Reykjavík

Issue

Reykjavík - 01.09.1908, Page 1

Reykjavík - 01.09.1908, Page 1
1Re$k ja\>tfc. IX, 39 ITtbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 1. September 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. IX, 39 Ig* ALT FÆST í THOMSENS WAGASlWÍ. < Aíllíl Og ddiiA"ÓIrll* selur Kristján Þorgrimsson. ísafold ber það út 15. f. m. í greinarkorni á 3. síðn, er hún kallar: „íGiiia ordid44 að allstaðar sé »í frumvarpinu talað um ríkið*. þ. e. eitt ríki og ekki tvö t. d. hervarnir ríkisins* (ekki ríkjanna*) utanríkismál ríkisins* fána ríkis- ins*, landhelgi ríkisins*, viðskiftasamband ríkisins* við Grænland m. m.«. En þetta eru svo ílþreifanleg- v ísvi t— ancli ósannindi, að bvert læst mannsbarn á landinu getur sjálft sannfærst um að þetta eru til- hæfulaus ósannindi. „Híki er hvergi nokkursstaðar nefnt í frumv, í því sambandi sem ísafold segir og hvergi minst á Grænland. „Reykjavík“ skuldbindur sig til þess, að borga þeim manni ÍO kr. í gulli, sem getur sýnt, að nokkursstaðar sé í frumvarpinu haft »Rige« eða »riki« um þau atriði sem hjer eru tilfærð eftir ísafold milli gæsalappa. Ritstjórnin. *) Leturbreytingar eftir Ísaíold. IV „REYKJAYIK" Arg. [minnst 60 tbl.] ko8t»r innanltvnds 3 kr.; erlondis kr. 3,00—3 sk.— 1 áoll. Borgiat fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglgsingar innlendar: á 1. bla. kr. 1,50; 3. og 4. bla. 1,95 — Útl. augl. 33'/»0/* hserra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýat. Útgef.; Hlutafélagið „Reykjavfku. Ritatjóri, afgreiðalumaður og gjaldkori Magnús H. Blöndal Pinglioltsstræti 23. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virkum dögum kl. 13—1 og 4—5 síðd. lleiðraðir kaupendur og iitsöluineim ,K.víkur“ áininnasf um. að gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Hausavíxl. Innlimunarmenn kallar ,Ingólfur‘ núalltaf hinasönnu sjálfstæðismenn, frumvarpsmenn, en sjálfstæðismenn hina sönnu innlimunarmenn, sig og sína líka. Danir hafa alls einu sinni lagt regluleg innlimunarfjötur á Island. Það gjörðu þeir, þegar þeir settu stöðulögin. Síðan hafa íslendingar alltaf verið að leysa böndin af sér. Fyrst gjörði stjórnarskráin það 1874. En þó rýmkaðist hagur vor einkum 1903, er Heimastjórnin varð til, þrátt fyrir megnan andróður danskra og ís- lenzkra hægrimanna, þar á meðal ísalöldar og Ingólfs-klíkunnar. Þá komu taglhnýtingar þessara tveggja blaðnefna i fyrsta skiiti fram sem b e r i r bandamenn dönsku afturhaldsmannanna. Og síðan hafa þeir haldið og halda enn þeirri iðju áfram. »Vort Land« i Danmörku í broddi nokkurra annara svæsnustu hægri- l)laða og »ísafold« og »Ingólfur« hér á landi, með »Þjóðólf« gamla milli sín, eru einu blöðin á Norður- löndum, sem níða frumvarpið. 011 önnur blöð út um alla álfuna, sem nokkurs gætir, eru aftur á móti á einu máli um, að frumvarpið bjóði íslendingum vildar- og sæmdarkjör. Dönsku hægrimanna blöðin eru hreinskilin. Þau telja frumvarpið allt of gott handa íslendingum. En íslenzku hægriblöðin sigla undir fölsku ílaggi. Þau geta ekki unnt stjórninni og öðrum frum- varpsmönnum þeirrar sæmdar að koma frumvarpinu fram. En þora ekki að láta það uppi, og hafa svo hausavíxl á réttu og röngu, í því trausti að almenningur sé svo skyni skroppinn, að hann þekki ekki hvítt frá svörtu. Fyrir því nota þau gamlaþjófabragðið,að kenna heiðar- legum mönnum um þann ófögnuð, sem þau eru sjálf að vinna að. Fyrir því kalla þau hina sönnu sjálfstæðismenn, mennina sem eru að gjöra landið »frjálst og sjálfstætt« innlimunarmenn, en sjálfa sig', mennina sem eru að bisa við að halda í innlimunarfjöturinn gamla, dönsku stöðulögin, sjálfstæðismenn. Svo mikil er tröllatrú þeirra á glámskygni islenzkra alþýðumanna þeir ætlast til, að alþýðan gleypi annan eins úlfalda. En þeir hafa legið á sjálfs sín bragði fyr. Og eins mun fara um þjófa- bragðið þeirra núna. --—• 0 • ------ Landvarnarnefndin danska sem sett var 1902 heflr nú loks lokið starfl sínu eftir 6 ár. Heflr nefndin lagt álit sitt fyrir stjórnina og ríkis- þingið. Nefndarálitið er bók með 820 bls. í kvart-broti. Með fylgiskjölunum er nefndarálitið yfir 1300 bls. í nefndinni sátu menn úr öllum stjórnmálafl., vinstrimenn, hægrimenn og jafnaðarmenn. Allir voru þeir sam- mála um það, að Danmörk ætti að vera hlutlaus, og eins voru þeir aili)-, að jafnaðarmönnum undanteknum sam- mála um að landið þyrfti að geta varið hlutleysi sitt. En þeim sýndist nokkuð sitt hverjum hve langt þyrfti að fara til þess að því takmarki yrði náð. Voru hægrimenn þar kröfuhæstir, þá stjórnar- flokkarnir og hinir ákafari vinstrimenn lægstir. Verkefni landvarnarnefndarinnar var tvenns konar. Annað og heldra vork- efnið var það sem nefndin nú hefir gefið álit sitt um, sem só að gjöra tillögur um hvernig haga skuli vörnum á sjó og landi svo að þær bæði svari til ástæðna landsins og geti haldið uppi hlutleysi þess, og nægilegt tillit sé tekið til máttar rikisins að bera þann kostnað, sem af þeirri tiihögun varn- anna leiðir. Hitt verkefni nefndarinnar var að gefa svo nákvæmar upplýsingar sem mögulegt er um núverandi hernaðar- ástand ríkisins o. fl. Um það gefur nefndin síðar álit sitt í tveim bindum. Annað bindið verður vegna ásigkomu- lags efnisins ekki birt almenningi fyrst um sinn. í hinu bindinu eru leynileg skjöl, og verður það afhent stjórn og ríkisþingi. Ekki gat nefndin orðið á einu máli um tilhögun varnanna. í nefndinni sátu 19 atkvæðisbærir meðlimir og skiftast þeir í meiri hluta og þrjá minni hluta. Koma því fram í nefndar- álitinu 4 tillögur, ein frá 10, önnur frá 6, þriðja frá 2 og fjórða frá 1 meðlim. Við þessar 4 tillögur bætast svo tals- vert ítarlegar athugasemdir frá þeim mönnum í sjó- og landhernum, sem skipaðir voru nefndinni til aðstoðar. Tillögur nefndarinnar eru í stuttu máli þannig: Meiri hlutinn sem í eru vinstrimenn og miðlunar- menn (stjórnarfl.) álítur nauðsynlegt að breyta þeirri tilhögun sem nú er á vörnunum og auka þær að mun. Hann vill auka herþjónustuskylduna þannig, að hið árlega útboð verði 0,53 af hverju hundraði manna í stað þess sem það nú er 0,43 af hundraði. Útboðs-aldurs- takmarkið vill hann og færa ur 22 ára aldri niður í 20 ára aldur. * Hann vill og láta þá borga varnarskatt, sem annaðhvort ekki eru innkallaðir eða ekki eru teknir gildir, ef þeir annars eru verkfærir. Meiri hlutinn vill leggja niður víggirðingarnar landmegin við Kaupmannahöfn, en auka þær sjávar- megin. Meiri hlutinn leggur til að veitt sé í eitt skifti fyrir öll til hers, flota og strandvarna 31r/2 miljón kr., og sé tilhögun hans fylgt, vex hinn árlegi herkostnaður um 1,7 milj. kr. Fyrsti minni ldutinn, hægrimenn og frjálslyndir íhaldsmenn, álítur hlutleysi ríkisins sé mest hætta búin af árásum á höfuðstaðinn og vill því víggirða Kaupmannahöfn sem allra tryggilegast bæði land- og sjávarmegin. Hann álítur nauðsynlegt, að veita 39 miij. lcr. í eitt skifti fyrir öll, og auka árlega herkostnaðinn um 5,i milj. kr. Annar minni hlutinn, jafnaðarmenn (socialdemokratiet), geng- ur út frá því, að Dönum sé ómögulegt að verja land sitt eða hlutleysi fyrir árásum hvers stórveldisins sem er. En hins vegar sé vöxtur og viðgangur jafnaðarmennskunnar í þeim Jöndum svo mikill að engu þeirra mundi líðast að ráðast á Danmörku hiutlausa og vopnlausa. Þessi minni hluti leggur því til, að Danir hætti að hafa her og pg flota og leggi niður þau varnarvirki til lands og sjávar sem nú eru til. Þriðji minni hlutinn, hinir ákafari vinstri menn, álítur nauð- synlegt að þeirri skipun sé k'omið á hermálin, að öllum ríkjum só það Ijóst, að þjóðin vilji alls ekki lenda í nein- um ófriði. Álítur hann að á þann hátt megi minnka herkostnaðinn um 6 lh milj. kr. árlega. Á líkisþinginu sem saman kemur í haust vevður nefndarálitið helzta málið, en ekki verður það leitt til úr- slita á einu þingi, heldur verður þingið leyst upp og nýjar kosningar látnar fram fara, og þjóðinni á þann hátt gefinn kostur á að láta sitt álit á málinu í Ijósi áður en fullnaðar-úrslit verða á því gjörð. ______________

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.