Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 01.09.1908, Qupperneq 2

Reykjavík - 01.09.1908, Qupperneq 2
152 RE\KJAVlK Til Tryggva Gunnarssonar. Nú heilsa þér, mannvinur, hlýjustu Ijóð! Mig hlœir, þú enn ert sem ungur, og enn þci til þjóðheilla hrcgfist þitt blóð, það hrós votta fjölmargar lungur. Pó Norðurtand hafi þig alið, — það eitt oss einatt mun fremst verða’ í minni: Hjá Suðurlandsbúum þú þrek hefir þreytt vor þjóðheillafrömuður svinni. Pá fólkið stóð ráðþrota’ og fann ekki braut, en fann þó, að margt þurfti’ að bœta, þú komst til að legsa úr þessari þraul og þjóðina’ að örfa og kœta, — já, þú ert sá fgrsti sem bggðir hér brgr og beizlaðir elfurnar köldu, og lengi því vaka mun lofstgr þinn dgr sem Ijós gfir hafdjúpsins öldu. Peir taka að launum oft ámœli ein sem öflugast þjóð sinni vinna, en verk þeirra tregst eru stáli og stein og stöðugri’ en dómarnir hinna. Og sómi er oss Trgggvi, að yrkja þér óð á œfinnar kvöldstundu þinni. Svo lengi sem ísland á ósvikið blóð þú œ verður ferskur í minni. Og enn er þér, mœringur, bjart yfir brún, þar barnsglaða hugann ég kenni. þó alvara lífs hafi rist sína rún á riddarans göfuga enni. — Pá tíður að aptni og lœkka fer sól, þér loftblærinn hvíslar í egra : Peir voru ekki margir sem ísland ól, er unnu því fegra né meira. Pað segja mun œttjörð vor síðar um þig, er sigin er Eygló til viðar: Til framfara vanstu svo margt fyrir mig, ég man þig nú, genginn til friðar. — Og gegmast mun nafn þitt svo göfugt og skœrt á gullspjöldum sögunnar Ijósum, þess endurskin verður oss œtíð svo kœrt sem árblikið döggvuðum rósum. J. P. Betra seint en aldrei. „ísaf.“ endar eina af langlokugrein- um sínum „Ef vér hefjum það sam- taka“ 29. f. m. á þessa leið: „Ef oss gæti iærst, að það væri að komast skemst, að komnst sem lengst í óvirðingarummælum um andstæð- inga sína, sem lagt er svo mikið kapp á annarsvegar í stjórnmálabaráttu vorri, þá hefðum vér lært stórmikinn sparn- að á afli handa iandinu, afli til að hefja það hátt“. Þetta segir blað sem haft hefir fyr- ir atvinnu að reyna að rægja mann- orð af helstu mótstöðumönnum sínum, og væri góðra gjalda vert, ef bara nokk- ur hugur fylgdi máli. En líklega er þetta ekki annað en eitt af óteljandi látalátum „hógværa blygðunarleysisins", sem nú um stund mun vera fyrir framan á Axlarbúinu. Einkennileg aðferð, Þingmannaefni andstæðinga sam- bandslagafrumvarpsins munu hvergi hafa látið skýlaast uppi á undirbún- ingsfundunum, hvernig þeir vilji breyta frumvarpinu, heldur hafa jafnvel sagt, að þeir muni ekki gjöra það, fyr en þeir komi á þing? Hvernig geta þeir með góðri sam- vizku hliðrað sér hjá að gjöra kjós- endum sínum ákveðna grein fyrir breyt- ingum á þessu stærsta velferðarmáli þ'jóðarinnar, þar sem þeir þó að vanda myndu hafa gjört grein fyrir breyt- ingum sínum á hverju óðru frumvarpi, sem minna varðar? Og — hvernig stendur á því, að kjósendurnir virðast iáta sér þetta vel líka í þessu máli, þar sem þeir annars krefjast þess í hverju óðru máli ? Er það ekki frámunalegt hugsunar- leysi af kjósendum, að kjósa mann til þingsetu bara af því að hann lætur í veðri vaka, að hann ætli að gjöra eitthvað í þessu ináli, þegar á þing hemur, en láta sér á sama standa, hvað það er, sem hann þá gjörir ? Er það samboðið virðingu nokkurs kjósanda, að neyta svona hins dýr- mæta kosningarréttar síns alveg út í bláinn ? Eða liggja breytingarnar á frumvarp- inu þeim kjósendum svo í augum uppi, að þeir þurfi ekki að spyrja tilvonandi fulltrúa sína hið minsta um þær sakir, þó ekki væri þá nema til vonar og vara ? Þetta er mjög svo einkennileg aðferð af þingmannaefnum andstæðinga, og vert fyrir kjósendur að athuga hana grannt, áður en þeir ganga til kosn- inga. Kjósandi. Um gjafir Bjarna heit. Jóhannessonar til Stykkishólms lætnr séra Sigurður Gunnarsson ekkju hans M. S., matselju sína, flytja ýmsar dylgjar í „ísaf.“ 22. f. m., dylgjur sem eru alveg ólíkar frú M. S., en nauða- líkar séra S. G. og góðvinu hans, Gróu heitinni á Leiti. Frú M. S. getur ekkert, um gjafir B. J. sagt. Hún vissi elckert um þær fyrri en L. H. B. bar þær undir hana rétt áður en B. heitinn skrifaði undir gjafabréfið. Gjafamálið fór ekki milli nokkurra lifandi manna nema B. J. og L. H. B. Frú M. S. segir það satt, að L. H. B. ætlaðist til, að B. J. væri reistur minnis- varði af St.hólmsbúum, en undirtekt- irnar urðu svo daufar, að frú M. S. var sjálf fyrri til. Hitt er ósatt, að L. H. B. hafi nokk- urn tíma, skriflega eða munnlega, hælt sér af því, að hafa útvegað Stykkis- hólmi þessar gjafir, enda á B. J. mestan heiðurinn fyrir þær. Eins og L. H. B. heldur ekki hefir hælt sér af því, að Framfarasjóði Stykkishólms er nú bætt- ur sá rúmlega 1000 kr. halli er sjóð- urinn — auk mörg þúsund kr. halla frú M. S. sjálfrar — beið við það, að séra S. G. lánaðist að fá B. J. rétt undir andlátið til að selja vini og vanda- manni austan úr Norður-Múlasýslu allar eigur hans, manni sem ekkert átti og flosnaði upp eftir örstuttan tíma. * l*að er nú komið upp úr kafinu, hversvegna „ísafold11 urraði að sím- anum og spýtir enn ákafar galli að sambandsmálinu. Hún gjörir það af sömu ástæðu og hundurinn hans Bret Harte’s. „Hann spýtti galli af gremju út aí öllum nýjungum menningarinnar: gasi, ritsíma, járnbrautum o. s. frv. Sæi hann verið að koma upp símastaur eða járnbrautarlest á leið um bæinn, varð hann hamslaus að gelta". En af hverju kemur þá þessi gall- spýtingur í hundinum hans Harte’s og Birni okkar. ísafold segir frá því 29. f. m., um leið og hún segir ofantilfærða sögu af hundinum. Hún segir: „Þetta fyrirbrigði verður ekki skýrt nema á einn veg, þann að veiklaður eða ófullkominn heili getur iítt eða ekki samþýtt sér það, sem hann á að skynja“ . . . sérstaklega „ef einhver hættir sér út yfir takmörkin og ný- breitnin er eitthvað frelsi-borin". Þannig er þá ráðin gátan um það, hversvegna Björn urraði svo mjög út af ritsímanum og hversvegna hann ældi galli í arfabynginn á Þjórsártúni, eftir Þjórsárfundinn. „Það er „veiklaður eða ófullkominn heili“, sem komið hefir öllum ósköp- unum á stað. Gott, að ekki er langt til Þórðar á Kleppi. Jón Ó. Magnússon í Bjarnarhöfn er að reyna að kióra yfir háttalag sitt út af mislinga-sóttkvíun- inni i St.hólmi í fyrra og hegðan sinni á St.hólms-fundinum í sumar, en ferst það svo óhönduglega, að hann stað- festir hvorttveggja. Hann kvartar undan því, að G. Egg- erz sýslumaður hafi haft á orði að fangelsa sig í fyrra, í stað þess að þakka sýslumanni fyrir það. Sakirnar voru nægar, en góðmennska sýslumanns þó meiri en þær. Hann játar líka óbeinlínis, að hann hafi hegðað sér strákslega á St.hólms- fundinum, vitnar að eins til kunningja sinna, að hann sé ekki vanur „að á- stæðulausu að verða svo æstur og ofsa- fenginn sem „Rvik“ segir“. J. Ó. M. hefði verið nær að þegja sögusögn „Rvíkur“, sem er vottanleg, fram af sér, en að leggja út í aðra eins málsvörn. Kunnugir voikenna honum oft áhlaupin, því að honum er stundum ekki fullsjálfrátt, en hann ætti þó að geta haft svo mikið vald á geðsmunum sínum, að láta ekki óhlut- vandan kunningja hleypa sér upp hvað eftir annað, sér til minkunar. Heilbrig'disrit. í 32. tölublaði „Ingólfs" þ. á. hefir séra St. M. Jónsson á Auðkúlu skrifað grein með þessari yfirskrift. Er þar fyrst minst á heilbrigðisritið „Eir“, sem fyrir nokkrum árum var gefið út hér í Reykjavík, en varð því miður svo sorglega skammlíft. Nú eru liðin 7 ár síðan „Eir“ hætti göngu sinni, og segir gr.höf. að eng- inn hafi i öll þessi ár hafið máls á því, að koma ritinu aftur á fót. Þetta er ekki rétt, því að í lítilli grein með fyrirsögninni: „Nauðsynleg fræðsla", er höf. þessara iína skrifaði og birtist í 47. tbl. „Þjóðólfs“ 1903, er vakið máls á þessu. Er þar getið um fráfall „Eirar“ og það, hversu afar- nauðsynlegt það sé fyrir þjóð vora, að lesa og eiga vel samið heilbrigðisrit — sniðið eftir skilningi og mentunarþroska alþýðu — eins og „Eir“ var. En ég er ekki læknir, ekki heldur Lazarus — né prestur, og má vera að áminstri grein minni hafi þess vegna verið lítill gaumur gefinn. Ég er hinum háttvirta gr.höf. þakk- iátur fyrir það, að hann hefir á ný hreyít þessu mikilsverða máli og ritað um það allýtarlega. Er óskandi, að ekki verði langt að bíða þess, að vér fáum að sjá „Eir“ aftur unga og endur- borna, eða annað rit er jafugildi henni að efni og búningi. Reykjavík, 19. ágúst 1908. Pétur Pálsson.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.