Reykjavík - 01.09.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
153
IÖLLUM
HEIMINUM,
brúka þúsindir húsfreyja Sun-
llght Sápu miklu meir en nokkra
aðra, af því hún hreinsar fötin
nniklu betur, og gerir pað het-
mingi ödýrara, og án þess að
skaða hendur né föt.
Sunlight lengir frítíma yðar
og léttir vinnu yðar.
Farið eftlr fyrirsögninni sem er
gefln aftan á hverjum þakka og
óhreinindin munu detta úr. 6fi5 I
Hvaðanæva.
Frá TyrRlandí.
Seint í júlímánúði síðastl. varð sú
breyting á stjórnarfari Tyrklands, að
einveldinu er lokið og þingbundin stjórn
sett á laggirnar. Tíðindi þessi komu
öllum óvænt. Að vísu hefir verið ó-
kyrt mjög þar í landi. Jafnvel her-
inn var orðinn soldáni ótryggur og
uppvíst var orðið um samsæri, er hafði
það markmið að neyða soldan til að
leggja niður völdin.
Þegar svona var komið sá soldán
ekki önnur ráð en að gefa þegnum
sínum allfrjálslega stjórnarskrá.
Stjórnmálaflokkur sá í Tyrklandi, er
mest hefir að þessu unnið og nú situr
að völdum þar, kallar sig Ung-Tyrki.
Kvaddi soldán einn hinn heizta for-
ingja þess flokks til stórvezírs.
Soidán kallaði saman æðstu hers-
höfðingja sína og embættismenn og
hélt nokkurs konar ríkisráð áður en
hann gaf Út stjórnarskrána. Meiri hluti
ráðsins réði honum til að afsala sér
einveldinu. Er svo sagt að honum
hafi þó orðið svo mikið um það, að
hann hafi fallið 5 sinnum í ómegin
þegar hann ætlaði að skrifa nafn sitt
undir skjalið, en hafði það þó loks af
í sjötta skiftið.
Stjórnarskráin er sem sagt allfrjáls-
leg. Er Tyrkjum með henni veitt prent-
frelsi, trúarbragðafrelsi, hið illræmda
leynilögreglulið stjórnarinnar afnumið
o. s. frv.
Soldán ætlar að minka „harem“ sitt
að miklum mun. Margar af konum
hans er búið að senda þaðan burtu.
Sömuleiðis á að takmarka mjög fram-
vegis konufjölda prinsanna, jafnvel svo
að þeir reyni að komast af með eina
konu hver.
Um allt Tyrkland er mikill fögnuður
yfir þessum tíðindum, og berast soldáni
þakkarskeyti óteljandi úr öllum áttum.
Dýr blóm.
Á uppboði, sem fyrir skömmu var
Kiukkur, úr og úrfestar,
' sömuleiðis gull og silfurnkraut-
» gripi borgar sig bezt að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
Jóhunn Á. Jónnggon.
haldið í Lundúnum, var orkidé-planta
(nokkurs konar brönugras) seld fyrir
7000 pund sterling, og á sama upp-
boði var önnur orkidé-planta, sem var
vátryggð fyrir 10,000 pund sterling.
Orkidé-plönturnar eru svona afardýrar,
bæði vegna þess hve erfltt er að rækta
þær, og hve miklum vandkvæðum og
hættum það er háð, að ná þeirn í hita-
beltinu. Margir orkidé-safnarar hafa
týnt lífinu í eyðihéruðum Suður- Ameríku
vegna loftslagsins þar og annara orsaka.
í nánd við „Windsor Castle“ eru
orkidé-vermireitir, og eru plönturnar
í þeim virtar á 159,000 pund steriing.
Fyrir skömmu vildi svo einkennilega
til, að verzlunarhús eitt í Lundúnum
seldi auðugumverksmiðjueiganda orkidé-
plöntu fyrir 75 pund sterling. Planta
þessí þróaðist svo óvenjulega vel, að verk-
smiðjueigandinn gat smám saman selt
af henni 8 frjókvisti fyrir 2000 pund
sterling. Þegar verzlunarhúsið, sem
plöntuna hafði selt, varð þessa vart,
reyndi það að fá eitthvað af þessari
dýrindis plöntu aftur, og varð það að
borga 1000 pund sterling fyrir ofur-
lítinn frjókvist.
Hryllilegur ^læpnr
var nýlega framinn í Málmey í Svíþjóð.
Sökum óánægju meðal verkamanna
við hafnar og uppskipunarvinnu voru
fengnir enskir verkamenn sem bjuggu
í skipi út á höfninni. En aðfaranótt
hins 12. júií var sprengd sprengi-
kúla á skipinu og við það beið 1 maður
bráðan bana, ungur og lætur eftir sig
konu og nokkurra mánaða gamalt barn
í Hull; en margir særðust, 6 af þeim
mjög hættulega. Yoru hinir særðu
strax fluttir á hið almenna sjúkrahús.
Verkamennirnir voru komnir til
Málmeyjar fyrir hér um bil 3 vikum
81 að tölu, sem sé 74 verkamenn, 4
formenn, 1 bryti og 2 matreiðslumenn,
og höfðu þeir ekki áður orðið varir við
óvild eða hatur hinna sænsku verka-
manna.
Miklar líkur eru til að ungur maður
úr flokki jafnaðarmanna, mjög æstur,
hafi framið illverk þetta. Sænskir
verkamenn hafa á fundi sem haldinn
var eftir að þetta skeði lýst megnri
óánægju sinni yfir atferli þessu og
fregnin hefir alstaðar vakið rnikla ó-
ánægju og reiði.
Sama eftirmiðdag heimsókti Gustaf
konungur hina særðu menn á sjúkra-
húsinu og sagt er að hann hafi geng-
ist fyrir samskotum handa þeim svo
að þeir biðu eigi efnatjón við leguna
og þann tíma sem þeir ekki verða
vinnufærir.
2000 kr. verðlaun hafa verið heitin
þeim sem kemur óbótamanninum í
hendur lögreglunnar.
Erlend símskeyti
til „Rvíkur“.
Marokkó-soldáni steypt úr völdum
af bróður hans.
Rólan gengur í Kristjaníu, 80 sjúk-
lingar. _________
Þarflegt fyrirtœki.
Nokkrir bæjarmenn hafa tekið sig
saman um að gangast fyrir því að
koma upp góðu þvottahúsi fyrir bæinn.
Bæjarbúar hafa um langan tíma
verið óánægðir með laugaþvottinn eins
og hann er og hefir verið; meðferðin
á honum engan veginn góð eða eins
og vera bæri; oft illa þvegið í sjálfum
laugunum og þvotturinn siðan fluttur
votur til bæjarins, en hvergi nærri gætt
þess hreinlætis, sem vera skyldi, á
þessum flutningi á þvottinum. Auk
þess ber það of oft við, að úr þvott-
inum týnist eða ruglast meira eða
minna. Enn fremur heflr verið erfitt
að fá hálslín stinnað og dregið á það
eins vel og annarstaðar gjörist.
Hugmynd þeirra, sem fyrir þessu
gangast, er að koma upp þvottahúsi
með góðu þurksvæði fyrir utan bæinn.
Til þess að starfa að þvottaverkum,
á að fá vel vanar og ötular stúlkur
frá útlöndum, sem kunna til fylsta
hreinlætis og reglusemi og eru sérstak-
lega leiknar í vandasamri meðferð á
hálslíni og öðru þess háttar. En þær
taka með sér íslenzkar stúlkur í starf
þetta og kenna þeim.
Þvottinn á að fá fluttan heiman og
heim í þar til gjörðum lokuðum vagni
eða vögnum.
Auk þeirra þæginda, sem slík stofnun
getur veitt bæjarmönnum, getur hún
og orðið mikilsvert spor í þá átt að
auka hreinlæti í bænum.
Konungur vor og drottning
ásamt prinsessunum Thyra og Dagmar
og prins Gustav lögðu af stað frá
Kaupm.höfn 29. júlí í ferð um Jótland.
í fylgd konungs er forsætisráðherra
J. C. Christensen og ýmsir aðrir hátt-
standandi menn.
Konungshjónunum og föruneyti þeirra
er allsstaðar tekið með hinum mestu
virktum og blíðu. Veizluhöld og annar
fagnaður hvar sem þau koma.
Innan bæjar og utan.
í Hafnarfirði var haldinn þingmála-
fundur 26. f. m. Var til þess fundar
boðað af þingmannaefnum Gullbr.- og
Kjósarsýslu. Fundurinn var fjölmenn-
ur og voru þar staddir nokkrir utan-
héraðsmenn, þar á meðal ráðherra H.
Hafstein yfirdómari J. Jensson, iandl.
G. Björnsson o. fl.
Eitt þingmannsefnið (B. Kr.), bar
upp þá einkennil. tillögu í fundarbyrj-
un, að þingmannaefnin skyldu fyrst
tala og mega tala 1 kl.stund hvert,
þá kjósendur (um 200 manns) J/2 kl.st.
hver og loks gestir einnig */a kl.st. hver.
Annað þingm.efnið (H. Jónsson) gjörði
þá breytingartillögu að ráðherrann fengi
að tala í 1 kl.stund eins og þing-
mannaefnin, en breytingartillagan var
felld og tillaga B. Kr. samþykkt.
Þingmannaefnin töluðn því næst öll
og svo ráðherrann og nokkrir kjósend-
ur. Engin atkvæðagreiðsla fór fram.
Ekki mælist sú aðferð andstæðing-
anna í Hafnarfirði vel fyrir, að ætla
að meina ráðherra og fleirum, sem
þingmannaefni þeirra treystust illa að
eiga orðastað við, að taka til máls
fyrri en svo væri orðið áliðið, að flest-
ir væri farnir af fundi. Þykir það
lýsa fyrst og fremst dæmafáu van-
trausti á sjálfum sér og málstað sín-
um, að vilja ekki einmitt nota gott
tækifæri til að ræða málið við ráð-
herrann í áheyrn kjósendanna, sá
aumingjaháttur verður víst lengi í
minnum hafður. í annan stað er það
ekki vel samrýmanlegt við almennar
kurteysisreglur að láta gesti sína vera
afskifta og á hakanum, og ekki hafa
aðrir ísiendingar orðið til þess á mann-
fundum fyr né síðar að brjóta svo
í bág við einn aðalkost þessarar þjóð-
ar, sem víðfrægur er undir nafninu
íslenzk gestrisni.
Á Lágafelli var haldinn þingmála-
fundur 28. f. m. Þar voru öll þing-
mannaefni Gullbr.- og Kjósarsýslu.
Utankjördæmismenn voru þar nokkrir
þar á meðal Jón Magnússon skrifstofu-
stjóri. Engin atkvæðagreiðsla fór þar
fram, en allur þorri fundarmanna var
hlyntur frumv. sambandslaganefndar-
innar.
Björgunarskipið „Syara“ kom
hingað 26. f. m., og hafði meðferðis
botnvörpuskip, er strandað hafði á
Skagafirði en „Svava“ náði aftur út.
„Svava“ var á Eyjafirði þegar botn-
vörpuskipið strandaði, og var símað
eftir henni þangað. Með skipinu ’kom
hingað Geir prófastur Sæmundsson á
Akureyri og Ágúst kaupm. Flygenring
í Hafnarfirði.
V eðurskeyti.
Samkv. athugunura kl. 7 árd.
Ágúst 1908 j Loftvog millim. c+- et- < (D O P & % O œ O •-« r-*- P Hiti (0.)
(Rv. 754.6 Logn 0 Hálfheið + 8.6
Bl. 755 5 Logn 0 Heiðsk + 4.4
Þd. 25. < Ak. 752.8 Logn 0 Þoka + 6.7
Gr. 722.0 Logn 0 Heiðsk -j- 5.0
(sf. 755.9 Logn 0 Alskýjað + 6.4
("Rv. 750.9 Logn 0 Alskýjað + 9.5
Bl. 751.4 NA 3 Skýjaið + 6.5
Mi. 26. < Ak. 748.5 NV 1 Þoka + 8.0
Gr. 717.7 Logn 0 Þoka + 40
(Sf. 752.0 Logn 0 Móða + 8.5
(Rv. 733.9 N 6 Skýjað + 8.4
Bl. 744.5 A 6 Skýjað + 6.4
Fi. 27. < Ak. 745.4 NNA 1 Þoka + 7.1
Gr. 710.1 NA 5 Skýjað + 5.2
(Sf. 744.9 A 4 Alskýjað + 7.0
(Rv. 742.9 N 8 Skýjað + 7.1
jBl. 748.8 A 7 Skýjað + 4.0
Fö. 28. < Ak. 748.3 NNA 4 Regn + 35
Gr. 711.0 NA 5 Snjór -í- 0.5
(Sf. 743.1 Na 3 Regn + 6.5
(Rv. 747.1 N 9 Heiðsk + 4.2
Bl. 752.4 NNA 6 Regn + 4.2
Ld. 29. < Alc. 750.0 N 5 SkVjað + 2.5
I Gr. 713.0 NNV o Skýjað -í- 0.2
(Sf. 745.9 NA 4 Skýjað + 5.2
(Bv. 750.7 Logn 0 Heiðsk + 2.0
Bl. 755.8 S A 2 Hálfheið + 1.5
Sd. 30. < Ak. 755.4 Logn 0 Skýjað + 3.0
Gr. 720 0 Logm 0 Regn + 2.0
(sf. 753.0 Logn 0 Regn + 5.3
fRv. 754.4 Logn 0 Skýjað + 7.0
Bl. 758.5 SA 1 Skýjað + 6.9
Má. 31. < Ak. 758 6Logn 0 Skýjað + 7.0
IGr. 724 0 A 1 Skýjað + 3.5
Isf. 757.7ÍASA 1 Regn + 6.1
Aths. Veðurhæðin er reiknuð í stig-
um frá 0—12 : 0 = Logn. 1 = Andvari.
2 = Kul. 3 = Gola. 4=Kaldi. 5 = Stinn-
ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 = Snarp-
ur vindur. 8 = Hvassv; ’-ri. 9. Stormur. 10.
= Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri.
Kv. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. —
Ak. = Akureyri. — Gr. = Grímsstaðir. —
Sf. = Seyðisfjörður.
€ggert Claessen,
yfirréttarmálaflutningsmaður.
Póitluisstr. 17- Talsími 10.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Ódýrt fæði,
aðeins 30,00 kr. rnánaðarl. frá 15.
oktbr. I*oi*ll>J. S. aiieringf,
Bergstaðastr. 31. [—l.nóv
2—3 lofthertoergi til leigu 1. októ-
ber í Vesturgötu 10.