguliðanna heidur hafði ég annað á prjónunum. Ég byrjaði á nýtízku akuryrkju og vísindalegri búfjárrækt. Ég lét grafa skurði á engjunum í kring og þurræsa afgirt beitilönd. Með því ég hefi ætíð haft mætur á öllu, sem er stórfeng- legt og stórmannlegt, þá ætlaði ég nú að breyta stórri skógarspildu, sem lá á milli tveggja akra, í ræktað land, og gjöra þetta alt að einu óslitnu akur- lendi svo víðáttumiklu að augað eygði ekki frá einum enda þess til annars. En til þess varð ég að taka allar hjá- leigurnar í skógarjaðrinum og leggja þær undir höfuðbólið. Ég var búinn að reikna út, að með þessu móti gæti ég haft yfir hundrað kýr og um þrjá- tíu hesta. Það var þegar farið að höggva skóg- inn og slétta í kring um hjáleigurnar. Milli trjánna var farið að grilla í hið víðáttumikla svæði milli akurlandanna beggja, og menn fóru að renna grun í fyrirætlanir mínar. Þeir sem ríkir voru og mikið áttu undir sér slógu mér gullhamra en fátæklingarnir ótt- uðust mig. Þetta hafði ég nú ætlað mér, en alt fór samt á annan veg. Oft á tíðum eru menn alheilbrigðir að sjá, bera þó einhvern hulinn harm í hjarta svo óumræðilegu mikinn að hann breytir smám saman ásjónu þeirra, hin blómlega ásýnd þeirra hverfur, án þess að nokkur renni grun í hvað því veldur; þeir tóra að vísu, en detta úr sögunni, og heimurinn hættir að veita þeim eftirtekt. „Nú það varð þá ekkert úr afrekum unga húsbóndans okkar“, sögðu þeir, sem mikið átt.u undir sér. En smæl- ingjarnir glöddust. — Nú ætla óg að segja frá leyndar- máli mínu. í öllu hefi ég verið lán- samur-—nema í ástamálum, þar hefir ógæfan alt af elt mig. Heimurinn furð- aði sig á þessu. Mér voru lögð ótal ráð, og allir héldu, að fyrir mann í minni stöðu væri ekkert auðveldara en að fá sér konu. En ég elskaði konu annars manns. Hún var gift einum unga leiguliðanum mínum. Ég veit ekki hvernig högum hennar var farið, stundum hélt ég að hún hefði lent í sömu ógæfunni sem ég, en stundum efaðist ég um það. Þessi óvissa var upphaf og endir ástarrauna minna. Hún olli öllu hugar- stríði mínu og öllum andvökunóttun- um. En hefði ég vitað vissu mína mundi þá nokkuð hafa aftrað mér? Himininn? Jörðin? Eilífðin? Dauðinn? Ég hefði varpað skugga á alt líf hennar og að líkindum hengt mig í hlöðunni. [Framh.]. U ppboð verður haldið við íaugavcg nr. 1, mánud. 3. ágúst kl. 11 f. h. og þar seldir ýmsir munir frd móttöku konungsins í fgrra sumar, svo sem v agnar, ak tg g / i, borðbúnaður, rúmfatnaður, g ó Ifteppi 0. ft. TTnnlm A verður haldið við „Slippen66 I I ] 1 í| I (dráttarbrautina) Þriðjud. 4. U J J JJ U U ágúst kl, i i f. h., og þar selt b r a k ú r g ö m I u m s k i p u m, gl. tré m. m. Slippfélagið. Símncf'ni: Slippfélagid. Talsimi Þír. 9. Hlippfélagid í Reykjavík hefir því miður enga stóra og íallega glugga til að sýna í vörur sínar tilheyr- andi smíðum, aðgerðum og útbúnaði á skipum og bátum, en verðið á þeim er óefað mikln iægra en annarsstaðar. — Þar fæst alt skipum tilheyrandi en einungis vörur af beztu tegund. Smælki. Fer hnignandi. A. : „Altaf fer honum hnignandi með geðstillinguna gamla manninum". B. : „Hvað er nú til marks um það?“ A. : í fyrri nótt t. d. bálreiddist hann í bælinu af því að honum þótti lakið sitt of langt. Stökk ber- strípaður fram á gólf, þreif hníf og risti breiða lengju neðan af lakinu — og bað óféti það aldrei þrífast“. Hákarisvinnrinn. „Nú þvæ ég mér ekki um hendurn- ar á morgun“ sagði maðurinn um leið og hann bar báðar hendur upp að nefinu og þefaði af. Hann hafði ný- lokið við hákarlsbita, sem honum hafði verið gefinn. €ggert Claessen, yfirréttarmálaflntningsmaðnr. Pósthússtr. If. Talisimi 16. Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5. lorðstiiliikrð með gjafverði til sölu á, Laugaveg <53. Jóh. Ögm. Oddsson. ------- BANN. ----------- Hér með er öllu ferðafólki bann- að að tjalda á Þingvöllum, rífa skógarhrislur eða gjöra annan usla án leyfis undirritaðs. Þingvöllum við Öxará, 25. júlí 1908. Jón Thorsteinsson. Kýr, rauð, með hvítum blettum í nár- um, tapaðist síðastl. fimtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að koma henni að Eiði á Seltjarnarneú. Notið hinn heimsfræga H.ína-lífs-elixir. Hverjum þeim, sem vill ná hárri og hamingjusamri elli, er ráðið til að neyta daglega þessa heimsfræga, styrkjandi heilsubótarbitters. Magakrampi. Eg undirritaður, sem hef þjáðst 8 ár af magakvefi og magakrampa, er við notkun Kína-lífs-elixírs Waldemars Petersens oiðinn öld- ungis albata. Jörgen Mikkelsen, jarðeigandi. Ikart. Taugaveiklun. Eg, sem mörg ár hef þjáðst af ólæknandi taugaveiklun og þar af leiðandi svefnleysi og magnleysi, hef við notkun Kína-lífs-elixírs Waldemars Petersens fengið tölu- verða bót, og neyti þess vegna stöð- ugt þessa ágæta heilsubitters. Thora F. Vestberg Kongensgade 39. Kjöbenhavn. Krjósthimnubólga. Þá er eg lengi hafði þjáðst af brjósthimnubólgu og leitað læknis- hjálpar árangurslaust, reyndi eg Kína-lífs-elixír Waldemars Peter- sens og hef við stöðuga notkun þessa ágæta heilsubótarbitters feng- ið heilsu mína aptur. Hans Hemmingsen Skarerup pr. Vordingborg. l arið yður á eptirstælingum. Gætið þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum sé hið lögverndaða vörumerki mitt: Kínverji með glas í hendi og merkið * grænu lakki á flöskustútnum. uíAlles konar skipabryggjiismíð tek ég að mér. Guðmundur E. Guðmundsson & Co, Reykjavík. [ah bl. 1>. OstlnndL í Kuðurgutu 8 til leigu frá 1. okt. 1 >. 0stlund. ffl llf HIS til leig;u 1. okt. — Miðstöðvarhiti. David 0stlund. Atvinnu við verzlun óskar reglusamur og vel vanur maður, sem hefir ver- ið utanlands fleiri ár og hefir ágæt meðmæli frá verzlunarskóla. Ritstjóri ávísar. [tf. Gunnlaugur Þorsteinsson Kirkjustræti 4, Reykjavik. Mikið af sýnishornum af enskum, þýzkum og dönskum vörum. Heima kl. 1—3 og 5 72—7 síðd. Ostar eru beztir í verzluii Elinars Árnasonar _______________Talsími 49.________ 1 >aa Grund af Pengemangel sælges for r/2 Pris: finulds, elegante Herre- stoffer for kun 2 Kr. 89 0re AI., 274 hr. Skriv efter 5 Al. til en Herreklædning, opgiv Parven, sort, en blaa eller mprkegraampnstret. Adr.: Klœdevsever iet.Viborg. NB. Dame- kjoleklæde i aile Earver, kun 890. Ai. dobbr. Hel eiler delsvis modtages i Bytte. Uld a 65 0r. pr. Pd., strikkede Klude 25 0r. pr. Pd. Nýmjólk, undanrenning, rjómi og sýra fæst í Þingholtsstræti 16. Thomsens príma vinðlar. Di |\I «r ómótmœlanlega bezta og lanaódárasta A líftryggingarfélagid. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. AJlir aettu aö vera líftrygöir. Finniö aö máli aöalurnboðsm. I). 0STLUND. Rvík. Stór-auðugfir (•ta menn orðiA á evipstundu, ef lánlð er með, og þeir víljs ofUrlitið U1 þess vinns. — Biðjið um upplýsingsr, er verða sendar ðkejpis. — Reykjavik, — Þingholtsstrætl 3, Stafia Raailfttaa. Beynlð elnu alnnl vln, sem eru undir tilsjón og efaa- rannsökuð: rautt ð| bvitt PORTVIN, MADEIRA •• SHERRV frá Albert B. Cohn, Kabenhavn. Aðal-birgðir i H. Th. A. Thomaana Mngnsin. Félagið „LONDON“ tryggir karla og konur gegn alls konar slysum og meiðslum og ýmsum veikindum t. d. mislingum. Nánari upplýsingar gefur Pótur Zóphónfnnnon. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.