Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.07.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 29.07.1908, Blaðsíða 2
126 RE\KJAVlK það. Pað er ísafold,*) sem vill halda áfram að byggja allt á góðvild Dana og náð og láta þá geta misbeitt valdi á oss. „Af hverju vilja menn hafna sambandslagafrumvarpinu?“ „Isafold" virðist hafa lesið með mik- illi athygli grein vora um þetta efni, þar sem vér skipuðum mótstöðumönn- um frumvarpsins í 4 flokka: afturhalds- menn, einfeldninga, angurgapa og „spekúlanta11. Blaðið bendir á, að vér munum hafa gleymt einum flokki, andatrúarmönnunum, þeim sem hafa fengið vitrun um það í borðfæti, að frumvarpið sé óhafandi. Vér erum þakklátir fyrir bendinguna, en satt að segja töldum vér þessa menn í ein- feldningaflokki. Eftir nákvæma yfirvegun kemst blað- ið að þeirri niðurstöðu, að skáldin Einar Hjörleifsson og Þorstein Erlings- son beri að telja með einfeldningunum og Kristján háyfirdómara með „spekú- löntunum“. Vér skulum ekki deila við ,,ísafold“ um þetta. Hún þekkir þessa menn eflaust betur en vér. En hvers vegna stingur Isafoldar- ritstjórinn ekki hendinni í sinn eiginn barm? Veit hann ekki, hvar hann sjálfur á heima? Eða þekkir hann betur sína menn en sjálfan sig? jfý Vesturheims-beita. „ísafold" & Co. hefir undanfarið verið að dreyfa hér út símskeytum um funda- samþyktir meðal Vestur-íslendinga þess efnis að hvetja þjóð vora til þess að hafna sambandslagafrumvarpinu. Fegin og frámunalega gleið gein hún yfir þeirri galdra-flugunni, gamla kon- an. Gætti þess ekki fyrir ákafanum og ofurmegni flokkstækisins að kryfja hana til mergjar, áður en hún lagði hana sér til munns. Þessi vestan-skeyti eru árangurinn af fundarhaldi, sem boðað er til í ný- komnum vestan-blöðum. í fundarboðinu er það tekið fram að til samkomunnar sé stofnað til þess að ræða um hin þýðingarmiklu tíma- mót í stjórnmálum á hinni „kæru ættjörðu" fundarboðendanna. Og á meðal þeirra sem undir fundar- boðið skrifa könnumst vér svo mjög vel við þessi nöfn: B. L. Baldwinsson, Stefán Björnsson, S. B. Brynjólfsson, Jón Bjarnason, F. J. Bergmann, W. H. Paulson, J. A. Blöndal, S. J. Jóhann- esson. Flest alt agentar. Mikið dæmalaust mun hún vera þeim „kær“ ættjörðin þeirra! Það eru nú karlar, sem hafa sýnt það um æflna að þeir unna henni hug- ástum og láta sér ant um velferð hennar! Mennirnir eru, sem sé, flestir að því einu kunnir hér heima að vera meira og minna ófyrirleitnir vesturfara-smalar, menn sem ekki hafa látið sitt eftir liggja í ræðu og riti að gjöra fóstur- jörð sinni og þjóð hér heima alt það, sem þeir hafa orkað, til meins og háð- ungar. Það lætur óneitanlega hálf-illa í eyrum að heyra slíka fugla vera að *) Leturbreyting af ritstj. syngja um ísland sem „sína kæru fósturjörð“. Enn til hvers eru þá „refarnir skornir" hjá þessum herrum ? Það þarf ekki djúpt að grafa eftir svarinu. Þeir þykjast sjá það í hendi sér, föðurlandsvinirnir, að með því að skara vel og dyggilega að óánægju- og sundr- ungar-kolunum hér heima opnist þeim ný leið til þess að ginna enn fleira af sonum og dætrum sinnar „kæru fóstur- jarðar“ vestur í Canada-sæluna. Þeirra fjárglögga agentasál sér í fjarska bregða fyrir glampanum af nýjum mannsals- dollurum, sér til handa. Þar með er þeirra takmarki náð. Og jaínvel á þá glapstigu líka er nú Gamli-Björn genginn að vera orðinn liðsmaður og máltól slikra kumpána. Oafvitandi, líklega, er hann nú kom- inn á það stig að standa framarlega í flokki þessara samlagsbræðra sinna, Vesturheims - agen tann a. Svo holl varð honum „sendingin" að vestan forðum að hann stendur nú í þessum sporum. En af slíku föruneyti sem þessu mun enginn íslendingur öfunda gamla manninn, heldar miklu fremur vor- kenna honum að ráða sig nú á gam- als aldri á slíka landráða-galeiðu. Skoplegt er það að sjá hann nú gamlan og gráhærðan gjörast það ginn- ingarfífl agentanna að hampa nú fram- an í þjóð sína þessari nýjustu Vestur- heims-beitu og þykjast mikill af. „Dýpra og dýpra . . . .“ A. Þar sprakk blaðran. Nú er Ísafoldar-Björn orðinn skiln- aðarmaður og ekkert annað. Nú vill hann ólmur afsetja konginn, hvorki meira né minna, og gera ís- land að lýðveldi og sig þá náttúrlega að forseta. Það eru hans óbjöguð orð í „Ingólfl“ 26. þ. m. Björn ritar Ingólf og gefur út, meðan Ari veður vaðalinn norður á Ströndum. Björn segir svo út af bulli Vestur- flutninga-agentanna í amerísku blöð- unum: „Sjálfstœtt og fullveðja lýðveldi. Vissulega er það einmitt sú stjórnar- tilhögun, sem allir sannir íslendingar þrá og vita sig eiga rétt á“. Hann vill „herða á kröfunum og fylgja þeim svo sem tilvinnst". Þetta hefir tognað úr manninum, sem alltaf barðist með hnúum og hnef- um móti endurskoðun stjórnarskrár- innar meðan hún var uppi. Þetta heflr tognað úr manninum, sem alltaf hamaðist fyrir Hafnarstjórn- inni, hlutabankanum og allskonar yfir- gangi útlendinga, svo sem landhelgis- sölunni ogfl. þessháttar. Þetta hefir raknað úr manninum, sem árum saman heflr bölsótast eins og naut í flagi móti Heimastjórninni, Landsbankanum, símanum og allskon- ar innanlandsframförum. Nú lætur hann sér ekki nægja minna en algerðan skilnað. Uppá þessa spónnýju stefnuskrá hröklast hann nú landshornanna milli, ÚrsmíðaYinnustofa 1 Oarl IU. Bartels | Laugavegi 5. Talsími 137. | milli Eystrahorns að austan og Langa- ness að vestan, til þess að sníkja sér atkvæði til þings, meðal manna sem ekki þekkja hann. Hann er búinn að bera niður í Rvík og varð ekki var. Svo sendi hann Einar meðhjálpara sinn austur í Skaftafellssýslur og þar fór á sömu leið. Jafnvel Sigurður frá Helli, einn af fáum eyðufyllum „ísaf.“ í Rangár- vallasýslu, kvaðst ekki taka í mál að kjósa hann. Þá hröklaðist karlinn vestur í Barðastrandarsýslu. Hann hafði fyrir 29 árum setið á 1 — einu — þingi fyrir Strandamenn, og það við svo rýran orðstýr, að 29 ár þurfti til þess að garmurinn þyrði að bjóða sig fram aftur. Nú er Barðaströnd eina uppástólið hans. — Alkunnur gárungi hér í bæn- um hafði logið því að honum, að þar myndu menn trúa því að sálir fram- liðinna lifðu í borðfótum, að löngu dauðir norskir læknar læknuðu krabba- meinssjúka menn með holdskurði og að þar hötuðu allir konginn, af því að hann hefði engann krossað þar í fyrra. Gárunginn taldi honum trú um, að þar yrði hann áreiðanlega kosinn. Og karlfuglinn, sem er trúgjarnari en 10 vetra barn, varð svo gleiður við, að hann skrifaði uppá nokkur hundruð króna víxil fyrir háðfuglinn í staðinn. Gárunginn segist nú sjá mest eftir því, að hann taldi karlflóninu ekki trú um að hann gæti orðið kórónaður keisari hér á landi, ef hann bara skrif- aði leiðara um það í Ingólf eða ísa- fold. Fyrir slíka uppástungu segist gárunginn mundu hafa getað slegið karlinn um of fjár. Sá þekkir á karlinn. Kunnugur. Yanskil á blaðasendingum. í Vesturheimsbl. „Heimskringla" 1. þ. m. er meðal annars sagt um ísl. blöðin : .......„Stjórnarblöðin „Lögrétta" og „Reykjavík" hættu að fylgjast með öðrum íslenzkum blöðum hingað vestur . . . .“ „Reykjavík" er ekki farin að láta sjá sig enn hér vestra, síðan frv. var birt . . . .“ Sé þessi frásögn blaðsins sönn, sem ekki mun þurfa að efa, þá verður manni fyrir að spyrja, hvað hefir orðið af þessum blöðum, og hvers vegna koma þau ekki til skila eins og hin blöðin ? Að því er fyrri lið spumingarinnar snertir, þá er því þar til að svara af „Reykjavíkurinnar" hálfu, að samkv. póstkvittunarbók hennar hefir hún á því tímabili sem hér er um að ræða, verið afhent þrisvar á pósthúsið hér til að sendast til útlanda. Þá virðist ekki vera nema um tvent að gjöra, annaðhvort hafa blöðin alls ekki verið send af pósthúsinu, og eru þar þá máske ennþá, eða að þau hafa glatast á leiðinni, en það er mjög ótrúlegt þar sem önnur blöð komust með skilum, sem með sömu ferðum hafa verið send. Hinum lið spurningarinnar, hvers vegna öll blöðin jafnt komizt ekki ferða sinna, viljum vér ekki fara langt út í að svara að sinni. Yér viljum ekki væna pósthús höfuðstaðarins um að þaðan standi blöðum eins stjórnmála- flokks byr undir þáða vængi, en lagð- ur sé þar steinn í götu annara. En — af einhverju stafa vanskilin — því þau eiga sér áreiðanlega stað hvað blaðaútsendinguna snertir, bæði til út- landa og innanlands. Það upplýsist vonandi síðar. Símskeyti til „Reykjavíkur", Kaupmannahöfn 24. júlí. Alberti er farinn úr ráðaneytinu. Falliéres Frakklandsforseti er stadd- ur í Kaupmannahöfn. Högsbro er orðinn dómsmálaráð- herra, Anders Nielsen landbúnaðarráð- herra, Sanderup samgöngumálaráðherra og Neergaard fjármálaráðherra. Ahureyri 25. júlí. Við lok grísku glímunnar í Lund- únum í gær varð Jóh. Jósefsson óvíg- ur, en ósigraður; hlaut engin verðlaun. [Allir hinna nýju ráðherra standa og hafa um langan tima staðið einna fremst f þjóðþinginu. Anders Nielsen hefir verið for- ingi stjórnarflokksins og formaður fjárlaga- nefndarinnar, Sanderup framsögumaðurfjár- laganefndarinnar og Neergaard foringi hinna hæglátari vinstri manna og framsögumaður hinna nýju tolllaga, vitur maður og hinn vandaðasti. Neergaard og Nielsen sátu í samhandslaganefndinni, en Sanderup var einn í för ríkisþingsmanna síðastl. sumar. Allir þessir menn eru góðviljaðir íslendingum]. Sveinsstaðaýunðurinn. Símað til „Reykjayíkur". Fundur var haldinn að Sveinsstöðum 26. þ. m. Þar voru mættir allmargir kjósendur úr öllum hreppum beggja sýslnanna, flestir þó úr austur-sýslunni. Ráðherrann var staddur á fundinum og Bjarni frá Vogi. Tekið var til umræðu frumvarp sambandslaganefndarinnar. Af kjósendum töluðu þessir með frumvarpinu: Brynj. bóndi Bjarnason Þverárdal, Jón Hannesson bóndi á Undirfelli, Jón læknir Jónsson, Blönduósi, Þórarinn Jónsson alþm., Hjaltabakka,. en á móti: Árni umb.m. Árnason, Höfðahólum,. Björn Sigfússon bóndi á Kornsá, Eggert Leví, Ósum, séra Hálfdán Guðjónss., Breiðabólsst., séra Hafsteinn Péturss. frá Kaupmh. Júlíus læknir Halldórsson, Bl.ósi. Fyrirspurnir gjörðu: Árni umb.m. á Höfðahólum, séra Stefán á Auðkúlu. Ráðherra hélt tvær langar ræður, út- skýrði frumvarpið, hrakti mótbárurnar og svaraði fyrirspurnunum. Bjarni frá Vogi talaði stutt og heldur hóflega. Fundurinn fór vel og skipulega fram. Engar ályktanir voru gjörðar. Mótstöðumenn frumvarpsins virtust nú mun kyrlátari en á hinum fyrri Sveinsstaðafundi. Á fundinum buðu sig fram til þing- mennsku. Með frumvarpinu : Þórarinn Jónsson, Hjaltabakka, en á móti frumvarpinu : Árni Árnason, Höfðahólum, Hafsteinn Pétursson frá Kaupm.h. Fleiri framboð komu ekki.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.