Reykjavík - 25.08.1908, Blaðsíða 1
1R k \ a v t h.
IX,, 37
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 25. Agúst 1908
Áskrifendur í b æ n u m
yfip 1000.
IX, 37
ALT FÆST t THOMSENS MAGASlNI.
Oília Og eldavélai* selur Kristján Porgrímsson.
„REYKJÁYIK"
Áritf. [minnst 60 tbl.] kostar inn&nlands 2 kr.; orlendis
kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglgsingar innlendar: k 1. bls. kr, 1,60';
3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 3S*/»°/* h»rra. —
4fsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðsluraaður og gjaldkeri
Magnús B. J31önd.al
Pingholtsstræti 23. Talsími 61.
Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima
á virkum dögum
kl. 12—X og 4-—5 sídd.
DC£* lleiðraðir kanpendur
<»íf útsölumemi „R.víkur“
áminnast uiii, að gjalddagi
blaösins var 1. júlí.
Sambandsmálið.
Svar til Gísla Sveinssonar
frá Einari Arnórssyni.
[Niðurlag].
II.
Svo kemur hr. G. Sv. að ein-
stökum atriðum i sambandslaga-
uppkastinu og grein minni.
Um ákvœði 2. gr. hefi ég ekk-
ert fullyrt, enda hefir sú grein litla
þ)rðing aðra en þá, að hún viður-
kennir, að grvl. Dana og ríkiserfða-
lögin gildi nú ekld á íslandi.
Um utanríkismálin fjölyrðir hr.
G. Sv. mjög. Það er áður tekið
nægilega fram, að óuppsegjanleiki
þeirra hnekkir hvergi fullveldi
landsins, og það leiddi hvergi af
fullveldi landanna, þótt þau gætu
breytt þessu, eins og hr. G. Sv.
heldur, því að fullvalda ríki og
fullveðja menn geta ekki breytt
gerðum samningum einhliða, nema
samningurinn ákveði svo eða rétt-
arreglur leyfi, en það gildir um
þjóðarsamninga sérstaklega, að
þeim verður sagt upp »rebus
mutatis« (o: ef ástæður þær falla
burtu er ollu samningsgerðinni
eða ríkinu verður sérlega þung-
bært að halda samninginn fram-
vegis). Ég hika mér ekki við að
fullyrða það, að íslendingar hafi
stórhag af því nú, að Danir fara
með þessi mál, því að bæði geta
Danir komist að betri samningum
við erlendar þjóðir en við einir,
og auk þess mundi okkar framkoma
(»Repræsentation«) út á við verða
nú of dýr okkur og ófullnægjandi.
Hinsvegar skal það játað, að hags-
munir Dana og íslendinga geta
rekist hvorir á aðra, en það geta
þeir vel — og eins vel — þótt við
slítum sambandinu. Það þarf eng-
inn að halda það, að bæði Danir
og aðrar þjóðir geti ekki spilt fyr-
ir samningum okkar við önnur
ríki, þótt við værum ekki í sam-
bandi við neina þjóð, ef þeir sæju
sér hag í því — hlátt áfram með
því að bjóða betri kjör en okkur
væri unt að bjóða. A heims-
markaðinum og í samkeppni þjóða
er fáttgert í guðsþakkaskyni, held-
ur rikir þar hvötin til þess að
koma sjálfum sér áfram. Þar
hugsar hver um það, að skara eld
að sinni köku. Nú vitum við það,
að Danir vilja hafa okkur í sam-
bandinu og þeir vilja líka hafa
olckur ánœgða lil þess að við skilj-
nm ekki við þá. Þetta er þeim
hvöt til þess að vernda okkar
hagsmuni — eins mikil hvöt og
þeim gæti verið að spilla fyrir
okkur, þegar við værum lausir við
þá, ef svo vildi verkast.
Ummæli hr. G. Sv. önnur um
3. gr. 2. tl. eru eitt af því allra
fáránlegasta í grein hans. Hann
hefir ekki ratast á það atriði, sem
skynsamir menn (t. d. hr. Magnús
Arnbjarnarson) hafa fundið 3. gr.
2. tl. til foráttn aðallega, og getur
því ágreiningi valdið. Aftur á
móti neitar hann því, að »islandske
Myndigheder« nái yfir löggjafar-
vald landsins. Er löggjafarvald
eins lands þá ekki ein af þess
»Myndigheder«? Því svara vafa-
laust allir heilvita menn játandi,
— nema hr. Gísli Sveinsson. Að
orðið er kallað rétt íslenzk stjórn-
arvöld afsannar þetta ekki, því að
þótt þessi orð á íslenzkunni næði
ekki yfir löggjafarvahlið, — sem
þau gera — þá taka dönsku orð-
in af öll tvímæli. Annars er svo
að sjá af þessu sem hr. G. Sv.
vilji fara eftir islenzka texta frv.,
þegar hann telur okkur hann í ó-
hag, en danska textanum, þegar
honum þgkir hann okkur í óhag.
Annað hvort er að fara alt afeft-
ir þeini (lanska eða alt af eftir
þeiin íslenzka texta. Þetta sjá all-
ir heilvita menn, nema Gísli. Auk
þess stepdur nú í danska textan-
um »vedkommende isl. Myndig-
heder« og sýnir það, að hugsunin
er sú, að valið geti verið milli
fleiri, sem líka er rétt, þvi að al-
þingi þarf að eiga hlut að máli,
þegar ræða er um samninga, sem
snerta löggjöf landsins, t. d. krefja
breytingar hennar eða nýrra laga.
Hér sýnir hr. G. Sv. það, að
hann skilur hvorki dönsku néfffís-
lenzku eða þá það að\ hann fer
vísvitandi með rangt mál.
Þegar nú okkur er trygð hlut-
taka í gjörð þeirra samninga, sem
sérstaklega snerta ísland (e/ orða-
lag 3. gr. 2 sýnir ekki nógu skýrt
meininguna, þá er að orða hana
skýrar) og réttur oltkar til sam-
verknaðar yfirleitt i þeim málum
er viðurkendur (sbr. 6. og 7. gr.
frv.), þá sé ég ekki, að réttur okk-
ar sé skertur í þessu efni að svo
komnu máli.
Orðið samþykki þykir hr. G.
Sv. nákvæmt um hlutdeild lög-
gjafarþings í löggjöf landa. Eftir
skoðun hans eru þá t. d. þrjár
umræður þings »samþykki«!
Ummælihr. G. Sv. um hcrvarnirn-
ar eigasýnilegaengin rök að vera, og
snerta engan vegin grein mína.
Um þær mætti skrifa langt mál,
en hér er ekki rúm til þess.
Það, sem ég sagði um skilnað í
grein minni, þykir hr. G. Sv. viss-
ara að reyna ekki að hrekja. 1
stað þess vitnar hann enn fil eins
»skrifa« sinna í »Ingólfi«, sem auð-
vitað enginn man eftir, nema hann
sjálfur, og fáir hafa lesið, nema
»setjararnir« á sínum tíma, af því
að þeir máttu til með það. — En
hitt er mér óhætt að segja, að
mfög fáir andstæðingar frv. telja
ísland fært til skilnaðar sem stend-
ur. Þeir vilja einmitt halda sam-
bandinu, af því að þeir sjá, að ís-
land hefir gagn af því. Hinsvegar
sjá það flestir skynbærir menn, að
hreint konungssamhand við Dani
er ekkert keppikeíli. Iíonungur-
inn yrði danskur samt, ætti alt
undir danskri hylli og dönsku fé,
skyldi eigi íslenzku (að líkindum)
og íslendingar liefðu ekki fremur
eyra hans en nú, og ef hann ætti
að greiða þær snurður, sem á
þráðinn kæmu, þá yrði honum
það oftast ómögulegt. Meir að
segja, sœmd konungs yrði oft í
veði. Hann væri siðferðislega
skyldur að gæta hagsmuna beggja
ríkja, en gæti aldrei gert annað en
það, sem stærri þjóðin, Danir,
vildi, enda mundi hann sjaldnast
hafa hvöt til þess. Hvorng þjóð-
in gœti haft gagn af slíku sambandi,
og eftir sambandi milli þjóða eða
einstaldinga, sem báðum getur
verið til ógagns en hvorugri til
gagns, getur enginn heilvita mað-
ur seilst.
Annars eru sumir liræddir um,
að skilnaður geti aldrei fengist við
Dani, af þvi að segja þyrfti þá
fré. upp, ef það yrði samþvkt.
Ætli það þyrfti ekki að segja
Gamla sáttmála eða samning um
konungssamband eitt upp lika?
Og það væri þvi verra að segja
slíkum samningi upp, sem það væri
uppsögn gagnvart konungi einum,
bygð á því, að hann hefði ekki gætt
réttar okkar. Uppsögn samnings af
hálfu íslands, er gerður væri úr frv.,
mundi þó alt af byggjast á óánægju
meðDani en ekki óánægju með kon-
unginn. Skilnaður yrði þá móðg-
un við konunginn, en ekki, ef mál-
efnasamband væri, eins og eftir frv.
Annars væri hr. G. Sv. nær að
stinga hendi sinni í eigin barm
áður en hann ber mér á brýn, að
ég hafi farið með fleipur í grein
minni. Ég hefi þegar bent á að
hann fari með fleipur í sinni, og
skal gera það betnr.
Eitt fleiprið er það hjá hr. G.
Sv. að þeim fjölgi óðum um ment-
aðan heim, sem vita rétt deili á,
hvernig sambandinu er háttað.
Hvar éfru rökin?
Síðan segir velnefndur hr. G.
Sv., að við getum kipt stöðulaga-
grundvellinum undan stjórnarskrá
vorri, flutt hæstarétt inn i landið,
og »það og annað«, alt að Dönum
fornspurðum.
Hvar eru rökin fyrir þessu?
Telja Danir stöðulögin þá ógild og
hafa Danir síðan í vor fallið frá
gamalli og n^æri skoðun sinni á
sambandi íslands og Danmerkur?
Ef þeir hafa ekki gert það,
hvernig ætlast hr. G. Sv. þá til
þess að við gerum þetta alt »og
annað« að Dönum fornspurðum. —
Ef við gætum það, þá er ég lirædd-
ur um, að Danir séu ekki »full-
valda« eftir fullveldiskenningu hr.
G. Sv.! Hver fer nú með fleipur,
nema hr. G. Sv?
Hr. G. Sv. talar um þegnréttinn1).
Segir hann, að við gefum Dönum
þegnrétt hér á iandi með frumv.
Sannleikurinn er þó sá, að við
getum tekið þegnrélt hér af Dön-
um, sem þeir hafa nú, samkv. lög-
um sem enginn mun neita, að
gild séu, ekki heldur þótt menn
neiti gildi stöðulaganna. Hr. G.
Sv. veit það ekki, að tilsk. 15. fan.
1776 hefir verið lögleidd hér, les-
in á alþingi, og hefir enginn neit-
að gildi hennar hér. Þótt hr. G.
Sv. vildi t. d. segja, að 1. 25. marz
1872 og 1. 19. marz 1898 giltu hér
ekki, þá yrði hann að viðurkenna
gildi tilsk. 1776. Eg hafði sagt í
grein minni að Danir teldust hafa
fiskiveiðarétt hér við land. Þar
var of vægt að orði komist, því
að íslenzk lög nr. 35, 27. sept. 1901.
1. gr. veita öllum þegnum Dana-
konungs, hvar sem þeir eru bú-
settir, rétt til fiskiveiða í landhelgi
íslands, jafnt félögum sem einstök-
um mönnum. Þessum rétti getum
við svift Dani eftir 25—37 ár, ef
við viljum, samkv. frv.
Þráttnefndur hr. G. Sv. segir
ennfremur, að ríki fylgi réttur til
landhelgisvarna. Frumv. staðfestir
þessa skoðun mannsins, þvi að það
veitir islandi þenna rétt (sjá 3. gr.
3, 5. gr. 3 setn. sbr. við 9. gr.).
Sýnir þetta, að maðurinn hefir þó
getað sagt satt orð af munni í
1) Ég get ekki stilt mig um að minn-
ast á í þessu sambandi skemtilega vit-
leysu i siðasta blaði »Fjk.«. Hún er
liróðug yflr þvi, að ritstj. hennar hafi
komið þvi upp um Halldór Jónsson, að
hann hafi ekki vitað muninn á pegn-
rétti og fœðingarrétti! Ritstj. »Fjk.« held-
ur sem sé, að þetta séu orð, sem feli ekki
það sama í sér! Þá er hr. G. Sv. betri,
því að slíku heldur hann ekki fram.