Reykjavík - 08.09.1908, Blaðsíða 2
156
R EYKJAVIK
,Sanitas4
gerilsneyddu (sterilliserede) gosdrykkir
fást hjá öllum er selja heilnæma gos-
drykki. Eftiriitsmhður verksmiðjunnar
er landlæknir (Sruðm. Bjornsson.
Afgreiðsla í l>æk.jarg:ötu ÍO.
III. Hervarnir á sjó og landi ásamt
gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrár-
innar 5. jan. 1874.
IV. Gæsla fiskiveiðarjettar þegnanna,
að óskertum rjetti Islands til að auka
eftirlit með fiskiveiðum við Island, eftir
samkomulagi við Danmörku.
V. Fæðingjarjettur. Löggjafarvaldhvors
landsins um sig getur þó veitt fæðingja-
rjett með lögum, og nær hann þá til
beggja landa.
VI. Peningaslátta.
VII. Hæstirjettur. Þegar gerð verður
breyting á dómaskipun landsins, getur
löggjafarvald Islands sett á stofn innan-
lands æðsta dóm í íslenskum málum.
Meðan sú breyting er eigi gerð, skal
þess gætt, er sæti losnar í hæstarjetti,
að skipaður sje þar maður, er hafi sjer-
þekkingu á íslenskri löggjöf og kunnugur
sje íslenskum högum.
VIII. Kaupfáninn út á við.
4. gr. Öðrum málefnum, sem taka bæði
til Danmerkur og Islands, svo sem póst-
sambandið og ritsímasambandið milli
landanna, ráða dönsk og íslensk stjórn-
arvöld í sameiningu. Sje um löggjafar-
mál að ræða, þá gera löggjafarvöld beggja
landa út um málið.
5. gr. Danir og Islendingar á Islandi
og Islendingar og Danir í Danmörku
njóta fulls jafnrjettis. Þó skulu forrjett-
indi íslenskra námsmanna til hlunninda
við Kaupmannahafnar háskóla óbreytt.
Svo skulu og heimilisfastir Islendingar á
Islandi hjer eftir sem hingað til vera
undanþegnir herþjónustu á sjó og landi.
Um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörku
og Island skulu Danir og Islendingar
jafn rjettháir meðan 4. atr. 3. gr. er í gildi.
6. gr. Þangað til öðruvísi verður á-
kveðið með lögum, er ríkisþing og al-
þingi setja og konungur staðfestir, fara
dönsk stjórnarvöld einnig fyrir Islands
hönd með mál þau, sem eru sameigin-
leg samkv. 3. gr. Að öðru leyti ræður
hvort landið (um sig) að fullu öllum
sínum málum.
7. gr. Meðan ísland tekur engan þátt
í meðferð hinna sameiginlegu mála, tek-
ur það heldur ekki þátt í kostnaði við
þau. Þó leggur Island fje á konungs-
borð og til borðfjár konungs-ættmenna
hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og
Islands. Framlög þessi skulu ákveðin
fyrirfram um 10 ár í senn með kon-
ungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana
og ráðherra íslands undirskrifa. Ríkis-
sjóður Danmerkur greiðir landsjóði Is-
lands í eitt skifti fyrir öli 1 miljón og
500 þús. kr., og eru þá jafnframt öll
skuldaskifti, sem verið hafa að undan-
förnu milli Danmerkur og Islands, full-
komlega á enda kljáð.
8. gr. Nú rís ágreiningur um það,
hvort málefni sje sameiginlegt eða eigi,
og skulu þá stjórnir beggja landanna
reyna að jafna hann með sjer. Takist
það eigi, skal leggja málið í gerð til
fullnaðarúrslita. Gerðardóminn skipa 4
menn, er konungur kveður til, 2 eftir
tiliögu ríkisþingsins (sinn úr hvorri þing-
deild) og 2 eftir tillögu alþingis. Gerð-
armennirnir velja sjálfir oddamann. Verði
gerðarmenn ekki á eitt sáttir um kosn-
ingu oddamannsins, er dómsforseti hæsta-
rjettar sjálfkjörinn oddamaður.
9. gr. Ríkisþing og alþingi geta hvort
um sig krafist endurskoðunar á lögum
þessum, þegar liðin eru 25 ár frá þvf,
er lögin gengu í gildi. Leiði endur-
skoðunin ekki til nýs sáttmála innan 3
ára frá því að endurskoðunar var kraf-
ist, má heimta endurskoðun af nýju á
sama hátt og áður, að 5 árum liðnum
frá því, er nefndur þriggja ára frestur
er á enda. Nú tekst ekki að koma á
samkomulagi meðal löggjafarvalda beggja
landa innan tveggja ára frá því er end-
urskoðunar var krafist í annað sinn, og
ákveður konungur þá með tveggja ára
fyrirvara, eftir tillögu um það frá ríkis-
þingi eða alþingi, að sambandinu um
sameiginleg mál, þau er ræðir um í 4.,
5., 6. og 8. tölulið 3. gr., skuli vera
slitið að nokkru eða öllu leyti.
„Öllu snúið öfugt þó
aftur og fram í hundamó!“
Þessi lífsregla hefir lengi staðið ó-
afmáanleg á skildi stjórnarandstæðinga.
Og það er eðlilegt.
Þegar menn hafa vondan málstað,
neyðast þeir til að snúa öllu öfugt.
Þegar stjórnarandstæðingar, hinir
gömlu Valtýingar, vildu rígbinda æðstu
stjórn landsins við Kaupmannahöfn,
kölluðu þeir sig framsóknarmenn!!
Þegar þeir vildu hindra framgang
ritsímamálsins þvert ofan í vilja mik-
ils meiri hluta þings og þjóðar, þá
kölluðu þeir sig þjóðræðismenn!!
Og núna, þegar þeir reyna með hnú-
um og hnefum að sporna við því, að
ísland fái fullt sjálfstæði sem sórstakt
ríki í sambandi við Danmörku, kalla
þeir sig sjálfstæðismenn !!!
Að losa ísland úr dróma stöðulag-
anna, lieija það úr þeirri niður-
lægingu að vera „óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis4í upp í þá tign
að vera sérstakt fullveðja ríki, það
kalla þeir innlimun !!!
Þeir vita það sjálfir, mennirnir, sem
leika þessa list, hvað þeir eru að vinna,
að þeir hafa hausavíxl á réttu og röngu.
Enginn er þó eins leikinn í listinni
og „Isafoldar" -Björn. Áður en hann
fór vestur, varp hann enn einu fúl-
egginu i „ísafold", og gaf í skyn, að
það yrði síðasta fuleggið frá sér fyrir
kosningarnar! Betur að það yrði ör-
verpið hans.
Þar segir hann meðal annars, að
þeir kjósendur, sem greiða atkvæði
með sambandslagafrumvarpinu, greiði
atkvæði með Dönum, en hinir sem
kjósa frumvarpsféndur, greiði atkvæði
með Islendingum.
„Hvítt er svart og svart er hvítt“,
eins og vant er hjá Birni.
Þeir sem vilja svifta Dani því valdi,
sem þeir hafa nú yfir málum vorum,
og hefja landið sitt í t.ölu sjálfstæðra
ríkja jafnfætis Danmórku, þeir, segir
Björn, greiða atkvæði — með Dönuml!!
Hinir, sem vilja, láta landið halda
áfram að vera „óaðskiljanlegan hluta
DanaveUis11 og lofa Dönum að halda
því váldi, sem þeir hafa yfir íslands
málum, þeir, segir Björn, greiða atkvæði
— með Islendingum !!!
Heimska hyggur Björn kjósendur
vera, að hann skuli bjóða þeim þetta.
Og í lok greinar sinnar gefur hann
i skyn, að þeir, sem greiði atkvæði
með sambandslagafrumvarpinu, „gangi
inn í innlimunarkróna", likt og Njáll
gekk inn í húsin á Bergþórshvoli,
þegar hann var brenndur inni!! !
Alltaf er karlinn sjálfum sér líkur.
Hann veit vel, ef hann vill satt segja,
að vér erum n ú hnepptir í „innlim-
unarkró" þá, sem stöðulögin hafa hlaðið
utan um oss, og að þeir, sem greiða
atkvæði með sambandslagafrumvarpinu,
berjast fyrir því, að leiða oss út úr
lcrónni, út undir bert loft, þar sem vér
getum dregið andann frjálslega, óháðir
útlendu valdi.
Kjósendur ráða því á fimmtudaginn
með atkvæðum sinum, hvort vér eig-
um að losna úr krónni eða sitja þar
kyrrir, ef til vill um aldur og æfi.
Þingmálafund
héldu þingmannaefni Reykjavíkur með
kjósendum síðastl. sunnudag síðd., eins
og til hafði verið boðað. Fundurinn
var haldinn við Austurvöll. Yar þing-
heimur á strætinu sunnan við „Hótel
Reykjavík" og inni á Austurvelli, en
þingmannaefnin og aðrir ræðumenn
voru á svölunum á suðurhlið hótellsins
og töluðu þaðan til fólksins.
Fundarstjóri var kosinn borgarstjóri
Páll Einarsson og kvaddi hann sér til
aðstoðar Odd málafærslum. Gíslason.
Þingmannaefnin höfðu fyrir fram
komið sér saman um þau fundarsköp,
að fyrst skyldu þingmannaefnin t.ala
eftir stafrófsröð og mætti hvert þeirra
tala í hálfa klukkustund, því næst. skyldu
tala sex ákveðnir menn, þrír af hálfu
frumvarpsmanna og þrír af hálfu and-
stæðinga, og mættu þeir tala í 20 mín-
útur hver, þá gætu þeir af kjósendum
tekið til máls er þess æsktu. Þeir
höfðu og komið sér saman um, að í
þetta sinn skyldi sambandsmálið eitt
vera til umræðu, og að engin atkvæða-
greiðsla skyldi fram fara á fundinum.
Af þingmannaefnunum talaði Guðm.
Björnsson fyrstur, þá Jón Þorkelsson,
þá Jón Þorláksson og Magnús Blöndahl
seinast. Hér er ekki rúm til að til-
færa ræðu eða kafla úr ræðu hvers
þeirra um sig, og verður því að nægja
í þetta sinn að segja frá aðaldráttun-
um í þeim. — Það leyndi sér ekki, að
eins og skoðanir þingmannaefnanna á
málinu voru tvær, eins voru ræður
þeirra af tveim tegundum eða tvenns
konar. Ræður þingmannaefna frum-
varpsmanna, þeirra Guðm. Björnssonar
og Jóns Þorlákssonar voru rökstuddar,
sannfærandi ræður um málið sjálft og
sórstök atriði þess, talaðar til óbrjál-
aði-ar skynsemi alvarlegra hugsandi
kjósenda, og lýstu þær ræður ót.víræð-
lega því, að mennirnir höfðu gjört sér
ljósa grein fyrir því sem þeir voru að
fara með, og voru færir um að sýna
öðrum með rökum að þeir fylgdu mál-
stað sínum af þeirri sannfæringu, sem
þeir höfðu aflað sór með grandgæfilegri
rannsókn á öllum gögnum málsins.
Þeir sýndu Ijóslega, hve afarmikla yfir-
burði frumv. hefði yfir þau sambands-
lög, (stöðulögin), sem vér eigum nú við
að búa, og verðum við að búa fram-
vegis, ef frumv. verður ekki að lögum,
og sagðist þeim báðum prýðilega vel.
Aftur á móti verður ekki á móti því
borið, að væður þingmannaefna and-
stæðinganna, þeirra Jóns Þorkelssonar
og Magnúsar Blöndahl voru sorglega
fátækar að réttum rökum og sannfær-
andi ástæðum fyrir málstað þeirra, en
þar á móti voru þær þeim mun auð-
ugri af gífuryrðum og órökstuddum
fullyrðingum út í bláinn, og hermdar-
orðum í garð frumvarpsmanna. Til-
gangur þessara manna með ræðum
sínum sýndist ekki vera sá, að leiða
óyggjandi rök að því að frumv. bæri
að hafna, heldur virtist tilgangur þeirra
vera eingöngu sá; að æsa tilfinningar
manna og reyna, að vekja óróa og ofsa
í stað þess að telja til rólegrar íhugunar..
Er það gamalt örþrifaráð þegar rökin
eru þrotin, eða þegar þau aldrei hafa
verið nein, að reyna að halda sökkv-
andi málstað uppi á ofsa og blindu
ofstæki.
Næst á eftir þingmannaefnunum töl-
uðu hinir sextilteknu menn. Af frum-
varpsmanna hálfu þeir Halldór bæjar-
fógeti Daníelsson,*) Jón landsbókavörður
Jakobsson og Hannes Hafstein ráð-
herra. Af andstæðinga hálfu, þeir Þor-
steinn skáld Erlingsson, Hannes ritstj.
Þorsteinsson og Einar ritstj. Hjörleifs-
son. Talaði Ilalldór bæjarfógeti fyrstur
og tókst honum snilldarlega, eins og
ágrip af ræðu hans á öðrum stað hér
í blaðinu Ijóslega sýnir. Þar voru
engar öfgar, gífuryrði né órökstuddar
fullyrðingar, heldur bjargföst, sannfær-
ng um réttmæti málstaðarins, studd
rólega íhuguðum rökum og áþreifan-
legum sönnunum. Sama má segja um
ræður hinna frumvarpsverjenda. Þeir
töluðu báðir sérlega stillilega og sann-
færandi. Töluðu af krafti þeirrar sann-
færingar, sem sönn þekking á málefninu,
góður málstaður og einlæg sannleiksást
ein getur gefið. Hinir, ræðumenn
andstæðinganna,að Þ. E. undanskildum,
hölluðust dyggilega á sveif þingmanna
efna sinna í því að tala á þann veg, að-
æsa tilfinningar áheyrendanna og leiða
þátilað missa sjónar á aðalkjarna máls-
ins, með því að hamast með misjafnlega
vel heppnaðar hártoganir á einstökum
orðum og aukaatriðum. Reyna að þyrla
upp svo miklu ryki öfga og útúrsnún-
inga, að torvelt verði að greina rétt
frá röngu. Er illt til slíks að vita, að
nokkur maður skuli vilja reyna að
bjarga illum málstað sínum með slíkri
aðferð, og afla honum fylgis með slík-
um meðölum. Lítið bætir það úr skák,
þó slíkir íæðumenn hafi á mannfund-
um fyrir fram valinn klapparahóp, sem
smellir saman lófunum við hvert gífur-
yrði ræðumannsins, mest þegar sízt
skyldi og minnst á við.
Þegar þessir sex höfðu lokið máli
sínu kom röðin að kjósendum. Eng-
inn þeirra bað um orðið nema Jón Olafs-
son fyrrum ritstjóri. Hélt hann mjög
góða ræðu með frumvarpin.u og sýndi
Ijóslega fram á ýmsar öfgar og rang-
færslur þeirra, er áður höfðu talað af
andstæðinga hálfu.
Sú fyrirspurn var borin upp fyrir
þingmannaefnin, hvort þeir mundu sam-
þykkja frumvarpið óbreytt,ef svo reynd-
ist að breytingar á því væru ófáanlegar.
Þingmannaefni frumvarpsmanna svöi -
uðu svo, að þeir mundu samþykkja
frumv. óbreytt, ef breytingarnar fengj-
ust ekki. En þingmannsefni andstæð-
inga kváðust ekki samþykkja frumv.
nema að á því fengjust verulegar breyt-
ingar, ekki eingöngu orðabreytingar,
heldur gagngerðar efnisbreytingar.
Yeður var gott og mannfjöldinn mik-
ill. Yfirleitt fór fundurinn vel fram,
þó einstöku sjálfstæðis-unglingar væri
að reyna til að vekja óspektir þá sinnti
þingheimur því lítið. Annars virðist
svo, sem ungmennafölögin eigi ærið
og þarft verk fyrir hendi, að kenna
meðlimum sinum að haga sér svo á
mannamótum, að ekki sé til vanvirðu
og hneyxlis sjálfum þeim og öðruin.
Minni kröfur virðist varla hægt að gjöra,
*) Þessir ræðumenn eru hér t,aldiv í
þeirri röð sem þeir töluðu í.